Morgunblaðið - 06.03.2013, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.03.2013, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013 ✝ Þorbjörg Þór-arinsdóttir var fædd 6. mars 1914 á Tjörn í Svarf- aðardal og lést á hjúkrunarheimilinu Mörkinni 19. febr- úar 2013. Foreldrar henn- ar voru Þórarinn Kr. Eldjárn, 1886- 1968, bóndi og kennari á Tjörn og kona hans Sigrún Sigurhjart- ardóttir, 1888-1959. Systkini Þorbjargar: Kristján, 1916-1982, Hjörtur, 1920-1996 og Petrína Soffía, 1922-2002. Eiginmaður Þorbjargar var Sigurgeir Stef- ánsson f. 2. október 1905. Hann lést 21. desember 1995. Börn þeirra: 1) Þórarinn f. 10. júní 1950, kona hans er Anna Rögn- valdsdóttir f. 1. nóvember 1953, sonur þeirra er Ragnar f. 29. júlí 1980. 2) Arnfríður Anna f. 25. nóvember 1952, maður hennar er Ellert Ólafsson f. 12. nóvember 1948. Synir þeirra: 1) Þor- geir f. 8. febrúar 1979, 2) Ómar f. 18. desember 1982, kvæntur Lauru Ors- ini Franca f. 21. september 1987 og 3) Arnar Magnús f. 18. júlí 1985. Þor- björg tók gagn- fræðapróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1930. Hún lærði hússtjórn við Húsmæðraskólann á Hallorms- stað, stundaði nám og störf í Kaupmannahöfn 1938-1940, kom heim í Petsamoförinni haustið 1940, nam við Handíða- og mynd- listaskólann í Reykjavík og starf- aði eftir það einkum við sauma- skap, heima og á saumastofum. Útför Þorbjargar Þórarins- dóttur fór fram frá Fossvogskap- ellu fimmtudaginn 28. febrúar sl. í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þorbjörg var elst fjögurra systkina á Tjörn. Yngri systkinin voru Kristján, Hjörtur og Petrína. Hana vantaði tvær vikur í 99 ár og nú eru 10 ár síðan síðasta systkini hennar lést. Hún var dul hún Þorbjörg frænka mín, vildi lítið um sjálfa sig tala og fólk vissi aldrei mikið um hana. Hún hafði frá mörgu að segja en var þannig gerð að hún sá ekki ástæðu til að segja frá því, jafnvel ekki sínum nánustu. Hún fór sem fullorðin mjög lítið á mannamót sem var sérstakt því æskuheimili hennar einkenndist af bullandi félagsstörfum beggja foreldranna. Það kom vel fram í bræðrum hennar, hjá öðrum þeirra svo mjög að hann varð að lokum forseti lýðveldisins. Heima í Svarfaðardal hafði hún þó sungið mikið í kórum, ásamt föður sínum og Petrínu systur sinni. Þau voru af hinni söngelsku Skinnastaða- ætt. Hún var næm, lærði að lesa með eigin aðstoð og lauk Grund- arskóla tveimur árum á undan jafnöldrum. Faðir hennar var kennarinn. Ekki var gert ráð fyrir mikilli skólagöngu þar sem þetta var stúlka. Það fór þó svo um síðir að hún var send í Menntaskólann á Akureyri þar sem hún tók gagn- fræðapróf, en þá komin yfir tví- tugt. Þá gat hún jafnframt aðstoð- að föðursysturnar Sesselju og Ingibjörgu sem höfðu gisti- og greiðasölu í Brekkugötu 9. Hún ræddi ekki um sjálfa sig en þegar ég spurði um heimilið og heimaslóðirnar fyrrum gaf hún skýr og greinargóð svör. Hún sagði skemmtilega frá mönnum og málefnum og minnið var ald- eilis óvenju öruggt. Þar við bætt- ist að frásögnin gaf yfirsýn yfir sviðið, ekki bara atriðið sem spurt var um. Einhvern tíma spurði ég um hestana á Tjörn. Þá kom hún með nákvæma frásögn um hest- ana, einkum dráttarhestana, 12 nafngreinda hesta – og helstu ein- kenni hvers um sig – frá því hún mundi fyrst eftir sér og þar til hún hvarf að fullu úr dalnum nokkru fyrir 1950. Um leið gaf hún mér yfirsýn yfir alla búskaparsögu Þórarins og Sigrúnar á Tjörn. Hún sigldi til Kaupmannahafn- ar og vann þar sem húshjálp og einnig á saumastofu, kannski tvö ár. Svo lokaði stríðið fólk inni í Danmörku. Hún komst heim með Esju í umtalaðri ferð frá Petsamo til Íslands í október 1940. Á stríðs- árunum var hún tvo vetur í Hand- íða- og myndlistaskólanum og lauk prófi sem handavinnukenn- ari. Hún var nýfarin að kenna handavinnu við Héraðsskólann á Laugarvatni þegar barneignir og hjúskapur trufluðu þann feril. Hún giftist Sigurgeiri Stefáns- syni frá Kambfelli í Djúpadal í Eyjafirði. Þau áttu friðsælt og gott heimili í litlu húsi við Sólvalla- götu. Hann vann við verslunar- störf