Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Síða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Síða 53
17.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Óhætt er að mæla með dýr- ustu kvikmynd frænda okkar Norðmanna til þessa, Kon Tiki, sem fjallar um æv- intýraferð Thors Heyerdahls á fleka um Kyrrahafið árið 1947. Myndin er sýnd í Smárabíói. 2 Edduverðlaunin verða af- hent í Eldborgarsal Hörpu á laugardagskvöldið. Þeir sem ekki er boðið geta fylgst með heima, þegar leikarar, sjón- varpsfólk og kvikmyndagerðarmenn fá styttur og þakka fyrir sig, því hátíð- in er í opinni dagskrá á Stöð 2. Alls verða 24 styttur afhentar. 4 Sýningarstjórinn Klara Þór- hallsdóttir verður á sunnu- dag klukkan 15 með leiðsögn um sýningu Bjarkar Vigg- ósdóttur, Aðdráttarafl – hringlaga hreyfing, í menningarmiðstöðinni Hafnarborg í Hafnarfirði. 5 Unnendur Ljótu hálfvit- anna ættu að skunda á Cafe Rosenberg á laugardags- kvöldið, því hljómsveitin hef- ur þar tónleikaár sitt með hálf- vitagangi. Hljómsveitin vinnur um þessar mundir að efni fyrir nýja plötu og hefur meðal annars dvalið í ein- angrunarstöð á landsbyggðinni við lagasmíðar. Semsagt: von á góðu … 3 Hljómsveitin Ylja kemur fram á tónleikum á Malarkaffi á Drangsnesi á laugardagskvöld og hefjast þeir klukkan 21.30. Tónleikarnir eru á dagskrá tónleika- raðarinnar Malarinnar og að vanda mun Borko byrja, með nýrri og gam- alli tónlist. MÆLT MEÐ 1 Tónlistarhópurinn Camerarctica kemurfram á fjórðu tónleikum starfsársKammermúsíkklúbbsins í Norður- ljósasal Hörpu á sunnudagskvöldið. Hefjast tónleikarnir kl. 19.30 og á efnisskrá eru Tríósónata nr. 2 eftir Zelenka, þrjár aríur eftir Händel og Strengjakvartett nr. 5 eftir Bela Bartók. „Við leikum barokktónlist fyrir hlé og síð- an strengjakvartettinn eftir Bartók eftir hlé,“ segir Hildigunnur Halldórsdóttir fiðlu- leikari. Hún er einn níu tónlistarmanna sem koma að flutningnum. „Tríósónata Zelenka er fyrir tvö óbó og fa- gott, og „continuo“, það er sembal og selló. Þá eru yndislega fallegar aríur úr flokki eftir Händel sem Marta Guðrún Halldórsdóttir syngur. Á móti henni „syngur“ fiðla í tveim- ur laganna en óbó í einu.“ Hildigunnur segir það vera stökk að fara úr barokktónlistinni fyrir hlé, yfir í Bartók, sem er eitt hinna stóru tónskálda 20. aldar. „Það er mikið stökk. Bartók leikur sér að forminu í þessu verki. Það er samhverft, hverfist um miðkaflann, og hann speglar stefin hvert á móti öðru. Hann snýr líka við tónbilum, gerir raðirnar ýmist þéttar eða gisnar. Síðan koma inn þjóðleg þemu, á óvæntan og skemmtilegan hátt.“ Hildigunnur segir bæði gaman og krefj- andi að leika verk Bartóks. „En maður verð- ur að hafa trú á því að sigra að lokum,“ seg- ir hún og hlær. „Það verða andstæður á tónleikunum en um leið er skyldleiki með verkunum sem við leikum.“ Sigurður Halldórsson sellóleikari leikur einn í öllum verkunum en annars hittast hljóðfæraleikararnir fyrst saman á tónleik- unum, þar sem verkin kalla á ólík hljóðfæri. Camerarctica-hópurinn heldur í ár upp á tuttugu ára afmæli. ÁHUGAVERÐAR ANDSTÆÐUR Á TÓNLEIKUM KAMMERMÚSÍKKLÚBBSINS Barokk og Bartók CAMERARCTICA-HÓPURINN, SEM Á TUTTUGU ÁRA STARFSAFMÆLI, FLYTUR VERK EFTIR ZELENKA, HÄNDEL OG BARTÓK Á TÓN- LEIKUM KAMMERMÚSÍKKLÚBBSINS Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ. Hluti félaga Camerarctica-tónlistarhópsins sem leikur á tónleikunum í Norðurljósasalnum. Morgunblaðið/Ómar „Í safnið hafa með tímanum komið allskyns verk og hluti af þeim er margar portrett- myndir af fyrrverandi starfsmönnum stofn- unarinnar. Þau voru áður um víð og dreif um spítalann en þegar Auður Ólafsdóttir listfræð- ingur gerði mikilvæga úttekt á listaverkunum árið 1993, lagði hún einnig til breytingar og þar á meðal að færa þessi portrett saman. Það var gert og nú mynda þau sögulega heild í elstu spítalabyggingunni.