Morgunblaðið - 27.03.2013, Síða 17
BAKSVIÐ
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Friðrik Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Skjásins, telur að
samkomulag 365 miðla við ensku
Úrvalsdeildina (FA Premier
League) um að borga aðeins fyrir
hvert ár fyrir sig af útsending-
arréttinum, án bankaábyrgðar né
fyrirframgreiðslu, af enska bolt-
anum næstu þrjú árin brjóti gegn
skilmálum út-
boðsins um út-
sendingarréttinn.
Í viðtali sem
birtist á við-
skiptasíðum
Morgunblaðsins
þann 1. mars sl.
segir Ari Edwald,
forstjóri 365
miðla, að hann
hafi gengið frá
sérstökum samn-
ingi við ensku Úrvalsdeildina um að
ef enski boltinn yrði áfram hjá 365
miðlum þá yrði greiðslufyrir-
komulagið með sama hætti og áður,
þ.e. að 365 greiði einungis fyrir
hvert ár fyrir sig.
Þrír möguleikar í boði
Að sögn Friðriks kváðu útboðs-
skilmálarnir, sem áttu að gilda um
alla, á um þrjá kosti varðandi
greiðslur. Í fyrsta lagi ábyrgð móð-
urfélags, í öðru lagi bankaábyrgð
frá fjármálastofnun með starfsemi í
Bretlandi og í þriðja lagi að greiða
allt að 50-60% af heildargreiðslunni
fyrirfram áður en fyrsta tímabilið
hefst. Þá bendir hann á að tveir
fyrrnefndu kostirnir séu varla raun-
hæfir fyrir íslensk fyrirtæki eins og
ástandið er í dag, því sitji sá þriðji
eftir. „Munurinn á því að borga
jafnt og þétt yfir þriggja ára tímabil
og að borga 60% fyrirfram getur
verið alveg um milljón dollarar,“
segir Friðrik og bætir við að sá sem
fengi að borga fyrir réttinn í jöfnum
greiðslum gæti því greitt um milljón
dollurum meira en annars en samt
verið jafn vel settur.
Friðrik sendi inn kvörtun til
ensku Úrvalsdeildarinnar í kjölfar
fyrrnefnds viðtals við Ara Edwald.
„Efnislega sögðu þeir tvennt. Í
fyrsta lagi að þeir hefðu hafnað boði
frá 365 miðlum um greiðslufyrir-
komulag, síðan samið við þá um fyr-
irkomulag sem þeir gætu ekki sagt
mér hvað væri. Í öðru lagi höfnuðu
þeir algjörlega að útboðsferlið hefði
verið gallað,“ segir Friðrik um svar
deildarinnar við kvörtun sinni og
bætir við: „Ef maður reynir að af-
kóða þessi skilaboð þá er erfitt að
átta sig á því hvað gæti hafa verið
verra tilboð en að borga jafnt og
þétt yfir þrjú ár, ef þeir viðurkenna
að hafa hafnað tilboði frá 365 miðl-
um.“
Telur að Ari segi rangt frá
Þá bendir Friðrik á að ef menn
trúi því að skilmálar útboðsins hafi
ekki verið brotnir þá sé eina rök-
rétta niðurstaðan sú að fullyrðingar
Ara í fjölmiðlum séu rangar og að
365 miðlar séu í raun að borga um-
talsverðar fjárhæðir fyrirfram.
„Þeim [Úrvalsdeildinni] er rosalega
illa við hugtakið „gallað útboðsferli“
vegna þess að þetta er Evrópuútboð
og það versta sem þeir gætu lent í
væri einhvers konar ágreiningur um
að þeir hefðu ekki staðið rétt að
málum þannig að þeir hafna því af-
dráttarlaust og taka þetta greini-
lega alvarlega,“ segir Friðrik en
hann telur að svar Úrvalsdeild-
arinnar við kvörtun hans og sömu-
leiðis það hversu alvarlegum augum
hún lítur þetta mál bendi til þess að
Ari hafi ekki farið með rétt mál.
Að sögn Friðriks er alveg ljóst
að báðir aðilar, þ.e. Úrvalsdeildin og
Ari, geta ekki sagt satt frá um mála-
vexti. Þá sé það hvers og eins að
draga sínar ályktanir. Hann tekur
jafnframt fram að Skjárinn hafi ekki
tekið ákvörðun um næstu skref í
þessu máli.
AFP
Enski boltinn Framkvæmdastjóri Skjásins telur að meint samkomulag
365 og Úrvalsdeildarinnar brjóti gegn útboðsskilmálum deildarinnar.
Gagnrýnir meint
ójafnræði í útboði
Sendi Úrvalsdeildinni kvörtun vegna ummæla Ara Edwald
Friðrik
Friðriksson
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013
Uppselt er orðið á Laugaveginn í
sumar, en fullt er í skálagistingu á
þessari þekktu gönguleið milli Land-
mannalauga og Þórsmerkur út sum-
arið að sögn Páls Guðmundssonar,
framkvæmdastjóra Ferðafélags Ís-
lands.
