Morgunblaðið - 08.03.2013, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013
✝ Stefanía (Lóa)Jónsdóttir
fæddist á Rauf-
arhöfn 15. desem-
ber 1957. Hún lést
á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á
Akureyri 25. febr-
úar 2013.
Foreldrar henn-
ar eru Jón Halldór
Björnsson, f. 4.1.
1938, og Áslaug
Torfadóttir, f. 3.1. 1939.
Systkini Lóu eru Ásbjörn Már,
f. 4.2. 1959, Torfi Guðmundur,
f. 8.4. 1963, Bylgja Dröfn, f.
7.5. 1965, Hannes Jón, f. 21.3.
1973, Hulda Ósk, f. 3.3. 1980,
Jón Halldór, f. 26.12. 1973,
Sigríður Harpa, f. 23.5. 1979.
Lóa gekk að eiga Loft Ingi-
mundarson, f. 12.6. 1954, d.
viður Símonarson og eiga þau
saman þrjú börn, Dagnýju
Lind, Andra Fannar og Elmar
Inga. 4) Eysteinn Már, f. 3.12.
1981, er hann kvæntur Val-
gerði Einarsdóttur og eiga
þau saman tvö börn, Særúnu
Lilju og Ísak Loga. Árið 1993
tóku Lóa og Varði að sér tvö
börn: 5) Dísa Lea Ómarsdóttir,
f. 11.5. 1987. 6) Björgvin
Fannar Ómarsson, f. 4.10.
1989.
Lóa var vinmörg og unni
fjölskyldu sinni mikið. Sér-
staka ánægju hafði hún af
handavinnu og eru þær ófáar
flíkurnar sem hún hefur gefið
frá sér. Barnabörnin hennar
voru henni allt og var hún
mikil amma. Lóa var klett-
urinn í fjölskyldunni, hún stóð
þétt við bakið á sínu fólki.
Útför Lóu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 8.
mars 2013, og hefst athöfnin
kl. 15.
17.12. 1977, hinn
25.12. 1976 og
eignuðust þau tvö
börn saman: 1) Ás-
laug Bára, f. 13.7.
1974, dætur henn-
ar eru Oddný
Svava og Stefanía
Sóley Stein-
arsdætur. 2) Ingi-
mundur, f. 29.6.
1977, eiginkona
hans er Eydís Víð-
isdóttir og eiga þau saman tvö
börn, Víði Frey og Benidiktu
Báru, áður átti Ingimundur
dótturina Rebekku Rut.
Hinn 16. maí 1981 gekk Lóa
í hjónaband með Guðvarði
Haraldssyni, f. 2.8. 1949, eign-
uðust þau saman tvö börn: 3)
Halldóra S., f. 6.8. 1980, eig-
inmaður hennar er Hregg-
Að dagurinn hafi runnið upp
svona skjótt, er nokkuð sem ég
á erfitt með að skilja. Mamma
var mín stoð og stytta í lífinu.
Mamma var líka mín besta vin-
kona. Ég sagði oft að ég væri
svo heppin að eiga svona unga
mömmu því að þá fengi ég að
hafa hana svo lengi hjá mér. Það
varð því miður ekki raunin. Líf-
ið er hverfult og enginn okkar
veit hvað gerist næst. Ég hélt að
ég hefði allan tímann í heim-
inum til þess að eyða með henni
mömmu, og það verður erfitt að
geta ekki leitað til hennar eins
og ég hef alltaf getað gert.
Það verður ekki auðvelt fyrir
stelpurnar mínar að hafa ekki
hana ömmu Lóu, skólinn var
varla búinn þegar hún Stefanía
mín var farin norður á Ólafs-
fjörð til þess að eyða sumrinu
með ömmu og afa. Oddný farin
um leið og tækifæri gafst.
Ómetanlegt er að foreldrar
mínir voru hjá mér um síðustu
jól og þessir dagar voru svo
sannarlega vel nýttir. Fjöl-
skyldan var dugleg að hittast og
eiga saman góðar stundir.
