Morgunblaðið - 27.03.2013, Qupperneq 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Hlutirnir ganga ekki sérstaklega
smurt í dag. Taktu því með þolinmæði og
brosi á vör. Sestu niður, búðu til óskalista og
láttu hann síðan verða að veruleika.
20. apríl - 20. maí
Naut Persónutöfrarnir hafa aukist svo að fólk
getur ekki að því gert að segja já við jafnvel
þínum brjáluðustu hugmyndum. Leystu eigin
vandamál áður en þú fæst við vanda annarra.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú vekur athygli annarra og finnst
notalegt að láta hana leika um þig. Njóttu
þess með þeim sem hafa stutt þig og lagt
hönd á plóg. Dyttaðu að heima og lagfærðu
það sem bilað er.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það hefur ekkert upp á sig að geysast
fram með einhverjum bægslagangi. Eftir öll
þau grettistök sem þú hefur lyft í lífinu, er
ekki nema von að leitað sé til þín.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert of auðmjúkur í samskiptum við
þína nánustu og þyrftir að vera fastari fyrir.
Gleymdu þó ekki að líta inn á við og ekki eyða
tíma í að kvarta.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert óvenjutilfinninganæm/ur og
gerir því óvenjumiklar kröfur til annarra í dag.
Gefðu þér tíma til þess að hlusta á einhvern
sem þarf á því að halda, líklega vinkonu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú átt erfitt með að einbeita þér að hlut-
unum og dettur auðveldlega í dagdrauma.
Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum og ekki taka
neinar afdrifaríkar ákvarðanir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er kominn tími til þess að þú
brjótir af þér hlekki vanans og bryddir upp á
einhverjum nýjungum. Sýndu þolinmæði því
viðkomandi er bara sendiboði.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þér finnst þú þurfa að gera eitt-
hvað en getur ekki nákvæmlega fest fingur á
hvað það er. Líttu á þetta sem tækifæri til
sjálfsskoðunar og til að íhuga hluti sem þú lít-
ur yfirleitt framhjá.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Einhver gæti gefið þér góð ráð
varðandi fjármálin í dag. En í raun og veru eru
þau hvorki einföld né auðveld.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Horfur fyrir ferðaáætlanir eru ekki
sérlega góðar núna. Ef einhver vandamál
koma upp er best að ræða við viðkomandi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur margt betra við tímann að
gera en sitja og finna upp á verkefnum. Leit-
aðu þér samstarfsmanna áður en þú lendir í
ógöngum.
Steinunn P. Hafstað birti vísu áhverjum degi á fésbókarsíðu
sinni í febrúar. Það er siður sem
fleiri mættu taka upp til eft-
irbreytni. Í síðustu færslunni, 28.
febrúar, skrifaði hún:
„Mér heyrist nú, að sumum finn-
ist upphefð í að taka í höndina á
frægri manneskju – tala nú ekki um
ef nándin er meiri, og hvort sem
menn tala nú opinskátt um það eða
undir rós, þá rata svona ævintýri í
fjölmiðla fyrr eða síðar. Hverjum er
ekki sama, mundi nú einhver segja,
en ef hundur á í hlut fara nú
kannske að renna tvær grímur á
suma.
Ég man ekki betur en ég hafi lof-
að, að upp mundi renna ljós fyrir
dyggum lesendum pistla minna í
lok mánaðarins, að hundalíf væri
kannske þess virði að lifa því og því
læt ég ykkur nú um að dæma, hvort
satt er, um leið og ég kveð með
þessum orðum:
Fallegur er feldur hans,
flestum líka reistari,
oft mér býður upp í dans,
enda salsameistari.
Heldur vil ég hundalíf,
en heiðríkju og tómlæti.
Með hund í bandi sæl ég svíf –
hann sómir sér í hásæti!
Takk fyrir allt! Ég fullyrði, að
þrátt fyrir að sumir hafi haft gam-
an af þessari tilraun minni til að
lífga aðeins uppá heldur dapra FB,
þá hef ég örugglega skemmt mér
mest og best yfir þessum skrifum!“
Pétur Stefánsson yrkir rándýra
vísu, nema réttara sé að skrifa
„rándýravísu“?
Köttur, refur, úlfur, örn,
eiturslanga, hvalur,
minkur, tígur, maður, björn,
mörður, skúmur, valur.
Höskuldur Búi Jónsson yrkir í til-
efni af mottumars:
Nú er mottan mátuleg,
mættur hress og vökull,
samt er hlýjan heldur treg,
hakan köld sem jökull.
