Morgunblaðið - 27.03.2013, Side 33
Lilja Dóra var óskabarn. Öll
stórfjölskyldan beið þess með
mikilli eftirvæntingu að hún
kæmi í þennan heim, heitust var
þó þrá foreldranna eftir henni.
Hún var umvafin kærleika og
ástúð margra.
Yndislega falleg stúlka með
sterka persónueiginleika frá
fyrsta degi. Natni foreldranna og
umhyggjusemi var einstök og
endurspeglaðist í öruggri ungri
stúlku sem var að stíga sín
fyrstu skref í lífinu. Lilja Dóra
bjó yfir mikilli kímnigáfu og ein-
beittum vilja. Hún sýndi skýrt
hvað hún vildi og fylgdi því eftir
með hegðun sinni og staðföstu
augnaráði. Kraftur, lífsgleði og
ákveðni einkenndi hana.
Lilja Dóra vildi hafa mikið
fyrir stafni, lét minniháttar
hindranir ekki slá sig út af laginu
heldur stefndi á þann stað eða
þann hlut sem hún ætlaði að ná.
Foreldrar hennar sköpuðu henni
tilfinningalegt öryggi, gáfu henni
jákvæða athygli og byggðu hana
þannig upp sem sterkan einstak-
ling. Það vakti athygli hve vel
var að henni búið á allan hátt,
hversu fallega hún var klædd,
hvernig hlustað var eftir hennar
þörfum og henni gefið rými til að
kanna heiminn. Vegna þessa at-
lætis fengu persónueiginleikar
hennar að njóta sín. Lilja Dóra
var nýlega byrjuð á leikskóla og
þar naut hún sín vel, enda fé-
lagslynd og sjálfsörugg. Lilja
Dóra var gleðigjafi og við eigum
ótal fallegar minningar um hana.
Minning fallegrar stúlku með
sterkan persónuleika lifir með
okkur.
Liljur hvítar í ljósum draumi
lyfta móti geislunum brá;
í glugganum mínum þær ungar anga
sem elskunnar sæla þrá.
Ég sit og horfi á sumarljómann,
er svífur um loftin blá,
og hugsa um augu, er á mig litu
með undrun og bæn og þrá.
(Hulda.)
Elsku hjartans Ástþór og
Svana, megi Guð styrkja ykkur
og stórfjölskylduna á þessum
erfiðu tímum.
Sigríður Hulda
og fjölskylda.
Elsku litla Lilja Dóra. Ljúfa
brosmilda Lilja Dóra. Það er
engin sanngirni í þessu lífi, að
hrifsa þig svona skyndilega burt
frá öllum sem elska þig. Þitt
stutta líf skilur eftir svo ógnar-
stórt skarð í hjörtum okkar allra.
Þín verður svo sárt saknað, elsku
Lilja Dóra.
Ég hefði getað svarið
ég sá í andrá þig
og í einni svipan
þín angan nærði mig.
Þá hvíslað var í húmið
ég heyrði róminn þinn.
Ég verð ætíð hjá þér vinur minn.
Og þín ég verð að eilífu.
Og ég mun varða þína leið
hvert sem þú ferð.
Ef ég ætti eina ósk
ég myndi óska mér
að fengi ég að sjá þig brosa á ný.
Eitt andartak á ný í örmum þér
á andartaki horfin varstu mér.
Ó hve sárt ég sakna
ég sé ekkert né skil.
Ég vil ei aftur vakna
né vera lengur til
samt í huga geymi
ljóðið þitt og lag
af öllu hjarta þakka sérhvern dag.
(H.Ö.B.)
Elsku Lilja Dóra, þú getur
verið stolt af foreldrum þínum,
þau standa sig svo ótrúlega,
ótrúlega vel í sinni miklu sorg.
Við munum alltaf gera okkar
besta til að styðja þau og
styrkja. Elskum þig, litla stelpu-
skott.
Sigríður og Pétur
Bergmann, Hafdís Tinna
og Berglind Elly.
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013
✝ Hulda MargrétÞorgeirsdóttir
fæddist að Austur-
haga í Aðaldal 16.
júní 1923. Hún lést
á Droplaugarstöð-
um 20. mars 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Þorgeir
Kristjánsson, f.
12.10. 1895, d. 7.2.
1975 og k.h.
Sigfríður Gyða
Hallgrímsdóttir, f. 3.12. 1894,
d. 24.11. 1972, þau slitu sam-
vistum 1937. Systkini Huldu
voru: Drengur, f. 6.1. 1916 sem
lést í frumbernsku, Helga, f.