Pabbi gerði nú grín að okkur
mömmu, um hvort við ætluðum
ekkert að sofa, en við eyddum
saman löngum kvöldum og fram
á nótt í að spjalla um allt sem
skiptir máli í lífinu.
Ég á yndislegar minningar
um hana mömmu sem ég mun
varðveita í hjarta mínu, minn-
ingar sem koma til með að veita
mér yl þegar fram líða stundir.
Eitt er ég sannfærð um, að ég
mun hitta hana mömmu á ný,
því ekkert er eins sterkt og
sönn ást og þessi ást mun leiða
okkur saman á ný.
Minning mömmu mun lifa
áfram, hennar fallega bros og
björtu augu sem sjá má í barna-
börnum hennar, þeim sem hún
mamma elskaði svo mikið.
Tíminn flýgur áfram
og hann teymir mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið
um það hvert hann fer.
En ég vona bara að hann hugsi
soldið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum
aftur upp til þín.
Ég gaf þér forðum keðju
úr gulli um hálsinn þinn,
svo gleymdir þú mér ekki
í dagsins amstri nokkurt sinn.
Í augunum þínum svörtu
horfði ég á sjálfan mig um hríð
og ég vonaði að
ég fengi bara
að vera þar alla tíð.
Það er margt sem angrar
en ekki er það þó biðin
því ég sé það fyrst á rykinu,
hve langur tími er liðinn.
Og ég skrifa þar eitthvað með
fingrinum
sem skiptir öllu máli.
Því að nóttin mín
er dimm og ein
og dagurinn á báli.
Já, og andlitið þitt málað.
Hve ég man það alltaf skýrt,
augnlínur og bleikar varir, brosið svo
hýrt.
Jú ég veit vel, að ókeypis
er allt það sem er best,
en svo þarf ég
að greiða dýru
verði það sem er verst.
Ég sakna þín í birtingu
að hafa þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn
þegar sólin brosir við mér.
Og ég sakna þín á kvöldin
þegar dimman dettur á.
En ég sakna þín mest á nóttunni
er svipirnir fara á stjá.
Svo lít ég upp og sé
við erum saman þarna tvær
stjörnur á blárri festingunni
sem færast nær og nær.
Ég man þig þegar augu mín
eru opin hverja stund
en þegar ég
nú legg þau aftur
fer ég á þinn fund.
(Megas)
Ég elska þig, mamma mín.
Þín
Áslaug Bára.
Elskulega mamma mín.
Elsku bestan mín, mín ynd-
islega mamma er farin, ég er
ekki að trúa þessu. Þetta bara
getur ekki verið rétt. Af hverju
varstu tekin frá okkur, af
hverju af hverju af hverju eru
spurningarnar sem hljóma í
hausnum á mér núna. Ég bara
skil ekki af hverju þú ert ekki
lengur hjá mér, af hverju núna,
af hverju mamma mín? En ég
veit að ég fæ engin svör.
Þú varst ekki bara mamma
mín, þú varst mín besta vin-
kona, þú varst trúnaðarvinur
minn, þú varst mér allt. Fyr-
irmyndin mín og mín uppá-
halds. Alltaf gat ég hringt í þig,
alveg sama hvað það var, til að
fá aðstoð, ráð, uppskrift, stuðn-
ing, hjálp, hrós eða bara hvað
það var, alltaf varstu til staðar.
Ekki bara fyrir mig heldur fyrir
alla sem þurftu, alltaf varst þú
boðin og búin til að aðstoða
aðra. Varst ekki mikið fyrir það
að segja nei. Það var eins og
það væri ekki til í þínum orða-
forða.
Mamma, þú varst rík kona,
áttir stóra fjölskyldu, yndisleg-
an mann, 6 börn og 10 frábær
barnabörn sem voru þér svo
kær. Þú áttir sérstakt samband
við hvert og eitt þeirra. Barna-
börnin þín dá þig og dýrka, þú
varst svo flott amma, svo mikill
vinur þeirra. Enda sagði ömmu-
kóngurinn þinn að þú værir
besta amman og besti vinur
hans. Og held ég að þau segi öll
svipaða sögu. Þú varst þeim góð
og mjög kær.
