Morgunblaðið - 08.03.2013, Qupperneq 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013
Nístandi Norðannæðingurinn beit í fólk í Austurstræti í gær.
Ómar
Nú hafa Samfylk-
ingin og Vinstri
grænir endanlega af-
skrifað frumvarp til
stjórnskipunarlaga
sem átti að byggja á
tillögum stjórnlag-
aráðs. Lítið er eftir af
þeim tillögum því
þegar meirihluti
stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar lagði
fram framhaldsnefnd-
arálit í miðri annarri umræðu voru
breytingatillögurnar frá upphafi
ferilsins hátt á fimmta hundrað og
kostnaður áætlaður um 1.500
milljónir. Hvernig er hægt að
halda því fram, vitandi þessar
staðreyndir, að verið sé „að vinna“
með tillögur stjórnlagaráðs? Lík-
lega má kenna þennan málflutning
við villtan dans – jafnvel spunad-
ans – til þess eins að halda ríkis-
stjórninni „við völd“ – ríkisstjórn
sem hefur þó engin völd – nema
að nafninu til og er löngu orðin
minnihlutastjórn.
Ýmsir dansfélagar hafa verið
notaðir til að koma umdeildum
málum í gegnum þingið til þess
eins að þurfa ekki að boða til
kosninga. Samfylkingin og Vinstri
grænir hafa sokkið neðar og neðar
í stjórnarskrármálinu – náðu ekki
viðspyrnunni sem þau vonuðust
eftir. Tóku ekki feginshendi björg-
unarhringinn sem við þingmenn
Framsóknarflokksins hentum til
þeirra í lok janúar að ganga til
samninga um nokkur atriði um
breytingar á stjórnarskránni.
Þrjóskan var of mikil og gömlu
formennirnir stjórnuðu enn þá
hljómsveitinni. Þau höfðu jú komið
flestum málum í gegnum þingið
með hótunum og á þrjóskunni.
Augljóst var að ekki var búið að
taka með í reikninginn að nýtt
þing þyrfti að samþykkja frum-
varpið óbreytt. Þekk-
ingar- eða reynslu-
leysi? Ef til vill hvort
tveggja – með dassi
af blindri þrjósku. En
nú er ballið búið og
hljómsveitin hætt að
spila. Búið er að
kveikja ljósin. Árna
Páli Árnasyni, Katr-
ínu Jakobsdóttur og
Guðmundi Stein-
grímssyni hefur verið
falið að stóla upp. Nú
skal hefjast handa við að breyta
breytingarákvæði stjórnarskrár-
innar. Nýtt frumvarp – nýr þing-
legur ferill og koma málinu í enn
eina nefndina með þingsályktun-
artillögu. Allt er lagt í sölurnar til
að vinstrimenn geti komið sínum
áherslumálum inn í stjórnarskrá
Íslands, því breytingarákvæðið á
einungis að vera tímabundið.
Lagt er til að heildarendur-
skoðun stjórnarskrárinnar, sem
byggist á tillögum stjórnlagaráðs,
en ekki á samstöðu fjöldans, verði
lokið á sjötíu ára afmæli lýðveldis-
ins 17. júní 2014. Það er augljóst
að þetta ferli gengur ekki upp.
Hins vegar færir þetta heim sann-
inn um hver áætlun ríkisstjórn-
arinnar er – og hverjum á að
bjóða upp í dans á næsta balli.
Eftir Vigdísi
Hauksdóttur
» Samfylkingin
og Vinstri grænir
hafa sokkið neðar og
neðar í stjórnarskrár-
málinu – náðu ekki
viðspyrnunni sem
þau vonuðust eftir.
Vigdís
Hauksdóttir
Höfundur er lögfræðingur og
þingmaður Framsóknarflokksins
í Reykjavík .
Stólað upp eftir
dansleikinn
Í fyrstu viku minni
sem utanríkisráðherra
Bandaríkjanna hlotn-
aðist mér sá heiður að
eiga fund með hópi
hugrakkra kvenna frá
Búrma. Tvær þeirra
voru fyrrverandi póli-
tískir fangar, og þótt
þær hefðu allar mátt
þola ótrúlegt harðræði
í lífinu voru þær allar
staðráðnar í að halda
áfram – að sjá stúlkum fyrir mennt-
un og starfsþjálfun, finna vinnu
handa atvinnulausum og berjast fyr-
ir aukinni þátttöku í borgaralegu
samfélagi. Ég efast ekki um að þær
verði áfram öflugir málsvarar breyt-
inga og stuðli að framförum í landi
sínu á komandi árum.
Það eru tækifæri eins og þessi sem
minna okkur á af hverju það er svo
mikilvægt að Bandaríkin haldi áfram
að vinna með ríkisstjórnum, sam-
tökum og einstaklingum um heim all-
an að því að verja og auka réttindi
kvenna og stúlkna. Þegar allt kemur
til alls er það þannig, eins og í okkar
eigin landi, að erfiðustu efnahags-
legu, félagslegu og pólitísku vanda-
málin verða einfaldlega ekki leyst án
fullrar þátttöku kvenna.
