Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 18
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Þegar þýski sakamálasérfræðing-
urinn Karl Schütz kom óvænt að
rannsókn Guðmunar- og Geirfinns-
málsins í júlí árið 1976 var breytt um
yfirheyrsluaðferð yfir hinum
grunuðu. Aðferðin sem beitt var það-
an í frá var kölluð „indíánaaðferðin“,
að því er fram kemur í skýrslu starfs-
hópsins um þessi umfangsmestu
sakamál Íslandssögunnar.
Með aðkomu Schütz urðu breyt-
ingar á rannsókninni. Í skýrslunni
segir að rannsóknin hafi verið komin
í ógöngur eftir að fjórir menn höfðu
setið saklausir í gæsluvarðhaldi og
dómsmálaráðuneytið þrýst á um
niðurstöðu í rannsóknina með ráðn-
ingu Schütz, án þess að fyrir liggi að
þrýst hafi verið á um tiltekna nið-
urstöðu.
Erfitt að halda lygaþræði
Í skýrslu starfshópsins segir að í
nokkrum skýrslum málsins sé tekið
fram að „indíánaaðferðinni“ hafi ver-
ið beitt við yfirheyrsluna. Í viðtölum
við rannsakendur á þessum árum
kom í ljós að þeir sem unnu í rann-
sóknarnefndinni mundu eftir þessari
yfirheyrsluaðferð sem Karl Schütz
hefði kennt rannsóknarlög-
reglumönnum.
Í viðtölum við þá rannsakendur
sem þekktu indíánaaðferðina kom
fram að um væri að ræða skírskotun
til amerískra vestra, segir í skýrslu
starfshópsins, þegar „vagnalest væri
stillt upp í hring og indíánarnir væru
á þeysireið fyrir utan skotlínuna.“
Með vísun til þessa væri nafnið á
yfirheyrslutækninni komið. Sólar-
hringurinn (tímaröð atburða) hefði
verið samlíking við þann hring sem
indíánarnir riðu. Hugmyndafræði
yfirheyrslutækninnar væri sú að
spyrja ekki um atvik í tímaröð. Það
væri gert í þeim tilgangi að sá sem
sætti yfirheyrslu ætti erfitt með að
átta sig á atburðarás vegna þeirra
spurninga sem viðkomandi væri
spurður.
Í skýrslunni segir að Schütz hafi
skipað fyrir um beitingu þessarar að-
ferðar við einstakar yfirheyrslur,
spurningar ættu að vera fáar og
flokkaðar. Flokkunin ætti að vera
eftir því hvort spurningin væri byggð
á lygi, byggð á staðreyndum eða
helmingslíkur væru á að spurning
byggðist á lygi eða staðreyndum.
Þessum spurningum ætti að blanda
saman og nota indíánaaðferð. Var því
haldið fram að sá sem lenti í svona
yfirheyrslu ætti mjög erfitt með að
halda lygaþræði.
Virkar best á greinda
Einn rannsakenda sagði Schütz
hafa sagt við sig að þegar fyrstu yfir-
heyrslu yfir sakborningi væri lokið
þar sem indíánaaðferð hefði verið
beitt ætti yfirheyrandinn að hafa það
sterkt á tilfinningunni hvort um sek-
an eða saklausan mann væri að ræða.
„Annar lýsti aðferðinni þannig að
farið væri í kringum það atriði sem
leitað væri að en ekki skyldi spyrja
um það strax, heldur að reyna að
fylla upp í myndina. Um árangur
yfirheyrsluaðferðarinnar voru menn
ekki sammála. Einn sagði að aðferðin
virkaði best á greinda sakborninga
sem ætluðu sér að ljúga að yfir-
heyranda en ekki á einstaklinga sem
væru ekki skýrir í hugsun,“ segir í
skýrslu starfshópsins.
Svo sennilegt að nálgast vissu
Schütz gerði dómsmálaráðherra
reglulega grein fyrir gangi rannsókn-
arinnar og í sinni síðustu skýrslu, í
janúar 1977, bókaði hann nokkur at-
riði sem gætu styrkt játningar í Geir-
finnsmálinu, að fenginni frekari at-
hugun. Alls voru þetta um 24 atriði
sem voru könnuð sérstaklega.
Í lokaskýrslu rannsóknarnefnd-
arinnar er vísað til þessara rann-
sókna og þær taldar styrkja játning-
arnar. Að vísu hafi þær ekki alltaf
staðfest þær en „þó ekki leitt neitt
teljandi misræmi í ljós“.
