Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Side 6
Einn af helstu dönsurumBolsjoí-ballettsins í Moskvu,Pavel Dmítrisjenkó, var á fimmtudag ákærður fyrir að skipu- leggja árás á Sergei Filín, stjórn- anda ballettsins. Hann var sár fyrir hönd eiginkonu sinnar og fannst Filín hafa heft frama hennar við ballettinn. Tveir aðrir voru einnig ákærðir, árásarmaðurinn og öku- maður hans. Árásin átti sér stað skömmu fyrir miðnætti 17. janúar. Filín var að koma heim til sín eftir hátíðarsýn- ingu og var kominn að dyrunum þegar hann heyrði nafn sitt hrópað. Filín sneri sér við og sá grímu- klæddan mann fyrir framan sig með aðra hönd fyrir aftan bak. Óttaðist tilræði Stjórnandi Bolsjoi-ballettsins hafði óttast tilræði um nokkurt skeið og var viss um að nú væri úti um sig. Filín reyndi að flýja, en grímu- klæddi maðurinn var snöggur og tókst að sprauta framan í hann brennisteinssýru. Bílastæðavörður hljóp til Filíns og reyndi að þvo sýr- una framan úr honum með snjó, en hún hafði þegar brennt sig í andlit hans og augu. Filín er nú kominn undir læknishendur í Þýskalandi þar sem verið er að reyna að bjarga sjón hans og útliti. Dmítrisjenkó, sem hefur sérhæft sig í að leika óþokka og varmenni, játar að hafa fyrirskipað árásina, en neitar að hafa skipulagt notkun sýru. „Ég vildi ekki skaða hann,“ sagði Dmitrísjenkó fyrir rétti fyrr í vikunni þar sem hann sat fölur og fár í búri í dómsalnum. Hann við- urkenndi hins vegar að hann hefði reiðst vegna hegðunar Filíns í starfi listræns stjórnanda og hefur komið fram að ágreiningur þeirra hafi snú- ist um það að Filín neitaði að leyfa rúmlega tvítugri eiginkonu Dmítr- isjenkós, Ansjelínu Vorontsovu, að dansa aðalhlutverkið í Svanavatninu. Hinn meinti árásarmaður heitir Júrí Sarútskí og bílstjórinn, sem liggur undir grun, heitir Andrei Lípatov. Allir þrír eru nú í gæslu- varðhaldi. „Ég sagði Júrí Sarútskí frá ref- skákinni í Bolsjoí-leikhúsinu, brot- unum, sem þar voru framin, og spillingunni,“ sagði Filín í réttinum. „Þá lagði hann til: „Ég skal lemja hann.“ Og ég samþykkti það … Það eina sem ég viðurkenni er að ég hringdi í hann. Hann bað mig að segja sér hvenær Filín færi úr leik- húsinu. Ég sagði honum það, ég játa það alfarið … En ég gat ekki trúað því að þessi náungi, sem bauðst til að berja hann, hefði notað sýru. Ég var í losti.“ 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2013 HEIMURINN VENESÚELA CARACAS Hugo Chavez, forseti Venesúela, lést eftir langt stríð við krabbamein. Hann var vinstrisinni og vandaði Bandaríkjamönnum ekki kveðjurnar í ræðum sínum. Chavez hafði gegnt embættinu í rúm 14 ár. Nicolas Maduro, sem situr tímabundið á stóli forseta, lýsti yfir sjö daga þjóðarsorg. Boða á til nýrra kosninga innan 30 daga. LETTLAND RIGA Lettar sóttu formlega um að verða átjánda landið á evrusvæðinu. Lettar voru fyrstir þjóða í Evrópusambandinu til að sækja um aðstoð frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 2009. Nú er þar mesti hagvöxtur í Evrópu- sambandinu. Andris Vilks, fjármálaráðherra landsins, sagði umsóknina sögulega. KENÝA NAÍRÓBÍ Fyrstu niðurstöður forsetakosninganna í Kenýa bentu til þess að Uhuru Kenyatta, sonur fyrsta forseta landsins eftir að það fékk sjálf- stæði, hefði forustu á Raila Odinga. Fái hvorugur þeirra meirihluta verður kosið á ný á milli þeirra, sennilega 11. apríl. Þegar