Morgunblaðið - 08.03.2013, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Straumur fjárfestingarbanki hyggst
gefa út víxla einu sinni í mánuði eða
annan hvern mánuð. Fjárhæð hvers
flokks verður að líkindum 200 til
500 milljónir
króna og þegar
fram í sækir, ef
allt gengur að
óskum, gæti
heildarútgáfan
orðið einn til þrír
milljarðar króna,
að því er Jakob
Már Ásmunds-
son, forstjóri
Straums, segir
Morgunblaðinu.
„Við höfum fundið fyrir miklum
áhuga hjá fjárfestum sem vilja
ávaxta fé sitt til skamms tíma enda
er ekki um auðugan garð að gresja
í þeim efnum um þessar mundir,“
segir hann.
Viðskiptablaðið sagði frá því í
gær að Íslandsbanki hygðist gefa
út bankavíxla fyrir allt að 25 millj-
arða króna á næstunni. Þetta verða
fyrstu útgáfurnar af þessu tagi frá
bankahruni.
Útboð 21. mars
Ávöxtun bréfanna mun ráðast í
útboði, hið fyrsta verður haldið 21.
mars. Víxlarnir verða rafrænt
skráðir og því væntanlega fýsilegur
kostur í augum fjárfesta en eftir
bankahrun hefur verið mikill skort-
ur á slíkum fjárfestingarkostum.
„Hlutabréfamarkaðurinn hefur
verið í sókn að undanförnu og von-
andi er þetta skref í átt að því að
fyrirtæki muni í auknum mæli gefa
út víxla og skuldabréf. Þessi útgáfa
er liður í uppbyggingu markaðar-
ins,“ segir Jakob.
Mikill skortur er á fjárfesting-
arkostum til skamms tíma og mun
umrædd útgáfa því gefa fjárfestum
val, að sögn Jakobs. Nú hafi þeir
um fátt annað að velja en að leggja
peninga inn á bankabók sé einungis
horft til skemmri tíma. „Við erum
að sækja fé vegna aukinna umsvifa
hjá okkur, við erum til að mynda
með mikla veltu á skuldabréfa-
markaði. Auk þess er þetta liður í
því að byggja upp fjölbreyttari fjár-
mögnun hjá bankanum. Ég tel að
það sé áhugaverður kostur að fjár-
festa í víxlum Straums. Hann er vel
fjármagnaður með gagnsæjan efna-
hagsreikning. Fjárfestar vita því
vel að hverju þeir ganga,“ segir
hann.
Dreifðari fjármögnun banka
Fram kom í Viðskiptablaðinu að
á undanförnum 15 mánuðum hefðu
Íslandsbanki og Arion tekið skref í
áttt að dreifðari fjármögnun. Frá
hruni hefði fjármögnunin verið
einsleit og einkennst af innlánum. Í
desember 2011 gaf Íslandsbanki út
sértryggð skuldabréf og fylgdi út-
gáfa Arion banka í kjölfarið. Ný-
lega braut svo Arion ísinn með
skuldabréfaútgáfu erlendis, í Nor-
egi nánar tiltekið, fyrir 500 millj-
ónir norskra króna eða 11,2 millj-
arða íslenskra króna.
Straumur hyggst
gefa út bankavíxla
Sú útgáfa er að glæðast eftir langan frostavetur frá hruni
Morgunblaðið/Golli
Áhugi „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga hjá fjárfestum sem vilja ávaxta
fé sitt til skamms tíma,“ segir Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Straums.
Rafrænir víxlar
» Straumur ætlar að gefa út
rafræna víxla einu sinni í
mánuði eða annan hvern
mánuð.
» Þegar fram í sækir gæti
útgáfan orðið einn til þrír
milljarðar króna.
» Fyrsta útboðið verður 21.
mars.
» Fáir kostir eru í boði fyrir
þá sem vilja fjárfesta til
skemmri tíma.
» Er liður í uppbyggingu
markaðarins og því að byggja
upp fjölbreyttari fjármögnun
Straums.
»Í slandsbanki hyggst einnig
gefa út bankavíxla á allra
næstu mánuðum.
» Á síðustu 15 mánuðum
hafa Ísalndsbanki og Arion
tekið skref í átt að fjölbreytt-
ari fjármögnun.
Jakob Már
Ásmundsson
Eimskip hefur verið með í undirbún-
ingi breytingar á siglingakerfi fé-
lagsins sem miða að því að útvíkka
kerfið á Norður-Atlantshafi, fjölga
viðkomuhöfnum og bæta við einu
gámaskipi í flotann, samkvæmt því
sem fram kemur í fréttatilkynningu
frá félaginu.
Meðal annars fer Brúarfoss frá
Reykjavík 14. mars nk. í sína fyrstu
strandsiglingu norður fyrir Ísland
með tengingu við Færeyjar, Bret-
land og meginland Evrópu.
Fram kemur í tilkynningu að Eim-
skip muni frá 26. mars nk. hefja við-
komur í Portland, Maine á austur-
strönd Bandaríkjanna í stað þess að
sigla á Everett og Norfolk í Virginia,
en með þeirri ráðstöfun styttist
hringferðartími skipanna.
Helstu breytingar
Fram kemur að helstu breytingar
verða ný vikuleg strandsiglingaleið
sem tengir Ísland við Færeyjar,
Bretland (Skotland) og meginland
Evrópu. Skip félagsins munu koma
vikulega við í Reykjavík, á Ísafirði,
Akureyri og Reyðarfirði.
Aukin ferðatíðni og styttri sigl-
ingatími til og frá Bandaríkjunum,
auk þess sem Ameríkuskip félagsins
á leið vestur eigi þess kost að hafa
viðkomu m.a. á Akureyri og Ísafirði
á leið sinni frá Noregi. Með þessu
skapist beinn aðgangur að hráefnis-
öflun í Noregi og Rússlandi fyrir
fiskvinnslur á Íslandi.
Eimskip muni bjóða upp á nýja
þjónustu fyrir ferskan fisk frá Fær-
eyjum, sem felist í vikulegum sigl-
ingum á nýrri siglingaleið með við-
komu í Færeyjum á hverjum
mánudegi. Þannig gefist Færeying-
um kostur á að flytja ferskan fisk í
gámum til dreifingar á Bretlandseyj-
um á miðvikudegi. Auk viðkomu í
Þórshöfn verði komið við í Vágur á
Suðurey þar sem mikill vöxtur hafi
verið í vinnslu á uppsjávarfiski.
Eimskip breytir
siglingakerfinu
Útvíkkun á Norður-Atlantshafi
Larus Karl Ingason
Breytingar Eimskip gerir miklar
breytingar á siglingakerfinu.
Sjá sölustaði á istex.is
LOPI 32