Þú varst minn klettur og í
raun okkar allra.
Rosalega er ég þakklát fyrir
útileguna sem við fórum í öll
saman í fyrrasumar. Áttum
góðan og skemmtilegan tíma
saman í bleytu og vondu veðri
en við létum það ekki stoppa
okkur. Einnig ferðin okkar til
Kaupmannahafnar sem við fór-
um saman í haustið 2008, þeirri
ferð mun ég aldrei gleyma. Að
ganga með þér um allt þar og
skoða var og er ómetanlegt og
ekki má gleyma rússíbana-
ferðinni sem við fórum í í Tív-
olíinu. Yndisleg ferð.
Það er svo margt sem ég er
þér þakklát fyrir. Allt sem þú
kenndir mér, öll símtölin okkar
sem tóku langan tíma á hverj-
um degi. Finnst mjög skrítið að
tala ekki við þig lengur á hverju
kvöldi. Það sem við töluðum
saman, hvöttum hvor aðra,
hlógum, grétum og bara töluð-
um um daginn og veginn.
Ég mun alltaf vera þér þakk-
lát fyrir allt sem þú kenndir
mér um ástina, lífið og til-
veruna. Þakklát fyrir samband
þitt við börnin mín og manninn
minn. Við þau áttir þú mjög
gott og mikið samband. Börnin
mín elska þig svo mikið.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín,
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd,
bar hún mig og benti
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín,
bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best,
hjartað blíða, heita –
hjarta, er sakna ég mest.
(Sumarliði Halldórsson.)
Ég elska þig, elsku besta
mamma mín, þig mun ég bera í
brjósti mér allt þetta líf. Minn-
ing þín mun lifa í hjörtum okkar
allra. Og síðan hittumst við aft-
ur á miðri leið.
Þín elskandi dóttir,
Halldóra.
Elsku amma.
Vertu verndarengillinn minn
ég skal hugsa fallega til þín
ég skal alltaf hugsa um þig
viltu vera verndarengillinn minn?
Amma, verndarengillinn
minn, viltu vaka yfir mér og
passa mig. Amma, þú varst allt-
af best, þú varst svo góð að
prjóna og alltaf svo gott að
koma til þín og þú eldaðir svo
góðan mat og bakaðir góðar
kökur. Allt sem þú gerir er allt-
af best.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Elska þig og sakna þín.
Þín ömmustelpa,
Dagný Lind
Hreggviðsdóttir.
Elsku amma mín, ég elska
þig og hef alltaf gert það, þín
verður sárt saknað af öllum í
fjölskyldunni en sérstaklega
mér, því þú varst ekki bara góð
amma, þú varst mér líka kær
vinur sem mér fannst ég geta
sagt allt.
Það er enginn sem getur sagt
eitthvað neikvætt um hana
ömmu því hún var bæði góð-
hjörtuð kona sem elskaði alla,
hún var líka langbesti kokkur
og bakari allra tíma. Þegar ég
var yngri og ég bjó á sama stað
og hún (Ólafsfirði) á Kirkjuveg-
inum var ég alltaf hjá henni og
þótti það eitt það besta í heimi
og þegar öll skipin voru að fara
út voru endalausar kringlur og
kleinur, sem maður fékk síðan
að velja sér sem var með mesta
súkkulaðinu til að setja í lítinn
plastpoka til að taka heim og
fara með í nesti til að monta sig
hversu æðislegt það væri að
eiga ömmu sem bakaði heimsins
bestu kleinuhringi, en svo með
tímanum varð ég stærri og eldri
og þá var byrjað aðeins að
hjálpa til um jólin, að skera í
laufabrauðin, en ég bara varð
að fá laufabrauðsenda og þá
fékk ég fleiri, fleiri poka af
þeim, því ég henti engu í ruslið,
því þetta var of gott til að fara
til spillis.