kosið var 2008 braust út alda ofbeldis, en að þessu sinni hafa kosningarnar farið friðsamlega fram. KÍNA PEKING Kínverjar fóru í desember fram úr Bandaríkjamönnum í olíuinnflutningi og flytja nú mest allra ríkja inn af olíu í heiminum. Innflutningur Bandaríkjamanna fór niður í 5,98 milljónir tunna á dag og hefur ekki verið minni síðan í febrúar 1992. Innflutningur Kína fór í 6,12 millj- ónir tunna. Ástæðan er vaxandi framleiðsla á olíu í Bandaríkjunum, einkum úr leirsteini. Bolsjoí-ballettinn er stærsti dans- flokkur heims. Við hann eru 240 dansarar. Dönsurum, sem komast í þann hóp, standa allar dyr opnar. Samkeppnin innan dyra er gríð- arlega hörð og ferill dansarans að- eins í kringum tuttugu ár þannig að tíminn er naumur. Hinn listræni stjórnandi ræður því hver fær feit- ustu bitana í „stríðinu um hlut- verkin“ eins og það er kallað. Í huga margra dansara er hann óvin- urinn. Gennadíj Janín varð stjórnandi Bolsjoí 2009. Árið 2011 voru myndir af honum settar á netið og sendar í tölvupósti á 3.847 viðtakendur. Þar sást Janín eiga mök við karlmenn. Samkynhneigð er litin hornauga í Rússlandi og hann hrökklaðist frá. Filín tók við stöðu listræns stjórn- anda í mars 2011 og hafði á prjón- unum að nútímavæða dagskrána. Vildu að Pútín viki Filín Slíkar hugmyndir falla ekki í frjóan jarðveg hjá þeim, sem vilja fara troðnar slóðir og helst hafa mætur á Svanavatninu og Hnotubrjótnum. Þeir líta á nýjabrum sem óæskileg vestræn áhrif. Nikolaí Siskaridse er dansari við Bolsjoí-ballettinn og helsti andstæðingur Filíns. Í nóv- ember skrifuðu bandamenn hans, leikarar og listamenn, opið bréf til Vladimírs Pútíns forseta og kröfðust þess að hann setti Filín af með til- skipun og skipaði Siskaridse í stað- inn. Það var kannski ekki að furða að samsæriskenningar beindust að Siskaridse þegar árásin var gerð. Einnig veltu menn vöngum yfir því hvort svartamarkaðsbrask með miða og spilling innan ballettsins væri ástæðan og mafían hefði verið á bak við tilræðið. Fæstir áttu hins vegar von á að þessi glæpur myndi nokkru sinni upplýsast. Sýruárás hefnd vegna eiginkonu Í JANÚAR VAR SÝRU SKVETT Á STJÓRNANDA BOLSJOÍ- BALLETTSINS. SAMSÆRISKENNINGAR SPRUTTU UPP OG MENNTAMÁLARÁÐHERRA LANDSINS TALAÐI UM TILRÆÐI VIÐ RÚSSNESKA ÞJÓÐARSÁL. NÚ ER TILRÆÐIÐ UPPLÝST. Galína Stepanenkó í hlutverki Odette og Sergei Filín í hlutverki Siegfrieds í Svanavatninu á sviði Bolsjoí-leikhússins 2001. AFP * Lífið er barátta – að berjast er að lifa.Húðflúr á líkama Pavels Dmítrisjenkós, aðaldansara við Bolsjoí-ballettinn, sem skipulagði árásina á Sergei Filín, stjórnanda ballettsins.AlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is Bolsjoí-leikhúsið er frá tímum Rússa- keisara. Það var reist í lok 18. aldar og hefur margsinnis verið endurreist eftir bruna og gert upp. Leikhúsið átti að vera minnisvarði um mátt Rómanov- ættarinnar. Eftir byltinguna 1917 héldu komm- únistar flokksþing í byggingunni. Örn keisarafjölskyldunnar var fjarlægður af tjaldinu fyrir sviðinu og hamar og sigð komu í staðinn. Þar voru einnig sýn- ingar og er hermt að einræðisherrann Jósef Stalín, sem hafði dálæti á óperum og ballett, hafi látið grafa leynigöng úr Kreml í Bolsjoí-leikhúsið til að komast beint í stúkuna sína. Bolsjoí merkir stór eða mikill. Jósef Stalín BOLSJOÍ-LEIKHÚSIÐ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.