Morgunblaðið - 27.03.2013, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013
Humarhúsið
101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is
Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303
Þegar njóta á
kvöldsins...
www.nortek.is Sími 455 2000
Nortek sérhæfir sig í öryggislausnum sem þú
getur treyst hvort heldur er að degi eða nóttu,
miklir möguleikar bæði fyrir lítil og stór fyrirtæki.
Meira en 16 ára reynsla í sölu og þjónustu á
öryggiskerfum.
Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík
Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is
FYRIRTÆKJAÖRYGGI
• Aðgangsstýring
• Brunakerfi
• Myndavélakerfi
• Innbrotakerfi
• Slökkvikerfi / Slökkvitæki
• Öryggisgirðingar / Hlið / Bómur
• Áfengismælar / fíkniefnapróf
Í aðdraganda kosn-
inganna 2003, lét höf-
uðsmiður kenninga og
stefnu Sjálfstæð-
isflokksins, Hannes
Hólmsteinn Giss-
urarson, í ljós það við-
horf sitt í Kast-
ljósþætti RÚV eða á
öðrum sambærilegum
vettvangi, þegar m.a.
var til umræðu svo-
nefndur öryrkjadóm-
ur Hæstaréttar, að sér væri einkar
hlýtt til öryrkja og að sér fyndist
það sjálfsagt að bæta kjör þeirra,
ef einhver afgangur yrði. Í Kast-
ljósþætti við upphaf kosningabar-
áttu skömmu síðar, féllu þeir báðir,
formennirnir Davíð Oddsson og
Halldór Ásgrímsson, í þá gryfju, að
enduróma efnislega ummæli Hann-
esar Hólmsteins.
Á liðnum góðæristíma 2003-2007
voru mörg gullin tækifæri fyrir
stjórnvöld til að láta athafnir fylgja
orðum, en það var ekki gert. Þess í
stað var þeim sem mest máttu sín
hyglað óspart.
Í tilvitnaðri afstöðu Hannesar
Hólmsteins og stjórnmálaforingj-
anna tveggja fólst hugsunarháttur,
sem ekki fellur að þjóðarsálinni.
Ummælin virtust endurspegla það
viðhorf þeirra allra, að þessir hópar
manna væru ölmusuþegar og afæt-
ur í samfélagi okkar. Fyrst skyldi
tryggja að aðrir hópar hefðu alls-
nægtir áður en litið yrði til þeirra,
sem minna máttu sín vegna örorku
eða öldrunar.
Íslendingar eru hins
vegar vanir því, að
mæta fúslega bág-
indum samborgaranna
með aðstoð, hvort sem
einhver afgangur er
eða ekki, þegar aðrir
hafi kýlt vömb sína.
Þeir sem hugsa eins
og ég hef að framan
rakið og taka við
stjórnartaumunum nú í
vor, þurfa að gera sér
grein fyrir því, að þótt
öryrkjar og aldraðir
geti ekki innt af hendi vinnu-
framlag í þágu lands og þjóðar, eru
þeir engu að síður sameigendur
okkar að landinu með öllum þeim
ríkulegu gögnum og gæðum, sem
því fylgja. Þeir eiga því þegar af
þeirri ástæðu skýlausa kröfu til
þess að fá í öllu falli greiddan út
sinn hluta í arði af þessum eignum,
þótt þeir geti ekki látið í té vinnu-
framlag sitt.
Að auki hefur svo hið opinbera
lögbundnar framfærsluskyldur
gagnvart þeim, sem ekki hafa í sig
og á.
Velvild í garð
öryrkja, ef einhver
afgangur verður
Eftir Björn Ólaf
Hallgrímsson
Björn Ólafur
Hallgrímsson
»…þótt öryrkjar og
aldraðir geti ekki
innt af hendi vinnu-
framlag í þágu lands og
þjóðar, eru þeir engu að
síður sameigendur okk-
ar að landinu…
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Annað slagið gýs
upp sú umræða hvort
Andrés önd og allur
hans ættbogi – marg-
breytilegur sem hann
er – séu varasamar fí-
gúrur, í uppeldislegum
skilningi. Mig rámar í
að einhverju sinni hafi
verið sett út á viðvar-
andi nærbuxnaleysi
Andrésar sjálfs, í ann-
an tíma voru gerðar at-
hugasemdir við að fjölskyldulífi per-
sóna í Andabæ væri ábótavant svo
ekki sé talað um reiðuleysið á Rip,
Rap og Rup.
Ég hef alltaf gefið skít í ofan-
greindar athugasemdir en nú er svo
komið að mér þykir ástæða til að
staldra við og hugsa um hvort allur
þessi vaður af Andrésar andar-
blöðum á ýmsum þjóðtungum inni á
hverju heimili hafi kannski ekki ver-
ið eins meinhollur og ég alltaf hélt.
