Morgunblaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013 Bræðurnir Ingó og SilliGeirdal eru upprunalegustofnendur hljómsveit-arinnar Dimmu, og fyrir rúmu einu og hálfu ári urðu manna- breytingar og fengu þeir til liðs við sig söngvarann Stefán Jakobsson og trommarann Birgi Jónsson. Saman fóru þeir félagar norður á Strandir til að taka upp breiðskífu. Sú stað- setning var engin tilviljun því þeir félagar vildu leita eftir áhrifum galdra og alls kynja kynjavera sem þar kynnu að leynast. Sú ákvörðun skilar sér vel inn í hugarheim plöt- unnar og þar fæddist þeirra þriðja breiðskífa, Myrkraverk. Það eru átta lög á þessari breiðskífu og eru þau flest samin af þeim bræðrum Ingó og Silla. Stefán á eitt lag og svo semja þeir félagar eitt lag saman. Textarnir eru nánast allir komnir frá Ingó og er umfjöllunarefnið myrkrar veraldir kynjavera og yf- irnáttúrulegra afla. Tónlist sveit- arinnar má skilgreina sem víkinga/ galdrarokk með þungum og drunga- legum undirtóni sem skreyttur er með angurværum laglínum og mjög svo melódískum viðlögum. Gítar- leikur Ingós er ótrúlega glysgjarn og skemmtilegur og fær mann til vilja hækka meira en hátalararnir leyfa. Stefán Jakobsson er fantagóð- ur söngvari og klifrar hann upp og niður tónstigana, að því er virðist án mikillar fyrirhafnar. Hrynbræð- urnir Birgir trommari og Silli bassaleikari sá svo í þann jarðveg sem fær tón sveitarinnar til að blómstra, þéttur og djúpur með riff- uðum gítarjurtum. Sterkasta lag plötunnar er „Dimmalimm“, lag sem byrjar ró- lega og seiðandi en sendir mann svo inn í harðan heim drunga og djöfla og svo birtast söngur og raddanir sem sannfæra mann um galdra- heima og tilvist yfirnáttúrulega vera. Lokakafli lagsins er æv- intýralega fallegur en um leið ógn- vekjandi. „Kóngurlóarkonan“ er flott lag sem fléttar saman glæstan söng, beittar og leiftrandi gítarlínur, þéttan bassaleik og trommuleikur Birgis bindur lagið vel saman. Umslag og hönnun plötunnar er flott, en mig langar samt að gera at- hugasemd við það að erfitt er að lesa textana þar sem grófur bak- grunnur rennur stundum saman við letrið. Þessi plata er ekki allra en vinnur mjög á við hverja hlustun. Stundum fannst manni að upptökurnar hefðu mátt vera ögn hrárri og grófari. Það var sterkur leikur hjá þeim að færa sig yfir á íslenska tungu, en fyrri tvær plötur sveitarinnar voru á eng- ilsaxneskri tungu. Heildstæð plata, mikið af flottum gítarsólóum og verður maður fyrir þéttum hug- hrifum ef maður leyfir sér að fylgja þeim félögum á leiðarenda! Dimma - Myrkraverk bbbmn Þriðja breiðskífa þungarokksveitarinnar Dimmu. Lög og texta sömdu meðlimir hljómsveitarinnar. Meðlimir Dimmu eru Stefán Jakobsson söngvari, Ingó Geir- dal gítarleikari, Silli Geirdal bassaleikari og Birgir Jónsson trommari. Dimma gefur út. 2012. FRIÐJÓN F. HERMANNSSON TÓNLIST Heildstætt Dimma með söngvarann Stefán Jakobsson í broddi fylkingar. Galdrar og gítarsóló! OZ the Great and Powerful Aðalpersóna þessarar æv- intýramyndar er sótt í hið sígilda ævintýri Galdrakarlinn í Oz. Í myndinni er rakin forsaga þess ævintýris og segir af sjónhverf- ingamanni