Morgunblaðið - 27.03.2013, Side 22
VIÐTAL
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Formlegu ferli við hlutafjáraukningu
MP banka hefur verið frestað til vors
en áfram er stefnt að því að henni
verði lokið um mitt ár. Upphaflega
átti ferlið að hefjast í janúar en vegna
mögulegra stórra fjárfestingarverk-
efna bankans var ákveðið að bíða með
hlutafjáraukningu þar til línur tækju
að skýrast. Stjórn bankans hefur
heimild til að auka hlutafé um tvo
milljarða króna til að takast á við
hraðan vöxt. Fyrir liggur staðfesting
á þátttöku frá nokkrum af stærstu
hluthöfum bankans. Þetta segir Sig-
urður Atli Jónsson, forstjóri MP
banka, í samtali við Morgunblaðið.
„Góður vöxtur“
MP banki birti ársuppgjör í gær og
segist Sigurður Atli fagna því að tek-
ist hafi að snúa rekstri bankans í
hagnað úr tapi á fyrsta heila starfs-
árinu eftir að nýir hluthafar tóku við.
„Það er góður vöxtur hjá öllum svið-
um og okkur hefur gengið vel að afla
nýrra viðskiptavina,“ segir í hann.
Bankinn hagnaðist um 251 milljón
króna árið 2012 samanborið við 484
milljóna króna tap árið 2011. Í apríl
2011 lögðu yfir 40 innlendir og er-
lendir fjárfestar MP banka til 5,5
milljarða króna í nýtt hlutafé með
Skúla Mogensen fjárfesti fremstan í
flokki og ný stjórn tók við.
Stjórnendur bankans urðu að bíta í
það súra epli að færa niður lán um
558 milljónir króna á síðasta ári. Ef
horft er fram hjá sértækum afskrift-
um og sköttum hagnaðist hann um
742 milljónir króna. Á móti kemur að
bankinn hagnaðist um 150 milljónir
króna vegna sölu á hlut sínum í upp-
lýsingatæknifyrirtækinu Teris til
Reiknistofu bankanna.
Vaxandi markaðir
Hann segir að ef bankinn ætli að
halda áfram að vaxa hratt með útlán-
um, en útlán rúmlega tvöfölduðust í
28 milljarða milli ára, verði bankinn
að auka hlutafé. „Ýmis önnur svið
bankans, eins og t.d. fjárfestinga-
bankastarfsemi og eignastýring kalla
ekki á mikla eiginfjárbindingu,“ segir
Sigurður Atli. Þar séu vaxtartæki-
færi og sá markaður fari vaxandi.
Hann segir að þar hafi bankinn góða
markaðshlutdeild. Aftur á móti sé út-
lánamarkaðurinn staðnaður. Hann
segir að stefnan sé að halda áfram að
vaxa með sama hætti og byggja upp
öflugan banka með traust og gott
lánasafn með góðan hóp viðskipta-
vina.
Bankinn tók nokkrum breytingum
á síðasta ári, stofnað var eignaleigu-
fyrirtækið Lykill og ýmsir innviðir
voru styrktir. Aðspurður hvort bank-
inn sé í raun kominn í endanlega
mynd segir Sigurður Atli að stjórn-
endur og hluthafar MP Banka hafi
mikinn áhuga á að taka þátt í þeim
breytingum sem munu eiga sér stað á
íslenskum fjármálamarkaði, er þá
bæði horft til breytingar á eignar-
haldi og skipulagi fjármálakerfisins.
„Við erum því ekki komin á endastöð
heldur lít ég svo á að við séum rétt að
byrja. Aftur á móti virkar viðskipta-
líkanið afar vel fyrir reksturinn eins
og hann er í dag, og þar liggja líka
góð vaxtartækifæri,“ segir hann.
Tekur miklum breytingum
MP banki byggist á fjórum sviðum:
fjárfestingarbankasviði, eignastýr-
ingarsviði, viðskiptabankasviði og
eignaleigusviði. Bankinn byggir af-
komu sína hlutfallslega meira á þókn-
anatekjum og hlutfallslega minna á
vaxtatekjum en stóru viðskiptabank-
arnir þrír. Kostnaðarhlutfallið var
88% á síðasta ársfjórðungi á meðan
stjórnendur hefðbundinna viðskipta-
banka kjósa að hafa það um 50%. Sig-
urður Atli segir að stjórnendur bank-
ans horfi lítið til þessa hlutfalls,
bankinn sé nokkuð lítill og sé að taka
miklum breytingar. Skynsamlegra sé
að horfa á hinar raunverulegu tölur,
hverju reksturinn sé að skila. Þegar
fram í sækir vill að hann sjá kostn-
aðarhlutfallið á bilinu 60-80%, líkt og
venjan sé hjá bönkum af svipaðri
gerð.
Morgunblaðið/Golli
Blásið til sóknar „Ég lít svo á að við séum rétt að byrja,“ segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka.
„Það er góður vöxtur hjá öllum sviðum og okkur hefur gengið vel að afla nýrra viðskiptavina“
Formlegu ferli við hlutafjár-
aukningu MP frestað til vors
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013
www.gilbert.is
Verðbólgutölurnar nú ættu að falla
Seðlabankamönnum vel í geð. Við
vaxtaákvörðunina í síðustu viku var
óhagstæð verðbólgumæling í febr-
úar nánast einu mótrökin gegn því
að halda vöxtum óbreyttum.
Seðlabankinn spáði 3,5% verð-
bólgu í febrúarmánuði sl.
Í yfirlýsingu peningastefnunefndar
sagði við síðustu vaxtaákvörðun að
ef verðbólga hjaðnaði hægar en áð-
ur var spáð þyrfti að draga úr slaka
peningastefnunnar, það er hækka
nafnvexti, fyrr en ella.
Verðbólgumælingin núna eykur
hins vegar líkur á að verðbólga á 2.
ársfjórðungi reynist nálægt þeim
3,5% sem Seðlabankinn spáði í febr-
úar síðastliðnum.
Þetta kemur fram í Morgunkorni
greiningardeildar Íslandsbanka í
gær sem telur að Seðlabankamenn
muni anda léttar yfir þessum frétt-
um.
Jafnframt segir í Morgunkorni
greiningar Íslandsbanka að verð-
bólgumælingin nú styrki þá trú að
stýrivextir Seðlabankans muni
haldast óbreyttir út árið.
Líkur á óbreyttum
stýrivöxtum aukast
Verðbólgumæling nálægt spá SÍ
Morgunblaðið/Ómar
Seðlabankinn Verðbólgumæling nú sýnir að líkur á óbreyttum stýrivöxtum
út árið hafa aukist. Bankinn spáði 3,5% verðbólgu í febrúarmánuði.
251 milljón
króna er hagnaður MP banka árið
2012 samanborið við 484 milljóna
króna tap árið 2011.
118%
er aukning hreinna rekstrartekna
á milli ára og námu þær 3.995
milljónum króna árið 2012.
109%
er útlánaaukning milli ára. Útlán
námu 28 milljörðum króna 2012.
‹ VAXANDI BANKI ›
»