Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Page 34
AFP Í 27 ár hefur Forbes tímaritið birt lista yfir auðugustu menn jarðarinnar, ená listann rata þeir sem eiga eignir metnar á milljarð dala eða meira. Afþeim 1.426 einstaklingum sem ná á lista Forbes þetta árið eru 95 þarvegna árangurs í tækni- og tölvugeiranum (technology), eins og sjá má ef listinn er skoðaður eftir atvinnugreinum. Af þeim sem komast á tæknilistann eru 53 með ríkisfang í Bandaríkjunum. Alls ná 18 manns á listann vegna auðæfa sem eru til komin vegna hagnaðar fjarskiptafyrirtækja (telecom), þeirra á meðal er mexikóinn Carlos Slim Helu, eigandi fjölmiðlaveldisins Telecom, sem vermir efsta sæti heildarlista Forbes. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Bill nokkur Gates, sem trónir á toppi tæknilistans, skipar annað sæti heildarlistans næst á eftir Helu, en hann var reyndar lengi í efsta sæti listans. Samanlögð auðæfi allra á listanum eru 5,4 billjónir dala, eða rúmlega rúm- lega 673 billjarðar íslenskra króna. BILL GATES Stofnandi og fyrrverandi stjórnarformaður Microsoft, er efstur tölvumanna. Gates er metinn á um 67 milljarða dala. AFP LARRY ELLISON Larry Ellison, stofnandi og forstjóri Oracle hugbúnaðarfyrirtækisins, á eignir sem metnar eru á 43 milljarða dala. AFP LEE KUN-HEES Sonur stofnanda Samsung samsteypunnar og forstjóri fyrirtækisins á auðæfi sem Forbes telur vera 13,9 milljarða dala virði. BLOOMBERG NEWS LARRY PAGE OG SERGEY BRIN Auðæfi stofnenda Google veldisins eru metin á 23 milljarða og 22,8 milljarða dala. AFP/Getty Images LAURENE POWELL JOBS Ekkja Apple-stofnandans Steve Jobs er ríkasta kona tækniheimsins með eignir metnar á 10,7 milljarða dala. AFP MICHAEL DELL Stofnandi Dell tölvufyrirtækisins á auðæfi sem metin eru á 15,3 milljarða dala. AFP STEVE BALLMER Forstjóri Microsoft er metinn á 15,2 milljarða dala. Hann gekk í raðir fyrirtækisins 1980. AFP PAUL ALLEN Íslandsvinurinn Paul Allen, einn af stofnendum Microsoft, er í sæti 53 á lista Forbes með auðæfi metin á 15 milljarða dala. TÖLVUR OG TÆKNI GEFA VEL AF SÉR Tölvugeira- topparnir TÍMARITIÐ FORBES HEFUR BIRT ÁRLEGAN LISTA SINN YFIR AUÐUGUSTU EINSTAKLINGA VERALDAR. MENNIRNIR Á BAK VIÐ FORRITIN OG GRÆJURNAR SEM VIÐ NOTUM DAGLEGA ERU OFARLEGA Á LISTANUM ÞETTA ÁRIÐ SEM FYRR. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is MARK ZUCKERBERG Auðæfi hins unga stofnanda Facebook eru metin á 13,3 milljarða dala, um einn fimmta af auðæfum Bill Gates. *Græjur og tækniTæknin getur nýst okkur jafnt við að skipuleggja daginn og slaka á eftir erfiðan vinnudag »36

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.