Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Síða 30
Hákon Sæmundsson, yfirmatreiðslumaður á Bautanum. S vartfuglsbringur hafa verið á matseðli Bautans á Ak- ureyri eitthvað á þriðja áratug og eru mjög vinsælar að sögn Hákons Sæmundssonar yfirmatreiðslumanns. „Áferðin og liturinn er ekki ósvipað rjúpunni en bragðið auðvitað öðruvísi; rjúpan lifir á lyngi en svartfuglinn í sjónum. Við orðum það stundum þannig við útlendingana að svartfuglinn sé sjávarvillibráð okkar Íslendinga,“ segir Há- kon við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Ekkert lýsisbragð lengur Erlendum gestum þykir afar spennandi að borða svartfugl- inn en Hákon segir áhuga innfæddra hér í lýðveldinu ekki minni. „Það má segja að allir sem komnir eru yfir þrítugt sýni svartfuglinum áhuga. Margir Íslendingar hafa eflaust borðað hann hjá ömmu í gamla daga þegar hann var mat- reiddur upp á gamla mátann; steiktur á pönnu, síðan soðinn í potti í tvo tíma og borinn fram með brúnni sósu.“ Þá þótti sumum maturinn ólystugur og lýsisbragðið skemma býsna mikið fyrir. „Margir eru einmitt með fóbíu fyrir svartfugli vegna lýsisbragðsins, en það er bara spurn- ing um meðhöndlun á hráefninu fyrir geymslu. Þegar við verkum fuglinn er öll fita skorin af bringunum og þeim pakkað í loftþéttar umbúðir. Áður var fuglinn oft verkaður án þess að fitan væri tekin af, settur beint í frost og hugs- anlega borðaður nokkrum mánuðum seinna. Á þeim tíma hafði lýsisbragðið komist úr fitunni inn í kjötið.“ Hákon leggur áherslu á að bringurnar séu léttsteiktar og vel rauðar. Þannig séu þær bestar. Hann segir mest seljast af svartfugli að sumri og rétturinn sé þá einn þeirra sem erlendir gestir helst vilja bragða á; að auki er það hrefnukjöt, plokkfiskur, lambakjöt og kjötsúpa. Hann telur einnig upp fisk sem útlendingar eru sólgnir í; steinbít, bleikju og rauðsprettu. Langvían á borðum Fimm tegundir svartfugls eru við landið; lundi, langvía, stuttnefja, álka og teista. Langvían er algengust fyrir Norð- urlandi og því eðlilega á borðum á Bautanum. „Bringan á langvíunni er heldur stærri en á lundanum, lundabringan er hins vegar örlítið þéttari,“ segir Hákon. Hann nefndi að hrefnukjöt væri líka vinsælt, en það er eldað á mjög svip- aðan hátt og svartfuglinn. „Léttsteikt og borið fram með svipaðri sósu. Bæði svartfugl og hrefnukujöt verður of seigt ef það er eldað of mikið. Ef kjötið er eldað medium verður það stíft undir tönn; medium rare eða rare er það hins vegar mjög mjúkt og gott,“ segir Hákon Sæmundsson. Léttsteiktar svartfuglsbringur YFIRMATREIÐSLUMAÐUR BAUTANS SEGIR AÐ ÚTLENDINGUM JAFNT SEM LANDANUM SJÁLFUM ÞYKI SPENNANDI AÐ BORÐA SVARTFUGL. HREFNUKJÖT HAFI EINNIG VERIÐ VINSÆLT LENGI. Texti og ljósmyndir Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Bringurnar skornar í sneiðar áður en þær eru bornar fram. 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2013 Matur og drykkir Gera skal ráð fyrir tveimur svartfugls- bringum á mann. „Aðferðin er tiltölulega auðveld,“ segir Hákon. „Brúnið bringurnar vel á heitri pönnu. Setjið fyrst örlítið af olíu á pönnuna, svo kjötið festist ekki við hana. Þegar bringurnar eru orðnar fal- lega brúnaðar á báðum hliðum krydd- um við þær með villibráðakryddi; gott er að nota hvaða íslensku kryddjurtir sem er.“ Heppilegt er að taka bringurnar til hliðar, setja smá soð á pönnuna og þykkja sósuna með sósujafnara eða smjör- og hveitijafningi, bæta síðan við týtuberjasultu og smá rjóma út á. Setja svo bringurnar aftur á pönnuna og láta jafna sig þar í 3-4 mínútur á vægum hita í sósunni. „Langbest er að bera þetta fram með sykurbrúnuðum kartöflum og pönnusteiktu grænmeti, salati og týtu- berjasultu eða jafnvel bláberjasultu. Heima við er mjög gjarnan haft epla- salat með.“ EINFALT AÐ ELDA Hákon snyrti bringurnar vel áður en hann steikti þær á pönnunni. VINSÆLL RÉTTUR Á BAUTANUM Í MEIRA EN TVO ÁRATUGI

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.