Morgunblaðið - 06.03.2013, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 06.03.2013, Qupperneq 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013 Mansal, vændi, klámiðn-aður og hvers kyns kyn-ferðisleg misnotkun varhöfundum Karma fyrir fugla ofarlega í huga þegar þær skrif- uðu leikritið. Einnig er það farvegur fyrir kynjapælingar og til að fjalla um það ójafnvægi sem ríkir milli kynjanna. Þetta kemur fram í viðtali í leikskrá. Þar segir Kari Ósk, annar höfunda verksins, meðal annars: „Það er mjög áleitin spurning hvað það eiginlega sé í manninum sem geri það að verkum að menn vilji sjá kon- una niðurlægða, hvort sem það er í nauðgunarbúðum eða klámiðn- aðinum.“ Auðvitað er dálítið hart að tilheyra kyni sem sagt er að langi til að sjá konur niðurlægðar en þær stöllur geta því miður tínt ýmislegt til máli sínu til stuðnings, allt frá ömurlegum karlrembubröndurum þar sem þem- að er niðurlæging, til kynlífsánauðar auk margvíslegra misgjörða þar á milli. Styrkleiki þessarar sýningar er að mínu mati mikill kraftur og tals- verður frumleiki. Leikmyndin er sér- stök og henni er breytt á skemmti- legan hátt af leikendum. Áhorfandanum birtast einnig oft óvæntar, frumlegar og eftirminni- legar myndir. Grunnhugmynd verksins er að tengja undirokun kvenna hvar sem er í heiminum, bæði landfræðilega og sögulega, á Íslandi, í Taílandi, á 21. öldinni jafnt sem miðöldum. Hún er sýnd í ýmsum myndum og það leitar á mann að þetta séu allt hliðar á sama peningi. Það er hins vegar galli á verkinu, þó að það sé sett fram í oft laustengdum atriðum, að flestar per- sónur eru algerlega flatar og vekja því tiltölulega lítinn áhuga eða samúð. Dóttirin sem Þórunn Arna Krist- jánsdóttir gerir prýðileg skil er mjög veik persóna og alger leiksoppur. Fína frúin móðir hennar, sem Marí- anna Clara Lúthersdóttur leikur einnig vel, er í grunninn heldur leið- inleg manngerð líkt og maður hennar og er því að mínu mati ekki sérlega áhugaverð. Gamla útlifaða konan sem Kristbjörg Kjeld túlkar af krafti er ögn forvitnilegri og sama á við um Ólafíu Hrönn í hlutverki vændiskonu um fimmtugt. Hún er frosin framan af eftir bitra reynslu en nær að snerta við manni í lokin þegar hún fellir grímuna og sýnir snefil af tilfinningu. Ólafía miðlar þessu ágætlega. Karlarnir eru fráhrindandi. Þor- steinn Bachmann leikur að vanda vel og er sjálfumglaður en heldur vit- grannur háskólamaður sem leggur áherslu á hvernig hann setji hlutina alltaf í víðara samhengi. Ungu menn- irnir sem Hilmir Jensson gerir góð skil virðast allir hroka- og ofbeldis- fullir. Hann er afar kraftmikill og ógeðfelldur eins og ætlast er til að þau ungu karldýr sem hann túlkar séu. Eitt atriði fór í taugarnar á mér en það var þegar tvær konur sátu og saumuðu út og byrjuðu að gagga eins og hænur. Mér fannst örla á hroka í þessum gaggleik. Er fólk sem stund- ar handverk svona andlaust? Er heimskulegt að sauma út? Að lokum ætla ég svo að viður- kenna að ég skildi ekkert í endinum þegar uppljómuð búddanunna kemur og nokkrar kvenpersónur verksins sleppa fuglum úr búri. Kannski átti þetta að standa fyrir einhverja von um