Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Qupperneq 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Qupperneq 39
10.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Ó veðrið sem geisaði í vikunni á afar illa við allar heimsins Smartlöndur – það að þurfa að klæða sig eftir veðri er bara eitthvað sem vantar í genin hjá þessum þjóðflokki. Til þess að þessi þjóðflokkur fái að vaxa og dafna þurfa að hitaskilyrði að vera sæmileg, helst ekki undir frostmarki og sólin þarf að skína dálítið hressilega. Það er þó alls ekki til þess að þjóð- flokkurinn fái sólbrúnku í andlitið heldur til þess að hjartastöðin nær- ist og til að koma í veg fyrir D-vítamínskort. Sjálf hef ég alltaf komist þokkalega langt á því að nota bílinn minn sem úlpu og hef þannig getað gengið berfætt í háhæluðum skóm allan veturinn án þess að skaddast varanlega … Það versnaði þó í því í vikunni þegar ég þurfti að komast í vinnuna eins og hinir. Í öllum morgun- tryllingnum hlustaði ég hvorki á útvarp né las blöð heldur æddi af stað eins og enginn væri morg- undagurinn. Eftir að hafa horft á skaflinn fyrir utan hurðina klæddi ég mig í gönguskó og hafði vit á því að fara í dúnkápu í staðinn fyrir leðurjakka. Synir mínir spurðu hvort ég væri veik enda sjá þeir móður sína aldr- ei svona til fara nema eitthvað bjáti á. Ég tróð reyndar hæla- skóm í töskuna og aukajakka, svo ég gæti skipt um ham um leið og það stytti upp. Mér varð því miður ekki að ósk minni þennan daginn. Þótt útgangurinn hafi verið svolítið eins og hjá „Ungfrú Austur-Evrópu 1998“ var ég ákaflega fegin að vera í þessari mún- deringu, en ekki í mínum venjulega glansgalla, þegar björgunarsveitin dró mig upp úr skafli númer eitt á miðri hrað- braut. Ekki veit ég hvort þessir menn voru að elta mig, en þegar ég festist í skafli númer tvö á leiðinni voru þeir mættir aftur. Þegar sveitin var búin að hjálpa mér leit einn björg- unarsveitarmaðurinn inn í bíl- inn og sagði: „Gerir þú þér grein fyrir að þú ert að verða bensínlaus, kona, hvar býrðu eiginlega …?“ Mér leið pínulítið eins og ógæfukonu þegar ég keyrði af stað og von- aði heitt og innilega að síðustu bensíndrop- arnir myndu duga leiðina á áfangastaðinn svo björgunarsveitin þyrfti ekki að hirða mig upp í þriðja sinn þann daginn. Það hafði tekið á að reyna að losa bílinn á miðri hraðbraut, taka motturnar úr aftursætinu og setja undir afturdekkin og moka skafl með gluggasköfu. Hárið orð- ið rennandi blautt, hendurnar kaldar og andlitsfarðinn nokkrum sm neðar en fyrr um morguninn. Í svona veður hefur enginn breik nema menn og konur í kraftgalla með skíðagleraugu, líkt og myndarlega björgunarsveitin. Næst þegar snjóstormur og skafrenningur gera heiðarlega tilraun til að eyðileggja líf mitt ætla ég að vera heima, ekki nema að alvöru skíðadress frá hinni frönsku Coco Chanel detti af himnum ofan … martamaria@mbl.is Næst verð ég heima! Vetrarföt frá Chanel. Coco Chanel klikkar ekki. www.jens.is www.uppsteyt.is fyrir fermingarstelpuna 16.200.- 9.600.- 17.200.- 19.800.- 9.300.- 17.200.- 14.900.- Íslensk hönnunSíðumúla 35 Kringlunni og 11.900.- Fermingar 2013 12.900.- 12.300.- 7.600.- 7.900.- 9.900.- 7.900.- 8.200.- 11.400.- Sendum fermingargjafirnar frítt innanlands! 10.800.- fyrir fermingarstrákinn 12.300.- Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri Full búð að nýjum vörum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.