í fjölleikahúsi í Kansas, Oscar Diggs, sem á sér drauma um frægð og frama. Í miklu óveðri berst hann í loftbelg til æv- intýralandsins Oz og hittir þar fyrir nornir nokkrar. En skyldi Oscar vera maðurinn sem bjargar Oz frá glötun, eins og spádómar gera ráð fyrir? Í aðalhlutverkum eru James Franco, Michelle Willi- ams, Rachel Weisz, Mila Kunis, Abigail Spencer og Zack Braff. Leikstjóri er Sam Raimi. Rotten Tomatoes: 63% Identity Thief Gamanmynd sem segir af óförum Sandy nokkurs Patterson, karl- manns sem er svo óheppinn að bera kvenmannsnafn. Hann kemst að því að svikakvendi eitt, Diana, hefur verið að kaupa sér varning fyrir fúlgur fjár í hans nafni. Sandy leitar Diönu uppi og þarf að keyra yfir Bandaríkin þver til þess. Þá kárnar heldur betur gamanið því Diana reynist ekki auðveld viðureignar. Leikstjóri er Seth Gordon og í aðalhlutverkum Jason Bateman, Melissa McCarthy og Amanda Peet. Rotten Tomatoes: 24% Í Bíó Paradís verður haldin Hitch- cock-hátíð um helgina og hefst hún í kvöld með sýningu á einu af meistaraverkum leikstjórans, Re- ar Window. Á morgun verður Ver- tigo sýnd og á sunnudaginn Psycho. Bíófrumsýningar Ævintýri og prettir Töfraveröld Úr kvikmyndinni Oz the Great and Powerful sem segir af því hvernig galdrakarl komst til valda í ævintýralandinu Oz. KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA VIP OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL.5:20-8-10:40 OZ:THEGREATANDPOWERFUL2D KL. 4 - 5:20 OZ:THEGREATANDPOWERFULVIP2DKL.5:20-8-10:40 ÞETTAREDDAST KL. 8 -10:10 BEAUTIFULCREATURES KL. 8 -10:40 FLIGHT KL. 8 -10:10 WARMBODIES KL. 8 -10:50 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 3:40 - 5:50 WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 3:40 - 5:50 ÖSKUBUSKA Í VILLTAVESTRINU ÍSLTALKL. 3:30 KRINGLUNNI OZ:THEGREATANDPOWERFUL KL. 5:20 - 8 OZ:THEGREATANDPOWERFUL 3D KL. 10:10 ÞETTAREDDAST KL. 5:50 -8 -10:10 THIS IS 40 KL. 8 - 10:40 THE IMPOSSIBLE KL. 5:40 FJÖLSKULDUDAGARTILBOÐ590KR.MIÐAVERÐ ÖSKUBUSKAÍVILLTAVESTRINU ÍSLTAL KL. 6 OZ:GREATANDPOWERFUL 3DKL.5:30-8-10:40 OZ:THEGREATANDPOWERFUL KL. 6 IDENTITYTHIEF KL.5:30-8-10:30 FLIGHT KL.9-10:30 BEAUTIFULCREATURES KL.5:20 ARGO KL.8 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK OZ:THEGREATANDPOWERFUL KL. 5:30 - 8 IDENTITY THIEF KL. 10:40 ÞETTA REDDAST KL. 8 - 10:10 FJÖLSKULDUDAGARTILBOÐ590KR.MIÐAVERÐ ÖSKUBUSKAÍVILLTAVESTRINU ÍSLTAL KL. 6 AKUREYRI OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL. 8 OZ:THEGREATANDPOWERFUL2D KL. 17:20 ÞETTA REDDAST KL. 8 - 10 BEAUTIFUL CREATURES KL. 10:40 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ ÖSKUBUSKA Í VILLTAVESTRINU ÍSLTALKL. 6 TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA  R.EBERT ENTERTAINMENT WEEKLY 100/100 DISNEY BÝÐUR ÞÉR Í HREINT MAGNAÐ ÞRÍVÍDDAR FERÐALAG TIL TÖFRALANDSINS OZ  K.N. EMPIRE FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR ALICE IN WONDERLAND OG LEIKSTJÓRA SPIDERMAN ÞRÍLEIKSINS BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! FÓRBEINT ÁTOPPINN ÍUSA MORGUNBLAÐIÐ  VIÐSKIPTABLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.