Morgunblaðið - 08.03.2013, Side 22

Morgunblaðið - 08.03.2013, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hvað ætliþáver-andi for- maður Vinstri grænna hefði sagt fyrir nokkr- um árum ef ein- hver forvera hans á ráð- herrastóli hefði lagt fram frumvörp þar sem ákvæði af þessu tagi væri að finna: Heimild til að gera sér- stakan fjárfestingarsamn- ing um rekstur tiltekins stóriðjuvers. Skattaívilnanir til þess- arar stóriðju af ýmsu tagi upp á samtals allt að 1,5 milljarða króna. Bein útgjöld hins opin- bera vegna vegtengingar stóriðjunnar, lóðar hennar og þjálfunar starfsmanna hennar upp á samtals 2,5 milljarða króna. Víkjandi lán vegna hafn- arframkvæmda fyrir stór- iðjuna upp á rúmar 800 milljónir króna. Hvað ætli Steingrímur J. Sigfússon, óbreyttur stjórn- arandstöðuþingmaður, hefði sagt ef einhver ráðherra hefði vogað sér að koma fram með slík frumvörp á allra síðustu dögum síðasta þings fyrir kosningar? Ekki þarf ýkja fjörugt ímyndunarafl til að sjá fyrir sér hvernig Steingrímur stjórnarandstöðuþingmaður hefði látið í ræðupúlti Al- þingis ef mál af þessu tagi hefðu dottið inn fyrir nokkr- um árum. En nú er öldin önnur og Steingrímur ráð- herra er að fara í kosninga- baráttu í Norðausturkjör- dæmi og þá liggur mikið við að reka af sér slyðruorðið og reyna að telja fólki trú um að hann og ríkisstjórnin hafi ekki staðið í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu. Þvert á móti vilji núverandi stjórnvöld allt gera til að laða að erlenda fjárfestingu. En hvers vegna skyldi Steingrímur þurfa að grípa til þess örþrifaráðs að leggja fram frumvörp af þessu tagi rétt fyrir kosn- ingar? Það skyldi þó ekki einmitt vera vegna þess að ríkisstjórnin er búin að hindra alla atvinnuupp- byggingu og eina leiðin til að fá fyrirtæki til að fjár- festa er að undanskilja þau því skattaumhverfi sem ríkisstjórnin hefur búið fyrirtækjum í landinu og greiða þeim að auki háa styrki fyrir að skrifa undir fjárfestingar- samning. Athyglisvert er að þegar um er að ræða kjör- dæmi Steingríms og aðeins eru fáeinar vikur í kosn- ingar, þá hefur hann skiln- ing á að til að stuðla að at- vinnusköpun sé nauðsynlegt að lækka skatta. Hann áttar sig líka á því þegar stóriðjan á að rísa í hans næsta ná- grenni að fyrirtæki þurfa að búa við stöðugt og öruggt rekstrarumhverfi í stað þess að vera háð duttl- ungum vinstri stjórnar sem hækkar skatta hundrað sinnum á einu kjörtímabili. Steingrímur sýnir líka í frumvörpunum útreikninga um væntanlega þróun fjölda íbúa á svæðinu með og án fjárfestingarinnar og fær út að með fjárfestingu í at- vinnulífinu á landsbyggðinni muni íbúum fjölga í stað þess að fækka. Þetta ætti ekki að koma ráðherranum á óvart og á þetta hefur ítrekað verið bent, ekki síst í tengslum við síendur- teknar árásir Steingríms og ríkisstjórnarinnar á sjávar- útveginn, sem að stórum hluta er rekinn á lands- byggðinni. Óhagstæðara skattaumhverfi og mikil rekstraróvissa hefur þýtt minni fjárfestingu sem aftur fylgir sú þróun íbúafjöldans sem lesa má út úr rökstuðn- ingi með nýju stóriðju- frumvörpum Steingríms. Lærdómurinn sem draga má af örvæntingarfullum tilraunum Steingríms J. Sigfússonar til að sannfæra kjósendur í Norðaustur- kjördæmi um að hann hygg- ist ekki ganga af atvinnulíf- inu þar dauðu er að atvinnulífið þarf hagstætt rekstrarumhverfi eigi það að geta búið til fleiri störf og skilað auknum verðmæt- um í þjóðarbúið. Þetta á þó ekki að vera sértæk regla sem dregin er fram rétt fyr- ir kosningar í tilteknum kjördæmum. Reglan á að vera almenn og gilda fyrir allt landið og allt kjör- tímabilið. Ef sú regla hefði verið í gildi allt þetta kjör- tímabil væri ástandið í at- vinnu- og efnahagsmálum landsmanna með allt öðrum hætti en það sem núverandi ríkisstjórn skilur eftir sig. Allir eru skattpíndir nema tiltekin stór- iðja í kjördæmi Steingríms J.