Morgunblaðið - 27.03.2013, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Samruni Ufsabergs-útgerðar ehf. og
Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyj-
um var í gær dæmdur ógildur í Hæsta-
rétti Íslands. Dómurinn var fjölskip-
aður og klofnaði í afstöðu sinni.
Meirihlutinn tók undir málflutning
Stillu útgerðar ehf., KG fiskverkunar
ehf. og Guðmundar Kristjánssonar,
sem eru minnihlutaeigendur í Vinnslu-
stöðinni, um að samruninn stæðist
ekki lög.
Unnið var að samruna félaganna
vorið 2011 og á hluthafafundi þá um
haustið samþykkti meirihluti á hlut-
hafafundi þá skilmála sem uppi voru.
Með samruna átti Vinnslustöðin að
inna af hendi eigin bréf í félaginu til
eigenda Ufsabergs-útgerðar ehf. Þá
var jafnframt samþykkt að afhenda
nýtt hlutafé og borin upp tillaga um
hækkun hlutafjár þar sem forgangs-
réttur hluthafa til áskriftar gilti ekki.
Heildarhlutafé Vinnslustöðvarinnar
eftir samrunann skyldi vera tæpar
17,5 milljónir evra eða tæpir 2,8 millj-
arðar króna. Minnihlutaeigendur voru
ósáttir við þetta og töldu að atkvæði
eigin hluta mætti ekki nota á fundin-
um. Þeir stefndu því Vinnslustöðinni
síðla árs 2011. Meirihluti Hæstaréttar
tók undir þau sjónarmið og ógilti sam-
runann. Áður hafði Héraðsdómur Suð-
urlands dæmt Vinnslustöðinni í vil.
Annar fundur verður boðaður
Helgi Jóhannesson, lögfræðingur
Vinnslustöðvarinnar, sagði í gær að
boða þyrfti annan hluthafafund þar
sem til stæði að staðfesta samrunann
aftur og ágallar Hæstaréttar yrðu lag-
færðir á þeim fundi.
Stilla útgerð ehf., KG fiskverkun
ehf. og Guðmundur Kristjánsson
sendu í gær frá sér fréttatilkynningu
þar sem segir: „Þar sem aldrei var tek-
in gild ákvörðun um samruna félag-
anna varð enginn samruni – bæði fé-
lögin standa í dag sjálfstæð og óháð
hvort öðru eftir dóm Hæstaréttar. Við
þessu máttu stjórnendur Vinnslu-
stöðvarinnar búast, enda var bent á
ólögmæti ákvörðunarinnar áður en
hún var tekin á hluthafafundi hinn 21.
september 2011 og æ síðan.“
Þá segir að í lögum sé gert ráð fyrir
að hægt sé að ógilda og vinda ofan af
samruna félega sem þegar hafa farið
fram og einnig: „Verkefni meiri- og
minnihluta eigenda Vinnslustöðvar-
innar hf. er nú að ná samkomulagi um
hvernig undið verði ofan af því sem
gert var í kjölfar hinnar ógildu ákvörð-
unar, með hagsmuni Vinnslustöðvar-
innar að leiðarljósi.“
Sameining Vinnslustöðvarinnar hf.
og Ufsabergs-útgerðar ehf. var til-
kynnt til Hlutafélagaskrár 25. septem-
ber 2011 og hefur reksturinn verið í
einu lagi síðan en samkvæmt dómnum
standa þau þó aðskilin í dag.
Ógilti samruna
Ufsabergs og
Vinnslustöðvar
Hæstiréttur sneri við héraðsdómnum
Helgi
Jóhannesson
Guðmundur
Kristjánsson
Ferill samrunans
» 10. maí 2011 var lýst yfir
vilja til samruna beggja félaga.
» 21. sept. 2011 var samruni
samþykktur meðal hluthafa.
» 25. sept. 2011 var samruni
skráður hjá Hlutafélagaskrá.
» 6. des. 2011 var stefna birt.
» 17. ágúst 2012 féll dómur í
héraðsdómi Vinnslustöð í vil.
» 26. mars 2013 féll dómur í
Hæstarétti sem ógilti kaupin.
Hæstiréttur staðfesti í gær fjög-
urra mánaða fangelsisdóm yfir
rúmlega fertugum karlmanni
vegna vörslu á rúmum 80 grömm-
um af amfetamíni sem fundust við
leit á heimili hans. Undanfarin 25
ár, eða frá árinu 1988 hefur mað-
urinn hlotið 17 refsidóma og
gengist undir 16 dómsáttir. Dóm-
ana hefur maðurinn hlotið fyrir
þjófnað, nytjastuld umferðar-
lagabrot, eignaspjöll og fíkniefna-
lagabrot og dómsáttirnar voru
vegna áþekkra brota. Var mann-
inum einnig gert að greiða mál-
svarnarlaun verjanda.
Hefur hlotið 17 refsi-
dóma á 25 árum
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Vertu vinur okkar
á Facebook
Vattjakkar í úrvali
St. 36-52
Rauðir, kóngabláir, bleikir, grænir, gylltir, svartir og hvítir
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Fjölbreytt
úrval af
sundfatnaði
„Þeir hafa ekki haft samband við
okkur,“ segir Eyþór Arnalds, for-
maður bæjarráðs Árborgar, um yf-
irlýsingu frá Íbúðalánasjóði í gær
um að allar íbúð-
ir í leiguhæfu
ástandi væru í
útleigu. Bæj-
arráðið ályktaði í
síðustu viku
vegna fjölda
tómra íbúða í
eigu sjóðsins á
Selfossi.
„Það vantar í
yfirlýsinguna að-
alatriðið. Það var
talað um það fyrir átta mánuðum
að þrjár íbúðablokkir yrðu seldar
og þá vörpuðu menn öndinni léttar.
Þetta var búið að vera tómt í tals-
verðan tíma og þingmenn og sveit-
arstjórnarmenn höfðu áhyggjur af
þessu. Þá var því lýst yfir í fjöl-
miðlum að þessar íbúðir yrðu seld-
ar. En þær hafa ekki verið seldar
og aldrei verið auglýstar til sölu,“
segir Eyþór.
„Síðan þá sýnist mér tómum
íbúðum frekar hafa fjölgað heldur
en fækkað og við sjáum aldrei aug-
lýsingar frá þeim um íbúðir til
leigu,“ segir hann. ipg@mbl.is
„Hefur fjölg-
að heldur en
fækkað“
Eyþór
Arnalds