Morgunblaðið - 27.03.2013, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.03.2013, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 Jón Bjarnason, alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, leiðir lista Regn- bogans – framboðs fyrir sjálfstæði Íslands og sjálfbæra þróun í Norð- vesturkjördæmi. Regnboginn býður fram undir listabókstafnum J. Fyrstu fimm sæti listans skipa: 1. sæti: Jón Bjarnason, alþingis- maður og fyrrv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 2. sæti: Arnþrúður Heimisdóttir, tamningakona og kennari, Lang- húsum, Fljótum. 3. sæti: Barbara Ósk Guðbjarts- dóttir, tónlistarmaður og bóndi, Miðhúsum, Strandabyggð. 4. sæti: Gísli Árnason framhalds- skólakennari, Sauðárkróki. 5. sæti: Sigurður Oddur Ragn- arsson ferðaþjónustubóndi, Odds- stöðum Borgarfirði. Jón leiðir Regnbog- ann í NV- kjördæmi  Býður fram undir listabókstafnum J Morgunblaðið/Árni Sæberg Rekstrarhalli Íbúðalánasjóðs var 7.856 milljónir í fyrra en 986 milljónir árið á undan. Þetta kemur fram í árs- reikningi sjóðsins fyrir árið 2012 sem birtur var í gær. Þar kemur fram að eigið fé í árslok 2012 hafi verið 14,7 milljarðar króna. Þar er tekið tillit til stofnfjár upp á 13 milljarða sem sjóðurinn fær í formi ríkisskuldabréfa. Til samanburðar nam eigið fé 9,55 milljörðum í árslok 2011. Eiginfjárhlutfall sjóðsins er 3,2% en var 2,3% í upphafi árs. Langtímamarkmið sjóðsins er þó að hlutfallið sé yfir 5,0%. Fram kemur að 57% lántakenda hafi nýtt sér þau greiðsluúrræði sem í boði séu. Þar á meðal hafa 45% lán- takenda nýtt sér greiðslujöfnun. Þá segir að 1,3% heimila séu með lán sín í frystingu, um 1% lántakenda hafi lengt lán sín og um 6% fengið afskrift veðkrafna umfram 110% verðmæti eignar. Hreinar vaxtatekjur sjóðsins námu 2,5 milljörðum í fyrra, 0,2 milljörðum minna en árið 2011. Leigutekjur íbúða í eigu sjóðsins jukust um 429,5 milljónir milli ára. Sjóðurinn leysti til sín 743 íbúðir í fyrra og seldi 125 íbúðir. Í eigu sjóðsins voru 2.224 íbúðir í lok árs 2012 og hafði fjölgað um 618 á árinu. Um 42% þeirra eru í útleigu. Bókfært virði þessara eigna í lok árs 2012 er 30,3 millj- arðar króna. ipg@mbl.is 7,9 milljarða halli á sjóðnum Morgunblaðið/Kristinn Tap Íbúðalánasjóður átti 2.224 íbúðir í árslok 2012. 42% eru í útleigu.  Eigið fé 14,7 milljarðar í árslok  Eiginfjárhlutfall er 3,2% en markmiðið 5%  57% lántakenda nýtt sér greiðsluúrræði Tveir íslenskir flugmenn björguðu dönskum hermönnum á Grænlandi um síðustu helgi eftir að þeir lentu í snjóflóði. Hermennirnir voru í Sirius- hundasleðasveitinni, sem heldur uppi gæslu á norðausturhluta Grænlands og höfðu fest sleða sinn í gili. Í kjöl- farið féll snjóflóð, átta af tólf sleða- hundum drápust og nokkuð af búnaði hermannanna skemmdist. Þeir gátu ekki haldið för sinni áfram og kölluðu því eftir hjálp. Í frétt á fréttavefnum N4 segir að beiðnin hafi borist flugmönnum flug- félagsins Norlandia, sem er starfrækt á Akureyri, um sexleytið á föstudags- kvöldið. Langan tíma tekur að komast á þessar slóðir, en snjóflóðið féll um 550 kílómetra vestur af Station Nord, sem er her- og rannsóknarstöð nyrst á Grænlandi. Íslensku flugmennirnir, þeir Ragnar Magnússon, flugstjóri og Eggert Sæmundsson flugmaður voru komnir til hermannanna um klukkan níu á laugardagskvöldið. Björguðu her- mönnum sem voru í háska P IP A R \T B W A • S ÍA • 13 10 22 yfir páskana! Skíða- og brettaskólinn verður opinn alla páskana í Bláfjöllum Gleðilega páska! 6.000 kr. á manninn (5.000 fyrir systkini). Matur í hádeginu er innifalinn. Skíðaskólinn byrjar kl. 11.00 alla dagana og brettaskólinn kl. 10.30. Námskeiðið stendur yfir í 4 tíma með matarpásu í hádeginu. Renndu þér skidasvaedi.isUpplýsingasími 530 3000 Mintan 20 13 fer fram lau gardaginn 30. mars fr á 14.30–1 7.00 Meiriháttar brettasess ion Vegleg ver ðlaun í boð i! Veitingar fy rir alla. Séra Pálmi verður með sína árlegu Bláfjallamessu kl. 13.00 á páskadag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.