Morgunblaðið - 27.03.2013, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.03.2013, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 Haraldur L. Har- aldsson skrifaði grein í Fréttablaðið 15. mars sl. undir yfirskriftinni Endurtökum ekki mis- tökin. Í greininni hvet- ur Haraldur til að vel sé farið með opinbert skattfé okkar Íslend- inga sem og það skattfé sem við höfum greitt í lífeyrissjóði. Ég tek undir hvert orð þar að lútandi. Af grein Haraldar má álykta að þau sveitarfélög sem voru aðilar að Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. (EFF) hafi fjárfest með öðrum hætti en önnur sveitarfélög á Íslandi, jafn- vel orðið áhættusæknari með ein- hverjum hætti. Erfitt er að sjá út frá einum tímapunkti eins og súluriti Haraldar hvort áhættuhegðun sveit- arfélaga hafi með einhverju móti breyst við að koma að EFF. Ég tel þess vegna rétt að skoða þau sveit- arfélög sem Haraldur tiltekur í grein sinni auk Garðabæjar sem einnig var aðili að EFF og bera saman tvo tíma- punkta. Á súluritinu sem er meðfylgj- andi þessari grein sýni ég þær breyt- ingar sem hafa orðið á hlutfalli skulda (frá skuldum dreg ég handbært fé 2011 ef það er verulegt) og tekna ann- ars vegar 2002 (fyrir tíma EFF) og hins vegar 2011. Ef eitthvað má lesa af súluritinu er það kannski fyrst og fremst að hlutfall milli skulda og tekna hefur ekki breyst með öðrum hætti hjá sveitarfélögum sem eru eða voru aðilar að EFF en hjá öðrum sveitarfélögum. Þetta er mismunandi milli sveit- arfélaga og fer að öllum líkindum eftir því um- hverfi sem hvert og eitt sveitarfélag hrærist í. Tekjur sveitar- félaga hafa breyst vegna innri og ytri aðstæðna, hækkað eða lækkað. Sama á við um skuldir og skuldbindingar. Þegar Vestmannaeyjabær ákvað að gerast aðili að EFF var það mat manna sem stjórnuðu bænum, sem var á þeim tíma illa staddur (hlutfall skulda á móti árstekjum 230%) að það myndi snúa rekstri við hjá bæn- um að gerast aðili að EFF. Viðsnún- ingur varð hjá Vestmannaeyjabæ. Árið 2011 voru árstekjur hjá Vest- mannaeyjabæ þrefalt meiri en skuld- ir ef frá skuldum er dregið handbært fé. Þegar Grímsnes- og Grafnings- hreppur (GOGG) ákvað að gerast að- ili að EFF var skuldastaða á móti tekjum frekar lág, árstekjur voru umfram skuldir. 2011 eru skuldir um- fram árstekjur hjá GOGG. Hlutfall skuldbindinga og tekna hefur versn- að mikið hjá Reykjavíkurborg á þessu tímabili. Hvað segir þetta? Ég verð að viðurkenna að niður- staða greiningarinnar kom mér á óvart. Ég hélt að mismunur milli skulda tekna væri miklu meiri á milli áranna 2002 og 2011 en raun ber vitni. Það er ánægjulegt að sjá að nokkrum sveitarfélögum hefur tekist að lækka hlutfallið þarna á milli en einnig kemur hitt á óvart hjá þeim sem þetta hefur hækkað hversu hækkunin er almennt lítil þar sem tekjur hafa að öllum líkindum lækkað hjá mörgum sveitarfélögum og skuld- ir stökkbreyst í kjölfar hrunsins. Haraldur nefnir að EFF hafi kom- ið að byggingu HR. Þetta er rétt. Byggingin var vel á veg komin þegar hrun varð í efnahagslífi Íslendinga haustið 2008. Fljótlega eftir hrunið tók EFF þá ákvörðun að minnka bygginguna um 5.000 fermetra vegna breyttra forsendna og var verkið allt endurskipulagt með tilliti til þess. Auk þess var vinna stöðvuð við hönn- un á 6.000 fermetrum sem átti að bæta við bygginguna. Þetta dugði þó ekki til að HR gæti staðið undir leigu- greiðslum þar sem ríkið breytti einn- ig því framlagi sem HR fékk eins og átti við