Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2013 Það erum við sjálf sem velj-um okkur viðhorf,“ segirRagnhildur Þórarinsdóttir sem í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins ræðir opinskátt um brjóstakrabbamein og lýsir því hvernig hún fór að sjá heiminn með nýjum gleraugum í kjölfar krabbans. Þegar sjúkdómar berja að dyr- um er mikilvægt að muna að við getum valið okkur viðhorf, þó að við veljum ekki sjúkdóminn. Við getum líka valið hvaða áskoranir við tökumst á við, hvort við eltum drauma okkar eða gerum það sem við höldum að við eigum að gera eða að aðrir vilji að við gerum. Í blaðinu segir Erla Tryggva- dóttir frá sjö ára göngu sinni með ógreind sjúkdómseinkenni sem í ljós kom að stöfuðu af sjúkdómn- um endómetríósu. Í mörg ár var hún þreytt, lasin og með mikla verki án þess að læknar gætu fært neinar skýringar á ástandinu. Hún vill opna umræðuna og hvetja konur til að taka ekki verkjum, þreytu og orkuleysi sem eðlilegum hlut heldur leita sér að- stoðar og gefast ekki upp fyrr en skýring er fundin. Erla er fædd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna og er þakklát fyrir að eiga sterkar konur að baki sér. Söngkonan Hera Björk Þór- hallsdóttir er ein af þeim sem elta sína drauma hvert sem er. Hún segir frá ævintýrum sínum í Síle. Stelpurnar í hljómsveitinni Angist völdu sjálfar sig þegar þær ákváðu að segja bless við staðal- ímyndir og stofna hljómsveit sem spilar dauðarokk af hörðustu gerð. Þær spila ánægjunnar vegna og fá útrás í rokkinu. Á þessum síðustu og verstu tím- um (tímum skapabarmaaðgerða!) er gott að geta horft til kvenfyr- irmynda sem velja sér jákvæð við- horf og eflast við hverja raun. Við megum alveg velja okkur sjálf(ar). RABBIÐ Veljum okkur sjálf(ar) Eyrún Magnúsdóttir Um síðustu helgi var greint frá því í fréttum að bílaframleiðandinn Mini og samtök sem vinna gegn illri meðferð á dýrum; SPCA, Society for the Preven- tion of Cruelty to Animals, ynnu saman að áhugaverðu verkefni. Tilgangur verkefnisins er að sýna að hundar séu gáfuð dýr og að enginn ætti að fara illa með þá. Myndband þar sem hundurinn Porter keyrir Mini á lokuðu svæði hefur verið birt en þjálfari gengur með bifreiðinni og gefur skipanir. Um svipað leyti var þessi hvutti í miðbænum svolítið rogginn með sig þar sem hann gægðist út um bílstjórarúðuna. Kannski hafði hann frétt af afrek- um Porters. julia@mbl.is AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Ómar Óskarsson KYNNIR SÉR MÁLIN ÞAÐ VAR LÍKT OG HVUTTI ÞESSI SEM RÚNTAÐI NIÐUR LAUGAVEGINN Í VIKUNNI HEFÐI FRÉTT AF FÉLAGA SÍNUM PORTER NOKKRUM SEM FÉKK AÐ SITJA VIÐ STÝRI MINI-BIFREIÐAR FYRIR STUTTU. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Minningar- tónleikar um Önnu Pál- ínu Árnadóttur. Hvar? Salurinn. Hvenær? Lau. kl. 20.30. Nánar: Þennan dag verða 50 ár liðin frá fæð- ingu Önnu Pálínu sem lést 2004. Fjöldi tónlistarmanna flytur lögin sem hún söng og kynnt verður heimildarmynd um gerð síðustu plötu Önnu Pálínu. Lög Önnu Pálínu Hvað: Kaffibrúsa- karlarnir. Hvar: Austurbæ, Snorrabraut. Hvenær: Laug- ardag 9.mars kl.20. Nánar: Kaffibrúsakarlarnir ásamt gestaleikurunum Helgu Brögu og Lalla töframanni. Miðar á www.midi.is. Kaffibrúsakarlar Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað: Hitchcock-hátíð. Hvar: Bíó Paradís. Hvenær: Laugard. og sunnud. kl. 20. Nánar: Vertigo verður sýnd á laugar- dagskvöld og Psycho á sunnudagskvöld. Kvikmyndaveisla Hvað? Hið rómaða Austfirðingaball. Hvar? Spot. Hvenær? Laugardag kl. 23.59. Nánar: Magni Ás- geirsson og fleiri Austfirðingar leika. Sérstakur gestur frá Suðurlandi, Ingó veðurguð. Veisla fyrir augu og eyru Hvað? Bikarúrslit handbolta. Hvar? Laugardalshöll. Hvenær? Lau. og sun. frá kl. 13.30. Nánar: Undanúrslit kvenna laugardag, úrslitaleikir karla og kvenna sunnudag. Úrslitastund runnin upp Hvað: Tónleikar með Leaves. Hvar: Ellefunni við Laugaveg. Hvenær: Laugardagskvöld kl. 21. Nánar: Hljómsveitin er að ljúka við sína fjórðu plötu og kynnir nýtt efni. Laufin hristast * Forsíðumyndina tók Ómar Óskarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.