“ Birna var áður ritari í stjórnunardeild spít- alans og árið 1990 var henni falið að byrja að skrásetja verkin og sendi hún bréf til allra deilda, með fyrirspurnum um verkin sem þar var að finna. Hún naut þess að takast á við verkefnið. „Enda hafði ég haft áhuga á list frá fornu fari,“ segir hún. „Ég hef haft mjög gaman af þessu og sinnt skráningunni og um- sýslu listaverkanna samhliða öðrum störfum, þar til fyrir sex árum að ég fór í þetta í hálfu starfi á móti því að vera skjalavörður. Núna sér Listmuna- og minjanefnd um þessi mál og ég er starfsmaður hennar. Safnið á einnig miklar minjar um sögu stofnunarinnar.“ Birna lætur af störfum í mars. Kaupa stærri verk en færri „Við erum alltaf að breyta og búa til ný rými hér á Landspítalanum,“ segir hún þar sem við göngum um spítalann. Hún segir áherslu lagða á að merkustu listaverkin séu í anddyr- um bygginganna og þar sem flestir koma; í rýmum starfsmanna má víða sjá falleg vegg- spjöld listasafnanna sem hafa verið römmuð inn. „Við felum ekki góð verk á skrifstofum,“ segir hún og brosir. „Starfsfólk Listskreytingasjóðs hefur alltaf verið okkur afar velviljað og samstarfið við það verið gott,“ segir Birna. Á síðustu árum hefur Auður Ólafsdóttir iðulega verið tilnefnd af Listskreytingasjóði til að sjá um val verk- anna fyrir þau svæði stofnunarinnar sem stendur til að skreyta. Dæmi um það hvernig staðið hefur verið að verki má sjá í húsnæði kvennadeildar, þar sem uppsafnaðir styrkir tveggja ára dugðu til að kaupa fjögur verk sem má sjá á þremur hæðum, eftir Valgarð Gunnarsson, Sigtrygg Bjarna Baldvinsson, Hrafnhildi Arnardóttur sem einnig er þekkt sem Shoplifter, og Guðrúnu Einarsdóttur. „Þetta eru mest málverk, líka skúlptúrar, svolítið af ljósmyndum, og talsvert er til af grafíkmyndum. Fyrst var hugsað um að eign- ast fleiri verk, skreyta á fleiri stöðum, en síð- ar hefur þetta færst í að kaupa stærri verk en færri,“ segir Birna. Hún fylgir gesti stolt um ganga og bendir á vönduð listaverkin sem víða gleðja sjónir. „Ég hafði metnað fyrir því að taka þátt í að breyta ásýnd stofnunarinnar,“ segir hún þar sem við skoðum myndverk eftir Georg Guðna, Erlu Þórarinsdóttur, Birgi Andrésson og Hildi Bjarnadóttur í aðalbyggingunni. „Mér finnst stórkostlegt að hafa fengið að vinna við þetta og sjá öll þessi fallegu verk koma hér upp,“ segir hún og við höldum göngunni áfram – það er margt að skoða. Textílverk Hrafnhildar Arnardóttur (f. 1969), The Milky Way, á kvennadeildinni. Málverkið Eftir hjúfurskúr eftir Valgarð Gunn- arsson (f. 1952), var keypt árið 2007. Málverk Ásgríms Jónssonar af Þingvallabænum, frá 1907, er ein af perlum listasafns Landspítalans. Ljósmyndaverk eftir Ingvar Högna Ragnarsson (f. 1981) var vígt í liðinni viku í móttöku bráðadeild- arinnar í Fossvogi. Verkið kallast Veggir og var keypt fyrir framlag Listskreytingasjóðs ríkisins 2011. * Verkin eru ekkikeypt fyrir fé spítalans heldur á ríkið þessi verk …

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.