} Atvinnulífið þarf al- menna skattalækkun S líka sýn á manneskjuna getum við ekki og eigum ekki að samþykkja,“ segir í einni þeirra ályktana sem samþykktar voru á nýliðnum landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Þarna var verið að álykta um staðgöngumæðrun, bæði í hagnaðar- og velgjörðarskyni, sem er sett undir sama hatt þó að um gjörólíkan verknað sé að ræða. Andstæðingar staðgöngumæðrunar hafa bent á líkindi við líffærasölu, eða kannski frek- ar líffæraleigu, því að við staðgöngumæðrun sé verið að leigja leg konu. Staðgöngumæðrun hefur líka verið líkt við vændi; að verið sé að nota líkama kvenna, sem séu illa staddar fjár- hagslega, til að ganga með barn fyrir aðra. Því miður eru konur víða um heim svo illa staddar að þær neyðast til að selja afnot af líkama sín- um, meðal annars með því að ganga með barn fyrir annað fólk gegn greiðslu. Sum af þeim rökum sem heyrast gegn staðgöngu- mæðrun eiga klárlega við í fátækum löndum þar sem staðgöngumæðrun virðist, illu heilli, vera orðin að ein- hvers konar atvinnuvegi. En hvers vegna ættum við að vera að bera okkur saman við lönd sem við berum okkur ekki saman við að öllu jöfnu? Kannski myndi þessi „at- vinnugrein“ deyja út ef staðgöngumæðrun í velgjörðar- skyni yrði leyfð í ríkari mæli á Vesturlöndum. Að líkja staðgöngumæðrun við vændi eða líffærasölu er rangt þegar um velgerð er að ræða og álíka skyn- samlegt og að banna fólki að gefa ættingjum sínum líffæri, því að einhvers staðar í heim- inum er stunduð miskunnarlaus líffærasala. Þá hefur verið bent á að mörkin á milli vel- gerðar og þess sem gert er í hagnaðarskyni geti verið óljós og verði staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni heimiluð, verði erfiðleikum bundið að fylgjast með því að ekki sé verið að gera það í hagnaðarskyni. Á sem sagt ekki að leyfa þetta vegna þess að einhverjir gætu brotið lögin? Samkvæmt sömu röksemdarfærslu ættum við væntan- lega að hætta að greiða atvinnuleysisbætur vegna þess að til er fólk sem misnotar þær. Það verða alltaf einhverjir sem eru vísir til að fara á svig við lög og reglur. En við getum ekki og megum ekki láta þessa „einhverja“, sem við vitum ekki hverjir eru eða hversu margir þeir eru, ráða ferðinni. Og ef einhvers staðar er hægt að hafa eftirlit með ferli á borð við staðgöngumæðr- un, þá er það hér, í rúmlega 300.000 manna þjóðfélagi. Það er nefnilega allt annað að framkvæma í hagnaðar- skyni eða af einskærum mannkærleika. Hið síðarnefnda fyrirfinnst nefnilega ennþá og er víða ástundað. Vonandi er samþykkt ályktunarinnar ekki merki um að Vinstri græn hafi misst trúna á gæsku mannkynsins. Að vera á móti staðgöngumæðrun á ekkert skylt við femínisma. Ein af grunnstoðum þeirrar hugmyndafræði er nefnilega að konur eigi að ráða yfir eigin líkama. