Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Page 8
Heimspressan, í það minnsta Daily Mail, hefur ekki kveikt á því að ein heitasta stjarna Ís- lands, Jónsi í Sigur Rós, er í bakgrunni ljós- myndar sem blaðið birti af leikaranum Ryan Reynolds í fyrradag. Daily Mail fjallar fyrst og fremst um fatastíl leikarans, sem þykir í meira lagi svalur og Ray Ban-sólgleraugun hans. Í bakgrunni stendur Jónsi fyrir tilviljun en í fréttinni er skrifað að Reynolds sé að yfirgefa hótel sitt í Lond- on. Jónsi er ekki með Ray Ban-sólgleraugu og klæða- burður hans vakti ekki at- hygli fremur en hann sjálfur. Áhugasömum er beint á vefsíðu frétta- miðilsins Daily Mail, dailymail.co.uk, þar sem hægt er að skoða myndina nánar. Ryan Reynolds og Jónsi. Jónsi og Reynolds 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2013 Í kosningum í mörgum ríkjum Bandaríkjannatíðkast að gefa kjósendum kost á að taka af-stöðu til aðskiljanlegra mála. Þannig gátu kjósendur í Kaliforníu tekið afstöðu til þess í kosningum árið 2008 hvort banna ætti hjónabönd samkynhneigðra. Þetta dró nokkurn dilk á eftir sér. Samkvæmt kosningalögum í ríkinu skal greina frá öllum styrkjum umfram eitt hundrað dollara. Svo var gert í þessu tilviki. Tóku þá ein- hverjir sig til og söfnuðu upplýsingunum á einn stað og birtu opinberlega. Leið ekki á löngu þar til fyrirtæki sem stutt höfðu bannið töldu sig finna fyrir rýrnandi viðskiptum auk þess sem þau urðu fyrir hótunum. Baráttufólki úr röðum sam- kynhneigðra leist þá ekki á blikuna og vildi að eitt hundrað dollara mörkin yrðu hækkuð veru- lega, því þau sáu í hendi sér að þetta gæti allt eins og jafnvel enn fremur komið í bakið á þeim. Á þetta var ekki hlustað. Lögin voru óhagganleg auk þess sem margir urðu til að tala fyrir gangsæi sem grundvallarkröfu. Það yrði að sýna heiminn „eins og hann er“, ekkert mætti fela. Og hvers vegna ættum við ekki að fá upplýsingar um það hvern málstað fyrirtæki og fjársterkir aðilar styðja? En eigum við þá rétt á öllum upplýs- ingum um alla; hvaða skoðun hver og einn hefur og hvaða afstöðu einstaklingar taka í hitamálum samtímans? Álitamál af þessum toga hafa orðið til að örva umræðu um netið. Vitað er að fjölmörg ríki notfæra sér netið til að safna upplýsingum um einstaklinga og samtök í pólitískum tilgangi. Í því sambandi hefur m.a. verið talað um Kína, Íran og Sýrland. Bandaríkin hafa einnig verið nefnd. Bandaríska alríkislögreglan hefur þannig krafið Google og Facebook um aðgengi að per- sónuupplýsingum, í krafti laga um þjóðaröryggi. Í umræðu um þessi efni vegast á margs konar sjónarmið, ekki síst um opna gagnsæja umræðu, um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Sjálfur hef ég viljað opna sem mest en jafnframt verið varðstöðumaður persónuverndar. Þetta er flókið mál. En þótt málið sé flókið mega okkur ekki fall- ast hendur. Inn í þessa alþjóðlegu umræðu hafa Íslendingar blandast síðustu daga og vikur vegna umræðu um það hvort hægt sé að sporna gegn dreifingu á ofbeldisklámi, ekki síst til að verja börn gegn ágengum ofbeldisiðnaði. Í því efni hef- ur tvennt verið gert. Sem innanríkisráðherra hef ég beðið nefnd sérfræðinga að kanna hvort hægt sé að skerpa á lagalegum skilgreiningum á klámi en samkvæmt íslenskum lögum er klám ólöglegt. Horft skal til annarra landa, ekki síst norskrar löggjafar. Síðan hef ég sett