Að sögn World Economic Forum
eru lönd, þar sem karlar og konur
eru nær því að njóta jafnra réttinda,
efnahagslega mun samkeppnishæf-
ari en lönd þar sem kynjabilið veldur
því að konur og stúlkur hafa tak-
markaðan eða engan aðgang að
heilsugæslu, menntun, opinberum
embættum og markaðnum. Sömu-
leiðis er það mat Matvæla- og land-
búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna að ef konur sem stunda búskap
hefðu sama aðgang og karlar að út-
sæði, áburði og tæknibúnaði gætu
þær fækkað vannærðu fólki í heim-
inum um 100 til 150
milljónir.
En í of mörgum þjóð-
félögum og á of mörg-
um heimilum eru konur
og stúlkur enn van-
metnar, neitað um
tækifæri til að fara í
skóla og neyddar til að
giftast á barnsaldri. Of
mörgum lífum hefur
verið fórnað eða þeim
umturnað fyrir fullt og
allt með kynbundnu of-
beldi. Sem faðir tveggja
dætra get ég ekki ímyndað mér sárs-
auka foreldra ungu konunnar sem
kölluð hefur verið „Nirbhaya“, 23 ára
læknanema sem var myrt í stræt-
isvagni í Nýju-Delí fyrir það eitt að
hún var kona, eða angist foreldra
Malölu Yousafzai, pakistönsku stúlk-
unnar sem öfgamenn skutu, einnig í
strætisvagni, fyrir það eitt að hún
vildi fara í skóla. En óbugandi holl-
usta Malölu við málstað sinn, ákveðni
hinnar deyjandi Nirbhayu um að láta
árásarmennina svara til saka og hug-
rekki feðra þeirra er þeir tala máli
dætra sinna og kvenna um allan
heim eflir baráttuhug minn.
Ekkert land kemst áfram ef það
skilur helming þjóðarinnar eftir.
Þess vegna telja Bandaríkjamenn að
jafnrétti kynjanna sé nauðsynlegt til
að ná sameiginlegum markmiðum
um velmegun, stöðugleika og frið, og
þess vegna er nauðsynlegt að styðja
konur og stúlkur um heim allan til að
utanríkisstefna Bandaríkjanna nái
fram að ganga.
Við styðjum þjálfun og fræðslu
kvenna sem stunda frumkvöðlastörf
svo þær geti ekki aðeins bætt hag
fjölskyldna sinna heldur einnig stuðl-
að að hagvexti í löndum sínum. Við
styðjum menntun stúlkna svo þær
geti komist hjá nauðungargiftingum
á unga aldri, rofið vítahring fátæktar
og orðið félagslegir leiðtogar og virk-
ir borgarar. Aukin menntun stúlkna
og kvenna og aðgangur þeirra að
gögnum og gæðum bætir einnig
heilsu og menntun næstu kynslóðar.
Við vinnum með samstarfsaðilum
um allan heim að því að bæta heilsu-
gæslu fyrir sængurkonur, styrkja
kvenkyns bændur og koma í veg fyr-
ir og takast á við kynbundið ofbeldi,
því öll samfélög hafa hag af því að
konur séu heilbrigðar, öruggar og
geti lagt fram vinnu sína, forystu-
hæfileika og sköpunargáfu í þágu
efnahagslífs heimsins. Stjórnar-
erindrekar Bandaríkjanna vinna
hvarvetna að því að konur taki fullan
þátt í friðarviðræðum og vinnu við
öryggismál, því reynsla kvenna,
áhyggjur og innsæi geta stuðlað að
því að koma í veg fyrir átök í framtíð-
inni og byggja varanlegri frið.
Dagurinn í dag, alþjóðlegi kvenna-
dagurinn, er hátíðardagur. Þennan
dag verðum við líka öll að skuldbinda
okkur á ný til að binda enda á mis-
réttið sem kemur í veg fyrir framfar-
ir hvar sem það fyrirfinnst. Við get-
um og við verðum að takast þetta á
hendur til að dætur okkar allra geti
óttalaust farið með strætisvagni í
skólann, allar systur okkar geti nýtt
alla sína miklu möguleika og sérhver
kona og stúlka geti nýtt hæfileika
sína til hins ýtrasta.
Eftir John Kerry » Við styðjum mennt-
un stúlkna svo þær
geti komist hjá nauð-
ungargiftingum á unga
aldri, rofið vítahring fá-
tæktar og orðið félags-
legir leiðtogar og virkir
borgarar.
John Kerry
Höfundur er utanríkisráðherra
Bandaríkjanna.
