Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013
Raðauglýsingar 569 1100
Tilkynningar
Tillaga að breytingum á Stjórnunar- og verndaráætlun
Vatnajökulsþjóðgarðs
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs auglýsir hér með, skv. 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð nr.
60/2007 og í samræmi við 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, tillögu að
breytingum á Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð ásamt umhverfisskýrslu
fyrir breytingarnar.
Tillagan er unnin í samræmi við 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð og byggir á tillögum að
breytingum unnum af svæðisráðum fjögurra rekstrarsvæða þjóðgarðsins og á samráði við
fjölmarga aðila. Stjórnunar- og verndaráætlunin er stefnumótandi áætlun um stjórnun,
skipulag, náttúruvernd og aðra landnotkun í þjóðgarðinum.
Um er að ræða fyrstu breytingu á Stjórnunar- og verndaráætlun frá því að hún var staðfest af
umhverfisráðherra hinn 28. febrúar 2011. Breytingin felur í sér stækkun vestursvæðis
þjóðgarðsins auk breytinga á vegum og ákvæðum um hefðbundna landnýtingu, tjöldun,
hjólreiðar og fleira. Hluti breytinganna varðar atriði sem bundin eru í reglugerð um
Vatnajökulsþjóðgarð nr. 608/2008 m.s.br. og því gert ráð fyrir að henni sé breytt til samræmis.
Tillagan er kynnt með eftirfarandi gögnum:
Stjórnunar- og verndaráætlun með öllum breytingum, sem lagðar eru til frá staðfestri útgáfu,
skýrt auðkenndum.
Stjórnunar- og verndaráætlun í breyttri mynd samkvæmt tillögunni, aðeins birt á vef
Vatnajökulsþjóðgarðs.
Greinargerð um breytingar samkvæmt tillögunni ásamt umhverfismati áætlunarinnar.
Uppfærður skýringaruppdráttur.
Ofangreind gögn má sjá á vefnum www.vatnajokulsthjodgardur.is
Gögnin munu liggja frammi til sýnis, á opnunartíma, á eftirfarandi stöðum, frá og með 27. mars
til og með 10. maí 2013: á starfsstöðvum þjóðgarðsvarða í Jökulsárgljúfrum, á Skriðuklaustri í
Skaftafelli og á Kirkjubæjarklaustri, á skrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs, Klapparstíg 25-27, 4.
hæð, Reykjavík, hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, og á skrifstofum
Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps, Norðurþings, Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps,
Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Skaftárhrepps og Ásahrepps.
Allir sem hagsmuna eiga að gæta og aðrir sem áhuga hafa, eru hvattir til að kynna sér
tillögugögnin og senda athugasemdir og ábendingar. Síðasti skiladagur athugasemda er 9. maí
2013. Athugasemdum skal skilað skriflega til Vatnajökulsþjóðgarðs, Klapparstíg 25-27, 101
Reykjavík, eða í tölvupósti á netfangið sogv@vjp.is, með nafni, kennitölu og heimilisfangi
viðkomandi. Að loknum athugasemdafresti gengur stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs frá endanlegri
tillögu að breytingu á Stjórnunar- og verndaráætlun, til staðfestingar umhverfis- og
auðlindaráðherra.
27.3. 2013,
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs.
BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071
Auglýsing um breytingar á
deiliskipulagi í Reykjavík
Í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010,
eru hér með auglýstar tillögur að breytingum á
deiliskipulagi í Reykjavík.
Grandavegur 44.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Lýsisreits vegna
lóðar nr. 44 við Grandaveg. Í breytingunni felst
heimild til að byggja fjölbýlishús með allt að 144
íbúðum. Á nyrðri hluta verði heimilt að byggja sex
til níu hæða byggingu og á syðri hluta, tveggja til
fjögurra hæða byggingu.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Rauðarárholt, Brautarholt 7.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Rauðarárholt
v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt. Í breytingunni
felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á
lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á
lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar
fyrir stúdenta.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í þjónustuveri
Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð,
virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 27. mars 2013 til
og með 13. maí 2013. Einnig má sjá tillögurnar á
heimasíðunni, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja
sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna
sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum
við tillögurnar skal skila skriflega, til umhverfis
– og skipulagsviðs, b.t. skipulagsfulltrúa, eða á
netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 13.
maí 2013. Vinsamlegast notið uppgefið netfang
fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.
Reykjavík 27.mars 2013
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Umverfis- og skipulagssvið
fasteignir
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Bókhald
Bókhald, launavinnsla, stofnun
fyrirtækja og framtöl fyrir einstakl-
inga og fyrirtæki. Sanngjarnt verð.
Fyrirtæki og samningar ehf.
Suðurlandsbraut 46,
108 Reykjavík.
S. 552 6688.
Ýmislegt
Plastmódel til samsetningar
í miklu úrvali.
Nethyl 2, sími 587 0600,
www.tomstundahusid.is
Finnið okkur á facebook.
Teg. ACTIVE með spöngum fæst í
30-38 D,DD,E,F,FF,G,GG,H skálum á
kr. 9.750.
Teg. ACTIVE - án spanga fæst í 32-
40 D,DD,E,F,FF,G,GG,H skálum á kr.
9.750.
Teg. 4457 - mjúkur, saumlaus í 75-90
B,C,D skálum á kr. 5.800.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-föst. 10-18,
laugard. kl. 10-14.
Þú mætir - við mælum
og aðstoðum.
www.misty.is
- vertu vinur
Teg. 11152 - mjög haldgóður í 75-95
D,E skálum á kr. 5.800.Atvinnublað
alla sunnudaga
Sendu pöntun á augl@mbl.is
eða hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast
bæði í Mogganum og ámbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?
Gisting
Gisting Akureyri
Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm
einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að-
staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að
hafa hund í Skógarhlíð. Er með fleiri
orlofshús við Akureyri og öll með
heitum potti.
orlofshus.is Leó 897 5300
Glæsilegir
í íþróttirnar
Fellihýsi
Til sölu Palomino Colt
fellihýsi 9 fet, árgerð 2005.
Upplýsingar í síma: 699-8006.
Hjólbarðar
33” Dick Cebek Radial
til sölu 33x12,50R,17 lítið slitin, fyrir
sanngjarnt verð. Uppl. S. 899 0675