Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2013
BÓK VIKUNNAR Hin læsilega og viðburðaríka fjöl-
skyldusaga Hanne Vibeke Holst, Iðrun, fellur lesendum
greinilega vel í geð því hún er ofarlega á metsölulista.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Svo margt hefur verið skrifað um lífErnests Hemingways að ætla mættiað allt væri búið að segja í þeim efn-
um. Bók Pauls Hendricksons, Hem-
ingway’s Boat, sýnir að svo er ekki. Sag-
an hverfist um bát Hemingways, Pilar,
sem hann átti í tæpa þrjá áratugi, fjöl-
skyldu rithöfundarins, eiginkonurnar
fjórar og synina þrjá.
Þetta er bók sem hefur vakið aðdáun
fyrir sérstök efnistök en þar er sjónum
iðulega beint að smáatriðum sem fylla
samt svo vel upp í myndina af Hem-
ingway, þeim sérstaka og mótasagna-
kennda rithöfundi sem ekki er annað
hægt en að láta sér
þykja vænt um.
Synir Hem-
ingways koma
mjög við sögu í
bókinni. Jack var
elstur, sonur Hem-
ingways og fyrstu
eiginkonunnar
Hadley, sem Hem-
ingway sá eftir að
hafa skilið við. Jack
(mynd af honum er
hér að ofan) var ástríðufullur veiðimaður,
eins og faðir hans, og kom nokkrum sinn-
um til Íslands og þótti afar geðþekkur
maður. Með eiginkonu númer tvö átti
Hemingway synina Patrick og Gregory.
Það er Gregory sem stelur senunni í
Hemingway’s Boat. Gregory var læknir
sem kvæntist fjórum sinnum og eignaðist
sex börn. Gregory var klæðskiptingur.
Hann dó af völdum hjartaáfalls árið 2001
í kvennafangelsi en þar hafði hann verið í
fimm daga eftir að hafa berað kynfæri sín
opinberlega. Hann var 69 ára þegar hann
lést. Allt frá barnsaldri hafði hann
heillast af kvenmannsfötum og stal und-
irfötum frá móður sinni og stjúpmæðr-
um. Seint á ævinni fór hann í kyn-
skiptaaðgerð.
Þessi yngsti sonur Hemingways var
þjáð sál. Hann barðist við þá hneigð sína
að klæðast kvenmannsfötum en réð ekki
við hana og sást iðulega opinberlega vel
farðaður, með hárkollu og klæddur eins
og kona.
Hann er einkennilegasta en um leið
eftirminnilegasta persónan í afar minn-
isstæðri bók. Persóna sem höfundur
skrifar um af mikilli samúð.
Orðanna hljóðan
SONUR
HEMING-
WAYS
Jack Hemingway
Hemingsway’s Boat
Dagar vinnu og vona – Saga verka-mannafélagsins Dagsbrúnar íkreppu og köldu stríði er bók eftir
Þorleif Friðriksson sagnfræðing. Hún er ann-
að bindið í þriggja bóka flokki þar sem Þor-
leifur segir sögu verkamannafélagsins Dags-
brúnar og fólksins á bak við félagið. Hér
fjallar Þorleifur um árin frá 1930 fram á
seinni hluta sjötta áratugarins. Fjöldi mynda
er í bókinni, flestar teknar af Karli Christian
Nielsen verkamanni, sem fæddist 1895 og lést
1951. Myndir hans sýna líf alþýðufólks, hús-
næði þess, föt, umhverfi og fleira.
„Þetta verk er saga Dagsbrúnar en fyrst
og fremst fólksins á bak við félagið,“ segir
Þorleifur. „Í þessari bók bý ég m.a. til fjöl-
skyldu. Þar byggi ég á mikilli heimildarvinnu
og það er því ekki eins og fjölskyldan sé
hreinn tilbúningur. Með þessu er ég að reyna
að breyta út af þeim ópersónulega takti sem
hefur gjarnan einkennt sögu stéttarfélaga. Ég
fjalla um félagið sem hluta af þróun sam-
félags, skrifa um fæði, klæði og tannheilsu,
vinnu, menningu og fleira. Ég kem víða við og
sem dæmi má nefna að Ríkisútvarpið kemur
nokkuð við sögu. Ríkisútvarpið var stofnað ár-
ið 1930 og verkalýðshreyfingin hafði strax
sterkar skoðanir á því að dagskráin ætti að
höfða til allra landsmanna og krafðist þess að
fá menn í útvarpsráð. Útvarpsfréttirnar
klukkan 12.20 eru svo hluti af sögu verkalýðs-
hreyfingarinnar en strax árið 1934 voru frétt-
ir sagðar klukkan 12.20 í staðinn fyrir á slag-
inu 12 til þess að verkafólk kæmist heim í
soðningu og gæti náð fréttum.
