Morgunblaðið - 08.03.2013, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
hefur úthlutað Stracta Construct-
ion ehf. lóð fyrir hótel í Reykholti.
Lóðirnar eru á skipulögðu þjón-
ustusvæði, á bak við söluskálann
Bjarnabúð sem stendur við þjóð-
veginn.
Stracta er að undirbúa byggingu
hótela víðs vegar um landið. Það
sótti um tvær lóðir við Skólabraut í
Reykholti vegna þess að önnur lóð-
in dugar ekki. Samtals eru lóðirnar
um 9 þúsund fermetrar.
„Öll uppbygging er af hinu góða.
Uppsveitirnar eru mikill ferða-
mannastaður og ég tel að þörf sé á
að auka við gistirými. Það eru þá
meiri möguleikar á að fólk staldri
lengur við og nýti sér til fullnustu
þá afþreyingu sem er til staðar,“
segir Valtýr Valtýsson sveitar-
stjóri. Ekki hafa verið kynntar
teikningar af hótelinu en sveitarfé-
lagið vinnur að því að teikna upp
lóðir og aðkomu. helgi@mbl.is
Stracta fær
hótellóð í
Reykholti
Öll uppbygging
af hinu góða
Búðir Stracta byggir hótelin úr
vinnubúðum frá Reyðarfirði.
Starfshlutfall
fjögurra dag-
skrárgerðar-
manna Ríkis-
útvarpsins á Rás
1 verður skert
um mánaða-
mótin. Jafnframt
var farið í hag-
ræðingaraðgerðir
í starfseminni. Með þessum aðgerð-
um sparast tvö stöðugildi, að sögn
Berglindar G. Bergþórsdóttur,
mannauðsstjóra RÚV. Hún segir
að hjá fyrirtækinu séu um 320
starfsmenn í föstu starfi en að
meðtöldum lausráðnum og verktök-
um sé starfsmannafjöldinn um 400
manns. „Við erum sífellt að leita
leiða til þess að sýna aðhald í
rekstri og þessar aðgerðir eru hluti
af því,“ segir Berglind. vidar@m-
bl.is
Aðhaldsað-
gerðir á Rás 1
www.birkiaska.is
Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er
undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel
fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í
prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.
Verð kr. 7.900.-
St. M-XXXL
Bæjarlind 6, sími 554-7030
www.rita.is
NÝTT - NÝTT
Laugavegi 2 • 101 Reykjavík • sími 552 1103
www.jurtaapotek.is • jurtaapotek@jurtaapotek.is
Nýtt námskeið með Kolbrúnu grasalækni sem er sérsniðið fyrir fólk sem á
við gigtarsjúkdóma að stríða. Kolbrún kennir hvernig má minnka einkenni
gigtarsjúkdóma með góðu mataræði, inntöku jurta og ýmsu öðru. Farið er
vel í hvaða jurtir virka bólgueyðandi, verkjastillandi, blóðhreinsandi, kraft-
aukandi og styrkjandi en með því að þekkja jurtirnar getur fólk bjargað sér
meira sjálft og slegið á einkenni gigtar.
Skráning í síma 552 1103 eða á netfanginu jurtaapotek@jurtaapotek.is
Námskeiðið er haldið á
Laugavegi 2, þann 12. mars
og hefst kl. 18.30.
Verð 4.500 kr.
Allir þátttakendur fá möppu
með fróðleik og ítarefni
og afslátt af vörum
Jurtaapóteksins á
námskeiðskvöldi.
Gigt og grasalækningar
Frábært úrval af aðhaldi
fyrir maga, læri og rass.
Aðhaldsundirföt
15% afsláttur
Bláu húsin v/Faxafen - Suðurlandsbraut 50 - Sími 553 7355 - www.selena.is - Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. - Erum á Facebook
„Eftir hrunið fóru námsmenn mikið
út af leigumarkaðnum og fluttu í
foreldrahús og við það losnuðu
margar íbúðir hjá okkur. Árið 2009
fengum við tímabundið leyfi til að
fara inn á almennan leigumarkað til
að halda íbúðunum í notkun. Und-
anfarið hefur eftirspurn eftir íbúð-
um fyrir námsmenn aukist smátt
og smátt. Það hefur leitt til þess að
við bjóðum ekki lengur íbúðir á al-
mennum leigumarkaði,“ segir
Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri
Byggingafélags námsmanna, BN.
Stjórn félagsins tók um áramótin
þá ákvörðun um að endurnýja ekki
leigusamninga við þá sem leigja á
almennum markaði. BN gerir
leigusamning til eins árs í senn. Fé-
lagið á 505 íbúðir. Nú eru um 30
íbúðir á almennum leigumarkaði
sem fara í stúdentaleigu á þessu
ári.
Aðspurður hvort leiguverð muni
lækka til námsmanna í kjölfarið
segir hann: „Verðið á almenna
markaðnum var hærra en það sem
við bjóðum námsmönnum. Gagn-
vart þeim sem leigja þegar hjá okk-
ur breytist leiguupphæðin ekkert
þótt við förum í þessar breytingar,“
segir Böðvar. Þrjátíu leiguíbúðir,
sem fara bráðlega í leigu til náms-
manna, verða leigðar út á sama
verði og aðrar í eigu félagsins.
thorunn@mbl.is
Leigja nú aðeins
námsmönnum
Eftirspurn eftir leiguíbúðum fyrir
námsmenn eykst 505 leiguíbúðir
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Leigumarkaður BN mun alfarið leigja námsmönnum íbúðir.
mbl.is
alltaf - allstaðar
Í tilefni alþjólegs
baráttudags
kvenna í dag, 8.
mars, verður
haldinn hádegis-
verðarfundur á
Grand Hótel
Reykjavík undir yfirskriftinni
„Kynhlutverk og kynskiptur vinnu-
markaður, ný kynslóð nýjar hug-
myndir?“ Dagskráin er skipulögð í
samstarfi ASÍ, BSRB, BHM, KÍ,
Jafnréttisráðs og Jafnréttisstofu. Á
dagskránni eru þrjú erindi sem öll
fjalla um ungt fólk.
Einnig verður fundur kl. 17 í
Iðnó sem margs konar samtök
standa að, m.a. Kvenfélaga-
samband Íslands, Kvenréttinda-
félag Íslands, Samtök kvenna af er-
lendum uppruna, Stígamót,
Femínistafélag Íslands, SFR og
Samtök herstöðvaandstæðinga.
Fundað í tilefni
alþjóðlegs bar-
áttudags kvenna
IKEA á Íslandi lét DNA-greina unn-
ar kjötvörur fyrirtækisins hjá Mat-
vís í kjölfar umræðu um hrossakjöt
í IKEA-kjötbollum erlendis. Tólf
sýni voru send til greiningar og
ekkert þeirra reyndist innihalda
hrossakjöt. Sýni voru send úr kjöt-
bollum af veitingastað sem og
frosnum, pylsum, skinku, roastbeef,
pepperoni, beikoni og kjötsósu. Þá
hefur IKEA ákveðið að fækka rétt-
um með unninni kjötvöru og leggja
áherslu á hollari mat.
Ekkert hrossakjöt
í kjötvörum IKEA