Morgunblaðið - 27.03.2013, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013
✝ Þorvarður G.Haraldsson
fæddist í Reykjavík
24. mars 1943.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi
föstudaginn 15.
mars 2013. For-
eldrar hans voru
Haraldur Þorvarð-
arson, f. 2. febrúar
1918, d. 5. júní
1998, og Sigurbjörg Kristín
Valdimarsdóttir, f. 12. janúar
1925, d. 30. september 1971.
Fósturforeldrar frá þriggja
mánaða aldri voru föðurafi,
Þorvarður Einarsson, f. 21. apríl
1885, d. 9. september 1960, og
seinni kona hans Elínbjörg Jón-
asdóttir, f. 10. maí 1889, d. 5. júlí
1980.
Hinn 24. júní 1967 kvæntist
Þorvarður Svanhildi Árnadótt-
ur, f. 22. júní 1949. Börn Þor-
varðar og Svanhildar eru Arnar
Smári, f. 1966, maki hans er
Kristín Hildur Thorarensen, f.
1967, börn Andri Freyr, f. 1993,
d. 1999, Egill Þorri, f. 1995, og
bæ sem Þorvarður byggði að
miklu leyti sjálfur, þar sem þau
hafa búið í rúmlega 40 ár.
Þorvarður fór á samning 16
ára gamall og lærði dúklagn-
ingar og veggfóðrun. Hann
lærði hjá Einari Þorvarðarsyni
dúklagningameistara og starf-
aði svo fyrstu árin hjá Ólafi
Ólafssyni dúklagningameistara
en hóf að starfa sjálfstætt um 25
ára aldur og starfaði þannig alla
tíð. Á fyrstu starfsárum sínum
vann hann við dúklagningar og
veggfóðrun á heimilum og op-
inberum byggingum. Á rúmlega
tíu ára tímabili starfaði hann að
mestu leyti við dúklagningu og
innréttingu breyttra bíla,
sjúkra- og lögreglubifreiða og
rútubifreiða. Hann var mjög eft-
irsóttur í þá vinnu vegna vand-
virkni sinnar. Á seinni árum
starfaði hann við dúk- og flísa-
lagnir í heimahúsum og fyrir-
tækjum, ásamt því að vinna við
dúklagningu og innréttingu
langferðabifreiða hjá Reyni Jó-
hannssyni í Lambhaga. Hann
hafði gaman af hvers konar
handverki og lék allt í hönd-
unum á honum. Þorvarður var
hæfileikaríkur í sínu fagi, góður
handverksmaður og naut virð-
ingar innan sinnar fagstéttar.
Útför Þorvarðar fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 27. mars
2013, og hefst athöfnin kl. 15.
Elvar Orri, f. 2002.
Sævar Freyr, f.
1968, maki hans er
Guðríður Ingunn
Kristjánsdóttir, f.
1968, börn Fannar,
f. 1991, Arnór
Freyr, f. 1993,
Svanhildur, f. 1997,
og Árný Margrét, f.
2001. Elínbjörg
Katrín, f. 1970,
maki hennar er
Hinrik Rúnar Haraldsson, f.
1966, börn Gróa, f. 2002, Elín, f.
2008, og Þorvarður, f. 2009. Sig-
urbjörg Kristín, f. 1975, barn
Bjartey, f. 2012. Haraldur Árni,
f. 1981, maki hans er Harpa
Dögg Vífilsdóttir, f. 1982, barn
Andri, f. 2011.
Þorvarður ólst upp í Stykkis-
hólmi, eyjunum Rifgirðingum
austan Stykkishólms og bænum
Jónsnesi vestan Stykkishólms,
til 16 ára aldurs en fluttist þá til
Reykjavíkur. Þorvarður kynnt-
ist Svanhildi 21 árs gamall og
hófu þau búskap í Kópavogi árið
1965. Árið 1972 fluttu þau í sitt
eigið hús í Grenilundi 4 í Garða-
Hjartkær vinur og eiginmaður,
svo veikur, sagði hann við mig:
„Það er svo vont að fara frá þér, ég
hefði viljað að ég ætti tíu ár í við-
bót með þér.“ Ég er svo góðu vön
því Væi gerði allt fyrir mig.
Mamma sagði alltaf við mig þegar
ég var ung hvað ég væri heppin.
