Morgunblaðið - 27.03.2013, Síða 24

Morgunblaðið - 27.03.2013, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is Kristján Jónsson kjon@mbl.is Enn var óljóst síðdegis í gær hvort bankar á Kýpur myndu verða opn- aðir á morgun, fimmtudag, eins og til stóð. Stjórnvöld óttast að inni- stæðueigendur muni gera áhlaup og taka út allt fé sem þeir eiga á reikningum sínum og hefur nú ver- ið sett þak á það hve mikið megi taka út í hverri viku. Ráðamenn á Kýpur og hjá Evrópusambandinu reyna að fullvissa bæði almenning og fjárfesta um að búið sé að tryggja að Kýpur verði áfram á evrusvæðinu og fjármálakerfi landsins standist áfallið. Mörgum fréttaskýrendum finnst óskiljanlegt að í fyrstu skyldi vera samþykkt í Brussel tillaga Kýpur- stjórnar um að allir innistæðu- eigendur í landinu yrðu að borga ákveðinn skatt. Þótt hætt væri við hugmyndina situr eftir ótti við að komi aftur til vandræða, t.d. á Spáni, muni þetta verða gert. Inni- stæðutryggingar séu því lítils virði. Þýska tímaritið Spiegel segir að þýskir sparifjáreigendur séu hættir að treysta að innistæður þeirra séu ósnertanlegar. Aðrir benda á að ringulreiðin sem ríkti þegar reynt var að finna málamiðlun hafi grafið mjög undan trausti á Evrópusam- bandinu og starfsaðferðum þess. Enn ríkir mikil óvissa á mörkuðum þótt gengi evrunnar og skuldabréfa hækkaði síðdegis eftir verðfall og sveiflur í fyrradag. Kýpurvandi „án fordæma“ Þeir sem eiga meira en 100 þús- und evrur á bankareikningum á Kýpur verða látnir blæða, missa allt að 40% peninganna en þeir sem eiga minna sleppa. Kýpurstjórn verður að leggja fram sex milljarða evra til að fá 10 milljarða lán frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Talsmenn og ráðamenn í ESB sögðu í gær að aðstæður á Kýpur, þar sem ákveðið var að þjóðnýta að mestu næststærsta bankann og nota féð til að efla stærsta bankann, hefðu verið „án fordæma“, landið hefði verið á barmi gjaldþrots. Var þannig reynt að draga úr írafári eftir orð hollensks ráðherra um að lausnin á Kýpur gæti verið „skapa- lón“ fyrir aðgerðir í fleiri evrulönd- um. Óttast áhlaup á banka  Kýpur setur þak á vikulegar úttektir og óvíst hvenær bankar verða opnaðir AFP Gegn samningi Þátttakandi í mótmælum við forsetahöllina í Nikosíu, höf- uðborg Kýpur, í gær setti upp Guy Fawkes-grímu Anonymous-samtakanna og veifaði samtímis fánum Kýpur og Grikklands. Geysilegt ríki- dæmi Norð- manna er að gera þjóðina væru- kæra, æ minni hluti hennar er á vinnumarkaði, framleiðni fer minnkandi og launahækkanir hafa síðustu árin verið sex sinnum meiri en í Þýskalandi og Svíþjóð, segir í grein Reuters. Fram kemur að þegar tekið sé til- lit til þess hve margir séu í hluta- starfi sé aðeins 61% manna á vinnu- markaði. Er það lægra hlutfall en í Grikklandi þar sem atvinnuleysi er um 25%, í Noregi er það 3%. Mikill skortur er á sérhæfðu vinnuafli og er reiknað með að eftir fjögur ár muni vanta 6.000 verkfræðinga. Í olíusjóðnum eru nú um 80 þús- und milljarðar ísl. kr. En minnt er á ummæli Sigbjørns Johnsens fjár- málaráðherra í febrúar sem sagði að Norðmenn yrðu að vinna meira. „Ef við gerum það ekki munu komandi kynslóðir verða að velja milli minni velferðar eða hærri skatta,“ sagði hann. kjon@mbl.is Spillir vel- sæld Norð- mönnum? Stilling Letidýr tekur því rólega.  