Það eru þó ekki félagslegir þættir
(nema að hluta til) sem ég tel að hafi
skaðað hluta þessarar þjóðar – það
eru hinar efnahagslegu rang-
hugmyndir sem ég hef áhyggjur af.
Ég held þær eigi upptök sín í pen-
ingatanknum hans Jóakims frænda.
Tanki sem er alltaf útbelgdur af gulli
og seðlum án þess að nokkrar skýr-
ingar séu gefnar á því hvaðan allt
það fjármagn kemur.
Margur sýnir nú einkenni þess-
arar efnahagslegu Andabæjarveilu
þegar gefið er í skyn – og því reynd-
ar blákalt haldið fram – að frá Evr-
ópusambandinu sé gríðarlegra efna-
hagsumbóta að vænta; taki menn sig
til og gangi í þann félagskap. Aldrei
er útskýrt hvaðan þessi
meinti efnahagslegi
ávinningur eigi að
koma, hver hafi búið
hann til í upphafi eða
frá hverjum það gull
sem á að rétta við efna-
hag Íslands sé komið.
Það er eðlilegt að er-
indrekar ESB á Íslandi
láti þessu öllu ósvarað
– því útkoman er svo
ljót. Það er bara þrá-
stagast á því að þarna
sé einhver svona tank-
ur og gott ef ekki laus-
ar einhverjar húsvarðarstöður við
hann – og hefur þá afætueðlið borið
frummyndina ofurliði því vitaskuld
raðar Jóakim frændi ekki svo frek-
lega á garðann.
Eða hvaðan er hún annars komin
sú hugmynd að niðri í Brussel sé ein-
hver gámur fullur af peningum sem
standi Íslendingum til boða að
ganga í – og jafnvel synda í – svo far-
ið sé að dæmi Jóakims? Hvernig fær
fólk það til að ganga upp að það sé
rétt að þiggja peninga úr ein-
hverjum tanki útí Brussel sem í er
safnað meðal fátækustu sálna álf-
unnar? Hvernig dettur mönnum í
hug að vilja seilast í fjármuni sem
eru skafnir af framfærslufé fátækra
Grikkja, Ítala, Portúgala, Spánverja
og Kýpurbúa? Hvernig fá menn það
út að það sé siðlegt að taka við slíku
gulli?
Fé það sem Evrópusambandið
sýslar með er skattfé, það eru tollar
og gjöld, það eru allar mögulegar og
ómögulegar tíundir hirtar jafnt af
ríkum sem fátækum með öllum þeim
vélabrögðum sem aðeins geta náð
sér á strik þegar taka höndum sam-
an alheimskapítal og bírókratar a la
Frans Kafka. Öll siðleg sjónarmið
benda til þess að rétt sé að halda sig
frá þeim ósköpum. Allar sögulegar
staðreyndir sýna að það er rétt að
forðast svoleiðis samkrull.
Það er rangt að fara með betlistaf
að þeim, sem hafa stolið af öðrum, til
að fá hjá þeim skotsilfur og er þá
sama hvort það er til gæluverkefna
eða þjóðþrifa framkvæmda. Það ber
vott um afsiðun þjóðarinnar ef hún
hefur áhuga á því að seilast í það fé
sem hirt hefur verið með harðræði
af fátæku fólki. Svo fátæku að það á
vart til hnífs og skeiðar, fátæku í
löndum þar sem velferðarkerfið hef-
ur aldrei verið neitt í líkingu við það
sem við þekkjum hér, fátæku fólki í
löndum, þar sem þó það brothætta
velferðarkerfi sem fyrir var, er
hrunið! Ég segi NEI!
Það er ljóst að nærbuxnaleysi
Andrésar andar er hjóm eitt miðað
við það siðlega andvaraleysi sem
haldið er að þjóðinni af þeim sem
ekki opna munninn án þess að mæra
peningatankinn í Brussel. Uppeldið
á Rip, Rap og Rup er til fyrirmyndar
miðað við þau uppeldislegu gildi sem
boða að rétt sé að seilast í þann tank.
Og Andrés önd er, þrátt fyrir allt og
allt, til mikilla muna uppbyggilegra
lesefni en áróðurinn sem hingað
streymir í gegnum Evrópustofu.
Regnboginn, framboð gegn aðild
Íslands að Evrópusambandinu segir
NEI! Við minnum á að í peninga-
tanknum í Brussel er illa fengið fé,
blóðpeningar – við kærum okkur
ekki um þá, ekki handa okkur og
ekki handa börnunum okkar.
Peningatankurinn hans
Jóakims frænda – í Brussel
Eftir Guðmund
S. Brynjólfsson »Hvaðan er hún ann-
ars komin sú hug-
mynd að niðri í Brussel
sé einhver gámur fullur
af peningum sem standi
Íslendingum til boða að
ganga í – og jafnvel
synda í?
Guðmundur S.
Brynjólfsson
Höfundur er rithöfundur og
skipar 2. sæti J-lista Regnbogans
í Suðurkjördæmi.