Það er erfitt að horfa á vorið fram-
undan og hafa hann ekki hjá mér
þegar ég horfi á laukana koma
upp í garðinum. Hann var mikill
dundari og vildi hafa allt hreint og
fínt. En hjá mér munu hlutirnir
breytast og nýir hlutir gerast.
Einhvern veginn fær maður
styrk.
Við ferðuðumst síðari ár til út-
landa. Margar góðar ferðir voru
farnar með Hópferðamiðstöðinni,
þær voru yndislegar og nutum við
þeirra mjög og eignuðumst góða
vini. Ætlun okkar var að fara í
eina svona ferð í haust en vegna
veikinda minna frestuðum við
henni og ætluðum okkur að fara
nú í mars. Sú ferð var ekki farin
vegna veikinda hans. Við ferðuð-
umst einnig mikið innanlands þar
sem tvö börn okkar og barnabörn
búa á Vestfjörðum, ferðum okkar
þangað fjölgaði með árunum. Það
var yndislegt, börnin voru dugleg
að fara með okkur um allt. Síðasta
ferðalag okkar saman var haust-
ferð til Þingvalla í september síð-
astliðnum með rekstrardeild Ís-
landsbanka þar sem ég vinn. Bæði
ég og Væi viljum þakka öllum
samstarfsmönnum mínum fyrir
góðan styrk sem þau hafa veitt
mér og skilning.
Ég minnist þess þegar við fór-
um vestur í dagsferð upp í Drápu-
hlíðarfjall á Snæfellsnesi með
nesti og bakpoka og gengum upp
hlíðina og tíndum smásteina sem
við ætluðum í kringum arininn í
bústaðnum. En ég er mikið nátt-
úrubarn og hann var alltaf til í það
sem ég gerði enda áttum við góðar
minningar um Drápuhlíðarfjallið.
Síðan varð listaverk úr þessum
steinum, lakkað og rammað inn í
viðinn kringum arininn.
Þegar við ferðuðumst sáum við
ýmislegt úti í náttúrunni. Eins og
margt annað áttum við mikla sam-
leið saman í að búa til og skapa.
Hann tók þátt í öllum hannyrðum
og föndri með mér, vildi fylgjast
með hvað væri verið að gera.
Hann aðstoðaði með margt sem
ég þurfti að gera, skera niður leð-
ur og spjöld, sníða gardínur eða
einhverja aðra vitleysu sem mér
datt í hug eins og að mála hús á
steina sem ég tíndi í fjörunni.
Heimilið hjá okkur var okkar, þar
má sjá mörg handverk eftir Væja.
Væi leitaði aldrei til annarra
um hjálp, í uppeldinu var svo ríkt
að bjarga sér sjálfur. Við áttum
svo mikið eftir að gera, ferðast
meira. Sú hugsun var alltaf hjá
okkur að eiga fyrir hlutunum. En
við erum rík og eigum stóra fjöl-
skyldu. Í huganum ertu ekki far-
inn frá mér. Það er svo margt sem
minnir mig á þig sem gleymist
ekki. Nú ertu farinn og þér líður
vel, eftir stutt veikindi, þessi
hrausti Hólmari.
Þín eiginkona,
Svanhildur (Svana).
Elsku pabbi, tengdapabbi og
afi.
Þegar ég var lítil stelpa fannst
mér best í heimi að skríða upp í
rúm til þín og kúra hjá þér. Mig
langaði oft að gera það núna í veik-
indunum þínum en ég er víst orðin
of stór. Dætur mínar, Gróa og El-
ín, tóku við af mér. Þér fannst allt-
af gott þegar við vorum í heim-
sókn í Grenó og þær komu upp í til
afa og kúrðu hjá þér á morgnana.
Ef þú vaknaðir á undan þeim
varstu fljótur að hoppa upp í rúm
og bíða eftir að þær kæmu að
kúra.
Þú hefur kennt mér margt og
mikið í gegnum tíðina og er ég
hreykin af því að hafa lært svona
margt af þér. Þú varst líka lista-
maður í höndunum. Þegar ég var
lítil man ég líka eftir því þegar þú
fórst með mér að kaupa fyrstu
skólatöskuna. Hvað ég var montin
með hana enda var hún appelsínu-
gul. Þú keyptir líka handa mér
fyrstu vínilplötuna mína,
Hrekkjusvín, og kann ég hana enn
þann dag í dag utan að.
