Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Side 24
Þótt eggið hans Arne Jacobsen sé kannski ekki endilega páskalegt er það engu að síður hannað með eggið sjálft í huga. Epal, Skeifunni 6. Gult tauáklæði: 900.000 krónur. Jubla kerti í páskalit. IKEA, Kauptúni 4. Verð: 595 krónur. Með fallegri stofuvösum Evrópuálfu er án efa þessi ítalski frá Driade. Hann er nokkuð páskalegur enda minnir hann suma á hálft brotið egg. Casa, Skeifunni 8. Verð: 254.000 krónur. Páskaliljur eru blóm páskanna og þótt þær séu ekki komnar alls staðar í verslanir er hægt að fá þær í potti á nokkr- um stöðum, til dæmis í Blómaval, Skútuvogi 16. Verð: 399 krónur. Ofurvenjulegir eggjabakkar eru til margs nýtilegir eins og sést á þessari fallegu skreytingu. Þessi gerð fæst í IKEA, Kauptúni 4. Verð: 495 krónur. KANÍNUR OG EGG Páskarnir poppaðir upp PÁSKASKRAUTIÐ GETUR VERIÐ ALLT FRÁ ÓDÝRUM OG EINFÖLDUM EGGJABIKAR OG PÁSKALILJUM UPP Í SJÁLFAN EGGSTÓL ARNE JACOBSEN. MARGT PÁSKALEGT ER AÐ FINNA FYRIR FAGURKERANN Í BORGINNI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is George Jensen páska- skrautið í ár er að berast í hús á nokkrum stöðum í borginni, meðal annars í Líf og list, Smáralind. Verð: 5.980 krónur. *Heimili og hönnunÁ arkitektastofu í gömlu húsi í miðbænum hefur lyftuop verið innréttað sem salerni »26 Ó líkt mörgum öðrum fríum eru páskarnir fremur af- slappaðir. Engar gjafir sem þarf að kaupa nema páskaegg, ekki þarf að kaupa sérstaka páskakjóla né baka páskakökusortir. Hins vegar er þetta góð- ur tími til að skreyta enda gefast eflaust mun fleiri klukkustundir í skreytingar en í desember. Í bíltúr um borgina er ljóst að þótt páskaliljur séu víðast hvar ekki komnar í verslanir er ýmislegt páskalegt að finna. Egglaga húsgögn hafa hlotið heimsfrægð, svo sem Egg Arne Jacobsen, og þótt líklegt sé að fæst heimili séu að fara að fjárfesta í svo grand páskaskrauti er til dæm- is hægt að prenta út mynd af egginu og hengja upp á vegg. Feng Shui fræðingar segja að með því að hengja drauma sína á korktöflu rætist þeir frekar. En þá er líka áskorun, sem heppnast yfirleitt vel, að skreyta ofureinfalda eggjabikara, mála egg og skreyta trjágreinar. Upp með það gula og sparið það ekki. Kanínulampinn frá Heico er til á þónokkrum íslenskum heimilum og er hann meira að segja uppseldur víðast hvar á landinu. Hann er þó hægt að fá hjá undraborg- in.is. Verð: 5.900 krónur. Heico lamparnir þýsku hafa notið mikilla vinsælda hérlendis og fást víða. Þessi kan- ínustrákur eru með nýrri lömp- unum og fæst til dæmis hjá vefversluninni undraborgin.is. Verð: 8.900 krónur. Appelsínugulir túlípanar eru í öðru sæti yfir páskalegustu blómin á eftir sjálfum páskaliljunum. Fást til dæmis í Garðheimum, Stekkjarbakka 6. Verð: 1.490 krónur 10 stykki. Servéttur fyrir páskamáltíðina. IKEA, Kauptúni 4. Verð: 350 krónur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.