niður starfshóp til að kanna hvort unnt sé með einhverjum hætti að sporna gegn því að framleiðendur á ofbeldisklámi hafi óheftan aðgang að samfélaginu, einkum börnum okkar og unglingum. Þessa umræðu hafa ákveðnir einstaklingar borið út um allan heim sem „frumvarpið“ sem internetunnendur verði að stöðva! En stöldrum við. Þegar ágengur ofbeldis- iðnaður tekur völdin þá hljótum við að ræða hvað sé til ráða. Notkun netsins hlýtur þá að verða til umræðu. Varla á það að lifa sjálfstæðri tilveru. Ekkert fremur en kvikmyndavél, þótt einhverjir kynnu að halda því fram að hún sýni „heiminn eins og hann er“. Aldrei kann það góðri lukku að stýra þegar tæki og tól taka völdin, eins og um náttúruöfl sé að ræða en ekki sköpunarverk mannanna. Að ekki sé á það minnst þegar farið er að tilbiðja þau. Að tilbiðja kvikmyndavél ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Þorbjörn Þórð- arson, frétta- maður á Stöð 2, sló í gegn sem fyrr í stórhríðinni sem geisaði á landinu með því að taka upp stórfrétt á símann sinn. Þorbjörn var einn af þeim sem sátu fastir á Vesturlandsvegi en þrátt fyrir að vera ekki á vakt sýndi Þorbjörn fréttamannseðlið – óð út í storminn og sýndi myrkrið, kuldann, ísinn og snjó- inn. Fréttin hefur farið sem eldur í sinu um netheima en fyrrverandi fréttamenn hafa verið duglegir að skoða fréttina og láta skoðun sína í ljós. Þannig var Árni Snævarr, sem eitt sinn starfaði á RÚV og birtist lands- mönnum einu sinni á sundskýlu, eitthvað ósáttur og fannst Þorbjörn sjálfhverfur og matreiðsla hans á fréttinni léleg. Þorbjörn svaraði hins vegar fullum hálsi þegar hann loksins komst í hús. „Árni Snævarr, ég veit þú ert hvatvís og allt það. Þetta var spuni á staðnum í einni töku. Ég var að reyna að lýsa að- stæðum og minni upplifun.“ Aðrir fyrrverandi fréttamenn blönduðu sér í umræðuna en Þorbjörn, sem sat fastur í um- ferðinni í fimm klukkustundir, lét ekki slá sig út af laginu enda við- brögð hans til marks um frétta- mann sem sækir fréttina, bíður ekki eftir henni eins og margir sem dottnir eru úr fréttamennsk- unni. „Þið eruð miklir sófaspek- ingar. Það komst enginn þarna að. Ekki einu sinni tökubíll stöðvar- innar. Þarna var reynt að varpa spegli á aðstæður í stuttu mynd- skeiði með snjallsíma,“ sagði hann. Dugnaður Þorbjörns að vaða út og sýna ástandið í sinni verstu mynd lækkaði þó rostann í Árna og í lok þráðarins voru þeir Þor- björn komnir í ættfræðina og orðnir góðir vinir. AF NETINU Breskur blaðamaður sjónvarpsstöðvarinnar BBC, Frank Gardner, hefur dvalið á Íslandi síðustu vikur. Hann er þátttakandi í verkefn- inu Walking with the Wounded sem snýst um að safna fé fyrir einstaklinga sem gegnt hafa herþjónustu þar í landi og þurfa á endurhæf- ingu að halda eftir störf sín. Stefnt er að því að ganga á suðurskautið á Suðurskautslandinu. Þeir undirbúa sig fyrir gönguna á Íslandi en Frank Gardner hefur skrifað á vefsíðu sína um dvölina hér á landi. Þegar hann kvaddi Ísland í gær segir hann að honum og félögum hans hafi verið brugðið í smástund þegar þeim heyrðist flugfreyjan kalla „Tear gas“ í hátalarakerfið. Í ljós kom að flugfreyjan var einfaldlega að ávarpa flugfarþega með „Dear guests“. Þátttakendur Walking with the Wounded undirbjuggu sig á Íslandi fyrir göngu á suðurskautið. Óttaðist táragas Vettvangur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.