Þegar ég keypti mína fyrstu
íbúð varst þú mættur að gera
hana fína og dytta að. Þú sagðir
líka oft að það kæmist nú varla
meira dót þarna inn, þig hlyti nú
samt að vanta kertastjaka. Þú
gerðir mikið grín að dótinu mínu
og komst oft í kaffi til mín þar sem
þú spurðir hvort það væri ekki
pláss fyrir eina hillu í viðbót í stof-
unni. Í veikindunum sagði ég þér
svo frá því að ég væri farin að
safna kertastjökum, þú sprakkst
úr hlátri og sagðir að ég væri nú
löngu byrjuð á því. Þér fannst líka
tilkomumikið að ég gæti lýst upp
heilt sjávarþorp með kertunum
því Hinni sagði þér eitt sinn að það
sæist ekki þegar það yrði raf-
magnslaust á Flateyri því það
væri svo mikið af kertastjökum.
Þegar Hinni minn kom í fjöl-
skylduna tókstu honum vel og vor-
uð þið góðir vinir. 17. ágúst 2002
eignumst við svo Gróu eða ís-
bjarnarstelpuna hans afa. Þið vor-
uð alltaf miklir vinir og töluðuð
mikið saman í síma enda áttuð þið
mörg leyndarmál saman.
Hinn 7.7. ’07 giftum við Hinni
okkur og varst þú svo stoltur af
því að ganga með mér inn kirkju-
gólfið. Þú varst jafnframt hrædd-
ur að labba með mér inn og fannst
mér það frekar fyndið þegar ég
þurfti að toga í þig til að þú myndir
ekki hlaupa með mig inn í kirkju.
Um kvöldið klikkaðir þú ekki á að
dansa við mig flottasta dansinn
þinn, yndislegt.
17. mars 2008 átti ég svo Elínu
og var hún skírð á 65 ára afmæl-
isdaginn þinn. Ári seinna eða 6.
febrúar 2009 kom nafni þinn í
heiminn, Þorvarður. Það er ekki
nóg með að hann beri nafnið þitt
heldur er hann sko líka með skap-
ið hans afa. Ég og Hinni skírðum
öll okkar börn heima hjá ykkur
mömmu með mikilli hjálp frá fjöl-
skyldunni og fannst okkur alltaf
vænt um það.
Elsku pabbi, takk fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir mig og fjöl-
skylduna mína. Við munum sakna
þín mikið en við ætlum að tala
mikið um þínar skemmtilegu
minningar og elskum þig mikið.
Takk fyrir allar góðu stundirnar
með okkur.
Þín dóttir,
Elínbjörg Katrín
og fjölskylda.
Elsku pabbi, þú kenndir mér
svo margt. Þú lést mig alltaf fara
vel með peningana mína, lést mig
vinna inn fyrir öllu og þjálfaðir
mig upp í að vera handlaginn og
hugsa vel um hlutina mína. Þegar
ég var að alast upp áleit ég uppeld-
ið mitt vera strangt og á köflum
ósanngjarnt en ég sé í dag að það
var boðskapur með þessu öllu
saman. Í dag nota ég sömu form-
úlu og þú notaðir á strákinn minn,
formúlu sem virkar. Það á sko
ekki að taka það sem sjálfsögðum
hlut að eiga jafn góðan pabba og
þú varst.
Við áttum margt sameiginlegt.
Við elskuðum báðir að ferðast. Við
höfðum líka báðir mikinn áhuga
fyrir tækjum og tólum. Við gátum
smitað hvor annan af dellunni.
Hvern hefði grunað að þú værir
kominn með snjallsíma, iPod, iPad
og iMac einungis ári eftir að þú
lærðir fyrst á tölvu? Það þurfti
ekkert að eiga réttu græjurnar,
það þurfti að eiga flottustu græj-
urnar. Þessu ætla ég að halda
áfram og nota þig sem afsökun,
pabbi valdi alltaf það flottasta.
Hver á jafn svalan pabba og ég
þegar ég stend 15 ára á ferðalagi
með ykkur mömmu í Glasgow og
þú splæsir á mig fyrsta bjórnum
mínum? Eða hver á jafn rosalega
flottan pabba sem lætur ekki
segja sér það tvisvar þegar hann
er beðinn um að fara yfir 200 km
hraða á autobananum í Þýska-
landi?
Við vorum alltaf miklir félagar.