um flest allt hjá ríkinu. Fram- lög til HR urðu þess vegna lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir en þær áætl- anir byggðu á sögulegum greiðslum frá ríkinu. Dæmið um HR sýnir að hjá EFF var brugðist við breyttum forsendum að því leyti sem það var á valdi EFF. Annað dæmi er að leiga var lækkuð þar sem hún hafði stökk- breyst vegna utanaðkomandi for- senda. Ýmsir voru á móti aðgerðum sem þessum og vildu frekar sigla sof- andi að feigðarósi og breyta engu, taka engar ákvarðanir. Haraldur nefnir einnig Hörpuna. Nokkru eftir að EFF ákvað að minnka byggingu HR og breyta henni til að fá fram enn frekari sparn- að, þar sem ljóst var að forsendur höfðu breyst allverulega haustið 2008, þá var ákveðið að byggja Hörp- una og einhverjir sérfræðingar, eftir því sem mér skilst gáfu það álit að reksturinn mundi standa undir sér. Hvernig datt einhverjum það í hug? Húsið var um 11.000 fermetrum stærra heldur en þær tekjur sem það fékk frá ríki og borg gerðu ráð fyrir, auk þess hafði orðið hrun í efnahags- lífi Íslands skömmu áður og for- sendur einnig breyst vegna þess. Það væri nokkuð fróðlegt ef þessir sér- fræðingar héldu ráðstefnu í Hörp- unni og útskýrðu fyrir okkur hvernig dæmið átti að ganga upp. Innlegg í grein Haraldar L. Haraldssonar Eftir Berg Hauksson » Tekjur sveitarfélaga hafa breyst vegna innri og ytri aðstæðna, hækkað eða lækkað. Sama á við um skuldir og skuldbindingar. Bergur Hauksson Höfundur er fv. frkvstj. EFF. Breyting á hlutfalli milli skulda og tekna árin 2002 og 2011 200% 150% 100% 50% 0% -50% -100% Ve st m an na ey ja b. G ar ða bæ r B ol un ga rv ík ur k. M os fe lls bæ r B lö nd uó sb æ r Ve st ur by gg ð Sv ei ta rf .V og ar D jú pa vo gs hr . H ve ra ge rð is bæ r St yk ki ls hó lm sb . Ak ur ey ra rk . Sv ei ta rf .S ka ga fj. N or ðu rþ in g B re ið da ls hr . Ís af ja rð ar bæ r H af na rf ja rð ar k. Se yð is fja rð ak . Re yk ja ne sb æ r Sa nd ge rð is bæ r B or ga rb yg gð Fj ar ða by gg ð Sv ei ta rf .Á rb or g Sv ei ta rf .Á lft an es Ak ra ne sk . Kó pa vo gs bæ r G ru nd ar fja rð ar b. Ö lfu s Re yk ja ví k Fl jó ts da ls hé ra ð G rím sn .o g G ra fn .h r. Enn er opinberað í íslenskum fjölmiðlum hvernig bankarán eru framkvæmd á Íslandi. Þrátt fyrir að ekki séu sömu banka- ræningjar við völd og voru á árunum fyrir 2008 eru komnir nýir toppar með sömu fyr- irtæki (stofnanir) en nýjar kennitölur. Samkvæmt fréttum í Morgun- blaðinu 8. mars hafa stjórnendur bankanna rænt af Íslendingum 66 milljörðum króna með starfsemi sinni á árinu 2012 í nafni þess að þeir þjónusti landsmenn. Í fram- haldi af því hefur komið fram í fjöl- miðlum að greiða eigi milljarða króna í arð til eigendanna. Ekki hefur heyrst frá dáðlausu Jóhönnu eða ráðalausa Steingrími að ástæða sé til að nýta þennan gróða til að greiða þeim Íslend- ingum til baka það sem rænt var af sparifé landsmanna við svokallað hrun bankanna. Hrun bankanna var skrípaleikur í þeim tilgangi að hafa fé af saklausum þegnum þessa lands sem trúðu á skrum og ósann- indi sem ákveðnir starfsmenn bank- anna létu fjölmiðlum í té. Þessir skrumskælendur sannleikans eru ennþá við störf í bönkunum en hafa snúið sínum ósannindum í aðra átt en áframhaldandi ósannindi. Ef eitthvað er að marka það blað- ur sem heyrist frá sölum Alþingis ættu þeir sem þar sitja að bregðast við af hörku og hraða og stöðva með lagasetningu allt sem heitir arð- greiðslur til talinna eigenda bank- anna þar til það