Morgunblaðið - 27.03.2013, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.03.2013, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 Rekstur Varðar trygginga hefur skil- að vaxandi hagnaði síðustu fjögur ár- in, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Á árinu 2012 var félagið rekið með 513 milljóna króna hagnaði. Til samanburðar var hagnaður 330 millj- ónir á árinu 2011. „Viðskiptavinum fjölgar ört, fyrir- tækið á sóknarfæri á fyrirtækja- markaði og glæsilegur árangur hefur náðst í jafnrétti með jöfnu kynjahlut- falli í framkvæmdastjórn og jöfnum launum karla og kvenna.“ Mikil ánægja með þjónustuna „Þróun á rekstri Varðar á liðnum árum hefur verið ákaflega ánægjuleg. Viðskiptavinum fjölgar ár frá ári og félagið hefur treyst sig í sessi sem góður valkostur við þrjú eldri félög. Niðurstaða ánægjuvogar Capacent og aðrar þjónustumælingar staðfesta að viðskiptavinir eru mjög ánægðir með þjónustu félagsins. Starfsmenn félagsins hafa sett sér það markmið að veita bestu þjónustuna á markaðn- um. Til staðar er því mikill vilji til að gera betur og betur,“ segir orðrétt í fréttatilkynningu. Fram kemur í tilkynningunni að á síðasta ári hafi þær breytingar orðið á eignarhaldi félagsins að færeyski bankinn BankNordik hafi eignast fé- lagið að fullu. Bankinn eigi jafnframt og reki tryggingafélagið Trygd í Færeyjum. „Við höfum fundið að viðskiptavinir okkar eru ákaflega ánægðir með fær- eyska eignarhaldið enda eru mikil og góð tengsl á milli þessara gömlu vina- þjóða,“ er haft eftir Guðmundi Jó- hanni Jónssyni, forstjóra Varðar, í til- kynningunni. Sókn félagsins fremur beinst að einstaklingum en fyrirtækjum „Staða Varðar styrktist enn frekar á síðasta ári. Hlutdeild félagsins á markaði hefur vaxið mjög undanfarin ár og er nú liðlega 10% af heildar- iðgjöldum. Á síðustu árum hefur sókn félagsins frekar beinst að einstakling- um og fjölskyldum, en á þeim mark- aði er hlutdeild félagsins nú um 15%. Hlutdeildin á fyrirtækjamarkaði er nokkuð minni. Kannanir sýna að fé- lagið býr yfir góðum sóknarfærum á fyrirtækjamarkaði og hefur stefnan þar verið sett á áframhaldandi vöxt. Heildarfjöldi viðskiptavina er nú um 30.000,“ segir einnig í fréttatilkynn- ingu. Framkvæmdastjórn Varðar er skipuð sex manns, þremur konum og þremur körlum, en hana skipa: Guð- mundur Jóhann Jónsson, forstjóri; Guðrún Einarsdóttir, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs; Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs; Harpa Víðisdóttir, mann- auðsstjóri; Sigurður Óli Kolbeins- son, framkvæmdastjóri vátrygg- ingasviðs og Atli Örn Jónsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjón- ustusviðs. Vörður líftryggingar „Áframhaldandi vöxtur er á rekstri Varðar líftrygginga sem hef- ur nú skilað hagnaði fjögur ár í röð. Félagið hóf starfsemi sína á árinu 2008 og voru iðgjaldstekjur vegna líftrygginga á síðasta ári 136 m.kr. og hagnaður 18 m.kr. Fjöldi við- skiptavina Varðar líftrygginga er á fjórða þúsund. Aðalfundur Varðar trygginga hf. og Varðar líftrygginga hf. verður haldinn 12. apríl næst- komandi,“ segir ennfremur í frétta- tilkynningu frá Verði. agnes@mbl.is Hagnaður eykst hjá Verði tryggingum  Hlutdeild félagsins liðlega 10% af heildariðgjöldum Morgunblaðið/Frikki Ánægðir Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar, segir viðskiptavini Varðar trygginga ánægða með hið færeyska eignarhald á félaginu. Hagnaður Varðar fyrir skatt (m.kr.) 2009 2010 2011 2012 600 500 400 300 200 100 0 513 330 209 124 ● Bjarni Þór Þór- ólfsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Leigufélagsins Kletts ehf., dóttur- félags Íbúðalána- sjóðs. Bjarni er með MSc-gráðu í rekstrarhagfræði frá Viðskiptahá- skólanum í Kaup- mannahöfn og BSc-gráðu í við- skiptafræði frá Ríkisháskólanum í Kaliforníu. Megintilgangur Kletts er að bjóða íbúðarhúsnæði til leigu um allt land með langtíma húsnæðisöryggi að leiðarljósi, samkvæmt tilkynningu. Framkvæmdastjóri Leigufélagsins Kletts Bjarni Þór Þórólfsson                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +/1.23 +,+.,/ ,+.-13 ,+.,3+ +2.45- +-4.0- +.-+-+ +/0./0 +02.-, +,5.+0 +//.5, +,+.35 ,+.5-2 ,+.-,5 +2.422 +-4./2 +.-+32 +/3.-1 +02.11 ,+/.300+ +,5.50 +//.// +,, ,+.04, ,+.-/1 +2.+00 +-+.,0 +.-,41 +/3.2, +34.,, Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á … Heilsurækt fyrir konur Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Oddný Sigríður Nicolaidóttir – 82 ára Ég byrjaði að æfa í Curves vorið 2009. Æfingarnar henta mér afar vel. Ég mæti 4x í viku og held þannig líkamanum í góðu formi þrátt fyrir gigt og fleira sem fylgir mínum aldri. Eftir skurðaðgerð nýlega fór ég í 6 vikna geislameðferð og meðan á meðferðinni stóð stundaði ég líkamsræktina 4x í viku. Félagsska- purinn, stuðningurinn og ekki síst það frábæra starfs- fólk sem Curves hefur upp á að bjóða er ómetanlegt. Þarna hef ég eignast góðar vinkonur og sleppi helst aldrei úr tíma. Stærsti kosturinn er að ég get mætt þegar mér hentar. Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Hringdu og fáðu frían prufutíma Bjóðum einnigupp á trimform Inga Hildur Yngvadóttir - 48 ára snyrti- og fótaaðgerðafræðingur. Ég er búin að vera í Curves í 7 ár og líkar mjög vel ég mæti alltaf 3 í viku. Mér finnst gott að ráða hvenær ég kem og hversu oft . Mér finnst mikill kostur að þurfa ekki að stilla tækin og að ég sé að taka á öllum helstu vöðvahópum. Mér líður mjög vel á eftir og ekki er verra að halda kílóunum í skefjum og vera styrkari og liprari. Frábær stöð sem er bara fyrir konur og þarna er skemmtilegt starfsfólk og mjög góður andi. Gleðilega páska Vorheftið komið út Þjóðmál— tímarit um stjórnmál og menningu — hefur nú komið út í níu ár í ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar. Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári — vetur, sumar, vor og haust. Tímaritið fæst í lausasölu í helstu bókabúðum og nokkrum stórmörkuðum, en ársáskrift kostar aðeins 5.000 kr. Áskriftarsími: 698-9140.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.