Þegar ég svo eignaðist Andra kom
fljótt í ljós að þið Andri voruð
bestu vinir. Þú gafst Andra svo
mikið og hann talar stanslaust um
þig. Strætóinn sefur hann enn
með, tveimur vikum eftir að hann
fékk hann. Ég þarf að passa vel
uppá að kenna Andra að smíða og
mála, eða að kenna honum allt það
sem afi hefði kennt honum í bíl-
skúrnum. Andri var nú þegar
byrjaður að suða um að fá að fara
út í skúr.
Þér til heiðurs ætla ég að
hlaupa maraþon í sumar og
styrkja Krabbameinsfélagið. Þú
varst búinn að lofa mér því að
sparka í rassgatið á mér síðustu
metrana gegn því að ég myndi
prófa að hlaupa úr Jónsnesi í
Hólminn eins og þú talaðir svo oft
um að þú hafir gert.
Það er mikill söknuður af þér
pabbi. Þrátt fyrir að þú sért farinn
á betri stað heldur þú áfram að
vera mér góð fyrirmynd. Ég ætla
að nota þín trix til að verða jafn
góður pabbi og þú varst. Við ætl-
um að gera okkar besta til að
Andri litli muni sem mest eftir afa
Væja. Hvíldu í friði.
Þinn sonur,
Árni Þorvarðarson.
Elsku pabbi, tengdapabbi og
afi, takk fyrir allt saman. Það er
sárt að sjá á eftir þér og mikill
söknuður.
Þakklæti er okkur í huga fyrir
þann tíma sem þú lifðir með okkur
og fyrir þau áhrif sem þú hafðir á
okkur.
Elsku pabbi, þú kenndir mér
margt sem ég tileinka mér í dag.
Þú kenndir mér að vera hjartahlýr
og góður, með faðmlögum, snert-
ingu, hlýju og væntumþykju, frá
því að ég var barn, sem er mér af-
ar dýrmætt. Þolinmæði og vand-
virkni, að gefast ekki upp heldur
að gefa mér tíma til að gera hlut-
ina vel. Snyrtimennsku, að ganga
vel um með virðingu fyrir hlutum
og umhverfi. Einnig kurteisi og
virðingu í framkomu við aðra. Það
litla sem ég starfaði með þér í þínu
fagi á unglingsárum mínum var
mér einnig lærdómsríkt og dýr-
mætt.
Elsku tengdapabbi, í hjarta
mínu geymi ég margar góðar
minningar um þig. Frá þeim degi
að ég kom í fjölskylduna hefur þú
reynst mér vel og hefur samband
okkar einkennst af hlýju, vænt-
umþykju og gagnkvæmri virð-
ingu. Þú varst einstaklega traust-
ur og góður maður. Fjölskylda þín
skipti þig öllu máli og var þér annt
um velferð allra. Þú gladdist yfir
sérhverju barnabarni og nutu þau
mikillar ástúðar og vináttu frá
þér. Minning þín lifir með okkur
dag hvern vegna þinna góðu verka
og hjartahlýju.
Þú varst yndislegur og góður
afi. Tókst okkur strákana í fangið
nýfædda, gekkst með okkur um
gólf, huggaðir og sýndir okkur
umhverfið, klappaðir á bakið og
knúsaðir. Það voru margar stund-
irnar sem við undum okkur í bíl-
skúrnum hjá þér við að smíða eða
annað. Það var alltaf gaman með
þér og ömmu í sumarbústaðnum.
Í einni ferðinni þangað fékkst þú
indjánanafnið Fljúgandi örn, sem
við strákarnir snérum út úr og
sögðum Fljúgandi önd, sem okkur
öllum fannst voða fyndið. Við fór-
um í indjánaleiðangur þar sem við
lögðumst á magann á árbakkann
og drukkum vatn úr ánni. Við
bræðurnir vorum oft í hlutverka-
leikjum og smíðaðir þú nokkur
sverðin fyrir okkur sem bardaga-
kappa eða prinsa. Ekki má
gleyma köðlunum sem hver og
einn okkar bræðra fékk og voru
mikið notaðir í sumarbústaðnum.
Þú kenndir okkur að draga fána
að hún, sigldir með okkur á bátn-
um þínum, fórst með okkur í fjöru-
ferðir og gerðir svo ótalmargt
fleira skemmtilegt með okkur,
sem við munum minnast.
Við fjölskyldan erum þakklát
fyrir þær mörgu skemmtilegu
samverustundir sem við áttum
með þér og mömmu/ömmu í sum-
arbústaðnum og við minnumst
þeirra oft. Þar höfðum við það oft
notalegt saman.
