Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Page 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Page 45
irþyrmandi styrk náttúruaflanna. Loftslagsbreyt- ingar, án atbeina umhverfissóða, séu mun líklegri til að breyta skilyrðum jarðlífsins en umgengni sóðanna og eins og þær hafa iðulega gert á liðnum tíma. En jafnvel þótt sú væri niðurstaðan væri það ekki tilefni til að slaka á gagnvart sóðaskap eða fruntalegri fram- göngu við náttúru og umhverfi. Það þarf engar heimsendaspár til að réttlæta aðgát í slíkum efnum. Kosningaklukka tifar Og svo hingað heim, eins og fréttaþulir orða það. Kosningar nálgast, könnunum fjölgar og framboð eru nefnd til sögunnar og ná sum þeirra ekki mikið lengra en inn í umræðuþætti spjallara og deyja svo. Margt bendir þó til að stækkandi hópur kjósenda hafi vantrú á hefðbundinni stjórnmálastarfsemi. Það er reyndar ekki séríslenskt fyrirbæri. Kosningar til svo- kallaðs Evrópuþings eru frægar fyrir það að kjós- endur forðast þær eins og hverjar aðrar forarvilpur sem á vegi þeirra verða. Þeir taka á sig stóran krók. Mælingar hafa sýnt að sárafáir úr hópi kosninga- bærra vita hver „situr fyrir þá“ á því þingi og biðjast vinsamlegast undan því að fá að vita það. En þátttaka í almennum kosningum á þeim afmörkuðu svæðum ESB, sem enn bera ríkjanöfn, minnkar einnig jafnt og þétt og er víða komin niður undir helmingsþátt- töku. Íslendingar eru enn í bærilegri stöðu. En þó ber einnig á vaxandi pólitísku óþoli hér á landi. Fleiri sitja heima en áður var þótt minna þurfi að hafa fyrir ferðum á kjörstað en áður. Sumir drattast á kjörstað og skila auðu. Meira að segja flokksbundnir, sem mega kjósa heima hjá sér, nenna því ekki, eins og hin dræma þátttaka í formannskjöri Samfylkingar er ný- legt dæmi um. Ein birtingarmynd þessa óþols eru nýju flokkarnir með gildishlöðnu nöfnin sem spretta reglubundið upp. Þeir segjast jafnan komnir til að leysa „fjór- flokkinn“ af hólmi, eins og það heitir. Sagan sýnir að slíkir flokkar lifa þó ekki lengi og fjórflokkurinn telur ekki taka því að fylgja þeim til grafar. Varasamt er þó að túlka þá staðreynd sem almenna ágætiseinkunn fyrir hina hefðbundnu flokka. En á hinn bóginn bend- ir hún til þess að þeir „dekki“ pólitíska litrófið enn nægjanlega frá hægri yfir til vinstri, að mati meiri- hluta kjósenda. Í aðdraganda kosninga reyna flokkarnir sjálfir að gera meira úr því sem skilur á milli þeirra en þeir telja nauðsynlegt endranær. En um leið leitast þeir við að útvatna hefðbundin stefnumið sín til að fæla ekki hina vaklandi frá. Þá er því treyst að drýgstur hópur ákveðinna kjósenda láti slíkt ekki hrekja sig frá „sínum mönnum“ og hinir láti gabbast. Seinustu vikurnar virðast flokkarnir því vera í kös með sín færi ofan í sama hylnum. Þar eru hinir óákveðnu taldir svamla um og þeir muni ráða úrslitum. Samkvæmt því mati eru það pólitískir hringhugar og flokkaflakk- arar sem helst skipa völdunum í landinu niður á fjög- urra ára fresti. Fjölbreytt úrval framboða En þegar framboðum fjölgar þessi ósköp, eins og sýn- ist geta gerst í þeim kosningum sem í hönd fara, er ekki víst að hefðbundnar aðferðir séu fengsælar. Kannski gæti flokkum gagnast best að ganga hressi- legir til leiks og láta með öllu vera að breiða yfir nafn og númer. Sýna hinum tryggu stuðningsmönnum sín- um mesta alúð að þessu sinni. Fleiri kynnu að laðast að því. Við þessar kosningar gæti verið farsælla að halda þeim fána að hún að viðkomandi flokkur sé ímynd festu, hann hrökkvi ekki af hjörum við hróp og köll og kjósendur sem krossi við hann séu ólíklegri til að kaupa köttinn í sekknum en ef þeir kjósi eitthvað sem ekkert hald sé í. Dögun, Samstaða, Björt framtíð á bið- lista Samfylkingar, Hægri grænir, Lýðræðisvaktin, Jarðskjálftavaktin, Alþýðufylkingin, svo nokkur ný framboð séu nefnd eftir minni, eru ekki líkleg til stór- ræðanna. „Gömlu góðu“ flokkarnir eru á skrítnu róli ef þeir vilja endilega koma þeim skilaboðum til kjósenda að þeir séu ekki líklegir til slíkra heldur. Loftssteinar vekja ekki sömu óttablöndnu virðingu og loftsteinar. Það vissi Boutros-Boutros Ghali og það vissi skáldið. Kjósendur virðast líta á stjórn- málamenn sem „skringilegt sambland af fanti og glópi,“ svo nælt sé frá skáldinu því. Þeir eru örugg- lega yfir sig þreyttir á endalausum innantómum spuna. En það þýðir ekki endilega að þeir telji þess vegna vænlegast að ekkert sé í frambjóðendur spunnið. Morgunblaðið/RAX 17.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.