frelsun konunnar, ég veit það ekki. Ég ætla hins vegar að leyfa mér að halda því fram að úr því að þetta atriði gat ekki kveikt neina hugmynd að skilningi hjá mér eigi það við um talsvert fleiri. Konur allra tíma Þjóðleikhúsið Karma fyrir fugla bbbnn Karma fyrir fugla eftir Kari Ósk Grétu- dóttur og Kristínu Eiríksdóttur. Leikarar: Herdís Þorvaldsdóttir, Hilmir Jensson, Kristbjörg Kjeld, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Þorsteinn Bachmann og Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Leikmynd og búningar: Anna Rún Tryggvadóttir, tónlist: Guðlaug Mía Ey- þórsdóttir, Helgi Þórsson og Steinunn Harðardóttir, hljóðmynd: Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Halldór Snær Bjarnason, Helgi Þórsson og Steinunn Harðardóttir, lýsing: Halldór Örn Óskarsson, aðstoð- armaður leikstjóra: Halldór Halldórsson. Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir. 3. sýning 3. mars. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON LEIKLIST Kraftur „Styrkleiki þessarar sýningar er að mínu mati mikill kraftur og talsverður frumleiki,“ segir m.a. í gagnrýni um leikritið. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Heimildarmyndin St. Sig: Strigi og flauel, eftir Önnu Þóru Steinþórs- dóttur, verður frumsýnd í Bíó Para- dís í kvöld kl. 20 fyrir boðsgesti og fer degi síðar í almennar sýningar. Anna er einnig handritshöfundur mynd- arinnar ásamt Þóru Sigríði Ingólfs- dóttur. Í myndinni er fjallað um ævi og störf listamannsins Steinþórs Sig- urðssonar, leikmyndahönnuðar og listmálara og föður Önnu, allt frá uppvaxtarárum hans í Stykkishólmi til nútímans. Steinþór er talinn til merkari abstraktmálara sinnar kyn- slóðar, starfaði einnig hjá Leikfélagi Reykjavíkur í yfir 40 ár og sat í bygg- ingarnefnd Borgarleikhússins og stýrði vali og hönnun á sviðsbúnaði hússins. Steinþór varð áttræður í febrúar sl. og hefur hin síðustu ár unnið við uppsetningar á sýningum og safnaefni. „Það er pínu snúið, ekki síst vegna þess að viðfangsefnið er nálægt manni,“ svarar Anna, spurð að því hvort það sé ekki ögn snúið að gera heimildarmynd um föður sinn. „Á móti kemur líka að maður þekkir við- fangsefni sitt og það var t.d. eitt sem mér var kennt í kvikmyndaskóla, að vera ekki að leita langt yfir skammt, og ég tók það alla leið.“ Vakti gamlar minningar En hvers vegna ákvað hún að gera mynd um föður sinn? „Ég hef marg- oft verið hvött til þess, mörgum finnst áhugavert að heyra um pabba og sjá það sem eftir hann liggur. Ég fór að- eins að grúska og hann, eins og svo margir, á vinnustofu sem er full af dóti og þar úir og grúir af teikn- ingum, ljósmyndum og alls konar hlutum sem tengjast hans fortíð. Mér fannst þetta bara áhugavert efni að fjalla um og það kveikti í gömlum minningum úr barnæsku líka, minn- ingum um karlinn sem stóð við trön- urnar og lyktaði af terpentínu og var allur í málningu,“ segir Anna. Hún hafi líka farið oft með föður sínum í Iðnó og eigi góðar og skemmtilegar minningar þaðan. „Það var mjög sér- stök stemning á þessum tíma og ég vona að mér takist að koma henni inn,“ segir Anna. Hvað frásögnina varðar segir hún stokkið fram og til baka í tíma í myndinni, milli nútíðar og fortíðar. „Þetta er ekki saga um mann sem er fallinn frá, hann er sjálfur til frásagn- ar og var á tökutímabilinu ennþá að vinna ýmis verkefni. Þó hann hafi ekki verið að gera leikmyndir eða mála myndir var hann að vinna í upp- setningum á söfnum, t.d. hjá Sela- setrinu á Hvammstanga þannig að ég gat fengið að fylgjast aðeins með því.