21.5. 1917, d. 30.7. 1985, gift
Ásgeiri Kröyer, f. 1914, d.
1997 og Óli Geir, f. 10.8. 1926,
d. 23.9. 2010, kvæntur Ásu
Gunnar Ómar dótturina Sal-
óme Huld, f. 24.4. 1982, maður
hennar er Sigurður Þór Har-
aldsson, f. 24.3. 1979, börn
þeirra eru Emilía Sól Guð-
mundsdóttir, f. 24.8. 2003, Pat-
rekur Þór Guðmundsson, f.
8.8. 2005 og Hildur Þórey Sig-
urðardóttir, f. 29.3. 2012.
Hulda ólst upp með for-
eldrum sínum fyrst í Austur-
haga til 1927 að þau fluttu til
Húsavíkur og fengu leigt í
gamla prestsetrinu Húsavík og
bjuggu þar á móti þremur
prestum til ársins 1935 að þau
fluttu til Siglufjarðar. Megnið
af starfsævinni vann Hulda ut-
an heimilis, m.a. var hún kokk-
ur á Hótel Bifröst í Norður-
árdal. Hún vann hjá Osta- og
smjörsölunni, Sælgætisgerð-
inni í Rauðagerði, eldhúsi
Landspítalans v/Hringbraut og
eldhúsi Íslandsbanka í Lækj-
argötu.
Útför Huldu fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 27. mars
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
Hafdísi Þórarins-
dóttur, f. 1928, d.
2003.
Hulda giftist
6.11. 1944 Gunnari
Guðjónsyni, húsa-
smið frá Nes-
kaupsstað, f. 4.9.
1918, d. 25.7. 2009,
þau slitu samvist-
um 1983. Einka-
sonur þeirra er
Gunnar Ómar, f.
14.9. 1957, sambýliskona hans
er Bjarndís Arnardóttir, f.
30.9. 1965, dóttir þeirra er Ísa-
bella Margrét, f. 28.6. 2006.
Fyrir átti Bjarndís dótturina
Júlíönu Björt Ívarsdóttur, f.
12.4. 1992. Með fyrri konu
sinni Guðlaugu Steindórs-
dóttur, f. 1.6. 1961, eignaðist
Elsku amma mín, hvað ég á
eftir að sakna þín rosalega mikið.
Þú varst alltaf svo góð við mig og
kenndir mér svo margt skemmti-
legt sem ég gleymi aldrei, eins
t.d. að spila á spil, en þú spilaðir
svo oft við mig veiðimann, uppá-
haldsspilið mitt og stundum ól-
sen ólsen og Svarta pétur. Þú
kenndir mér líka á peningana í
fínu buddunni þinni og litaðir
með mér í litabókinni eða punt-
aðir dúkkurnar með mér. Amma
mín, þú hafðir alltaf tíma til þess
að gera eitthvað skemmtilegt
með mér meðan þú varst hraust
og því mun ég aldrei gleyma. Þú
laumaðir líka oft að mér pening-
um sem ég setti í baukinn minn
eða keypti mér eitthvað fallegt.
Mér fannst líka mjög gaman að
fá þig í pítsu á föstudögum eða
fara í pönnukökur til þín í Furu-
gerði með pabba og mömmu. Það
voru sko bestu pönnukökur í
heimi amma.
Elsku amma mín, mikið vildi
ég fá að hafa þig lengur og ég
veit að þú hefðir miklu frekar
viljað vera engill á jörðinni hjá
mér heldur en ósýnilegur engill
uppi hjá Guði.
Þín
Ísabella Margrét.
Nú er Hulda mín farin. Ég
minnist þessarar frábæru konu
sem varð kjölfesta í lífi mínu frá
því ég var 9 mánaða gömul. Móð-
ir mín, Helga Níelsdóttir ljós-
móðir, réði Huldu þá 19 ára
gamla sem húshjálp og barn-
fóstru fyrir mig og 10 ára systur
mína. Hulda kom til Reykjavíkur
frá Siglufirði þar sem hún ólst
upp. Fljótt komu fram hennar
einstöku hæfileikar til húshalds,
matreiðslu og svo var hún mjög
barngóð. Hún dvaldi á Miklu-
brautinni í 7 ár, hélt heimili og
annaðist okkur systur.