Atvinnuþátttaka í reynd aðeins 61% Olíuleitarmenn á vegum Statoil í Noregi rákust nýlega á flak þýska kafbátsins U-486 sem breski kafbát- urinn HMS Tapir sökkti 12. apríl 1945, um mánuði fyrir stríðslok. Bát- urinn liggur á um 250 metra dýpi við Fedje, skammt frá Bergen. Talið er víst að líkamsleifar áhafn- arinnar séu enn um borð, alls 48 manna. Einnig að þar séu bæði olía og tundurskeyti. Flakið er í um tveggja kílómetra fjarlægð frá flaki annars kafbáts, U-464, sem fannst 2003 og reyndist m.a. hafa flutt tanka með kvikasilfri. kjon@mbl.is Fundu flak U-486 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ef sumar spár um hlýnandi loftslag rætast mun verða hægt að rækta ágætis vín í Svíþjóð og fleiri norð- lægum löndum um 2050, segir í grein AFP- fréttastofunnar. En jafnframt munu margir bændur á hefð- bundnum vín- ræktarsvæðum í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni þurfa að laga sig að erfiðari að- stæðum vegna tíðari þurrka. Vínþrúgur eru mun viðkvæmari fyrir loftslagi en afurðir eins og rís, maís og sojabaunir. „Ég efast ekkert um að áfram verða vínekrur á hefð- bundnum svæðum en við verðum að finna nýjar leiðir,“ segir Fernando Zamora, sérfræðingur í vínviðar- rannsóknum og prófessor við Virg- ili-háskólann í Tarragona á Spáni. „Og vínekrur munu verða á nýjum svæðum, það er öruggt. Í Þýska- landi eru menn nú þegar farnir að búa til ágætis rauðvín en það var mjög erfitt þar. Og nú er byrjað að framleiða vín í Danmörku.“ Þótt ekki sé gert ráð fyrir að með- alhitinn hækki um meira en eina eða tvær gráður á Selsíus er það nóg til að vínrækt geti heppnast sums stað- ar á norðlægum slóðum. Ræktunin verður áhættusöm þar vegna þess að meiri sviptingar gætu orðið í veður- fari í framtíðinni. Eitt slæmt hret getur eyðilagt uppskeruna. En full- yrt er að Tasmanía, eyja sunnan við meginland Ástralíu, hlutar Nýja- Sjálands, sunnanvert Síle, Ontario og fleiri svæði í Kanada, England og Móseldalurinn og Rínarlönd í Þýskalandi séu meðal landsvæða sem gætu fljótt hagnast á loftslags- breytingunni. Spá vínrækt í Norður-Evrópu Ýmis ráð til varnar » Bændur í suðri gætu brugð- ist við með því að þróa ný af- brigði, byggð á öðrum sem þola vel þurrka. » Til eru yfir 100 afbrigði inn- lendra vínþrúgna í Portúgal sem mætti nota í tilraunum. » Einnig er hægt að flytja ræktunina upp á svæði sem liggja ofar þar sem hitans gæt- ir síður. Vínviður Bráðum í Skagafirði? „Við viljum koma á ástandi þar sem skattgreiðendur þurfa ekki að borga fyrir bankana,“ sagði talskona Michels Barniers, tals- manns framkvæmdastjórnar ESB í fjármálum, og benti á að í sum- ar stæði til að koma á sameig- inlegu innistæðutrygginga- og bankaeftirlitskerfi fyrir ESB. En skuldabyrði Kýpur verður sú hæsta í Evrópu, atvinnuleysi, sem þegar er yfir 12%, mun enn aukast. Kýpur fær ekki lengur að vera skatta- skjól og tekjur af banka- starfsemi drag- ast því hratt saman. Í raun veit enginn hve mikið fé mun streyma úr landi á næstu vikum og því gætu forsendur lánasamningsins breyst hratt. Kýpur verður skuldum hlaðin ALMENNINGUR EKKI LAUS ÞÓTT INNISTÆÐUR SLEPPI Þung byrði í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.