Morgunblaðið - 27.03.2013, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.03.2013, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 ✝ Erla GuðbjörgEinarsdóttir fæddist í Reykjavík 16. júní 1933. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 21. mars 2013. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Jó- hanna Einarsdótt- ir, f. 5.12. 1904, d. 8.6. 1982 og Einar Oddur Kristjánsson, skipstjóri, f. 23.12. 1895, d. 29.6. 1941. Hálfsystkini Erlu eru Unnur Hafdís Einarsdóttir, f. 21.2. 1930, d. 1.10.2005 og Atli Örn ur Örn, f. 25.10. 1976. Guðrún er gift Gunnari Jensen, f. 19.10. 1954. Börn þeirra eru: Sig- urður, f. 29.11. 1978, Gunnar Ægir, f. 8.4. 1982 og Svava, f. 5.9. 1985. 2) Einar Oddur, f. 14.5. 1959. 3) Sigurður Óli, f. 1.6. 1968, kvæntur Björgu Harðardóttur, f. 29.4. 1968. Börn þeirra eru: Oddur, f. 21.11. 1990 og Elísabet, f. 5.9. 1994. Langömmubörn Erlu eru átta talsins. Erla stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún var ritari hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og starfaði sem sjálfboðaliði hjá Kvenna- deild Rauða kross Íslands frá stofnun deildarinnar. Erla starfaði síðar sem ritari hjá Vita- og hafnamálastofnun. Útför Erlu fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, 27. mars 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Einarsson f. 7.5.1939. Erla giftist 9.4. 1954 Ólafi Sigurðs- syni, f. 24.5. 1932. Foreldrar hans voru Guðrún Svein- björg Árnadóttir, f. 23.11. 1905, d. 29.1. 1999 og Sigurður Ólafsson, f. 12.1. 1901, d. 27.10. 1969. Börn Erlu og Ólafs eru: 1) Guðrún Hanna, f. 14.6. 1955, giftist Ásmundi Jónssyni, f. 15.3. 1955. Þau skildu. Sonur Guðrúnar og Ásmundar er Ólaf- Elsku amma. Það er skrýtin tilfinning að vera hérna í Bandaríkjunum og skrifa um þig minningargrein og erfitt til þess að hugsa að eiga aldrei aftur eftir að kíkja í heim- sókn til þín í Skógarselið. Við þekkjum það betur núna, þegar við búum erlendis, hvað það eru mikil forréttindi að hafa alist upp á Íslandi, nálægt ömm- um og öfum. Þegar við vorum las- in varstu alltaf boðin og búin að passa okkur og leyfðir okkur að gista hvenær sem við þurftum eða vildum. Þú hugsaðir alltaf um alla í kringum þig áður en þú hugsaðir um sjálfan þig og hafðir alltaf tíma til að hlusta og hugga. Þú komst líka stundum í heim- sókn til okkar eftir að við fluttum út. Fyrst til Bretlands og síðan til Bandaríkjanna. Okkur er minn- isstætt þegar þú þurftir að fram- lengja heimsóknina í september 2001, vegna atburðanna sem áttu stað í New York. Við höfðum ekk- ert á móti því að fá lengri tíma með ömmu en mikið varstu fegin að komast aftur heim til afa, sem beið eftir þér heima. Það var alltaf skilningur á okk- ar sjónarmiðum og skoðunum hvort sem um var að ræða áhuga- mál, skóla, vini eða matvendi. Alltaf tókstu afstöðu með okkur. Við vottum afa Óla okkur dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Oddur og Elísabet. Nú þegar komið er að kveðju- stund þá rifjast upp minningarn- ar. Við Erla kynnumst fyrir um það bil 60 árum. Þar sem unn- ustar okkar voru æskuvinir, sem síðar urðu eiginmenn okkar, tókst góður vinskapur hjá okkur. Við höfum gengið ævigönguna alla tíð saman síðan með góðum samskiptum fram á þennan dag. Erla var búin að ganga í gegn- um mikil veikindi á æskuárum