og akstur á vegum SÍS. Hún vann á saumastofum þegar hún var ekki heima vegna uppeldis barna þeirra tveggja. Sveitakonan var rík í Tobbu, og hún þurfti þá auðvitað að ná í Sigurgeir sem var alveg rakinn bóndi í sér og áhuga- maður um málefni sveitanna. Ég veit þetta ekki en kannski varð Reykjavík aldrei raunverulegur heimavöllur Þorbjargar. Eftir að elliglöp ýttu henni úr okkar veröld spurði hún fyrst og síðast um fólk og gömul málefni úr Svarfaðardal. Ég sendi henni vinakveðju að norðan. Þórarinn Hjartarson. Baldvin Arnason, vesturís- lenskur frændi okkar Eldjárna af Skinnastaðarættinni, var elstur 10 systkina á Gimli. Í hárri elli var hann að því spurður hvort honum þætti ekki einkennilegt og jafnvel óréttlátt að hann skyldi hafa náð að lifa sum yngri systkinanna. Ekki fannst honum það. Hann svaraði: „Ég kom fyrstur og verð því að fara síðastur svo ég geti fylgst með því að allt sé í lagi.“ Ekki stóð hann þó við það. Þorbjörgu föðursystur okkar sem nú er látin tæpra níutíu og níu ára hefði aldrei dottið í hug að gefa út nokkra yfirlýsingu um slíkt. Þess í stað stóð hún bara við það þegjandi og hljóðalaust. Það var alveg í hennar stíl. Södd lífdaga kveður nú elsta systirin síðust þeirra Tjarnarsystkina, rúmum áratug á eftir yngstu systurinni Petrínu Soffíu en á undan henni voru farnir bræðurnir Kristján og Hjörtur. Mátti því segja um þá bræður að vel kæmi á vonda þar sem þeir töluðu stundum sín á milli um „Þorbjörgu sálugu systur okk- ar“ ef mjög langt var liðið síðan þeir höfðu frá henni heyrt og vís- uðu þar til þeirra orða sem faðir þeirra Þórarinn og systur hans Imba, Olla og Sella höfðu ævinlega um elstu systur sína Þorbjörgu sem lést aðeins rúmlega þrítug 1913. Ári síðar fæddist Tobba frænka og var skírð í höfuðið á föð- ursystur sinni. Þorbjörg ólst upp við gott atlæti og almenn sveitastörf á Tjörn í Svarfaðardal. Hún var góðum gáf- um gædd og varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri, aflaði sér síðan starfsmenntunar og þjálfunar, einkum við sauma- skap, forframaðist í Kaupmanna- höfn fyrir seinni styrjöld, kom heim með Petsamoförinni haustið 1940. Þorbjörg var hógvær kona og stillt, ekki margmál í fjölmenni og hafði sig lítt í frammi en einstak- lega greinargóð ef til hennar var leitað og kunni frá mörgu að segja. „Best að spyrja Tobbu um þetta, hún man allt,“ sagði faðir okkar gjarna þegar hann var að rifja upp og festa á blað ýmsar minningar um fólk og fyrirburði úr æsku þeirra og uppvexti í dalnum. Við systkinin, Ólöf, Sigrún, Ing- ólfur og undirritaður, og allt okkar fólk minnumst Þorbjargar frænku með hlýju og trega og vottum Þór- arni og Arnfríði Önnu og fjölskyld- um þeirra okkar dýpstu samúð. Þórarinn Eldjárn. „Hvert örstutt spor var auðnu- spor með þér,“ kvað skáldið Hall- dór Laxness. Það var auðna okkar tengdabarna Þorbjargar að eiga þess kost að spássera við hlið henn- ar á lífsins göngu í hartnær fjóra áratugi. Sporin hafa eðlilega verið af ýmsu tagi. Stutt eða löng, létt eða þung, allt eftir því hvernig landið lá í hvert eitt sinn. Þegar á brattann var að sækja í tilverunni reyndist nærvera Þorbjargar sterk, traust og sefandi en lituð björtum litum ljúfmennsku og glettni á gleðistundum þegar leiðin lá áreynslulítið niður í móti. Þannig gaf Þorbjörg óspart af sér til okkar beggja, á sinn hóg- væra og hljóðláta máta, í samskipt- um þar sem orð voru oft allsendis óþörf. Að eiga notalega og kyrra stund með Þorbjörgu yfir kaffi- bolla og kökusneið, lestur dagblaða eða við hannyrðir var gulls ígildi. Þorbjörg átti þó gnótt orða, prýdd blæbrigðum norðlenskunn- ar, þegar hún veitti okkur innsýn í æsku sína og uppvöxt í Svarfaðar- dalnum. Af einstakri frásagnarlist kynnti hún okkur ýmsa siði og venjur sinna heimaslóða er lutu að jólahaldi og messugjörð; göngum og sláturtíð; skólahaldi og manna- mótum. Þar að auki átti hún í far- teskinu frá bernskustöðvunum fjársjóð ljóða, söngva og sálma sem hún deildi með okkur. Drengirnir okkar fengu jafn- framt sinn ríkulega skerf af natni Þorbjargar og