Það var þér og okkur öllum í
fjölskyldunni mikil sorg þegar
Andri Freyr lést. Í byrjun þessa
árs þegar það varð ljóst að þú
varst með svo illvígan sjúkdóm,
sem raun bar vitni, talaðir þú um
að nú myndir þú fara til Andra
Freys, sem átti svo stóran stað í
hjarta þínu.
Æðruleysi þitt og hversu opinn
þú varst í veikindum þínum
kenndi okkur öllum margt og sá
tími, þó stuttur væri, var okkur
sérlega dýrmætur. Það hjálpaði
þér og ekki síður okkur, að takast
á við þá erfiðu raun að kveðjast.
Takk fyrir allt saman.
Smári, Kristín, Egill Þorri
og Elvar Orri.
Nú er elsku pabbi minn dáinn,
ég fæ því vart trúað. Ég sagði við
þig um daginn að þetta væri vond-
ur draumur sem ég vildi vakna
upp af. Ég vildi ekki trúa að þetta
væri að gerast.
Þegar ég var að alast upp man
ég eftir því að pabbi var oftast að
vinna frá átta til sjö, og mamma
var heimavinnandi á þeim tíma.
Við fórum allra okkar ferða á
Dartinum sem enn er til, pabbi og
Smári gerðu hann svo upp seinna.
Þegar við systkinin fermdumst
voru herbergin okkar gerð alveg
rosalega fín, nýtt teppi á gólf, þilj-
ur settar á veggi og strigavegg-
fóður með dökkbæsuðum trélist-
um á samskeytum í mínu
herbergi. Svo fékk ég nýjar græj-
ur frá pabba og mömmu sem var
rosaleg tilhlökkun að fá, pabbi
valdi þær af stakri snilld. Pabbi
passaði alltaf upp á að við systk-
inin fengjum allt jafnt, það var
hans hjartans mál. Sem ég mun
einnig hafa til hliðsjónar varðandi
mín börn.
Þegar ég varð 17 ára og keypti
fyrsta bílinn hjálpaði pabbi mér að
velja hann, þar var ekki flanað að
neinu. Það var vandlega skoðað
hvað hann væri mikið keyrður og
hve margir eigendur. Seinna lendi
ég í því að velta bílnum á Austur-
landsveginum, ég kem heim um
morguninn, er lengi að safna
kjarki til að fara inn í herbergi til
pabba og segja honum frá þessu.
Ég vakti hann og sagði honum allt
að létta. Hann spurði: „Slasaðist
einhver?“ Ég svaraði nei, þá róaði
hann mig niður og sagði: „Þetta er
bara járnadrasl, allt í lagi meðan
enginn slasaðist.“ Þá gat ég sofn-
að rólegur.
Eftir að ég eignaðist mín börn
hefur pabbi alltaf verið þeim góð-
ur og þau hafa margt brallað með
afa sínum.
Þegar við fluttum vestur á firði
vorum við í góðu símasambandi,
sérstaklega eftir að pabbi hætti að
vinna. Þá hringdi ég oft í hann og
við ræddum um pólitík, þjóð-
félagsmálin og þess háttar.
Síðustu ár buðum við pabba og
mömmu vestur á sumrin eða um
páskana, þetta voru mjög minn-
isstæðar heimsóknir. Við fórum
t.d. síðasta sumar með þeim út í
Vigur og Svalvogahringinn og það
sprakk á bílnum á besta stað. Síð-
asta daginn áður en þau fóru til
baka fórum við öll saman á suð-
urfirðina út Ketildali og á heima-
slóðir Gísla á Uppsölum. Við
breiddum út teppi á eyðibýlinu og
drukkum kaffi og með því. Þetta
sumar hugsa ég oft um og þakka
Guði fyrir að hafa átt það með
honum.
Seinnipartinn í haust og fram
yfir jól var pabbi lasinn og hresst-
ist aldrei, sama hvað læknarnir
gerðu. Í byrjun janúar tilkynnti
mamma mér að pabbi væri með
krabbamein. Eftir það fórum við
flestar helgar suður til að geta
verið sem mest með honum og
mömmu.
Ég man eina helgina hvað hann
var glaður að hafa öll barnabörnin
hjá sér í einu. Hann tók súrefn-
isslönguna af sér, svo hann væri
ekki með hana á myndunum sem
voru teknar af ykkur öllum sam-
an.