“ -Hvað fannst honum um að þú vild- ir að gera mynd um hann? „Hann samþykkti það alla vega,“ segir Anna. „Hann var ekkert alltaf í stuði til að láta myndavélina hanga yfir sér,“ bætir hún við. Leitaði ekki langt yfir skammt að viðfangsefni  Heimildarmynd um Steinþór Sigurðsson frumsýnd Leikhúslíf Eyvindur Erlendsson og Steinþór setja gervi á Þorstein Ö. Stephensen í Kirsuberjagarðinum eftir A. Tsjekhov í Iðnó árið 1979. KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA VIP ÞETTAREDDAST KL. 5:50 -8 -10:10 BEAUTIFULCREATURES KL. 5:50 -8 -10:40 BEAUTIFULCREATURESVIP KL. 5:20 -8 -10:40 FLIGHT KL. 8 -10:10 WARMBODIES KL. 8 -10:10 HANSELANDGRETEL KL. 8:20 PARKER KL. 10:50 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50 WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 5:50 ÖSKUBUSKA Í VILLTAVESTRINU ÍSLTALKL. 6 KRINGLUNNI PARSIFAL ÓPERA KL. 18:00 ÞETTAREDDAST KL. 5:50 -8 -10:10 THIS IS 40 KL. 8 - 10:40 THE IMPOSSIBLE KL. 5:40 FLIGHT KL.5:20-8-10:40 BEAUTIFULCREATURES KL.5:20-8 ARGO KL.5:20-8-9-10:30 WARMBODIES KL.10:40 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK ÞETTA REDDAST KL. 8 - 10:10 BEAUTIFUL CREATURES KL. 8 FLIGHT KL. 10:30 AKUREYRI ÞETTA REDDAST KL. 8 - 10:20 BEAUTIFUL CREATURES KL. 8 FLIGHT KL. 10:20 EMPIRE  EINFRUMLEGASTA GAMANMYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ FÓRBEINT ÁTOPPINN ÍUSA BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND 3ÓSKARSVERÐLAUNÞAR Á MEÐALBESTA MYNDIN TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA  R.EBERT ENTERTAINMENT WEEKLY 100/100  LA TIMES JEREMY IRONS–EMMATHOMPSON–VIOLADAVIS STÓRSKEMMTILEGT RÓMANTÍSKT GAMANDRAMA MEÐ BIRNI THORS Í AÐALHLUTVERKI MÖGNUÐÆVINTÝRAMYND BYGGÐÁMETSÖLUBÓKUNUM UMLENU SEMBÝR YFIR YFIRNÁTTÚRULEGUMKRÖFTUM  VIÐSKIPTABLAÐIÐMORGUNBLAÐIÐ NÁM Í DANMÖRKU Á VIA UNIVERSITY COLLEGE, BJÓÐUM VIÐ UPP Á FJÖLDA NÁMSKEIÐA Í BOÐI ER: Á ENSKU OG DÖNSKU Á ENSKU Á DÖNSKU - Byggingaiðnfræði - Byggingafræði - Byggingatæknifræði - Efnistæknifræði - Markaðshagfræði - Véltæknifræði - Alþjóðleg viðskiptafræði - Framleiðslutæknifræði - Tölvutæknifræði - Útflutningstæknifræði i - Aðgangsnámskeið - Kort og landmælinga tækni - Véltæknifræði - Véltækni - Vöruþróun og tæknileg sameining KYNNINGARDAGUR – HÓTEL SÖGU Í REYKJAVÍK: Fulltrúi skólans Johan Eli Ellendersen, verður á Íslandi laugardaginn 9. mars 2013, frá 11-16. Áhugasamir geta haft samband í síma 8458715. Leggið inn skilaboð og við munum hringja til baka Þessi námskeið eru í boði í Aarhus, Herning, Holstebro og Horsens VIAUC.DK/HORSENS VIA UNIVERSITY COLLEGE Chr. M. Østergaards Vej 4 DK-8700 Horsens Tel. +45 8755 4000 Fax: +45 8755 4001 Mail: horsens@viauc.dk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.