Morgunblaðið - 08.03.2013, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013
Dýraspítalinn í
Garðabæ & MP banki
Viðskipti sem
gagnast stórum
og smáum
Hanna, Jakobína og félagar á Dýraspítalanum
í Garðabæ taka á móti yfir þúsund dýrum í
hverjum mánuði, stórum sem smáum. Þau eru
sérfræðingar á sínu sviði og sinna fjölbreyttum
þörfum viðskiptavinanna. Það gerum við líka.
Þess vegna er Dýraspítalinn í Garðabæ
í viðskiptum hjá okkur.
Ármúli13a / Borgartún26 / 540 3200 / www.mp.is banki atvinnulífsins
B
ra
nd
en
b
ur
g
Signý Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
Það er mikið um að vera.Hópur ungs fólks er sam-an kominn og fær sér sætií kringum langborð. Lista-
kokkarnir Beggi og Pacas hafa verið
fengnir til að kynna hópinn fyrir
hollri og góðri
matargerð og
kitla bragðlauka
þátttakenda með
framleiðslunni.
Pacas undirbýr
eldhúsið á meðan
Beggi fræðir hóp-
inn um hollustu
og slær á létta
strengi á meðan.
Þátttakendur eru
sammála um að
þeim finnist matargerðin sem þau
munu brátt taka þátt í heldur flókin
en víla ekki fyrir sér að ráðast í
verkefnið. Skurðarbretti, hnífar og
grænmeti ferðast á milli fróðleiks-
fúsra þátttakendanna. Á þessum
stað er hvorki spurt um stétt né
stöðu. Þarna er saman kominn hóp-
ur, ungliðahópur sem deilir reynslu
sem enginn vill eiga að baki.
Hitta aðra í sömu sporum
Ungliðahópurinn er samstarfs-
verkefni Ljóssins, Krafts og Styrkt-
arfélags krabbameinssjúkra barna
og hefur hann verið starfræktur frá
árinu 2010. „Þetta er hugsað fyrir
ungt fólk á aldrinum 18-29 ára sem
hefur greinst með krabbamein og
líka aðstandendur þeirra,“ segir
Kristján Th. Friðriksson, umsjón-
armaður hópsins.
Hópurinn hittist á tveggja
Deila erfiðri reynslu en
skemmta sér saman
Ungliðahópur Ljóssins, Krafts og SKB er hópur ungs fólks á aldrinum 18-29 ára
sem deilir þeirri reynslu að hafa greinst með krabbamein. Hópurinn hittist á
tveggja vikna fresti og skemmtir sér saman undir leiðsögn Kristjáns Th. Friðriks-
sonar. Þátttakendur njóta jafningjastuðnings þeirra sem hafa fetað sama veg
þrautagöngunnar um leið og þeir taka þátt í fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá.
Morgunblaðið/Eva Björk
Hópurinn Búin að elda saman og setjast nú að borðum til að snæða.
Girnilegt Fjölbreytileikinn ræður för hjá Begga og Pacas.
Kristján Th.
Friðriksson
Á fésbókarsíðu Háskóla Íslands er
kjörið að fylgjast með komandi við-
burðum á vegum skólans. Á morgun,
laugardag, býður til að mynda skól-
inn landsmönnum á öllum aldri í
heimsókn. Húsið verður opnað kl. 12.
Í boði verða ótal viðburðir, kynningar
og uppákomur sem sýna vísindin í lit-
ríku og lifandi ljósi. Sprengjugengi HÍ
verður með krassandi sýningar með
ljósagangi og logandi fjölbragða-
glímu við eldfimu efnin.
Gestir geta kynnt sér fjölbreytt
námsframboð háskólans, starfsemi
og þjónustu, skoðað rannsóknastof-
ur, tæki, búnað og húsakynni. Á
staðnum verða vísindamenn og nem-
endur úr öllum deildum skólans sem
svara spurningum um allt milli him-
ins og jarðar.
Vefsíðan www.facebook.com/HaskoliIslands
Ljósmynd/Háskóli Íslands
Vísindi Það verður margt forvitnilegt
að sjá á opnu húsi HÍ á morgun.
Opið hús í Háskóla Íslands
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Hvað slær kukkan? Hún slær þrjú.
Skemmtistöðunum er lokað. Dyra-
verðir smala fénu út, misvel á sig
komnu. Í Miðbæjarréttum ríkir ka-
os. Hápunkturinn fyrir féð. Fjöl-
miðlar birta lýsingar og myndir af
hrútum sem geifla sig og sýna.
Margir hverjir slást og sýna mátt
sinn eða vanmátt. Ærnar, sumar
hverjar ælandi af ofdrykkju, lauma
framfótum sínum yfir herðar kort-
eríþrjúhrútanna svokölluðu. Stálp-
að fé sem hélt kyrru fyrir heima
við guðar, jesúsar og blessar sig,
svartsýnt á framtíð ungviðisins.
Ærin ég lofaði ætíð þessa stund.
Þarna átti ég þess kost að hitta þá
sem hjarta mitt hafði slegið fyrir. Í
dag hefur hugur minn fyrir löngu
slátrað þessum hjarta- og sálu-
stelandi hrútum. Þarna fékk ég
líka tækifæri á að hitta fénað úr
fjarlægum réttum sem ég sjald-
an gat hitt. Ærin ég var sátt
við þrjúlokun skemmtistaða
enda enn á táningsárum
rétt að byrja að kynnast
hinum forboðna heimi.
Réttarstjórar og aðrir
löglærðir marklýsing-
armenn voru öllu
greindari en ærin ég og
tóku fyrir að öllum
skemmtistöðum yrði lokað í
einu.
Í dag á ærin tvö lömb
og guðar, jesúsar og blessar sig yf-
ir því að ekki sé lengur öllu fé
sleppt út í einu í Miðbæjarrétt, nú
þegar styttist í að lömbin hennar
fari að sækja þangað. Í dag fær
ærin líka útrás í öðrum réttum og
upplifir sömu tilfinningu og hún
gerði klukkan þrjú um helgar á
táningsárunum. Það er á fótbolta-
mótum hjá lömbunum litlu. Hvar
smáfættir elta tuðrur koma
saman ær og hrútar sem
jarma á hliðarlínunum. Í
Boltaréttunum eru hrútar
sem áður stálu hjörtum og
í réttunum eru ær sem
jörmuðu með mér og öðr-
um yfir þessum hjarta-
sárum. Ær sem fylgdu
mér stóran hluta æsku
minnar og ég allt of
sjaldan hitti. Í dag eru
Boltaréttir svo miklu
skemmtilegri en Miðbæj-
arréttir.
»Í dag hefur hugurminn fyrir löngu slátr-
að þessum hjarta- og sálu-
stelandi hrútum.
HeimurSignýjar
Signý Gunnarsdóttir