Þá varð ég að kveðja Huldu
mömmu eins og ég kallaði hana
þegar hún hélt til Neskaupstaðar
með eiginmanni sínum, Gunnari
Guðjónssyni. Þau bjuggu í Nes-
kaupstað í 5 ár en þá komu þau
aftur til Reykjavíkur og leigðu
íbúð af móður minni á Miklu-
braut 1. Gunnar fékk vinnu hjá
Sambandinu og hóf að byggja
húsið að Tunguvegi 17 sem þau
fluttu í tveimur árum seinna. Það
var allt byggt í frítíma þeirra og
stóð Hulda ávallt sem klettur við
hlið mannsins síns.
Stuttu eftir að Hulda og
Gunnar fluttu á Tunguveginn
eignuðust þau Gunnar Ómar og
var það mikil hamingja í þeirra
lífi þar sem þau voru bæði ein-
staklega barngóð.
Leiðir þeirra Huldu og Gunn-
ars skiljast þegar Hulda er sex-
tug. Þá voru tengdaforeldrar
mínir að flytja að Hringbraut 28
og það var laus íbúð í húsinu.
Hulda flutti inn og bjó þar næstu
20 árin í frábæru sambýli með
Sigrúnu tengdamóður minni og
Siggu systur hennar. Hulda tók
bílpróf og reyndist þeim systrum
á Hringbrautinni ómetanleg
hjálp í alla staði þegar þurfti á
bílferðum að halda. Seinni árin
varð ég daglegur gestur á Hring-
brautinni hjá þeim Huldu og
Siggu. Ég var að vinna í næsta
nágrenni og var eiginlega í fæði
hjá þeim til skiptis. Eftir að
Sigga lést flutti Hulda í Furu-
gerði 1 og tókst að gera íbúðina
sína hlýlega og vistlega. Það var
alltaf gestkvæmt hjá Huldu enda
ávallt tekið vel á móti gestum.
Ég var alltaf velkomin á hennar
heimili og það var alltaf jafn
notalegt þegar við borðuðum
saman.
Alla tíð var Hulda mér innan
handar og var hjálpsemi henni
ávallt í blóð borin. Hún var mikil
handavinnukona og svo vandvirk
að allt varð að listaverkum í
hennar höndum.
Síðustu tvö árin voru Huldu
erfið vegna veikinda en aldrei
kvartaði hún. Það var alltaf sama
æðruleysið sem einkenndi hana
Huldu mína fram á hennar síð-
asta dag. Ég á henni svo margt
að þakka að það verður ekki upp-
talið hér. Hulda var mér eins og
móðir og lifir áfram í minningu
minni um ókomna tíð.
Ég votta Ómari, Salome og
fjölskyldu mína dýpstu samúð.
Edda Níels.
Frábær kona er fallin frá. Við
systur kveðjum hana Huldu okk-
ar með sorg í hjarta. Þó við séum
ekki skyldar Huldu hefur hún
alltaf verið hluti af okkar fjöl-
skyldu. Í okkar uppvexti voru
aldrei fjölskylduboð án Huldu og
Gunna. Það var mikil gæfa fyrir
okkur systur ansi ungar að árum
þegar Hulda vann í sælgætis-
gerðinni Mónu og með afmæl-
isgjöfunum fylgdi óvæntur
glaðningur í nammipoka. Þegar
maður er 7 ára þá er það nóg til
setja fólk í dýrlingatölu. Hulda
var alltaf ein af fjölskyldunni. Í
jólaboðunum á Miklubrautinni,
hjá Helgu ömmu stjórnaði hún
laufabrauðsbakstri eins og henni
einni var lagið. Hulda var komin
vel yfir áttrætt þegar hún tók
seinast þátt í laufabrauðinu með
okkur og fannst henni mamma
ekki ennþá fletja nógu þunnt út.
Enda Hulda með eindæmum
vandvirk kona og kröfuhörð á að
allt væri vel gert. Hún var frá-
bær hannyrðakona og við systur
nutum góðs af gjafmildi hennar
og eigum frábærlega vel gerða
jóladúka eftir hana.
Þegar hún flutti á Hringbraut-
ina ásamt Sigrúnu ömmu og
Siggu frænku þá fórum við alltaf
í heimsókn á allar hæðir. Maður
mátti til að kíkja á allar döm-
urnar og var Hulda aldrei und-
anskilin. Meðan amma og Sigga
lifðu þá var aldrei bara einni
þeirra boðið í mat, þær voru allt-
af þrjár og við kölluðum þær
hina heilögu þrenningu.
