Morgunblaðið - 27.03.2013, Page 49

Morgunblaðið - 27.03.2013, Page 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 Dansverkið Coming Up ersamstarf tveggja dans-ara innan Hreyfiþróun-arsamsteypunnar, Katrínar Gunnarsdóttur og Mel- korku Sigríðar Magnúsdóttur. Efni verksins er sköpun dans- verks með fullkomnum hápunkti; hinu ógleymanlega augnabliki. Verkið er tilraun til þess að snúa út úr hefðbundinni uppbyggingu dansverks. Það er sett saman úr mörgum ólíkum þáttum eða til- raunum til að finna hinn full- komna hápunkt, en hápunktinn er hvergi að finna. Umfjöllunarefnið er sjálfur miðillinn, dansinn innan leikhúss- ins, sviðið og umgjörðin. Það sem vanalega er falið er dregið upp á yfirborðið og er mikilvægt í sýn- ingunni. Það má nefna að lím- bandið sem notað er til þess að merkja staðsetningar á dans- dúknum er notað sem rauður þráður í gegnum alla sýninguna. Verkið er þannig rammað inn með hvítum dansdúknum sem fyllist táknum og ummerkjum sýningarinnar sjálfrar. Sviðs- myndin er þannig mynduð úr sjálfum sviðsdúknum sem vana- lega er reynt að beina athyglinni frá. En á dúknum var lítill flötur þar sem öllum sviðsmunum verks- ins var safnað saman á einn stað. Þessi uppsetning hentaði hug- myndafræði verksins mjög vel. Fjölbreyttur hljóðheimur verksins studdi mjög vel við það sem var að gerast á sviðinu hverju sinni og öll hljóð höfðu tilgang. Dans- ararnir spiluðu sjálfir á hljóðfæri auk þess sem tónlist og önnur hljóð hljómuðu úr hljóðkerfi leik- hússins. Í verkinu fólst mikil sjálfs- skoðun listamannanna sem skilaði sér þó ekki að öllu leyti til áhorf- andans, þess sem verkið var upp- haflega gert fyrir. Þannig leið áhorfendum kannski dálítið eins og að þeir væru fluga á vegg. Þessi nálgun var áhugaverð að vissu leyti en áhorfendur gátu þó fengið það á tilfinninguna að verk- ið hefði fyrst og fremst verið gert sem rannsókn eða tilraun lista- mannanna sjálfra, fyrir þá sjálfa, og þannig hefðu áhorfendurnir gleymst í asanum. Til að mynda gáfu dansararnir mjög misvísandi skilaboð. Á köflum var erfitt að átta sig á því hvort um leik væri að ræða eða alvöru af hálfu dans- aranna þar sem Katrín kom fram sem dansarinn sem var að meina það sem hún gerði þegar Mel- korka sýndi mikinn leik í svip- brigðum, rak út úr sér tunguna og brosti. Þessi misvísandi skilaboð í tjáningu dansaranna gerðu áhorf- endur óörugga í skilningi sínum á því sem fór fram. Dansararnir eru leitandi frá upphafi til enda, ekki er að finna neitt einstakt upphaf né endi, það er enginn hefðbundinn þráður sem stefnir að einum hápunkti sam- kvæmt viðteknum formúlum. Ein uppbygging tekur við af annarri og sumt er betra en annað. Sviðið er vel nýtt og það vantar ekkert upp á tilraunina. En það hefði þó þurft fleiri hápunkta, fleiri eft- irminnileg augnablik. Nokkrar til- raunir báru af öðrum, þá má nefna Edward Grieg-senurnar sem voru frábærar. Þær voru bæði fyndnar og vel unnar auk þess sem þær dýpkuðu hugmyndafræði verksins, þar sem listdansinn var borinn saman við ólíkar tónlistarstefnur á sannfærandi hátt. Í heild var verkið nokkuð gott og það skilur töluvert eftir sig, en það voru fullmargir bláþræðir í framvindu verksins. Morgunblaðið/Ásdís Sjálfsskoðun „Í verkinu fólst mikil sjálfsskoðun listamannanna sem skilaði sér þó ekki að öllu leyti til áhorfandans,“ segir m.a. í dómnum. Tilraun til að finna hinn fullkomna hápunkt Coming Up bbbmn Coming Up eftir Katrínu