Morgunblaðið - 08.03.2013, Síða 20

Morgunblaðið - 08.03.2013, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, sendi hernaðarráðgjafa til Íraks sem höfðu umsjón með þar- lendum sérsveitum lögreglu sem settu upp leynileg fangelsi og pynt- ingarmiðstöðvar til þess að knýja uppreisnarmenn til sagna. Þetta er á meðal þess sem fimmtán mánaða löng rannsókn breska blaðsins The Guardian og BBC í Arabalöndunum hefur leitt í ljós. Þetta er í fyrsta sinn sem banda- rískir ráðgjafar eru bendlaðir við mannréttindabrot sérsveitanna en þar á meðal eru verstu dæmin um pyntingar í Írak eftir að innrás Bandaríkjamanna hófst árið 2003. Sagðir vita um pyntingarnar Samkvæmt því sem haft er eftir bandarískum og íröskum vitnum lék hinn 58 ára gamli James Steele, of- ursti, lykilhlutverk í því að þjálfa og hafa umsjón með írösku lögreglu- sérsveitunum. Hann var sendur til Íraks af Donal Rumsfeld, þáverandi varnarmálaráðherra, til þess að reyna að brjóta á bak aftur uppreisn súnníta. Annar bandarískur ráðgjafi, James H. Coffman, ofursti á eftir- launum, var Steele innan handar í leynifangelsunum sem komið var á laggirnar með fjármagni banda- rískra yfirvalda. Coffman heyrði undir David Petraeus, hershöfð- ingja, sem var sendur til Íraks sum- arið 2004 til þess að skipuleggja og þjálfa nýjar öryggissveitir heima- manna. Steele, sem var í Írak frá 2003 til 2005 og aftur árið 2006, heyrði beint undir Rumsfeld varnar- málaráðherra, samkvæmt heimild- um bresku fjölmiðlanna. Þetta er í fyrsta skipti sem Petra- eus, sem neyddist til að segja af sér sem yfirmaður bandarísku leyni- þjónustunnar í kjölfar kynlífs- hneykslis í fyrra, hefur verið bendl- aður við ofbeldisverk sveitanna á einhvern hátt. „Þeir unnu náið saman. Ég sá þá aldrei eina í þau fjörutíu eða fimmtíu skipti sem ég sá þá í fangelsunum. Þeir vissu um allt sem var í gangi þar … pyntingarnar, hræðilegustu tegundir pyntinga,“ segir Muntad- her al-Samari hershöfðingi. Hann lýsir því hvernig fangar voru pynt- aðir með rafmagni, þeir látnir hanga öfugir úr loftinu, neglur þeirra voru rifnar af og þeir barðir á viðkvæmum líkamshlutum. Í kjölfar uppljóstrana Rannsókn BBC og The Guardian hófst í kjölfar þess að uppljóstrunar- síðan Wikileaks birti fjölda skjala þar sem greindu frá tilvikum þar sem bandarískir hermenn fundu fanga sem höfðu verið pyntaðir í fjölda fangelsa sem lögreglusveitir ráku um allt landið. Hermaðurinn Bradley Manning á nú yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisvist eftir að hann lýsti sig sekan af því að hafa lekið skjölunum. Ekkert hefur komið fram ennþá um að Steele eða Coffman hafi sjálfir tekið þátt í pyntingunum, aðeins að þeir hafi stundum verið viðstaddir í fangelsunum þar sem pyntingarnar áttu sér stað og að þeir hafi tekið þátt í að skrá þúsundir fanga sem þar fóru í gegn. Ráðgjafar Pentagon bendl- aðir við pyntingarnar í Írak  Heyrðu beint undir Rumsfeld varnarmálaráðherra og Petraeus hershöfðingja AFP Fangelsi Íraki sem grunaður er um að vera meðlimur í samtökum uppreisnarmanna situr með bundnar hendur í fangelsi í nágrenni Bagdad. Sérsveitir lögreglu ráku net leynifangelsa og pyntingarmiðstöðva út um allt landið. Skítugu stríðin » Aðfarirnar í írösku leyni- fangelsunum þykja minna ískyggilega á þær sem beitt var af hersveitum sem Banda- ríkjamenn studdu í hinum svo- kölluðu „skítugu stríðum“ í Mið-Ameríku á 9. áratugnum. » Þar tók James Steele þátt í að berja niður uppreisnarmenn í El Salvador og Níkaragva og átti meðal annars þátt í Íran- Contra-hneykslinu. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa brugð- ist ókvæða við hertum refsiaðgerð- um gegn landinu vegna kjarnorku- tilrauna þeirra og hóta að hrinda af stað kjarnorkuvopnaárás á Banda- ríkin. Fulltrúar í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna samþykktu sam- hljóða ályktun þessa efnis sem Bandaríkjamenn og Kínverjar, sem eru nánustu bandamenn Norður- Kóreumanna, höfðu lagt fram. Talsmaður utanríkisráðuneytisins í Norður-Kóreu sagði í ríkisfjölmiðli þess að landið áskildi sér rétt á „fyr- irbyggjandi kjarnorkuvopnaárásum á höfuðstöðvar árásarmannanna“ vegna þess að stjórnvöld í Wash- ington séu að reyna að koma af stað kjarnorkustríði. Að öllum líkindum er sú hótun þó innantóm því ekki er talið að Norð- ur-Kóreumenn búi yfir nægilegri tækni til þess að geta komið kjarna- oddi í nægilega langdræga eldflaug sem gæti dregið til austurstrandar Bandaríkjanna. Ekki er óalgengt að ráðamenn í Pyongyang hafi í slíkum hótunum en þær hafa hins vegar færst í aukana að undanförnu. Þeir eru ævareiðir yfir fyrirætlunum SÞ um að herða refsiaðgerðir sínar og vegna fyrir- hugaðra heræfinga Bandaríkja- manna og Suður-Kóreumanna. AFP Hernaðarbrölt Eldflaug til sýnis í herskrúðgöngu í Pyongyang. Ekki er tal- ið að N-Kórea búi yfir tækni til að skjóta kjarnaoddi til Bandaríkjanna. Hóta kjarnorku- árás á Bandaríkin  Öryggisráð SÞ herðir refsiaðgerðir „Þetta vandamál er krefjandi en við gætum leyst það,“ er á meðal þess orðalags sem rússneska atvinnu- málaráðuneytið hefur fyrirskipað opinberum starfsmönnum að taka sér ekki í munn þar sem hægt sé að túlka það sem hvatningu til mútu- greiðslna. Spilling er mikil í Rússlandi en landið situr meðal annars í 133. sæti af 176 á lista þar sem löndum er raðað eftir spillingu. Á meðal annars orðalags sem embættis- mennirnir mega ekki lengur nota er: „Við verðum að ræða mögu- leikana“ og: „Jæja, hvað eigum við að gera?“ Ekki er nóg með að embættis- mönnunum sé bannað að nota þess konar orðalag heldur er mælt með því að þeir séu varir um sig í vali á umræðuefni. Á meðal þess sem er óæskilegt að þeir ræði um er hversu lág laun þeir hafi, áhugi þeirra á að eignast dýra hluti, vandamál ættingja þeirra eða þörf til að senda börn sín í skóla. Gæti orða sinna í starfi Rússland Einn af auðug- ustu mönnum í heimi, emírinn af Katar, Hamad bin Khalifa al Thani, hefur fest kaup á sex grísk- um eyjum í Jóna- hafi. Kaupverðið er jafnvirði 1,4 milljarða króna. Forsaga kaup- anna er sú að emírinn heillaðist af eyjunum fyrir fjórum árum þegar hann var þar á ferð á risasnekkju sinni og kom á land á eyjunni Íþöku. Í kjölfarið bauð hann í sex af eyjunum sem tilheyra hinum svo- nefnda Echinades-eyjaklasa. Það tók hins vegar eitt og hálft ár af skriffinnsku þar til kaupin voru loks samþykkt. Bæjarstjórinn á Íþöku segir að emírinn hyggist reisa hallir fyrir sjálfan sig, börnin sín 24 og eiginkonurnar þrjár á eyj- unum. kjartan@mbl.is Kaupir eyjar fyrir börnin og konurnar Hamad bin Khalifa al Thani emír. Vandaðir og vottaðir ofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is 10 - 50% LAGERSALA Á THOR MIÐSTÖÐVAROFNUM Allt að afsláttur á völdum ofnum *ATH. Lagersalan gildir út mars 2013 Eura L Eura C

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.