Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Page 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Page 23
10.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 F jöldi fólks hefur æft stíft í vetur til þess að eiga möguleika á að hljóta nafnbótina landvættur. Fjölþrautarfélagið Landvættir var stofnað fyrir um ári en yfirlýstur tilgangur félagsins er að safna félögum. Aðeins þeir sem ná að klára þrautirnar fjórar, sem eru hver í sínum landshluta, geta gerst félagar. Fyrsta keppnin sem gildir er Fossavatnsgangan, sem fram fer í maí. Að sögn Ingvars Þóroddssonar, formanns félagsins, var hugmyndin að baki félaginu sú að gefa fólki sem er duglegt að hreyfa sig tækifæri á að prófa fleiri greinar. Hugmyndin er að nokkru sótt í sænska fyrirmynd. „Sænski klassíkerinn er keppni sem hefur verið í gangi í Svíþjóð í 25 ár og þar er keppt í þessum sömu fjórum greinum. Svo náði hugsunin aðeins lengra og við ákváðum að það væri ein grein í hverjum landshluta. Þannig fannst okkur við getað kallað okkur Landvætti,“ segir Ingvar. Félagið skipuleggur enga viðburði sjálft heldur snýst áskorunin um að þeir sem vilja gerast félagar klári fyrrnefndar fjórar keppnir, sem sumar hafa verið til í fjölda ára. „Fólk sem hreyfir sig mikið þarf sífellt nýjar áskoranir. Við vitum til þess að það er stór hópur sem ætlar í Fossa- vatnsgönguna í þeim tilgangi að verða Landvættur,“ segir Ingvar en hann tekur fram að það skipti engu máli á hvaða tíma keppendur koma í mark. Landvættaáskorunin gangi aðeins út á að klára keppnirnar fjórar á innan við ári og hljóta hina eftirsóttu nafnbót. Nánar á landvaettur.is. Vesturhluti Fossavatnsgangan er 50 km skíðaganga á Ísafirði og hápunktur gönguskíðavetrarins. Hún fer fram hinn 4. maí og upplýsingar má finna á www.fossavatn.com Austurhluti Urriðavatnssundið er 2,6 km sund í Urriðavatni nálægt Fellabæ á Fljótsdals- héraði. Sundið fer fram 27. júlí og nánari upplýsingar má finna á www.urridavatnssund.is Norðurhluti Jökulsárhlaupið er 32,7 km hlaup frá Dettifossi til Ásbyrgis. Hlaupið í ár fer fram 10. ágúst en fræðast má nánar um keppnina á vefnum www.jokulsarhlaup.is. Vilja verða landvættir TIL AÐ GETA ORÐIÐ FULLGILDUR LANDVÆTTUR ÞARF AÐ AFREKA Á INNAN VIÐ ÁRI AÐ HLAUPA JÖKULSÁRHLAUP, GANGA FOSSAVATNSGÖNGU Á SKÍÐUM, KLÁRA HJÓLA- KEPPNINA BLÁALÓNSÞRAUTINA OG SYNDA URRIÐA- VATNSSUND. HVER ÞESSARA KEPPNA ER Í SÍNUM LANDS- HLUTA OG MARGIR HEFJA LEIKINN Á ÍSAFIRÐI Í MAÍ. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Suðurhluti Bláalónsþrautin er 60 km hjólreiðar sem byrja í Hafnarfirði og enda í sjálfu Bláa lóninu við Grindavík. Keppnin fer fram 8. júní og má nálgast frekari upplýsingar á vefnum www.bluelagoonchallenge.com * Til aðhljótanafnbótina landvættur þarf að hlaupa, hjóla, synda í sjó og ganga á skíðum. Klára eina keppni í hverj- um landshluta. Ljósmynd/Þór Gíslason Ljósmynd/ Sigurjón J. Sigurðs

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.