Hann segir að aldrei hafi verið
bókað meira hjá félaginu og að þessi
ásókn á Laugaveginn sé einnig að
skila sér í fjölgun gesta í aðra skála
félagsins.
Skúli H. Skúlason, framkvæmda-
stjóri Útivistar, tekur í svipaðan
streng og Páll, en hann segir svo gott
sem uppselt í bæði Bása og Fimm-
vörðuháls um helgar í sumar og van-
fundnar dagsetningar fyrir hópa út
sumarið.
Ferðafélagið rekur fimm skála á
Laugavegsleiðinni; Landmanna-
laugar, Hrafntinnusker, Álftavatn,
Emstrur og Skagfjörðsskála í
Langadal. Auk þess er sjötti skálinn
í Hvanngili. Pláss er fyrir um 60 til
75 manns á hverjum stað og því má
sjá að heildarfjöldi gistinátta skiptir
hundruðum á degi hverjum og
nokkrum tugum þúsunda yfir sum-
arið.
Pantað ár fram í tímann
Páll segir að síðustu 4 til 5 ár hafi
orðið gífurleg fjölgun og að Ferða-
félagið hafi farið að sjá uppbókanir á
leiðinni. Það sé einnig alltaf að fær-
ast í aukana að Íslendingar skipu-
leggi sínar ferðir langt fram í tímann
og margir panti skála með hálfs til
eins árs fyrirvara.
Skúli segir einnig að bókanir séu
að færast framar á árið og í haust
hafi strax orðið mikið um bókanir.
Vinsælustu staðir Útivistar eru Bás-
ar og Fimmvörðuháls og segir hann
að erfitt sé að koma að hópum þar
það sem eftir er sumars, en að ein-
staklingar eða fámennir hópar kom-
ist þó enn að, sérstaklega á virkum
dögum.
Hann segir nauðsynlegt að huga
að viðhaldi göngustíga á þessum
svæðum. thorsteinn@mbl.is
Uppselt á Lauga-
veginn í sumar
Fullt í skálagistingu á gönguleiðinni
Morgunblaðið/RAX
Landmannalaugar Uppbókað er í
skálagistingu á Laugaveginum.
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sín-
um í gærmorgun að veita 5 milljónir
króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórn-
arinnar til uppbyggingar tónlistar-
húss í Kulusuk á Grænlandi. Föstu-
daginn 8. mars sl. brann tónlistarhús
barnaskóla í Kulusuk á Grænlandi
ásamt hljóðfærum og tækjabúnaði
sem þar var. Starfsmenn og börnin í
skólanum höfðu ásamt fjölda sjálf-
boðaliða lagt mikla vinnu í að byggja
upp og safna fyrir uppbyggingu
hússins og aðstöðunnar í því. Börnin
nýttu sér tónlistarhúsið dag hvern
auk þess sem húsið þjónaði öllu sam-
félaginu og þar fór fram tónlistar-
kennsla, tónleikahald og almennar
samkomur. Þegar eftir brunann var
ákveðið að hefja vinnu við að koma
aftur upp sambærilegri aðstöðu.
Ríkisstjórnin vill með framlagi
sínu leggja söfnuninni lið og hefur
forsætisráðherra ritað formanni
landstjórnarinnar á Grænlandi bréf
þar sem tilkynnt er um framlagið.
Styrkja tónlistar-
húsið í Kulusuk
„Með því að samþykkja fyrirfram fjárhagslegar tryggingar og gera þann-
ig bæði Skjánum og 365 miðlum kleift að skila inn tilboðum sem uppfylla
öll skilyrði, kom Úrvalsdeildin fram við Skjáinn með nákvæmlega sama
hætti og hún kom fram við 365 miðla. Þá kom Úrvalsdeildin heldur ekki
öðruvísi fram við Skjáinn en við evrópska útboðsþátttakendur í þeim
skilningi. Þar af leiðandi var söluferlið ekki á nokkurn hátt gallað og Úr-
valsdeildin hafnar öllum ásökunum um annað,“ segir deildin m.a. í svari,
sem Morgunblaðið hefur undir höndum, við kvörtun Friðriks.
Þá kemur einnig fram í svarinu að Úrvalsdeildin hafi í rauninni hafnað
upphaflegu tilboði 365 miðla en síðar meir samþykkt seinna tilboð frá
fyrirtækinu um fjárhagslegar tryggingar áður en fyrsta lota uppboðsins
hófst. Þá bendir Úrvalsdeildin á að hinn sérstaki samningur sem Ari Ed-
wald nefndi í viðtali við Morgunblaðið sé ekki frábrugðinn þeim sérstaka
samningi sem deildin hafi gert við Skjáinn, og alla aðra mögulega út-
boðsþátttakendur í Evrópu, varðandi fjárhagslegar tryggingar.
Segja jafnræðis hafa verið gætt
ÚRVALSDEILDIN HAFNAÐI FYRRA TILBOÐI 365