sem rænt var af ís- lenskum þegnum hefur verið greitt til baka. Að auki ættu alþingismenn að sjá sóma sinn í að heimila ekki stjórnlausa gjaldtöku bankanna eins og viðgengist hefur undanfarin ár með nýjum og stöðugt hækkandi svokölluðum þjónustugjöldum. Nýjasta ósvífni af hálfu stjórn- enda bankanna er gjaldtaka fyrir að skila til fólks peningum sem geymd- ir eru í bönkunum. Verður innheimt gjald fyrir hverja úttekt. Á meðan Íslendingar fá 0,1% til 2,4% sem vexti af sparifé sem á að vera til varðveislu í banka hafa stjórnendur banka (samkvæmt því sem kennt er í hag- fræði við kennslu í menntaskólum) óskráða heimild til að lána fimmfalda þá fjár- hæð sem þeir hafa til varðveislu. Ef lagðar eru inn 100 krónur má lána fimm sinnum hundrað krónur. Lánakjör bankanna eru 8-10% sem gerir 40-50% vexti af hverri krónu sem lögð er inn í banka af sparifjáreigendum. Sjá allir, sem vilja sjá, að gróði lánastofnana er ekkert annað en fjárplógsstarfsemi. Í framhaldi af ráni bankastjórn- enda má benda á að ekki er það síð- ur svívirðilegt hvernig stjórnvöld haga sinni skattheimtu sem kölluð er fjármagnstekjuskattur. Fjár- magnstekjuskattur er ekkert annað en eignaupptaka sem er óheimil (lögbrot). Eignaupptaka er óheimil nema um sé að ræða saknæmt at- hæfi sem liggi á bak við. Það hefur ekki verið lögfest ennþá að um sak- næmt athæfi sé að ræða að fá pen- inga geymda í banka gegn greiðslu vaxta. Vaxtagreiðslna sem ekki jafna út rýrnun á verðgildi þess fjár sem er til geymslu hjá lánastofnun vegna óráðsíu og stjórnleysis stjórnvalda á fjármálum þjóð- arinnar. Það hefur löngum verið stjórnartaktík á Íslandi að láta verðbólgu éta upp sparifé lands- manna á meðan stjórnvöld og ákveðnir aðilar í þjóðfélaginu hagn- ast á þeirri óráðsíu. Bankaræningjar Frá Kristjáni Guðmundssyni Kristján Guðmundsson »Ekki hefur heyrst frá dáðlausu Jó- hönnu eða ráðalausa Steingrími. Höfundur er fv. skipstjóri. Svo virðist sem eitt helzta kosningamál alþingiskosninganna 2013 sé leiðrétting á skuldum heimilanna og afnám eða tak- mörkun verðtrygg- ingar. Af þeim stjórn- málaflokkum sem eru líklegastir til að mynda næstu stjórn landsins, vill Fram- sóknarflokkurinn lækka húsnæð- isskuldir heimilanna um 20% og taka á verðtryggingunni, en Sjálf- stæðisflokkur frekar fara skatta- lækkunarleið í tengslum við hús- næðislánin. Er talið að það muni kosta ríkissjóð um 16 milljarða á fyrsta ári slíks kerfis. Leið Fram- sóknarflokksins hefur hins vegar af flestum fjölmiðlum verið talin galin. Hún muni kosta ríkissjóð 240 milljarða (miðað við 1200 milljarða húsnæðisskuldir), og þeir fjármunir séu ekki til. Hér virðast blaðamenn almennt gera sig seka um rangfærslu. Án þess að ég sé endilega fylgjandi framsóknarleið- inni, verður hún þó að njóta sann- mælis. Ríkið tekur einfaldlega að sér að standa skil á greiðslum af 20% húsnæðislána (færir þann hluta væntanlega í sérstakan sjóð) og hefur einhver 30 ár til þess. Mikill hluti lána sem voru veitt á árunum 2004-2008, eru jú til 40 ára. Það þýðir að kostnaður rík- isins fyrsta árið nemur um 8 millj- örðum króna, eða helmingi minna en leið Sjálfstæðisflokksins kostar. Þetta hefur engin áhrif á lána- stofnanir. Þær fá greitt af allri skuldinni eftir sem áður. Þessar árlegu greiðslur falla að vísu á al- menning gegnum skatta, en þær eru þó aðeins um 10% af kostnaði vegna bankasukksins, sem kostar okkur um 90 milljarða árlega. Al- veg eins og ríkið og þar með al- menningur