Gunnarsdóttur og Melkorku Sigríði Magnúsdóttur úr Ís- lensku Hreyfiþróunarsamsteypunni. Dansarar: Katrín Gunnarsdóttir og Mel- korka Sigríður Magnúsdóttir. Drama- túrg: Símon Birgisson. Útlit sýningar: Þyrí Huld Árnadóttir. Hljóðmynd: Bald- vin Þór Magnússon. Lýsing: Garðar Borgþórsson. Frumsýning 22. mars í Tjarnarbíó. MARGRÉT ÁSKELSDÓTTIR DANS Sannkölluð kósýstemning mun ríkja á Café Rósenberg, þegar söngfuglarnir Krist- jana Stefánsdóttir og Svavar Knútur mæta hljómsveitinni Robert the Roommate á svið- inu í kvöld kl. 21. Meðlimir beggja sveita munu samein- ast og taka lög úr safni sínu, en einnig flytja nýjar sam- suður þar sem best er að vænta hins óvænta. Svavar og Kristjana eru jafnvíg á lög Abba, Dolly Parton, Nicks Cave og Páls Ísólfssonar, auk frumsam- inna laga og sígildra perla úr ýmsum áttum. Hljómsveitin Robert the Roommate hefur spilað saman síðan vorið 2010 og gefur senn út sína fyrstu plötu. Kósýstemning á tónleikum með Svavari Knúti og Kristjönu á Café Rósenberg Söngfuglar Svavar Knútur og Kristjana ásamt hljómsveitinni Robert the Roommate. Að vestan nefnist sýning Vigdísar Bjarnadóttur sem opnuð verður í Gróskusalnum á Garðtorgi í dag kl. 17. Þetta er sjötta einkasýning Vig- dísar og vísar heiti hennar til upp- runa listakonunnar, sem er fædd og uppalin í Ólafsvík. Guðrún hefur stundað myndlistarnám um langt skeið, m.a. í Myndlistaskóla Reykja- víkur. Hún sækir sér hugmyndir í nærumhverfi sitt á Álftanesi sem og á Snæfellsnesi, en hún málar fugla, fiska, fjöll og fossa. Sýningin er opin kl. 14-18 alla páskadagana og lýkur 1. apríl. Kríur Vigdís Bjarnadóttir málar fugla, fiska, fjöll og fossa. Að vestan í Gróskusalnum TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.3:40-5:50-8-10:10 JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.8-10:30 JACKTHEGIANTSLAYERVIP KL.3:10-5:30-8-10:30 THECROODS ÍSLTAL3D KL.3:40-5:50 THECROODS ÍSLTAL KL.3:40-5:50-8 DEADMANDOWN KL.5:50-8-10:20-10:40 OZ:THEGREATANDPOWERFUL2DKL. 5:20 - 8 FLIGHT KL. 10:10 WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 3:40 KRINGLUNNI ÓFEIGURGENGURAFTUR KL. 5:50 -8 -10:10 JACKTHEGIANTSLAYER 3D KL.5:30-8-10:30 DEAD MAN DOWN KL. 8 - 10:20 OZ:GREATANDPOWERFUL3D KL.5:20 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.8-10:10 JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.8-10:30 DEADMANDOWN KL.8-10:30 OZ:GREATANDPOWERFUL 3DKL.8-10:40 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.8-10:10 JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.8 SNITCH KL.10:20 AKUREYRI ÓFEIGURGENGURAFTUR KL. 6 -8 JACKTHEGIANTSLAYER 3D KL.5:50-8-10:10 DEADMANDOWN KL.10:10 VIP STÓRKOSTLEG ÆVINTÝRAMYND BYGGÐ LAUSLEGA ÁÆVINTÝRINU UM JÓA OGBAUNAGRASIÐ NICHOLAS HOULT - EWAN MCGREGOR STANLEY TUCCI - IAN MCSHANE 88/100 CHICAGO SUN-TIMES –R.R. PÁSKAMYNDIN Í ÁR FRÁBÆR NÝ ÍSLENSK GAMANMYND Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Heyrirðu fuglana syngja? eða ertu að fara á mis við hljóð sem skipta miklu máli? Komdu í greiningu hjá faglærðum heyrnarfræðingi Hugsaðu þér að þú getir auðveldlega fylgst með sérhverju samtali, skynjað á réttan hátt hljóðin í kring um þig og getir án óþæginda verið í mjög mismunandi hávaða. Eða með öðrum orðum getir á eðlilegan hátt hlustað á það sem þú vilt heyra. Þetta er allt mögulegt með Verso, sem eru nýjustu og fullkomnustu heyrnartækin frá ReSound.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.