Nokkuð hefur verið um sléttu-
bönd í vísnahornum undanfarinna
daga, en þau eru gædd þeirri nátt-
úru að hægt er að flytja þau aftur á
bak og áfram. Hólmfríður Bjart-
marsdóttir, Fía á Sandi, slæst í hóp-
inn:
Stuðið létta viljum vér,
vekjum réttan anda.
Puðið netta einmitt er,
aðferð sléttubanda.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af hundalífi, mottumars
og rándýravísu
Í klípu
„REYNDIRÐU AÐ ENDURRÆSA?“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞÚ MISSTIR AF MORGUNMATNUM,
HANN VAR KLUKKAN 6 Í MORGUN.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að bjóða í dans.
ÞÚ GETUR TEKIÐ ÞESSA
HÚFU AF ÞÉR NÚNA.
HÉR ER LYFSEÐILL
FYRIR ÞIG,
HRÓLFUR.
Í AUGLÝSINGUM FYRIR LYFIÐ ER
SAGT AÐ ÞÚ EIGIR AÐ TALA VIÐ
LÆKNI ÁÐUR EN ÞÚ BYRJAR AÐ
TAKA ÞAÐ.
ÞVÍ MIÐUR ER
LÆKNIRINN ÞINN
BARA OF UPPTEKINN
TIL AÐ HLUSTA.
Í ágúst árið 1969 fór Alvin Lee ham-förum á gítarinn á tónlistarhátíð-
inni í Woodstock í New York í laginu
I’m Going Home og dáðist fólk að því
hvernig fingur hans fóru eins og eld-
ing um hljóðfærið. Lee var einn af
þeim mörgu bresku rokktónlistar-
mönnum, sem heilluðust af banda-
rískri blústónlist, sem ekki var í mikl-
um metum heima fyrir, og sendu
hana eins og bjúgverpil aftur til baka
yfir Atlantshafið.
x x x
Lee lést 6. mars á Spáni 68 ára aðaldri. Kunningja Víkverja þótti
andlát gítarhetjunnar fara lágt. Gít-
arhetjan fæddist í Nottingham á
Englandi 19. desember árið 1944.
1960 stofnaði hann hljómsveitina,
sem síðar varð að Ten Years After.
1962 kom hann fram í Stjörnu-
klúbbnum í Hamborg ásamt félögum
sínum og mun það hafa verið
skömmu eftir að Bítlarnir spiluðu þar
í árdaga síns ferils. Ten Years After
fékk plötusamning 1967 og fyrsta
platan vakti athygli og var meðal
annars leikin í útvarpi í San Franc-
isco sem varð til þess að hinn þekkti
tónleikahaldari Bill Graham buð
henni að koma í tónleikaferðalag.
Frammistaða hljómsveitarinnar á
Woodstock varð svo til þess að Lee
varð stjarna og hljómsveitin lék á
leikvöngum um allan heim. Á Wiki-
pediu kemur fram að Lee hafi síðar
sagt að hann hafi saknað þess að
spila í litlum tónlistarsölum þar sem
nándin við hlustendum væri meiri.
x x x
Ten Years After gerði 10 plötur, enþar kom að Lee þótti tónlist
hljómsveitarinnar of poppuð og
ákvað að fara sína leið eftir aðra
plötu hennar. Hann átti eftir að koma
víða við. Sumarið 1978 varð Alvin
Lee á vegi Víkverja. Þá var hann
potturinn og pannan í hljómsveitinni
Ten Years Later og kom fram á úti-
tónleikum í þýska bænum Ulm, sem
aðallega er þekktur fyrir foldgnáa
kirkjuspíru, ásamt Joan Baez, Brand
X, John McLaughlin, Frank Zappa
og Genesis. Hápunkturinn hjá Lee
var I’m Going Home eins og við var
að búast og hann hafði engu gleymt.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætl-
anir sem ég hef í hyggju með yður, seg-
ir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en
ekki til óhamingju, að veita yður von-
arríka framtíð. (Jeremía 29:11)
GJÖRIÐ
SVO VEL!Hafðu það hollt
í hádeginu
HAFÐU SAMBAND
OG FÁÐU TILBOÐ!
HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is
HEITT OG KALT býður starfsfólki fyrirtækja hollan og
næringaríkan mat í hádegi.
Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is
Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari
og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta
matreiðslukeppni heims.