Hvers vegna konur skipa svo
stóran sess í utanríkisstefnu
Bandaríkjanna
Árin 2008-2011 voru
stéttarfélaginu VR mót-
dræg á margan hátt. Fé-
lagið glataði trausti fé-
lagsmanna og
sundurlyndi einkenndi
alla framgöngu forystu-
manna þess. Frá árinu
2011 hefur stjórn, trún-
aðarráði og starfsfólki
félagsins tekist að snúa
af þeirri leið. Það hefur
ekki gerst af sjálfu sér,
enda var nauðsynlegt að taka margt til
endurskoðunar í starfsemi félagsins og
aðlaga það breyttum aðstæðum í ís-
lensku samfélagi.
Þegar friður var kominn á innan
stjórnar var sérstök áhersla lögð á fjög-
ur markmið: (1) Félagið hafi í meira
mæli mótandi áhrif á samfélagið. (2) Að
tryggja betur góða meðferð á þeim fjár-
munum sem félaginu er treyst fyrir. (3)
Að einfalda innri uppbyggingu félags-
ins. (4) Að félagið leiti með markvissum
hætti nýrra leiða í þjónustu við fé-
lagsmenn.
Markmiðin nást
Undirritaður kynnti miklar breyt-
ingar á starfsemi félagsins í mars 2012.
Þær breytingar hafa nú þegar sannað
gildi sitt og munu á komandi mánuðum
gera það með meira afgerandi hætti.
Nokkur dæmi má nefna þessari fullyrð-
ingu til stuðnings:
1. Laun félagsmanna hafa hækkað að
lágmarki um 11,4% og lágmarkslaun
um 23,6%.
2. Þegar félagsmenn eru spurðir
hvort þeir telji félagið
standa sig vel, hefur fjölgað
í þeim hópi um 33% á
tveimur árum.
3. Rekstrarkostnaður fé-
lagsins hefur lækkað um 40
milljónir milli ára og það
munar um minna.
4. Félagið hefur tekið við
þjónustu við atvinnuleit-
andi félagsmenn sína og
hefur því tækifæri umfram
það sem áður var til að
styðja við bakið á fé-
lagsmönnum sínum.
5. Ráðgjöfum sem sinna
félagsmönnum hefur fjölgað um 100%
og nú er tryggt að kjaramála-, starfs-
endurhæfingar- og atvinnuráðgjöf er
samhæfð og byggist á þeirri hugsjón að
félagsmenn okkar þurfi aðeins að sækja
ráðgjöf og þjónustu til okkar þegar á
bátinn gefur.
6. Ný Jafnlaunavottun VR var kynnt
til sögunnar þann 5. febrúar. Nú þegar
hafa 30 fyrirtæki og stofnanir skráð sig
til þátttöku og verkefnið mun skila sér í
auknu jafnrétti kynjanna á vinnumark-
aði.
7. Trúnaðarráð félagsins hefur verið
virkjað og álits þess er leitað á mik-
ilvægum hagsmunamálum félagsmanna
í meira mæli en áður var.
8. Félagið leggur nú meiri áherslu á
starfsmenntamál og verið er að móta
stefnu til næstu ára í þeim efnum. Hún
verður kynnt til sögunnar undir ára-
mót.
Hér að ofan eru aðeins nefnd örfá
dæmi um það sem félagið hefur áorkað
á síðustu misserum. Enn stendur félag-
ið frammi fyrir tækifærum til að verða
öflugri málsvari verslunar- og skrif-
stofufólks. Forsenda þess er sú mikla
endurskoðun sem félagið gekk í gegn-
um á árunum 2011-2012.
Höldum sama striki
Nú þegar félagsmenn VR ganga til
kosninga og velja sér formann til næstu
tveggja ára, standa þeir frammi fyrir
þeirri spurningu hvort þeir vilji tryggja
áframhald þeirrar stefnu sem haldið
hefur verið síðastliðin tvö ár, eða hvort
þeir telji ástæðu til að gera afgerandi
breytingar á forystu þess og leita ann-
arra leiða til að efla félagið.
Undirritaður óskar eftir stuðningi
allra félagsmanna VR til þess að leiða
félagið áfram í átt til nýrra tækifæra og
nýs kjarasamnings. Miklu skiptir að
stuðla að nýrri þjóðarsátt þegar núver-
andi samningur rennur sitt skeið á enda
30. nóvember næstkomandi. Þar verða
atvinnurekendur og stjórnvöld að axla
sína ábyrgð, draga úr álögum á almenn-
ing og tryggja á sama tíma aukna verð-
mætasköpun sem byggt getur undir
aukinn kaupmátt heimilanna í landinu.
Forsenda þess að VR haldi styrk sín-
um á komandi misserum, geti þjónað fé-
lagsmönnum sínum og haft áhrif á
samningagerðina framundan er styrk
og stöðug forysta. VR á að vera mótandi
afl í samfélagi, en það er ekki sjálfgefið
að svo sé. Kosningarnar nú munu skera
úr um afl og styrk félagsins á komandi
árum.
VR stóð á tímamótum
Eftir Stefán Einar
Stefánsson »VR á að vera mótandiafl í samfélagi, en það
er ekki sjálfgefið að svo sé.
Stefán Einar
Stefánsson
Höfundur er formaður VR og Lands-
sambands íslenzkra verzlunarmanna.