sínum og hún missti föður sinn aðeins átta ára. Það hefur verið mikið áfall fyrir svo unga stúlku. En hún bar það nú ekki utan á sér. Hún geislaði af hamingju þegar hún giftist Ólafi Sigurðs- syni og ákveðin í að njóta lífsins. Þau eignuðust fallegt heimili og eignuðust síðan eina stúlku og tvo drengi, falleg og vel gefin börn. Við fórum í okkar fyrsta ferða- lag saman þegar Guðrún móðir Erlu bauð okkur að fara í siglingu með MS. Kötlu sem var að fara til Kaupmannahafnar. Þar vorum við í tvær vikur. Nýlega vorum við að rifja það upp að þetta var í eina skiptið sem við höfðum farið til Kaupmannahafnar, það var ár- ið 1957. Erla var vel gefin kona, ein- stakur fagurkeri, snillingur í krossgátum, alltaf vel til höfð og heimilið hennar var alltaf til sóma. Svo var hún trygg vinum sínum og gjafmild, hlúði vel að fjölskyldunni og frændfólki sínu. Það var henni mikil gæfa að eiga systur, Unni H. Einarsdóttur, þær voru samfeðra og var mikill systrakærleikur á milli þeirra frá fyrstu tíð. Börn Unnar voru Erlu mjög kær og dvöldu þau oft hjá henni og fjölskyldunni, þegar þau voru á landinu hér á árum áður. Hún bar mikla umhyggju fyrir systur sinni í hennar veikindum fram á síðasta dag. Frá upphafi kynna okkar vor- um við alltaf í nánu sambandi með reglulegu millibili. Þegar þau flytja í Skógarsel þá fundum við glöggt hvað þau voru ánægð með að vera komin þangað. Eftir að hafa búið í stórum glæsilegum húsum voru þau alsæl að vera komin í litla sæta húsið sem er glæsilegt og þægilegt í alla staði. Enginn getur nokkurn tíma vitað hvað tekur við, sem betur fer. Stuttu eftir að þau eru búin að koma sér vel fyrir þá veikist Óli maðurinn hennar. Við hjónin komum reglulega til þeirra þegar Óli var ekki í dag- vistun. Erla var alltaf með upp- dekkað borð og búin að kaupa uppáhaldsköku Kristins manns- ins míns og það var ljóst að þau nutu þess að eiga þessar stundir með okkur og við höfðum gaman af að rifja upp gamlar minningar, skoða myndir af fallegu börnun- um þeirra og nýjustu afkomend- um þeirra sem þau voru svo stolt af. Við erum þakklát fyrir að hafa átt þessar stundir með þeim. Erla var dugleg að hugsa um heimilið og veika manninn sinn. Ákveðin að standa á meðan kraft- ar leyfðu og að halda áfram með sinni reisn og æðruleysi. En hún fór á undan okkur í ferðalagið sem bíður okkar allra. Bæn mín er sú að blessun Guðs umvefji börnin hennar og eiginmann og aðra ástvini. Blessuð sé minning mætrar og göfugrar konu. Súsanna Kristinsdóttir. Í dag kveðjum við okkar kæru vinkonu, hana Erlu, eftir 60 ára kynni með þessum sálmi: Hver sól er rís brátt síga tekur, og sérhver dagur líður hjá. Hin fögru blóm sem vorið vekur, þau visna haustdegi á. Svo breytist allt og hverfist hér, en Herrann einn hinn sami er. Elsku Óli og fjölskylda. Með innilegri samúðarkveðju, Nanna, Ingvar og Birna. Erla Guðbjörg Einarsdóttir ✝ Páll SigurvinGuðmundsson fæddist á Hamri, Barðaströnd, 7. maí 1944. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 19. mars 2013. Foreldrar hans voru Ólöf Páls- dóttir, f. 1905, d. 1955 og Guðmund- ur Jónsson, f. 1894, d. 1969. Systkini hans: Haukur Breiðfjörð Guðmundsson, f. 1919, Jónas Guðmundsson, f. 1939, Garðar Auðberg Jak- obsson, f. 1928, d. 1940, Þorbjörg Jakobsdóttir, f. 1931, d. 1995, Páll Jakobsson, f. 1933. Páll Sig- urvin eignaðist einn son, Ólaf Ágúst Pálsson, f. 1967, sambýlis- kona hans er Anna Þórð- ardóttir Bach- mann, f. 1976. Páll Sigurvin verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu í dag, 27. mars 2013, kl. 11. Þegar endar æviskeið er sem vinir finni, það gerðist margt á lífsins leið, sem lifir í minningunni. (Stefán Ragnar Björnsson.) Ég kynntist Sigurvin fyrir 14 árum þegar ég keypti hesthús í Fjárborg. Kunningsskapurinn var lítill í upphafi en þegar ég tók upp fjárbúskap jókst hann enda var hann alltaf tilbúinn að hjálpa okkur sem minna kunnum. Sig- urvin ólst upp á bænum Hamri á Barðaströnd en þar var fjárbú, hann fluttist síðan til Patreks- fjarðar og loks til Reykjavíkur fyrir rúmum 40 árum. Uppvaxt- arárin höfðu greinilega mótað Sigurvin þannig að fljótlega eftir komuna til Reykjavíkur keypti hann fjárhús í Fjárborg og hóf þar fjárbúskap. Hann var alltaf einn af áhugasömustu félögum Fjáreigendafélagsins og hafði óbilandi áhuga á sauðfjárhaldi í Reykjavík. Fé Sigurvins var ætt- að af Ströndunum og var hann alla tíð með fallegt fé. Því bera vitni öll verðlaunin sem hann fékk á árlegum hrútasýningum félagsins og lagði hann metnað sinn í að gera vel. Það er ekki langt síðan Sigurvin greindist með krabbamein en þótt hann væri orðinn inniliggjandi á Land- spítalanum var engan bilbug á honum að finna. Í haust mætti Sigurvin í Fossvallarétt og á hrútasýningu Fjáreigendafélags Reykjavíkur. Hann hafði keypt sér kynbótahrút og aðspurður af hverju hann mætti ekki með hann á sýninguna þá sagðist hann vilja leyfa einhverjum öðr- um að vinna. Sigurvin sinnti ýms- um störfum fyrir Fjáreigendafé- lagið á með heilsan leyfði. Hann var safngæslumaður, fór í útrétt- ir og sundurdrátt í Húsmúlarétt enda var hann með eindæmum fjárglöggur og þekkti fé úr Fjár- borg án þess að þurfa að skoða markið. Félagar Fjáreigendafé- lags Reykjavíkur kveðja með söknuði mætan félaga og vottum við fjölskyldu hans og vinum inni- lega samúð okkar. Blessuð sé minning Sigurvins. Árni Ingason, formaður Fjár- eigendafélags Reykjavíkur. Við Sigurvin gengum hratt yf- ir hjarnið, örlítill skafrenningur, komið fram yfir veturnætur, og enn var fjár von úr afrétti Sel- tjarnarneshrepps hins forna. Við höfðum verið keyrðir upp í Sauðadali í Ölfusafrétti, þetta var eftirleit og eftir að komið var vel niður í Bolöldur, í okkar eigin af- rétti, var haldið í norður með stefnu á austanvert Lyklafell. Fáeinar kindur komu í leitirnar, haldið var niður Fóelluvötn, suð- ur í Lakheiði og þaðan beint nið- ur í Fossvallarétt þar sem félagar úr Fjárborg tók á móti okkur. Þar hittumst við Sigurvin reynd- ar í tvennum réttum á hverju hausti og að sjálfsögðu í göngun- um. Þá vorum við skilamenn fyrir Kópavog og Reykjavík í Hús- múlarétt neðan Kolviðarhóls um áratuga skeið og á hverju hausti vorum við í hópi þeirra tóm- stundafjárbænda úr Reykjavík sem framvísuðu fé í sláturhúsi, lengst af á Selfossi. Alltaf var Sigurvin sami góði félaginn, traustur, röskur og hjálpsamur en þar að auki mjög glöggur og snjall fjármaður. Leitaði gjarnan álits hjá honum þegar ég var að velja lambhrúta. Það er gott að eiga svona minningar. Í fjárhúsunum í Fjárborg var allt í röð og reglu, ætíð var Sig- urvin með hugann við búskapinn og jafnvel í haust þegar heilsan leyfði ekki