Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Qupperneq 20
Við komum tvisvar til þrisvar í viku og höfum gertundanfarin ár. Þetta þróast í það að vera meiri ogmeiri keppni,“ segir Kristján M. Hjaltested semspilar skvass í hádeginu í Veggsporti. Fjölmargir spila skvass hér á landi og alltaf bætist í fjöldann enda íþróttin gríðarlega hröð og skemmtileg. Flest- ir spila í Veggsporti en vellir hér á landi eru alls 10 talsins þar af fjórir í Veggsporti. Sporthúsið er með einn völl og einn er á Akureyri. „Við erum fimm eða sex manna magas- ín og róterum leikjum okkar á milli. Það eru margir mis- góðir og sumir komnir lengra en aðrir og við fáum stund- um að fara í salinn til alvöru leikmanna. Maður vill spila við þá sem betri eru til að læra og verða betri.“ Keppnisskapið aldrei langt undan Kristján var í hand- og fótbolta í gamla daga og segir að sportið sé frábært til að taka við af því. Hraðinn sé mikill, spilarar séu alltaf mjög nálægt og stuðið mikið inni á vell- inum. „Ég þekki alveg keppnisíþróttir og það er alltaf gam- an að skora stig og nudda andstæðingnum upp úr því þó það sé allt gert í gamni.“ Þeir félagar hafa verið í hádeginu í skvassi í nokkur ár og eru ekkert á leiðinni að hætta. „Við komum úr ólíkum átt- um en hittumst þarna í hádeginu til að reyna að halda kíló- unum frá okkur. Kostirnir eru margir við sportið. Maður fer alltaf brosandi þaðan út og hlakkar til að mæta á ný.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg KÍKT Í SKVASS Í VEGGSPORTI Stuðsport með spaða Í SKVASSI ER HRAÐINN MIKILL OG STUÐIÐ SÖMULEIÐIS. KRISTJÁN HJALTESTED ER EINN AF ÞEIM SEM STUNDAR SKVASS OG HEFUR GERT Í MÖRG ÁR. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Kristján í gula bolnum ásamt Grímkatli Sigþórs- syni rétt fyrir leik. *Heilsa og hreyfingMataræði skiptir sköpum fyrir þá sem vilja tileinka sér heilbrigðan lífsstíl og hollustu »22 Skvass er spaðaíþrótt sem líkist badmintoni og tennis. Andstætt við þess- ar íþróttir eru andstæðingarnir ekki hvor sínum megin við net heldur hreyfa leikmennirnir sig hvor í kringum annan. Stig er hægt að fá í hverri uppgjöf og skiptir ekki máli hvor aðilinn gefur upp. Boltinn má einungis skoppa einu sinni í gólfið. Spilað er upp í 11 stig í hverri lotu og er spilað best af 5 lotum. Allir boltar í leik eiga að lenda í framveggnum. Boltinn má lenda í bakveggnum og hliðarveggnum áður en hann lendir í framveggnum, nema í uppgjöf. Ef staðan er 10-10 þá er spilað þar til annar leikmaður nær 2 stigum meira en hinn og vinnur því leikinn. Útbúnaður er bara spaði og bolti og góða skapið. Tíu skvassvellir eru á landinu. Fjórir í Veggsporti, einn í Sporthúsinu, tveir í fyrirtækinu Marel, einn í Samskipum, einn í MH og einn í Vaxtarækt- inni á Akureyri. SKVASS ER EINFÖLD ÍÞRÓTT Fáar reglur og lítill útbúnaður Skvass er bæði fyrir karla og konur. Skvassboltar duga lengi og kosta lítið. Hér er einn með einni blárri doppu sem þýð- ir hraður bolti. Ódýrt að byrja í skvassi Það þarf ekki mikið til að prófa skvass. Byrjunarkostnaðurinn er lítill enda þarf bara spaða, bolta og góða skó sem flestir eiga. Hægt er að leigja spaða til að byrja með til að athuga hvort skvass sé fyrir þig og kostar það 450 krónur í Veggsporti. Góður skvassspaði kostar í kringum 20 þúsund krónur en hægt er að fá fína byrjendaspaða niður í sex þúsund krónur. Best er þó að fá leiðbeiningar frá fagfólki í greininni þegar velja á spaða. Það margborgar sig því skvassspaði og skvass- spaði er ekki það sama. Þá kosta boltar lítið og duga fyrir byrjendur í mörg ár. Skvass er frekar einfaldur leik- ur. Boltinn má skoppa einu sinni, hann verður að fara í framvegginn og ekki í línurnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.