En síðan þegar ég flutti með
systur minni og mömmu til
Keflavíkur, saknaði ég ömmu
mikið og vildi fara til Ólafsfjarð-
ar til að heimsækja hana og
elsku besta afa minn, sérstak-
lega á sumrin. Við tvær áttum
margar skemmtilegar og góðar
stundir en skemmtilegastar
voru allar útilegurnar í fellihýs-
inu á öllum ættarmótunum þeg-
ar öll fjölskyldan er viðstödd, en
það var ein stund sem stendur
alltaf hjá mér, þegar allir voru
úti að brenna sykurpúða en mér
var svo kalt með kvef og hún
var ein með mér inni í fellihýs-
inu að drekka kakó og kleinur
að spila rommý sem var
skemmtilegasta spil sem ég gat
hugsað mér, en það var alltaf
skemmtilegast með henni því
hún kenndi mér það. Við fórum
í margar ferðir en það var alltaf
gaman að fara á staðinn því bíll-
inn var alltaf fullur, tveir
frammí, þrír í miðjunni og tveir
í skottinu og svo spiluðum við
klassísku íslensku lögin alltof
hátt og syngjandi alltof hátt og
svo allir brandararnir sem „full-
orðna“ fólkið sagði sem ég fatt-
aði ekki, en ég hló samt, en nú
skil ég þá og það er of fyndið,
það er gott að eiga svona
fyndna fjölskyldu í framtíðinni
til að skapa svona minningar
með þeim og börnum þeirra. „A
candle looses nothing by lig-
hting another candle“ á við mig
og ömmu mína því hún gaf mér
vitneskju og deildi með mér
sögum af eigin reynslu og lífi.
Mín lokaorð til hennar eru,
elsku amma mín, ég elska þig
og því mun enginn og ekkert
breyta, því þú munt alltaf vera í
hjarta mínu og allar okkar góðu
stundir og allt sem þú hefur
sagt og allt sem þú hefur gert
er fyrirmynd og gefur mér
styrk og þor til að grípa öll
tækifæri í lífinu til að gera mik-
ið úr mér eins og þú.
Þín vinkona og barnabarn,
Oddný Svava.
Elsku besta systir mín.
Þú varst án efa ein af sterku
kjarnakonunum í mínu lífi. Það
var sama hvað lífið bauð þér
upp á, alltaf stóðstu sterk og
barst höfuðið hátt.
Ég var svo heppinn að eiga 2
mömmur þegar ég var að alast
upp, þú og Varði tókuð mér sem
einu af ykkar börnum. Þó að
manni hafi nú fundist nóg af af-
skiptaseminni af og til kann ég
að meta það í dag, það er nú það
sem er búið að móta mig að
þeirri manneskju sem ég er í
dag og ég á þér að margt að
þakka.
Þegar ég hugsa til baka kem-
ur nú margt upp í hugann minn,
núna síðustu ár höfum við syst-
urnar hist hjá mömmu eina
helgi í desember og eytt henni
saman. Þá var nú yfirleitt mikið
hlegið og eru þær stundir mér
mjög dýrmætar í dag.
Mér er líka minnisstætt þeg-
ar þú komst suður í aðgerð í
september á síðasta ári og varst
hjá mömmu í 3 vikur að jafna
þig eftir aðgerð, þá fékk ég að
hitta þig á hverjum degi. Þá var
ég með svo mikla ógleði út af
óléttunni en það skipti ekki
neinu máli hversu lasin þú varst
eða hversu mikið þú fannst til,
alltaf stóðstu upp til að knúsa
litlu systur sem var svo lítil í
sér. Þannig manneskja varst
þú, vildir allt fyrir alla gera og
vildir engin leiðindi, falleg að
innan sem utan.
