Morgunblaðið - 27.03.2013, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 27.03.2013, Qupperneq 52
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 86. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Óvissustig vegna Heklu 2. „Ekkert hjarta“ í Sævari 3. Keppandi í Survivor lést við tökur 4. Létust er þeir lentu á jörðinni »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Húsfyllir var þegar rithöfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir og Sjón lásu upp úr verkum sínum, Afleggjaranum og Argóarflísinni, á Passa Porta- bókmenntahátíðinni í Brussel. Fyrr um daginn veitti Sjón, sem var hér áður fyrr félagi í súrrealistahópnum Medúsu, leiðsögn um safn myndlistar- mannsins René Margritte í borginni. Morgunblaðið/Valdís Thor. Fjöldi gesta hlýddi á Auði Övu og Sjón  Tölvuleikjafram- leiðandinn CCP hefur tilkynnt um nýja viðbót við tölvuleik sinn EVE Online. Útgáfan nefnist Odyssey og gefur spilurum leiksins aukin tækifæri til að kanna leyndardóma leikjaheimsins. Tölvuleikurinn verður sífellt betur kynntur og er spilaður af rúmlega hálfri milljón manna. Nýir heimar opnast spilurum EVE Online  Myndlistar- konan Ólöf Dóm- hildur Jóhanns- dóttir ætlar að selja hár sitt til að fjármagna næstu sýningu. Hún hyggst gera ljós- myndaverk þar sem sést hvar hárið er klippt af og selt og rennur andvirðið í prentun ljósmyndanna. Áhugasamir geta boðið í hár Ólafar á vefnum bland.is. en í gær var hæsta boð 60.000 kr. Selur hárið til að kosta listsýningu Á fimmtudag (skírdag) Fremur hæg suðaustanátt. Léttskýjað nyrðra og eystra, en skýjað sunnan- og vestanlands og skúrir eða él, einkum við ströndina. Hiti víða 2-7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt 3-10 m/s. Víða él, en skúrir með suðurströndinni. Hiti 0 til 7 stig að deginum, mildast suðvestan- lands, en frost 0 til 7 stig á norðaustanverðu landinu. VEÐUR Finnur Ingi Stefánsson úr Val er leikmaður 21. og síð- ustu umferðar N1-deildar karla í handboltanum. Hann er á leið með Vals- mönnum í umspil um sæti í deildinni og byrjar þar á að mæta bróður sínum og uppeldisfélaginu. „Það verður sérstakt en gaman og ég hlakka til,“ segir Finnur Ingi. Úrvalslið 21. umferðar er í blaðinu í dag. »2-3 Mætir bróður sínum í umspilinu Eiður Smári Guðjohnsen og Ólafur Ingi Skúlason eru að hefja úrslita- keppni um belgíska meistaratitilinn í knattspyrnu með liðum sínum. Eiður segir sitt lið stefna á Meistaradeild- arsæti og Ólafur vonast líka eftir góðu gengi en hann skrifaði undir nýjan samning í gær. »1 Eiður og Ólafur stefna á Meistaradeildina Í kvöld ræðst hvort það verður Skautafélag Akureyrar eða Björn- inn sem hampar Íslandsbikarnum í íshokkíi karla en þau mætast í oddaleik í Skautahöllinni á Ak- ureyri. Tómas Tjörvi Ómarsson, leikmaður SR, telur að heimavöll- urinn sé ekki úrslitaatriði í einvígi liðanna og möguleikar liðanna séu hnífjafnir fyrir úrslitaleikinn. »3 Telur heimavöllinn ekki ráða úrslitum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Að takast á við þetta verkefni hafði blundað í mér lengi. Ætli það hafi ekki verið; umfangið, stærðin og dýpt verksins sem heillaði mig,“ segir Sigurður Skúlason, leikari sem flytur Passíusálma Hallgríms Péturssonar í fimmta og síðasta sinn í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, föstudaginn langa. Þegar hlé verða gerð á lestrinum mun Gunnar Kvaran sellóleikari flytja tónlist eftir Johann Sebastian Bach. „Það er einstakt að flytja þenn- an klassíska skáldskap þarna þar sem andi Hallgríms svífur yfir vötnum,“ segir Sigurður og bætir við að lesturinn sé mjög krefjandi en gefandi í senn. Galdurinn í flutningi sé fólginn í því að huga vel að jafnvægi, milli forms og inn- taks sálmanna. Skáldagáfa Hall- gríms heillaði Sigurð sem segir að dýrmætt hafi verið að fá innsýn í hugarheim sanntrúaðs manns sem bjó yfir jafn heitri og djúpri til- finningu í garð Jesú Krists. „Söknuðurinn er strax hafinn. Þeir eiga eftir að lifa með mér það sem eftir er. Þegar þessi maður, staða hans í heiminum og heit trú fléttast saman í eitt þá verður til eitthvað alveg stórkostlegt,“ segir Sigurður um meistaraverkið, Pass- íusálmana. Viðeigandi staður „Þetta var hugmynd Sigurðar, og að sjálfsögðu tók ég vel í hana,“ segir séra Kristinn Jens Sigþórs- son, sóknarprestur í Hall- grímskirkju í Saurbæ. Hann bætir við að haft hafi verið á orði að það þætti viðeig- andi að lesa Passíusálmana þarna þar sem þeir eru ort- ir. „Þetta er orðinn ómissandi liður í páskahaldinu,“ segir Kristinn en töluvert stór hópur komi árlega og hlýði á lesturinn í Hallgríms- kirkju. Þrátt fyrir að Sigurður Skúlason lesi upp Passíusálmana í fimmta og síðasta sinn á föstudaginn munu aðrir taka við keflinu á næsta ári. Að undirlagi Steinunnar Jóhannesdóttur rithöfundar munu þrjár konur skiptast á og lesa upp Passíusálmana. Á föstudaginn langa verður svokölluð píslarganga frá Leirárkirkju og að Hallgríms- kirkju í Saurbæ. Gönguleiðin er um 16 km og tekur um fjóra klukkutíma. Göngugarparnir munu ná að mæta tímanlega til að hlýða á lestur Passíusálmanna sem hefst um klukkan hálftvö. Einstakur skáldskapur  Les Passíusálm- ana þar sem þeir voru ortir Ljósmynd/Dröfn Guðmundsdóttir Passíusálmar Sigurður Skúlason mun flytja í fimmta og síðasta skipti Passíusálmana eftir Hallgrím Pétursson í Hallgrímskirkju á Hvalfjarðarströnd föstudaginn langa, einnig mun Gunnar Kvaran sellóleikari flytja tónlist. Hallgrímur Pétursson (1614- 1674) er þekktasta trúarskáld Ís- lendinga. Hann varð prestur á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd árið 1651 og fluttist þangað ásamt konu sinni Guðríði Símonar- dóttur. Passíusálmarnir eru ortir þar og er kirkjan sem þar er kennd við hann. Pass- íusálmarnir eru verk sem hefur fylgt þjóðinni í gegn- um aldirnar. Þeir hafa verið gefnir oftar út á íslensku en nokkurt annað rit eða rúm- lega áttatíu sinnum og verið þýddir á fjölmörg erlend tungu- mál. Passíusálmarnir eru lesnir í kirkjum víða um land á föstudag- inn langa. Þeir eru fimmtíu tals- ins og hver og einn er ætlaður til flutnings á virkum degi á níu vikna föstunni eða þannig að lestri þeirra er lokið í dymbilviku. Ritið sem er oftast útgefið PASSÍUSÁLMARNIR EFTIR HALLGRÍM PÉTURSSON Hallgrímur Pétursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.