Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Qupperneq 28
*Matur og drykkir Meistarakokkurinn Hrefna Rósa Sætran er mikið fyrir að bjóða vinum og fjölskyldu í mat »32 Uppskrift fyrir fjóra 400 g saltfiskur 100 g valhnetur salt pipar ĺímónubörkur stjörnuanís kóríanderfræ 2 rauðrófur Aðferð 100 g saltfiskur, steikt- ur á pönnu þar til hann er orð- inn alveg skrælþurr, valhnetur ristaðar á pönnu og saxaðar niður. Salt, pipar og límónu- berki bætt við og öllu blandað saman. 300 g saltfiskur soðinn í vatni með stjörnuanís, svörtum piparkornum og kóríanderfræj- um. Passa að sjóða fiskinn ekki of lengi. 2 rauðrófur eru bak- aðar í ofni í um klukkutíma, látnar kólna örlítið, flysjaðar, skornar í bita og svo er límóna kreist yfir. Salat lollo rosso klettasalat lambhagasalat ólífuolía Aðferð Lollo rosso, klettasal- ati og lambhagasalati er velt upp úr smáólífuolíu. Kryddjurtamæjónes 100 ml bragðlítil olía dill 1 eggjarauða sítrónusafi salt Aðferð Dill, klettasalat og af- gangar af kryddjurtum sett sam- an í blandara og látið malla þar í um 10 mínútur. Látið kólna. 1 eggjarauða er hrærð út og olíunni bætt smám saman út í. Innan skamms byrjar blandan að þykkna. Bætið kryddblönd- unni við mæjónesið og sítrónu- safa og salti eftir smekk . Setjið í sprautubrúsa. Sítrónuolía (dressing) börkur af einni sítrónu safi úr einni sítrónu salt af hnífsoddi bragðlítil olía Aðferð Hitað í potti á mjög vægum hita í nokkrar mínútur og svo sigtað og kælt. Setjið salatið á fjóra diska, raðið rauðrófunum á salatið, setjið sítrónuolíu á, sprautið nokkrum vænum kryddjurta- mæjóneshrúgum á salatið og rífið saltfiskinn niður í flögur og setjið ofan á. Endið á því að setja mylsnuna á toppinn og skreytið með dilltoppum og söxuðum graslauk. Þetta salat er brakandi ferskt og ríkt af sítrus. Mjög gott sem forréttur eða léttur hádegis- verður. Það má mjög gjarnan bera fram með því nýbakað brauð með smjöri. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. E ftir sigur í sjónvarpskokkakeppni var áhugakokkinum Gunnari Helga Guðjóns- syni boðið að reiða fram gestamatseðil á Nauthóli. Gestir staðarins geta pantað af seðlinum þessa helgi og verður boðið upp á fjóra rétti. „Hér verða tveir réttir í hverjum flokki, tveir forréttir, tveir aðal- og tveir eftir- réttir. Ég reyndi aðeins að vinna í anda staðar- ins og vera trúr sjálfum mér. Það passaði vel saman,“ segir Gunnar Helgi sem var meira en til í að deila uppskrift að saltfiski með lesendum. Gunnar Helgi er myndlistarmaður að mennt og vann í þónokkur ár við að setja upp listsýn- ingar. „Svo ákvað ég að breyta til og fékk mik- inn kaffiáhuga. Langaði að prófa það og fór að vinna á Kaffismiðju Íslands. Er búinn að kanna kaffiheima og það var mjög lærdómsríkt og bragðlaukarnir eru komir í góða æfingu,“ segir Gunnar sem laumueldaði lengi og hefur verið annálaður kokkur í mörg ár. Hann tók þátt í Masterchef þar sem hann stefndi að sigri. Var ekkert að fara í felur með það. „Ég var mjög glaður að vinna og það var nokkuð óvænt því mér fannst margir keppendur mjög góðir. Ég bjóst ekkert við að vinna en ég ætlaði mér það samt sem áður.“ Gunnar Helgi brosir út að eyrum þessa dagana. Ljósmynd/ozzo.is/Óli Haukur Mýrdal GUNNAR HELGI GUÐJÓNSSON, SIGURVEGARI MASTERCHEF Saltfiskurinn úr úrslitaþættinum GUNNAR HELGI GUÐJÓNSSON, SIGURVEGARI Í ÍSLENSKU ÚTGÁFUNNI AF MASTERCHEF, DEILIR SIGURUPPSKRIFT SINNI AÐ SALTFISKI MEÐ LESENDUM SUNNUDAGSBLAÐS MORGUNBLAÐSINS. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Saltfisksalat með rauðrófum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.