Það eru engin orð til yfir það
hversu mikið ég á eftir að sakna
þín, elsku Lóa mín, ég skal gera
mitt besta að passa upp á
mömmu, Varða þinn og krakk-
ana sem eiga um svo sárt að
binda núna.
Hvíldu í friði, fallega stóra
systir mín. Ég elska þig.
Þín systir,
Hulda Ósk.
Yndisleg kona er farin. Ég
get ekki hringt í hana eða kíkt
til hennar í kaffi. Mér finnst það
mjög óraunhæf hugsun.
Þau voru undarleg fyrstu
kynni okkar Lóu fyrir 25 árum.
Þá bjó ég í Reykjavík með 4 ára
son minn. Hann átti að vera í
heimsókn hjá pabba sínum í
Sandgerði en ég komst að því
að hann var í pössun hjá ein-
hverjum hjónum sem ég þekkti
ekki neitt. Ég ákvað að bruna
og ná í drenginn. Þegar ég kom
á staðinn var ansi þungt í minni
og las ég þessum indælu hjón-
um pistilinn og tók stráksa
heim. Daginn eftir hringir kona
sem segist heita Lóa og hana
langi til að bjóða mér í kaffi
með fjölskyldunni sinni. Ég hef
aldrei getað þakkað það nógu
mikið að hún skyldi hringja því
það varð upphaf að mikilli vin-
áttu og kærleika.
Vinskapurinn óx og sumarið
’90 ákváðu þau hjón, Lóa og
Varði, að fara í Galtalæk með
börnin sín fjögur og ekki annað
í boði en að við kæmum með, ég
og Bryngeir sonur minn. Á
hinni línunni var hún að hvetja
bróður sinn til að koma líka með
dóttur sína. Þarna var hún búin
að ákveða að hún ætlaði að gera
sitt til að koma okkur saman og
voru þau dugleg að bjóða öllum
börnunum í göngutúra og leiki
og setja okkur Máa í önnur
hlutverk því við áttum að
spjalla saman. Henni varð að
ósk sinni og eftir þessa helgi
rugluðust reytur okkar enn
frekar saman og erum við hjón
enn þann dag í dag.
Þau systkin hafa alla tíð átt
mjög traust og gott samband.
Hún var stóra systir og passaði
bróður sinn í einu og öllu þó það
væru aðeins tvö ár á milli
þeirra. Ég féll svo bara inn í
þennan verndarvæng við fyrstu
kynni.
Lóa var sterk kona sem hafði
alveg fundið fyrir lífinu en hún
kunni líka að njóta þess sem
það bauð uppá. Hún var ekki
nema tuttugu ára gömul þegar
Stefanía Jónsdóttir
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
GÍSLI HAFLIÐASON
vélstjóri,
Sóltúni 28,
Reykjavík,
andaðist á Hrafnistu þriðjudag 26. febrúar.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju
mánudag 11. mars kl. 15.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Blindrafélagið.
Þórunn Sigríður Guðmundsdóttir,
Hafliði Pétur Gíslason,
Guðmundur Gíslason, Hafdís Guðmundsdóttir,
Ingólfur Gíslason,
Gísli Þór Guðmundsson, Þorbjörg Þórhallsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KATRÍN G. M. KRISTJÁNSDÓTTIR,
Akralandi 3,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
mánudaginn 4. mars.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðmundur Jakob Guðlaugsson, Margrét Kristín Möller,
Lilja Guðlaugsdóttir, Hjörtur Gunnarsson,
Kristján Guðlaugsson, Snædís Snæbjörnsdóttir,
Þorbjörg Guðlaugsdóttir, Grímur Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÚN BJÖRGVINSDÓTTIR,
Árskógum 5,
Egilsstöðum,
lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands í
Neskaupstað aðfaranótt 4. mars.
Jarðarförin fer fram frá Egilsstaðakirkju mánudaginn 11. mars
kl. 14.00.
Víðir, Björk, Hlynur, Lára Heiður, Linda Hlín
og fjölskyldur þeirra.