Á líknardeildinni pumpaði ég
margar gamlar sögur upp úr
pabba, t.d. fyrstu kynni þeirra
mömmu og eins fyrstu kynni við
tengdaföður sinn og hvernig húsið
heima í Garðabæ var hlaðið.
Ég veit að heill her tekur á móti
honum hinum megin, Andri
Freyr, Þorvarður, Elínbjörg, Kolli
og fleiri.
Takk fyrir allt elsku pabbi.
Sævar F. Þorvarðarson.
Elsku tengdapabbi er látinn.
Baráttan við krabbameinið var
stutt og erfið. Eftir stendur fjöl-
skyldan með tómarúm í hjartanu,
þetta er allt svo óraunverulegt.
Þorvarður stóð á meðan stætt var.
Hann hélt húmornum og andlegri
heilsu fram á síðustu stundu, þó að
þrekið færi sífellt minnkandi gat
hann alltaf grínast og sagt okkur
sögur frá liðinni tíð.
Ég minnist sérstaklega allra
ferðanna okkar í sumar með
Svönu og Væa, vítt og breitt um
Vestfirði. Fyrir þann tíma sem við
áttum saman þá er ég óendanlega
þakklát. Við skoðuðum okkur um,
dáðumst að náttúrunni, borðuðum
nesti, spjölluðum, hlógum og höfð-
um gaman. Það eru margar góðar
minningar frá þessum ferðum.
Elsku tengdapabbi, ég þakka
þér fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig. Elsku Svana, missir
þinn er mikill. Guð gefi þér styrk
til að takast á við söknuðinn og
sorgina.
Elsku Smári, Sævar, Ella,
Kristín og Árni. Guð gefi ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum. Guð
geymi þig, elsku Þorvarður.
Þín tengdadóttir,
Ingunn.
Elsku Væi. Það er skrítið að
vera aðeins þrítug og vera að
kveðja tengdapabba sinn. Það er
nú pínu ósanngjarnt en hver sagði
að lífið væri alltaf sanngjarnt. Við
höfum verið heppin hingað til þú
og ég, þú að hafa alið þennan brú-
neygða stubb með stóru hendurn-
ar og ég að vera svo vitlaus loksins
að samþykkja að fara með honum
í bíó. En gleymum því ekki að
stubburinn átti að fara í lakið …
hvar værum við nú án hans í dag!
Þú gast alltaf hlegið að vitleys-
unni í mér og tókst oft þátt í bull-
inu. Daginn sem ég fékk æði fyrir
að prjóna og svaf ekki í sólarhring
þar sem ég þurfti að klára heilt
teppi manst þú sjálfsagt alltaf.
Mér fannst teppið misheppnað og
áður en ég vissi af vorum við búin
að kaupa flísefni, þú mættur með
réttskeið á borðstofuborðið að
mæla teppið út og sníða. Teppið er
enn þann dag í dag skothelt.
Þið Svana heimsóttuð okkur
Árna til Köben árið 2007. Eftir
þrjá daga þar sem var búið að
rigna allan tímann og ég að missa
geðheilsuna yfir því að þurfa að
hafa tengdó hjá mér í þrjár vikur í
viðbót bókuðum við bílferð niður
til Ítalíu í góða veðrið. Við gistum í
hjólhýsi ekki langt frá Gardavatni
og þegar fór að líða á vikuna fór-
um við hin, ég, Árni og Svana, að
finna fyrir moskítóbitum. Þú hlóst
mikið og sagðir að flugurnar hefðu
nú aldrei bitið á hjá þér og hélst
bara áfram að reykja vindil úti í
garði á meðan við hin töluðum við
þig í gegnum flugnanetið á hjól-
hýsinu. Það er skemmst frá því að
segja að þú varst hvað mest bitinn
eftir ferðina, hver man ekki eftir;
helvítis djöfulsins andskotans
fluguhelvíti. Og þar hafiði það …
Þegar Andri fæddist áttaði ég
mig líka á hversu ótrúlega góður
Þorvarður G.
Haraldsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi (ísbjörn).
Þú varst fyndinn og
skemmtilegur og alltaf góð-
ur við mig. Ég gat sagt þér
allt og ég treysti þér alltaf.
Þín besta ísbjarna-afa-
stelpa.
Gróa Hinriksdóttir.