lengur þátttöku í göngum og réttum lét hann aka sér í réttirnar til að líta yfir hóp- inn og hitta okkur félagana, þótt ekki væri nema stutta stund. Það gladdi mig mikið eftir öll þessi góðu kynni og prýðilegt samstarf í hvívetna. Sigurvin kom í raðir okkar fjáreigenda með Jónasi bróður sínum, einnig miklum sóma- manni, á 8. áratug liðinnar aldar. Tengslin við átthagana, Barða- ströndina, leyndu sér ekki. Auk fjárbúskaparins hafði Sigurvin mikla ánægju af hrossaeign sinni á seinni árunum. Þann góða hirði kveð ég nú með söknuði. Að- standendum öllum votta ég inni- lega samúð. Blessuð sé minning Páls Sig- urvins Guðmundssonar. Ólafur R. Dýrmundsson. Páll Sigurvin Guðmundsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR HAFSTEINN KONRÁÐSSON, skriftvélameistari / rafeindavirkjameistari, Sólheimum 32, Reykjavík, andaðist á Landakoti aðfaranótt 24. mars. Jarðarför verður auglýst síðar. Stella Þórdís Guðjónsdóttir, Ómar Sigurðsson, Sigurbjörg Karlsdóttir, Bára Sigurðardóttir, Kristján O. Þorgeirsson, Erla Sigurðardóttir, Jón Arnar Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, MANLIO CANDI, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 22. mars. Útförin fer fram frá Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti 19, þriðjudaginn 2. apríl kl. 13.00. Sigríður Candi, Marina Candi, Harald Ragnar Óskarsson, Indro Candi, Heba Magnúsdóttir, Elfa Frið Haraldsdóttir, Leó Blær Haraldsson, Karel Candi, Markús Candi. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGTRYGGUR V. MARÍUSSON, Aðalgötu 5, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 25. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtu- daginn 4. apríl kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Lilja Sigtryggsdóttir, Bjarni Pétursson, Sigurður Sigtryggsson, Linda Antonsson, Margrét Íris Sigtryggsdóttir, Gunnar Garðar Gunnarsson, Kolbrún Sigtryggsdóttir, og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HAUKUR STEINSSON tannlæknir, Skildinganesi 8, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 16. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Anna Kristjánsdóttir, Katla Steinsson, Ársæll Þorsteinsson, Hanna Lára Steinsson, Kristján Jóhann Steinsson, Haukur Þorsteinsson, Kristmann Þorsteinsson, Andri Snær Ársælsson, Anna Sjöfn Ársælsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, RAGNAR SVAFARSSON, Ferjubakka 4, Reykjavík, varð bráðkvaddur þriðjudaginn 19. mars. Útförin fer fram þriðjudaginn 2. apríl frá Fella- og Hólakirkju kl. 13.00. Stella Magnúsdóttir, Svafar Ragnarsson, Svava Margrét Blöndal Ásgeirsdóttir, Gunnar Már Ragnarsson, Hrafnhildur H. K. Friðriksdóttir, Stefán Ragnarsson, Árný Lára Karvelsdóttir, Pia Kousgaard, og barnabörn. ✝ Faðir minn, afi og vinur, GUÐMUNDUR K. MAGNÚSSON, Víðimýri, Vesturlandsbraut, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð laugar- daginn 16. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 9. apríl kl. 15.00. Magnús Guðmundsson, Emil Kári Magnússon, Hulda Böðvarsdóttir og aðstandendur. ✝ Útför AÐALSTEINS KR. GUÐMUNDSSONAR, Sléttuvegi 11 í Reykjavík, fer fram frá kapellunni í Fossvogi í dag, miðvikudaginn 27. mars, kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Y. Pálmason, Jónína Líndal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.