Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 Byggingav örur - byg gingatækn i I I Gylfaflöt 3 | 112 Reykjavík | Sími 533 1600 | aseta@aseta.is Ármúla 38 | Sími 588 5011 | Opið: virka daga 11-18, laugard. 12-14 MEÐ FJARSTÝRINGU Verð nú 39.990,- Verð áður 64.500,- Verð nú 39.990,- Verð áður 64.500,- MEÐ FJARSTÝRINGU fermingargjöfin... Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ráðamenn í Norður-Kóreu búa sig undir stríð gegn Bandaríkjamönnum og Suður-Kóreumönnum og hafa gefið stórskotaliði og eldflaugasveit- um fyrirskipanir um að undirbúa árásir á meginland Bandaríkjanna, Havaí-eyjaklasann og eyna Guam, austur af Japan. Eyjan er eign Bandaríkjamanna sem hafa þar her- bækistöð. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn norðurkóreska hersins er öllum her- mönnum sagt að búa sig undir átök. Bandaríkjamenn hafa hátt í 30 þús- und manna herlið í S-Kóreu. Þarlend stjórnvöld segjast ekki hafa orðið vör við neitt sem bendi til þess að árás sé yfirvofandi af hendi norðan- manna. Flestir sérfræðingar segja að N-Kóreumenn eigi enn langt í land með að smíða eldflaug sem hægt væri að skjóta yfir til megin- lands Bandaríkjanna. En þeir ráða yfir nokkrum kjarnorkusprengjum. Mikil spenna á Kóreuskaganum Fyrir skömmu sögðust N-Kór- eumenn hafa sagt einhliða upp vopnahléssamningi sem batt enda á Kóreustríðið 1953, endanlegur frið- arsamningur hefur aldrei verið gerð- ur eftir það. Oft hefur komið til mannskæðra átaka eftir 1953 milli Kóreuríkjanna tveggja. Norðan- menn ráða yfir fjórða fjölmennasta herafla heims þótt efnahagur lands- manna sé í skelfilegu ástandi og ríkið þurfi árlega á að halda matargjöfum frá öðrum löndum. Bandaríkin og Suður-Kórea gerðu nýlega með sér nýjan varn- arsáttmála, herir þjóðanna munu bregðast sameiginlega við hafi N- Kóreumenn í hótunum. Fyrir skömmu hófust sameiginlegar her- æfingar ríkjanna og munu þær standa fram í lok apríl. AFP Hetjur Park Geun-Hye, forseti S- Kóreu, hyllir minningu fallinna. N-Kórea hótar árás  Segjast geta skotið langdrægum eldflaugum sínum á Havaí-eyjaklasann og alla leið til meginlands Bandaríkjanna Lögreglan í Bretlandi segir að skoðun á líki rússneska auð- kýfingsins Borís Beresovskís bendi til þess að hann hafi hengt sig. Beresovskí, sem var harður andstæðingur Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta og fékk pólitískt hæli í Bretlandi 2003, fannst látinn á laugardag í húsi sínu í Ascot. Að sögn lögreglu munu líða vikur áður en endanlegar niðurstöður rannsókna fást. Gerðar voru nokkr- ar tilraunir til að myrða Beresovskí og talið er víst að útsendarar frá Moskvu hafi myrt aðra andstæð- inga Pútíns. kjon@mbl.is BRETLAND Beresovskí talinn hafa hengt sig Bókstafstrúaðir gyðingar í Jerúsalem brenna sýrð brauð við upphaf átta daga páskahátíðar á mánudags- kvöld. Á hátíðinni borða gyðingar aðeins ósýrð brauð, þ.e. brauð án gers og minnast brottfararinnar frá Egyptalandi fyrir um 3.500 árum og þjáninga forfeðr- anna í 40 ár í eyðimörkinni. AFP Páskahátíð gyðinga í Jerúsalem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.