Morgunblaðið - 27.03.2013, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013
Trjáklippingar
Trjáfellingar
Stubbatæting
Vandvirk og snögg þjónusta
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
A Ð A L F U N D U R C C P h f .
Aðalfundur CCP hf., kt. 450697-3469, verður haldinn 11. apríl 2013 á skrifstofu
félagsins að Grandagarði 8, Reykjavík og hefst kl. 10.00.
D A G S K R Á :
Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 4.07 samþykkta félagsins
Undir dagskrárliðnum “breytingar á samþykktum” verður tekin fyrir eftirfarandi
tillaga:
Stjórn félagsins er heimilt að ákveða hækkun hlutafjár um allt að kr. 2.000.000 að
nafnvirði með útgáfu nýrra hluta, í einu lagi eða í áföngum. Heimildin gildir til 11.
apríl 2018 og fellur niður þann dag að því leyti sem hún hefur ekki þegar verið nýtt.
Heimild þessa má einungis nota í tengslum við efndir kaupréttarsamninga við
starfsmenn félagsins, dótturfyrirtækja eða fyrirtækja innan sömu fyrirtækjasam-
stæðu. Hluthafar hafa ekki forgangsrétt til áskriftar að hlutum sem gefnir eru út
samkvæmt heimild þessari. Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá þeim
degi sem þeir eru afhentir starfsmanni skv. skilmálum kaupréttarsamnings. Allar
aðrar og núverandi heimildir stjórnar til þess að hækka hlutafé félagsins, og taldar
eru upp í gr. 2.02- 2.05 í samþykktum félagsins, eru afturkallaðar og ógildar.
Undir dagskrárliðnum “ Önnur mál, sem löglega eru upp borin“ verður tekin fyrir
eftirfarandi tillaga:
Uppfærð kaupréttaráætlun fyrir félagið verður kynnt og lögð fyrir fundinn til
samþykktar. Uppfærða áætlunin var áður samþykkt af stjórn félagsins og er ætlað
að koma í staðinn fyrir útrunnin og úrelt ákvæði sem varða kaupréttarsamninga
félagsins.
Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn CCP hf.
skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins eigi síðar en 5 sólarhringum fyrir
upphaf aðalfundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér.
Dagskrá, endanlegar tillögur, ársreikningur félagsins, nýja kaupréttaráætlunin og
samantekt um efni hennar munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til
sýnis frá og með 4. apríl 2013, 7 dögum fyrir aðalfundinn.
Aðalfundarstörf munu fara fram á ensku.
Reykjavík 27. mars 2013
Stjórn CCP hf.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Starfshópurinn um Guðmundar- og
Geirfinnsmál fjallar í skýrslu sinni
m.a. um þær rannsóknir sem fram
fóru á sínum tíma á ásökunum sak-
borninga um harðræði fangavarða og
lögreglu í Síðumúlafangelsinu. Fékk
starfshópurinn í sinni vinnu ábend-
ingar og las gögn um atvik sem
benda til þess „að fangar hafi verið
beittir ómannúðlegri og vanvirðandi
meðferð í Síðumúlafangelsi á tímum
rannsóknar Guðmundar- og Geir-
finnsmála,“ eins og segir í skýrsl-
unni.
Tvær rannsóknir á harðræðinu
fóru fram. Sú fyrri var gerð af sett-
um sakadómara haustið 1976, eftir að
Sævar Marinó Ciesielski og annar
fangi höfðu skrifað og sent bréf á
milli fangaklefa, þar sem kvartað var
undan aðbúnaði í fangelsinu og and-
legu og líkamlegu harðræði sem
fangar væru beittir. Eftir rannsókn
og yfirheyrslur þótti ákæruvaldinu
ekki efni til frekari aðgerða í málinu.
Starfshópurinn segir þá rannsókn
hins vegar sýna athyglisverðar upp-
lýsingar um samskipti við Sævar og
viðhorf forstöðumanns Síðumúla-
fangelsisins til fanga. Hafði komið
fram í framburði forstöðumannsins
að undanfarin misseri hefði verið
ástæða til að „herða agann“ í fangels-
inu vegna fanga sem sátu þar inni
vegna manndráps- og fíkniefnamála.
Sló Sævar kinnhest
Önnur rannsókn á harðræði í fang-
elsinu fór í gang haustið 1979 hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins, RLR,
að kröfu Sævars. Ásakanir um harð-
ræði fangavarða voru rannsakaðar,
sem og á slæmum aðbúnaði í fangels-
inu. Samkvæmt dómi Hæstaréttar
þóttu gögn rannsóknar RLR ekki
sanna annað en að forstöðumaður
fangelsins hefði lostið Sævar kinn-
hest. Neituðu fangaverðir og rann-
sóknarmenn öllum ásökunum.
Starfshópurinn segir ýmis gögn
málsins sýna fram á ábendingar um
ómannúðlega og vanvirðandi með-
ferð á föngum, m.a. að slökkvari í
klefa Sævars hafi verið óvirkur og
ekki hægt að slökkva ljósin. Starfs-
hópurinn átti samtal við fyrrverandi
fangavörð sem varð eitt sinni vitni að
því að skapaður var hávaði gagngert
til að valda ónæði og halda vöku fyrir
Sævari. Einnig sýndu yfirheyrslu-
skýrslur að yfirfangavörður hefði á
einni næturvaktinni gefið þau skila-
boð að halda ætti Sævari og Tryggva
Rúnari Leifssyni vakandi um nótt-
ina. Var límd grisja fyrir munn
Tryggva og fest með heftiplástri. Þá
sýna skráningar í fangelsisdag-
bækur að sakborningar nutu ekki
alltaf daglegrar útivistar, eins og
þeir áttu rétt á.
Harðræði Sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli voru vistaðir í
Síðumúlafangelsinu. Þar fóru fram yfirheyrslur lögreglu og fangavarða.
Meðferð á föngum
talin ómannúðleg
Rakið fyrir Hæstarétti
» Verjendur sakborninga í
Guðmundar- og Geirfinnsmáli
röktu í málflutningi sínum fyrir
Hæstarétti ásakanir um harð-
ræðið.
» Þannig sagði Jón Oddsson,
verjandi Sævars, fyrir Hæsta-
rétti að umbjóðandi sinn hefði
verið hafður í hand- og fót-
járnum í Síðumúlafangelsinu,
haldið vakandi á nóttunni og
verið sleginn í andlitið.
Sakborningar
kvörtuðu undan
harðræði í Síðu-
múlafangelsi
Fyrrverandi
fangi í Síðu-
múlafang-
elsi hafði
frumkvæði
að sam-
skiptum við
starfshóp-
inn. Mað-
urinn skrif-
aðist á við
Sævar Cie-
sielski er þeir voru báðir í fang-
elsinu. Upp komst um bréfa-
skriftirnar og í kjölfarið sættu
þeir Sævar harðræði af hálfu
fangavarða, m.a. með svoköll-
uðum strekkingum. Lýsti mað-
urinn þeim þannig að hann
hefði verið lagður á gólfið og
festur með hand- og fótajárnum
milli borðfótar og rúmfótar sem
fastir voru við gólfið.
Voru beittir
strekkingum
SAKBORNINGAR
Sævar Marinó
Ciesielski