Morgunblaðið - 08.03.2013, Side 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013
Aldís Rún Ingólfsdóttir er tuttugu og þriggja ára í dag. Hún út-skrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sundárið 2010 og vinnur nú í skóbúðinni Kron á Laugaveginum.
Afmælisdeginum ætlar hún að eyða í vinnunni og enda hann síðan á
því að fá sér kaffi og pönnukökur með vinum og ættingjum.
„Ég hlakka bara til að verða eldri,“ segir Aldís Rún.
Hún hyggur á nám í haust og hefur sótt um í Listaháskóla Íslands.
Áhugamál hennar eru tíska, listir og fagurfræðilegir hlutir almennt.
Lestur er í miklu uppáhaldi hjá henni en Haruki Murakami er sá
allravinsælasti á náttborðinu hjá henni þessa dagana.
Aldís ferðaðist um heiminn í fimm mánuði á síðasta ári með þrem-
ur vinkonum sínum. „Heimsreisan kenndi mér að verða sjálfstæðari
og að ég gæti gert allt sem ég vildi.“
Aldís ferðaðist til Ástralíu, Balí, Suðaustur-Asíu og Indlands. Hún
segir að það eftirminnilegasta hafi verið litadýrðin og fólkið á Ind-
landi og hana langi að fara þangað aftur sem allra fyrst. „Tengslin
við vinkonur mínar urðu nánari eftir ferðina og ég fann hvað ég
elska kærastann minn mikið.“
Kærastinn heitir Máni M. Sigfússon og þau eru í sambúð. For-
eldrar Aldísar eru Sigurlaug Jónsdóttir, kennari og nemi í guðfræði,
og Ingólfur B. Aðalbjörnsson byggingartæknifræðingur. mae9@hi.is
Aldís Rún Ingólfsdóttir er 23 ára í dag
Afmælisstelpa Aldís Rún ætlar að halda upp á afmælisdaginn með
því að fá sér kaffi og pönnukökur með vinum og ættingjum í kvöld.
Hlakkar til að
verða eldri
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Kópavogur Sævar Þór Zoëga fæddist
27. júní kl. 18.53. Hann vó 3.098 g og
var 50,5 cm langur. Foreldrar hans eru
Halla Kristín Jónsdóttir og Einar Fal-
ur Zoëga Sigurðsson.
Nýir borgarar
Reykjavík Valgerður Elsa Nganle
fæddist 28. september. Hún vó 1.654 g
og var 42 cm. Foreldrar hennar eru
Björg Pálsdóttir og Guy Rodrigue
Ghomsi.
E
ggert fæddist í
Reykjavík 8.3. 1953
og ólst þar upp í
Laugarásnum, var í
sveit í Stóra-
Vatnsskarði í Skagafirði, var í
Laugalækjarskóla og var síðan á
íslenskum togurum í nokkur ár.
Eggert stundaði nám í feld-
skurði í London, í Tranås í Svíþjóð
og hjá einu virtasta feldskurðar-
fyrirtæki heims, Mattsons í Malmö,
en þaðan útskrifaðist hann sem
feldskurðarmeistari.
Eggert stofnaði fyrirtækið Egg-
ert feldskeri árið 1977, og hefur
starfrækt það síðan við vaxandi
vinsældir, fyrst við Laugaveg, síð-
an í Hafnarstræti og loks við Skóla-
vörðustíg þar sem hann heldur
heimili sitt og rekur verslun sína og
verkstæði.
Eggert hefur innleitt ýmsar nýj-
ungar með nýtingu á margvíslegu
sjávarleðri og hefur hannað mikið
úr selskinni. Hann var kjörinn í
einn virtasta klúbb hönnuða og sér-
fræðinga í heimi feldskera er nefn-
ist „Purple Club“ eða Purpura-
klúbburinn árið 2006, en í þann
félagsskap eru eingöngu valdir
feldskerar sem hafa hlotið al-
þjóðlega viðurkenningu fyrir loð-
feldi sem teljast með því besta sem
býðst.
Hinir bráðfjörugu Spottar
Eggert sat í stjórn handknatt-
leiksdeildar Ámanns í átta ár.
Hann situr í ráðgefandi nefnd
IFTF - International Floriculture
Trade Fair.
Eggert spilar listavel á gítar,
syngur eins og engill og hefur leikið
með þjóðlagahópnum Spottarnir um
fimm ára skeið. Þeir koma víða fram
og léku á Bellman-hátíð í Stokkhólmi
í fyrra. Aðrir meðlimir eru Ragnar
Sigurjónsson (Gösli) á slagverk; Ein-
ar Sigurðsson á bassa og Magnús R.
Einarsson á gítar.
Spottarnir hafa leikið og sungið
Eggert Ólafur Jóhannsson feldskeri - 60 ára
Feðgin Eggert feldskeri ásamt dóttur sinni, Önnu Gunnlaugu, sem er hattagerðarkona og starfar hjá föður sínum.
Feldskurðarmeistarinn
Morgunblaðið/RAX
Spottarnir Hin bráðfjöruga þjóðlagasveit sem Eggert leikur með.
TRAUS
T
OG GÓ
Ð
ÞJÓNU
STA
Í 16 ÁR
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9:30-18, LAUGARDAGA: 11-14
Verið velkomin
MIKIÐ ÚRVAL.
SJÓNMÆLINGAR
Á STAÐNUM.
FRÁBÆRT TILBOÐ Á
LES-,TÖLVU- OG FJAR-
LÆGÐARGLERAUGUM.
VERÐ FRÁ 18.900,
UMGJÖRÐ OG GLER.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is