Morgunblaðið - 08.03.2013, Síða 19

Morgunblaðið - 08.03.2013, Síða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013 STUTTAR FRÉTTIR ● Farþegar Icelandair í millilandaflugi voru alls 104 þúsund talsins í febrúar og voru þeir 12% fleiri en í febrúar á síðasta ári. Framboðsaukning í febr- úar var 17%. Sætanýting var 73,6% og dróst saman um 1,4%. Þetta kem- ur fram í flutningstölum frá Ice- landair. 12% fjölgun farþega ● Atvinnuleysi mældist 10,6% í Frakk- landi á fjórða fjórðungi ársins 2012 og hefur ekki mælst svo mikið í fjórtán ár, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Frakklands. Á þriðja ársfjórðungi mæld- ist atvinnuleysið í þessu næststærsta hagkerfi evrusvæðisins 10,2%. Mesta atvinnuleysi í Frakklandi í 14 ár Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Verktakafyrirtækið S.G. smiðir vinnur að því að reisa átta einbýlis- hús í Þorrasölum í Kópavogi. „Mín sérstaða liggur í því, að ég er sá eini sem er að reisa einbýlishús um þess- ar mundir, aðrir eru að byggja blokkir,“ segir Sigurður Gunnars- son, eigandi fyrirtækisins. Hann hefur þegar afhent tvö hús og er við það að afhenda það þriðja. Hvert hús kostar um 60 milljónir og ef allt gengur að óskum verður velt- an af sölunni um 480 milljónir króna. Það er eftirspurn eftir nýjum ein- býlishúsum á einni hæð, að sögn Sigurðar, og því hafi hann ákveðið að ráðast í þessar framkvæmdir. Það séu ávallt einhver tækifæri í hvaða árferði sem er. „Það þarf bara að finna taktinn,“ segir hann. Frá sjónarhóli verktakans nefnir hann að það taki styttri tíma að reisa ein- býlishús en blokkir. Um sé að ræða sex ára vekefni og tvö ár séu liðin. Fimm vinna hjá Sigurði við að reisa húsin. Í úttekt Arion banka um fast- eignamarkaðinn sem birtist í desem- ber segir að allt útlit sé fyrir að að- stæður á fasteignamarkaði séu að verða heilbrigðar að nýju og bati á fasteignamarkaði hvíli á traustari stoðum en áður. Óhætt sé þó að segja að hár byggingarkostnaður sé helsta hindrunin í vegi framboðs nýrra eigna. Til að nýbygging fari af stað þarf markaðsverð að hækka eða byggingarkostnaður að lækka. Nýir (og óskuldsettir) kaupendur á markaði muni styðja við fasteigna- verð og aðstæður til að koma inn á markaðinn hafi batnað verulega á síðustu misserum. „Búast má við nær stöðugri eftirspurn eftir íbúð- um á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum sökum lýðfræðilegrar þróun- ar. Íslendingum fer fjölgandi og er það lykilþáttur í stuðningi við verð- hækkun á fasteignamarkaði. Ef mannfjöldaspá Hagstofunnar fyrir árin 2012 til 2016 (og áætlun grein- ingardeildar) gengur eftir má gera ráð fyrir því að hrein árleg eftir- spurn eftir íbúðum á höfuðborgar- svæðinu verði í kringum 1.600 íbúðir á ári að jafnaði,“ segir greiningar- deildin. Verktaki hyggst reisa átta einbýlishús í Kópavogi  Sigurður Gunnarsson segist „sá eini sem er að reisa einbýlishús“ Reynsla Sigurður Gunnarsson, eigandi S.G. smiða, hefur unnið í bygging- argeiranum í 25 ár, byrjaði 16 ára gamall, og er með tvo lærlinga. Morgunblaðið/Ómar Eftirspurn eftir 1.600 íbúðum » Lítið hefur verið byggt eftir hrun, en gera má ráð fyrir að hrein árleg eftir- spurn eftir íbúðum verði um 1.600 íbúðir á ári að jafn- aði, árin 2012-2016. » Fyrsta skóflustungan að fyrsta einbýlishúsinu í þessu verkefni S.G. smiða var tekin í apríl fyrir tveim- ur árum. » Morgunblaðið sagði frá því að verktakafyrirtækið MótX væri að reisa 35 íbúða fjölbýlishús í Þorra- sölum í liðnum mánuði.                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +12.- +,+.3 ,+.14, ,+.035 +0.5,4 +3,./4 +.3,21 +11.,- +5,.1- +,-.30 +12.05 +,+.55 ,+.0/5 ,,.//+ +0.51+ +3,.4+ +.33+2 +11.1+ +53.3+ ,,,.5132 +,-.50 +11.4, +,,./, ,+.02 ,,./55 +0.231 +3,.21 +.33-5 +10.32 +53.22 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar 100%made in Italy www.natuzzi.com Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.