Hulda var einstaklega góð
kona og hafði góða nærveru. Eft-
ir að ég, Sigrún, flutti í Garða-
bæinn ásamt manni mínum liðu
varla þau áramót að Hulda kæmi
ekki til okkar. Hún var okkur
alltaf eins og besta amma og við
söknum hennar sárt.
Elsku Ómar, Salome og fjöl-
skylda, við sendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Sigrún og Helga
Bergsteinsdætur.
Horf́ég um heiðríkt kvöld
himins í geim,
stjarnanna bjarta blik
bendir mér heim,
þangað sem eilíf er
::alsæla búin mér::
alsæla mér.
(sr. Sigurður Jónsson í Lundi)
Hún er sem óðast að hverfa
kynslóðin sem upplifði allar
breytingarnar í íslensku þjóðlífi
á öldinni sem leið. Í þeim hópi
var Hulda Þorgeirsdóttir. Hún
ólst upp við kröpp kjör kreppu-
áranna, fyrst á Húsavík, en svo á
Siglufirði. Snemma þurfti hún að
taka til hendinni t.d. við barna-
gæslu, síldarsöltun, aðstoð í mat-
sölu og sokkaviðgerðir hjá efna-
meiri Siglfirðingum.
Á stríðsárunum lá leið Huldu
til Reykjavíkur þar sem hún bjó
upp frá því að undanskildum
fáum árum sem þau hjónin
bjuggu í Neskaupstað um miðja
öldina. Er til Reykjavíkur kom
réðst Hulda í vist hjá Helgu
Níelsdóttur ljósmóður og mynd-
aðist góð vinátta við Helgu og
hennar fjölskyldu. Búskap sinn
byrjuðu þau Gunnar undir þaki
Helgu, og aftur eftir að þau
komu frá Neskaupstað og
bjuggu þar uns þau fluttu í ný-
byggt hús sitt að Tunguvegi 17
árið 1957. Það ár urðu þau þeirr-
ar gleði aðnjótandi að fá lítinn
dreng til ættleiðingar sem var
þeirra eina barn.
Hulda var mikil húsmóðir,
gestrisin og naut þess að búa til
mat og brauð helst fyrir marga,
enda var hún listakokkur sem
gerði einhvern besta mat og
brauð sem ég hef fengið. Hún
var líka mikil og flink handa-
vinnukona, útsaumaðir stólar,
stór mynd frá bernskuslóðum
hennar í Aðaldal, púðar, dúkar
og myndir bera handbragði
hennar fagurt vitni. Á síðari ár-
um var það hálsfestagerð, ker-
amik og perlusaumaðar buddur.
En jafnframt var heklað, prjónað
og gert jólaföndur af ýmsum
gerðum.
Hulda var mikill lestrarhest-
ur, ég held að hún hafi lesið flest-
ar bækur sem til eru í minni
eigu, til viðbótar því sem aðrir
lánuðu henni. Það var ekki
ósjaldan sem hún hringdi og
spurði „áttu ekki eitthvað handa
mér að lesa, ég er alveg allslaus“.
Hún hafði líka mikla dægrastytt-
ingu af að leggja kapal og hafði
gaman af að spila gamla og góða
vist.
Vinátta Huldu og móður
minnar var gömul og gróin, en
þær kynntust hér í Reykjavík á
fimmta áratugnum, skömmu eft-
ir að faðir Huldu og amma mín
rugluðu saman reytum sínum.
Ég hef því alltaf litið á Huldu og
systkini hennar sem hluta af
móðursystkinum mínum og góða
viðbót við stórfjölskylduna.
Mér er í minni gleðin og til-
hlökkunin þegar von var þeirra
góðu gesta, Huldu, Gunnars og
Ómars norður á sumrin. Hulda
sem alltaf var einstaklega barn-
góð hafði ótrúlega þolinmæði
fyrir lítinn strák.
Á árunum undir tvítugt naut
ég oft gestrisni þeirra hjóna og
því var alltaf tekið ljúfmannlega
að skjóta skjólshúsi yfir dreng-
inn, hvort sem næturnar voru ein
eða fleiri. Ég man að á þessum
árum sat Hulda oft við eldhús-
borðið með handavinnu eða fönd-
ur, þá var í uppáhaldi hjá henni
að gera blómvendi úr litskrúð-
ugum nælonsokkum og vír.