Ég hafði mikla ánægju af að skrifa þessa
bók. Finnst merkilegt að skoða af hverju fé-
lag eins og Dagsbrún var starfrækt, hverju
það kom til leiðar og hverjum það var að
þjóna. Allir stjórnmálaflokkar komu að verka-
lýðsbaráttu þessara ára, það er ekki eins og
þetta hafi bara verið kommúnistar og kratar
því framsóknarmenn
voru innan Dags-
brúnar og sjálfstæð-
ismenn voru þar
einnig mjög sterkir.
Árið 1938 stofnuðu
sjálfstæðismenn Óð-
in, málfundafélag
sjálfstæðisverka-
manna, og buðu
fram og voru í
stjórn um tíma í samstarfi við Alþýðuflokkinn.
Fjórum árum áður hafði ungur lagaprófessor,
Bjarni Benediktsson að nafni, íklæðst búningi
verkalýðsleiðtoga og stofnað ásamt öðrum
Byggingarfélag stjálfstæðra verkamanna.
Dagsbrún var afar skipulögð hreyfing sem
hélt fjölmenna fundi og að sjálfsögðu sáu
flokkarnir tilgang í því að láta rödd sína heyr-
ast innan félagsins. Dagsbrún var miklu
meira en félag pólitískra æsingamanna sem
komu saman til að boða verkföll.“
Af hverju hefurðu það mikinn áhuga á
Dagsbrún að þú skrifar þriggja binda sögu fé-
lagsins?
„Ég er sjálfur sprottinn úr þessum jarð-
vegi. Karl faðir minn var félagi í Dagsbrún
þegar hann var ungur maður. Ég fékk
snemma áhuga á félagslegum hræringum. Ég
lærði síðan í Lundi í Svíþjóð og þar, eins og
víða í evróskum háskólum, voru stundaðar líf-
legar rannsóknir sem beindust að verkalýðs-
sögu. Ég skrifaði pólitíska og nokkuð ögrandi
dotorsritgerð um verkalýðsbaráttu og krata.
Tískusveiflur gera vart við sig í fræða-
heimum, eins og víðar, og áherslur mínar í
sagnfræðirannsóknum eru aðrar í dag en
gær.
Ég er mjög sáttur,“ segir Þorleifur um
þessa bók en hann er kominn vel áleiðis með
þriðja bindið. „Ég hef unnið lengi að þessum
þriggja bóka pakka og hef stöðugt verið að
leita heimilda, ekki bara hér heima heldur í
Berlín, Moskvu, Kaliforníu, Amsterdam og
Skandinavíu.
Þótt þessi bók sé fræðilegt verk er hún
ekki ætluð þeim einum sem hafa áhuga á
verkalýðsmálum eða stjórnmálum. Ef hún er
ætluð einhverjum sérstaklega er það öllum
þeim sem hafa áhuga á því lífi sem við erum
hluti af, sögu samfélags okkar á miklum
breytingatímum.“
ÚTVARPSFRÉTTIR KLUKKAN 12.20 ERU HLUTI AF SÖGU VERKALÝÐSHREYFINGARINNAR
Ekki bara kommún-
istar og kratar
Morgunblaðið/Kristinn
ÞORLEIFUR FRIÐRIKSSON HEFUR
SENT FRÁ SÉR ANNAÐ BINDIÐ AF
ÞREMUR UM SÖGU VERKAMANNA-
FÉLAGSINS DAGSBRÚNAR
Þorleifur Friðriksson. Dagsbrún var miklu
meira en félag pólitískra æsingamanna
sem komu saman til að boða verkföll.
Sem krakki las ég allt sem var til heima hjá mér. Þar var mikið til
af bókum sem pabbi og mamma höfðu eignast sem unglingar og ég
las þær og sömuleiðis allar bækur sem þau fengu í jólagjöf. Ég les
ennþá mikið, alls konar bækur.
Þegar kemur að því að velja uppáhaldsbækur þá eru þrjár sem
koma strax upp í hugann. Skáldsagan Sagan af herra Sommer
eftir Patrick Süskind er í miklu uppáhaldi en þar segir frá herra
Sommer sem gengur á milli þorpa í Þýskalandi á eftirstríðs-
árunum. Agga gagg: Með skollum á Ströndum eftir Pál
Hersteinsson er gríðarlega skemmtileg og vel
skrifuð bók sem ég hef alltaf haldið upp á.
Páll var á Ströndum að rannsaka hegð-
un tófunnar og lýsir samskiptum
sínum við hana og Strandamenn. Ég
hef lesið hana oft og mörgum sinnum.
Ævintýrabókin um Alfreð Flóka
eftir Nínu Björk Árnadóttur hefur líka
alltaf verið í uppáhaldi, einstaklega falleg
bók. Svo verð ég að fá að nefna Sölku Völku
eftir Halldór Laxness. Svo les ég vitanlega
reyfara og bíð alltaf spennt eftir nýrri bók eftir Jo
Nesbø.
Í UPPÁHALDI
MARGRÉT JÓNA
GUÐBERGSDÓTTIR
BÓKSALI
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Margrét Jóna.
Frá barnsaldri
hefur hún lesið
mikið og þá alls
konar bækur.