ástríki í sínum upp- vexti. Ekkert var þeim of gott. Hún dekraði og nostraði, bakaði og eldaði. Eldhúsið hennar varð þeirra griðastaður. Þar var gott að koma og spjalla við ömmu um stund. Sötra djús og maula kex. Hverfa svo á braut – þar til næst. Nú þegar Þorbjörg hefur kvatt okkur og þegið far heim í Dalinn sinn væna er dýrmætt að eiga fal- legar og hlýjar minningar um góð- ar og gjöfular samverustundir, kærleika og vináttu sem aldrei bar skugga á. Um leið og við óskum okkar elskulegu tengdamóður góðrar heimferðar þökkum við af öllu hjarta samfylgdina í gegnum lífið. Blessuð sé minning Þorbjargar Þórarinsdóttur. Anna Rögnvaldsdóttir og Ellert Ólafsson. Þorbjörg Þórarins- dóttir Eldjárn Smáauglýsingar Gisting Gisting Akureyri Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að- staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að hafa hund í Skógarhlíð. Er með fleiri orlofshús við Akureyri og öll með heitum potti. orlofshus.is Leó 897 5300 Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Námskeið Svæðanuddnám á Heilsusetri Þórgunnu Hefur þú áhuga á að vinna sjálfstætt? Fornám svæðanuddskóla Þórgunnu byrjar fimmtudaginn 7. mars, frá kl. 16.00 til 18.00. Frekari upplýsingar á helsusetur.is og hjá Þórgunnu í síma 896 9653. Sveitabær.is Nautakjöt beint frá bónda Seljum einungis 100% hreint gæða- ungnautakjöt. Öll vinnsla í höndum fagmanna. Nánari upplýsingar og pantanir á sveitabær.is. Ódýr blekhylki og tónerar verslun í Hagkaup Smáralind og Fjarðargötu 11, Hafnarfirði. Blekhylki.is, sími 517-0150. Kæliklefar - frystiklefar - Íshúsið ehf. Kæli- eða frystiklefar sem eru auðveldir í uppsetningu. Einnig laus- frystar. Úrval af vélakerfum, hillum og hurðum. Íshúsið ehf, www.ishusid.is S. 566 6000. Ýmislegt Póstval – vefverslun www.postval.is NÝKOMIÐ - GLÆSILEGT ! Teg. REBECCA - léttfylltur og BARA flottur í D-, DD-, E-, F-, FF-, G-skálum á kr. 11,550. Teg. GEM - mjúkur, æðislegur í D-, DD-, E-, F-, FF-, G-skálum á kr. 9.770. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-föst. 10-18, laugard. kl. 10-14. Þú mætir - við mælum og aðstoðum. www.misty.is - vertu vinur Teg. 38588 Þægilegir dömuskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-40. Verð: 17.200. Teg. 8745 Þægilegir dömuskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-40. Verð: 15.885. Teg. 8742 Þægilegir dömuskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-40. Verð: 15.885. Teg. 7573 Þægilegir dömuskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-40. Verð: 15.885. Teg. 7097 Sérlega mjúkir og þægilegir dömuskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-42. Verð: 15.685. Teg. 7904 Þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-42. Verð: 14.685. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán. - föst. 10 - 18. Opið laugardaga 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílar MUSSO 99 DISEL TURBO Ek. 216 þús. 35”. Á að sleppa á 37”. 5 gíra . HÚSBÍLL FORD TRANSIT 91 vel pakkaður af dóti,þarfnast smá lagfæringa. RENAULT MASCOTT, Árg. 2000. Ek. 208þús. km. Biluð aksturstölva. Selst í heilu eða pörtum. TILBOÐ Get sent myndir. professor@simnet.is 567 9642. 868 7177, 777 4296, Ökukennsla Kenni á BMW 116i Snorri Bjarnason, sími 892 1451. Bilaskoli.is Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsviðhald Sími 555-1947 Gsm 894-0217 Húsaviðgerðir www.husco.is Hreinsa þakrennur laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Fjarlægi veggjakrot Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Varahlutir 50 Sendu eina fyrirspurn á 50 PARTASaLa og þeir svara þér ef hluturinn er til. www.partasalar.is Til sölu ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÚSTAF GÚSTAFSSON, Hraunbæ 26, lést á heimili sínu föstudaginn 22. febrúar. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju fimmtu- daginn 7. mars kl. 13.00. Þorgerður Óskarsdóttir, Arnór Már Másson, Rakel Gústafsdóttir, Margrét Gústafsdóttir, Aron Þór Jóhannsson, Gústaf Hrafn Gústafsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.