Starfshópurinn, sem kynnti sína
skýrslu sl. mánudag, segir eftirtekt-
arvert á hve afgerandi hátt sé fjallað
um framburði sakborninga í loka-
skýrslu Schütz og félaga. Bendir
starfshópurinn sérstaklega á eft-
irfarandi tilvitnun:
„Ekki eru fyrir hendi neinar skyn-
samlegar ástæður til þess að efast
um að verknaðurinn sjálfur og til-
drög hans, eins og búið er að játa
hann, sé réttur. Með tilliti til þess má
líta svo á að niðurstaða rannsókn-
arinnar sé svo sennileg að hún nálgist
vissu.“
Breyttist með
indíánaaðferð
Karls Schütz
Starfshópurinn telur aðferðir þýska
rannsakandans umdeilanlegar
Morgunblaðið/Friðþjófur
Rannsókn Frá blaðamannafundinum 2. febrúar 1977 í Sakadómi Reykja-
víkur þar sem niðurstöður rannsóknar Geirfinnsmálsins voru kynntar. Við
enda borðsins f.v. eru Örn Höskuldsson rannsóknarstjóri, Halldór Þor-
björnsson yfirsakadómari, Karl Schütz og Pétur Eggerz túlkur.
Morgunblaðið/Friðþjófur
Rannsakandi Karl Schütz kynnir blaðamönnum niðurstöðuna með styttuna
Leirfinn, eins og hún var jafnan kölluð, fyrir framan sig. Styttan var gerð
við rannsókn Geirfinnsmálsins.
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013
Ljótur fráMSerbragðmikill og spennandi
blámygluostur. Láttuhannkomaþérá
óvart ogdæmduhanneftir bragðinu.
Ljótur að utan
– ljúfur að innan
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
1
2
–
0
3
3
1
Karl Schütz var
fyrrverandi
starfsmaður
vesturþýsku al-
ríkislögregl-
unnar. Eftir
ábendingu frá
ráðuneytisstjóra
í innanríkisráðu-
neyti Vestur-
Þýskalands var
Schütz boðið
hingað til lands af Ólafi Jóhann-
essyni, þáverandi dómsmálaráð-
herra, til að aðstoða lögregluna við
rannsókn Guðmundar- og Geir-
finnsmáls.
Schütz var hér á landi í nokkra
mánuði 1976-1977, var fyrst feng-
inn til ráðgjafar við svonefnda
rannsóknarnefnd Reykjavíkur en
stjórnaði síðan rannsókninni og yf-
irheyrslum yfir sakborningum um
tíma. Fór hann af landi brott í byrj-
un febrúar 1977, eftir að hafa kynnt
lokaskýrslu rannsóknarnefnd-
arinnar sem hann stýrði. Á fundi
með blaðamönnum 2. febrúar sagði
Schütz m.a.: „Þar sem lík Geirfinns
Einarssonar hefur enn ekki fundist
er lausnin ekki fullkomin. En það
liggur fyrir játning. […] Frá okkar
bæjardyrum séð er ekki um nokk-
urn vafa að ræða, við teljum það al-
gjörlega öruggt að þetta fólk sé
þarna að segja rétt frá.“
Fyrst fenginn til ráð-
gjafar að beiðni
dómsmálaráðherra
Ólafur
Jóhannesson
Karl Schütz
sagði á blaða-
mannafundinum
fræga að hann
hefði unnið með
lögreglumönnum
víða um Evrópu
en á fáum stöð-
um kynnst „jafn
duglegum og
samviskusömum
rannsóknarlög-
reglumönnum og hér, og örugglega
aldrei kynnst jafn lágt launuðum
lögreglumönnum,“ eins og segir í
frásögn Sigtryggs Sigtryggssonar
blaðamanns í Morgunblaðinu 3.
febrúar 1977.
Í bréfi til dómsmálaráðherra í
október 1976, sem bað Schütz um
tillögur um endurskipulagningu
lögreglunnar á Íslandi, segir hann
bráðnauðsynlegt að þjálfa rann-
sóknarlögreglumenn í öflun sönn-
unargagna. Segir Schütz skorta á
sérþekkingu margra lögreglu-
manna á sviði yfirheyrslutækni, svo
mjög að „sæmilega greindir brota-
menn losna fljótt við hina eðlilegu
óvissukennd og uppnám og dæmið
snýst við,“ eins og segir í bréfi
Schütz til Ólafs Jóhannessonar.
Lögreglan lágt laun-
uð, skorti sérþekk-
ingu en var dugleg
Lögregluvörður við
þinghúsið 1976.
Guðmundar- og Geirfinnsmál