ber að lokum allan kostnað af bankahruninu, fyrir ut- an tap kröfuhafa, hlýtur ríkið að bera ábyrgð á stökkbreytingu hús- næðislána vegna óstjórnar og eftirlits- leysis með fjár- málakerfinu. Viljum við borga 8 milljarða á ári til að koma milli- stéttinni í gang aftur eða halda henni áfram í skuldafjötrum? Ríkisstjórn Stein- gríms Hermannsson- ar ákvað 1983 að af- nema vístölutengingu launa til að reyna að koma böndum á verð- bólguna sem þá grasseraði. Næstu ár á eftir fundu launþegar áþreif- anlega fyrir því, hvernig höfuðstóll lána jókst hratt í óðaverðbólgu, en laun stóðu meira eða minna í stað. Sigtúnshópurinn svokallaði, en Ögmundur Jónasson, núverandi innanríkisráðherra, var aðaltals- maður hans, vakti óspart athygli á þessu óréttlæti. Fulltrúar laun- þega í verkalýðshreyfingunni tóku undir það, andstætt því sem nú gerist. Þetta leiddi til þess, að lánskjaravísitölunni var breytt með reglugerð í janúar 1989 og launavísitala reiknuð inn í hana að einum þriðja. Þannig voru launin orðin ein 46% af vísitölunni (launin voru einnig inni í byggingarvísitöl- unni) sem varð þess valdandi, að verðtryggðar skuldir landsmanna hækkuðu minna en ella á næstu mánuðum og misserum. Auðvelt væri að fara sambærilega leið, þ.e. milda vísitöluna sem hefur verið í gildi síðan 1995. Ég hef áður lagt til, að notað verði framvirkt veld- ismeðaltal neyzluvísitölu, eftir að áhrif innlendra neyzluskattbreyt- inga hafa verið hreinsuð út úr henni. Hefði slík vísitala verið í gangi frá 1995, hefðum við komizt gegnum hrunið með húsnæðislánin án teljandi vandræða (sveiflurnar hverfa með meðaltalsvísitölunni, og breyttar innlendar álögur á áfengi, tóbak og benzín m.m. eiga ekki að hafa áhrif á lán eða banka- innistæður). Jafnframt væri höf- uðstóll lánanna mun lægri, jafnvel allt að þessum margumtöluðu 20%. Að nota hráa neyzluverðs- vísitölu er nánast brjálæði. Tökum sem dæmi vísitölubreytinguna í janúar upp á 1,6%. Þá hækkuðu húsnæðislán landsmanna á einu bretti um 300.000 krónur að með- altali, sem er sennilega meira en nemur allri afborgun nafnverðs af höfuðstól lána yfir árið. Fyrir út- lendinga myndi þetta vera sam- bærilegt við það, að lántakandi gengi í sakleysi sínu fyrir götu- horn, og þar stæði fulltrúi lánveit- enda með skammbyssu og segði: „borgaðu mér strax 300.000 krón- ur, eða ég skýt“. Hlypi síðan blístrandi burt með fenginn, enda allt löglegt. Í aðdraganda kjarasamninganna 1995 kröfðust helztu forvígismenn launþegasamtaka, að lánskjara- vísitölunni yrði breytt til að létta undir með lánþegum. Þeir töldu að vísitalan frá 1989 væri orðin of óhagstæð fyrir launafólk. Það vek- ur athygli, að 2008-2009, þegar áhrif bankahrunsins á lánin, stökkbreytingin, voru fyr- irsjáanleg, og auðvelt að breyta vísitölunni, lögðust forvígismenn launþega gegn því að milda áhrif hennar. Þegar nýr efnahags- ráðherra er kominn til valda, ætti að vera hans fyrsta verk að fara í framvirka leiðréttingu á vísitöl- unni, sem bakar ríkinu enga skaðabótaskyldu. Með þessum hætti yrðu verðbólguáhrif verð- tryggingar minnkuð, en ekki sýn- ist vanþörf á því. Húsnæðislán og verðtrygging Eftir Edvarð Júlíus Sólnes » Þegar nýr efna- hagsráðherra er kominn til valda, ætti að vera hans fyrsta verk að fara í fram- virka leiðréttingu á vísitölunni, sem bakar ríkinu enga skaða- bótaskyldu. Edvarð Júlíus Sólnes Höfundur er verkfræðingur og prófessor emeritus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.