Ennþá er einn slíkur til í stof-
unni hjá mér.
Nú að leiðarlokum er því
margs að minnast og margt að
þakka, því tómarúmið sem Hulda
mín skilur eftir sig er stórt.
Kæri Ómar, Bjarndís, Ísa-
bella, Salóme og fjölskylda, ég
votta ykkur samúð.
Sveinn Valdimar Jónasson.
Hulda Margrét
Þorgeirsdóttir
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGURRÓSAR GRÍMSDÓTTUR
frá Búðarflöt,
Álftanesi.
Gunnar Sigurðsson, Jóna Guðlaugsdóttir,
Hallgrímur Sigurðsson, Sólveig Einarsdóttir,
Bertha María Sigurðardóttir, Róbert Þórðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát eigin-
konu minnar, systur og frænku,
IÐUNNAR LÚÐVÍKSDÓTTUR,
Tjarnarbóli 4,
Seltjarnarnesi.
Megi páskahátíðin vera okkur öllum styrkur á framtíðarbraut.
Sigurður B. Oddsson,
Gerður Lúðvíksdóttir,
Styrgerður Hanna Jóhannsdóttir.
Elsku langamma mín.
Ég á erfitt með að trúa að þú
sért farin til himna. Allar heim-
sóknirnar til ömmu í pönnukökur
og síðar meir á elliheimilið sitja
fast í minni mér og ég mun alltaf
vera ævinlega þakklát fyrir þær
stundir sem við eyddum saman.
Þú komst mér alltaf til að hlæja
með þínum æðislega húmor og ég
fór ævinlega ánægð og södd út frá
þér. Þegar við vorum fyrir norðan
hringdir þú oftast einu sinni á dag
til þess fyrst og fremst að athuga
hvort allir væru heilir heilsu, í
öðru lagi baðstu guð um að vera
með okkur og í síðasta lagi að
passa okkur á hættunum. Mér
Elín Sæmundsdóttir
✝ Elín Sæmunds-dóttir fæddist
að Árnabotnum í
Helgafellssveit 13.
júlí 1919. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Víðihlíð 13.
mars 2013.
Útför Elínar fór
fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju
21. mars 2013.
þykir svo vænt um
öll þessi símtöl og ég
mun sannarlega
sakna þess að heyra
röddina þína. Ég
man þegar þú sagðir
mér að passa mig á
Reykjavíkurstelpun-
um og vara mig á öll-
um strákunum. Ég
lofa amma, ég hef
sko ekki svikið þig
og alltaf farið var-
lega því ég vil alls ekki að þú hafir
neinar áhyggjur af mér.
Ég vona að þér líði vel núna
með langafa og getir gert allt sem
þig lystir. Takk fyrir að hafa verið
stór partur í lífinu mínu og leyft
mér að taka allar myndirnar af
þér á símann minn þótt þú fuss-
aðir og sveiaðir eftir 15 myndir í
sömu heimsókninni (skiljanlega).
Jólin sem við áttum með þér voru
yndisleg og hápunkturinn var að
fá að syngja fyrir þig á aðfanga-
dag, öll uppáhaldsjólalögin þín.
Ég skal alltaf syngja fyrir þig á
þessum hátíðardegi þau ár sem ég
á eftir lifuð.
Að lokum, elsku amma, vil ég
segja þér að ég gat ekki getað
sleppt því að gráta þegar ég fékk
tilkynninguna um að þú værir far-
in okkur frá. Þú hafðir sagt mér að
sleppa því að gráta þegar þú
myndir deyja því það myndi ekki
skipta neinu máli. Ég mun einfald-
lega sakna þín of mikið, amma, og
þess vegna fór ég að gráta.
Ég mun aldrei gleyma þér, mín
kæra, þú varst einstök. Guð blessi
þig.
Það má svo sem vera
að vonin ein
hálf veikburða sofni í dá.
Finnst vera eitthvað
sem íþyngir mér
en svo erfitt í fjarlægð að sjá.
Það gilda má einu
hvort ég áleiðis fer
eða staldra hér ögn við og bíð.
Þótt tómið og treginn
mig teymi út á veginn
ég veit ég hef alla tíð …
verið umvafin englum
sem að vaka hjá
meðan mannshjörtun hrærast
þá er huggun þar að fá.
Þó að vitskert sé veröld
þá um veginn geng ég bein
því ég er umvafin englum
aldrei ein, aldrei ein.
Guðný Ósk Karlsdóttir.