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Munurinn á velgerð og viðskiptum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is F yrstu umræðu um frum- varp Árna Páls Árna- sonar, formanns Sam- fylkingarinnar, Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, og Guð- mundar Steingrímssonar, formanns Bjartrar framtíðar, til breytinga á breytingarákvæði stjórnarskrár- innar lauk sl. miðvikudagskvöld. Verði umrætt frumvarp að lög- um þá bætist við stjórnarskrána bráðabirgðaákvæði til ársins 2017 um að þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 79. greinar stjórnarskrárinnar verði hægt að breyta stjórnarskránni á þann hátt að 3/5 hlutar þingmanna samþykki frumvarpið á þinginu en síðan þurfi frumvarpið að vera sam- þykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu með 3/5 hlutum greiddra atkvæða. Sam- kvæmt frumvarpinu skal þjóðar- atkvæðagreiðslan fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir að Alþingi sam- þykkir viðkomandi stjórnarskrár- breytingar. Loks skulu breyting- arnar staðfestar af forseta innan tveggja vikna og teljast þær þá gild- ar. Umdeilt fyrirkomulag Í 1. mgr. 79. gr. núverandi stjórnarskrá skulu tillögur til breyt- inga eða viðauka stjórnarskránni hljóta samþykki meirihluta Alþingis. Nái breytingatillaga samþykki ber að rjúfa þing þá þegar og stofna til almennra þingkosninga að nýju. Hið nýja þing þarf síðan að samþykkja tillöguna óbreytta, þá skal hún stað- fest af forseta og að því loknu telst hún gild sem stjórnskipunarlög. Í grein sinni um endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem birtist í Tímariti lögfræðinga árið 1977, gagnrýnir Gunnar G. Schram heit- inn lagaprófessor þetta fyrir- komulag og bendir á að til greina komi að taka upp fyrirmæli í stjórn- arskrána um að vilji menn breyta henni skuli breytingin fyrst hljóta samþykkis Alþingis en síðan skuli leggja hana í þjóðaratvæði. Gagnrýni Gunnars byggist m.a. á því að mjög fyrirhafnarmikið sé að koma fram stjórnarskrárbreyt- ingum með þessum hætti enda þurfi þá að bæði að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Þá sé erfitt að sjá að stjórnarskrárbreytingar leiði óhjá- kvæmilega til þess að allir þingmenn missi umboð sitt og kjósa þurfi nýtt þing. Einnig benti Gunnar á að eng- in trygging væri fyrir því að viðkom- andi stjórnarskrárbreyting yrði lyk- ilmálið í kosningunum sem fylgdu þingrofinu. „Heldur er hitt líklegra að þar beri hæst hinar venjulegu þrætubækur stjórnmálanna,“ segir í grein Gunnars. Óvíst er hvort frumvarp for- mannanna þriggja nær í gegnum þingið. Þannig munu þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki styðja til- löguna eins og hún liggur fyrir að sögn Bjarna Benediktssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins. „Við höfum verið á þeirri skoðun að það sé óskynsamlegt að gera það auð- veldara að breyta stjórnarskránni núna,“ segir Bjarni. Þá mun frum- varpið ekki heldur njóta stuðnings Framsóknarflokksins, en aðsögn Gunnars Braga Sveinssonar, þing- flokksformanns Framsóknar- flokksins, munu þing- menn flokksins ekki styðja frumvarpið eins og það er nú. Deila um breytingar á breytingarákvæði Lýðveldishátíð Myndin er tekin við stofnun lýðveldisins á Þingvöllum. „Hugsunin á bak við þetta ákvæði er að þjóðin hafi þarna að þessu leyti aðkomu, þótt með óbeinum hætti sé, að stjórnar- skrárbreytingum,“ segir Sig- urður Líndal, prófessor emer- itus, aðspurður hver sé upphaf- lega hugsunin að baki 1. máls- grein 79. greinar núverandi stjórnarskrár. Að sögn Sigurðar felur þingrofið í sér hættu á að kosning- arnar sem því fylgja muni mögulega snúast um önnur mál en sjálfar stjórnar- skrár- breyting- arnar. Þjóðin komi að breytingum HUGSUNIN AÐ BAKI 79. GR. Sigurður Líndal Morgunblaðið/Jón Sen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.