Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Qupperneq 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Qupperneq 42
*Fjármál heimilannaVísitala íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu fer hækkandi þótt heldur hafi hægt á frá því fyrir ári Framundan eru gleðilegir fermingardagar en þá má skipuleggja þannig að dagurinn verði sem best heppnaður án þess að setja þurfi daginn á raðgreiðslur. Þar gildir; margt smátt gerir eitt stórt. Í stórum fjölskyldum sér- staklega getur munað miklu ef fjölskyldu- meðlimir leggjast á eitt og safna heimabakstri saman á veisluborðið. Eitt sem benda má önnum köfnum for- eldrum, ömmum og öfum á er að heilmikið af veisluveitingum má frysta og vinna sér þannig í haginn. Á það síður en svo bara við um kökur. Brauðrétti sem hita á seinna má setja með öllu tilheyrandi; majónesi, smur- osti og osti, inn í frysti. Þá má líka setja í ofn- inn frosna en hita bara við vægan hita. Hagsýnar húsmæður og -feður sem hafa fermingarveisluna fyrripart dags hafa mörg hver útbúið súpuveislu með kransaköku í eftirrétt. Góð fiskisúpa er til dæmis kjörin og skynsamleg leið til að halda góða veislu. Og heimabakað brauð með, að sjálfsögðu búið til með góðum fyrirvara og fryst. GÓÐUR EN EKKI OF DÝR MATUR Að mörgu að huga fyrir fermingar Frysta má brauðrétti sem hita á síðar. Það spar- ar fyrirhöfn síðustu dagana fyrir fermingu. Það kennir margra grasa á vefnum www.vertuaverdi.is sem ASÍ heldur úti en þar eru neytendur hvattir til að koma með ábendingar um verð- breytingar í verslunum með því að senda inn skilaboð eða myndir á vefinn. Fjöldi fólks hefur brugðist við og margar ábendingar eru komnar inn. Þannig bendir einn neytandinn á að heimilisbrauð í Bónus hafi hækkað um nærri 10% milli mán- aða og að Nóatún sé búið að hækka jarðarberja-LGG um 15% síðan í fyrra. Þá hafi Krónan hækkað ávextina í ávaxtamarkaðnum um tíu krónur, úr 39 krónum stykkið í 49 krónur, en ef keyptir eru 10 ávextir saman fást þeir á 390 krónur eða 39 krón- ur stykkið. Þá segir á vefnum að hjóna- bandssæla frá Myllunni, keypt í Hagkaupum, hafi hækkað úr 799 krónum fyrir þremur vikum í 879 krónur á föstudag. Kaupandinn var lítt hrifinn af þessari hækkun. Sömuleiðis er hægt að láta vita af því sem vel er gert og vekja athygli á verðlækkunum. Aurapúkinn Morgunblaðið/Golli hratt og það gerði fyrir ári. Fimm manna fjölskylda í gamla Vesturbænum, sem var í hópi nokk- urra bjóðenda í áðurnefnda eign og Sunnudagsblað Morgunblaðsins ræddi við, kveðst hafa leitað að réttu eigninni um langt skeið án árangurs. Húsnæði í þeirra stærð- H æð og ris í gamla Vestur- bænum sem nýverið var auglýst til sölu á 46 milljónir seldist innan fárra daga á 50 milljónir króna, eða fjórum milljónum hærra en ásett verð, og voru nokkrir um hituna. Yfirboð voru algeng fyrir hrun og þóttu ekkert tiltökumál, en sjaldnar heyrist af þeim núorðið. „Almennt er þetta nú ekki lýs- andi fyrir það sem er að gerast á markaðnum. En það er alltaf ein og ein eign, helst í Vesturbænum og miðbænum, sem fer á yfirverði. En þetta eru undantekningartilfelli,“ segir Kristín Ólafsdóttir, sölufulltrúi hjá Remax Alpha. Velta í viðskiptum með íbúðar- húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hef- ur aukist undanfarið. Veltan með íbúðarhúsnæði var 13,9 milljarðar króna í febrúar síðastliðnum, sem er 32,2% meiri velta en í febrúar 2012 samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Ís- lands. Eins og bent var á í Morgun- korni Íslandsbanka í vikunni hefur veltan síðustu sex mánuði verið 26,3% meiri en hún var á sama tímabili fyrir ári. Á sama tíma hafi dregið úr verðhækkunum á íbúðar- húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Verð hækkar áfram, en ekki eins arflokki, 5-6 herbergja í vesturborg- inni, vanti hreinlega á skrá. Að sögn Kristínar er þetta ekki óalgeng staða. „Að mínu mati er gríðarleg vöntun á íbúðarhúsnæði, þótt það hljómi ótrúlega þegar fólk sér á mbl.is allan þann fjölda eigna sem er á skrá. En ég myndi halda að það væri ekki nema einn þriðji af því sem eru eignir frá fólki sem er raunverulega í söluhugleiðingum.“ Meirihluta eigna á skrá segir hún vera frá fólki sem sé að kanna mál- in án þess að vera endilega alvara með því að selja, nema það fái afar hátt verð. Framboðið sé því ekki eins mikið og ætla mætti miðað við fjölda skráninga á fasteignavefi. Mörg dæmi séu um fjölskyldur sem eru búnar að sprengja utan af sér húsnæði. „Við komum inn á heimili þar sem er fólk með þrjú börn sem er enn í fyrstu íbúðinni sem það keypti kannski fyrir ára- tug,“ segir Kristín. Morgunblaðið/ÞÖK VERÐVÍSITALA ÍBÚÐARHÚSNÆÐIS HÆKKAR Margir í fasteignaleit Verðvísitala íbúðahúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu jan. 2010 – jan. 2013 Heimild: Þjóðskrá Íslands 360 350 340 330 320 310 300 290 280 Janúar 2010 Janúar 2013 Margir leita hentugra fasteigna og dæmi eru um fimm manna fjölskyldur sem hafa ekki getað hreyft sig úr sinni fyrstu íbúð. Jafnvel þótt fólk vilji kaupa er ekki víst að rétta eignin sé í boði. Lítið er um stærri eignir í Vesturbænum norðan Hringbrautar. Eitthvað er um að eignir fari á yfirverði. VELTA Í VIÐSKIPTUM MEÐ ÍBÚÐARHÚSNÆÐI HEFUR AUKIST UNDANFARNAR VIKUR EN HELDUR DREGUR ÚR VERÐ- HÆKKUNUM. EIGN SEM AUGLÝST VAR NÝVERIÐ Á 46 MILLJÓNIR FÓR Á 50 MILLJÓNIR. YFIRBOÐ ERU ÞÓ ÓALGENG. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Þeir sem hyggjast fljúga innanlands geta spar- að töluverðar fjárhæðir ef þeir hafa vaðið fyrir neðan sig og panta flug tímanlega. Hjón sem ætla í helgarferð til höfuborgarinnar gætu leyft sér ýmislegt í borginni, sem þau hefðu hugsanlega annars ekki ráð á, fyrir mismuninn á hæsta og lægsta fargjaldi. Nefna má sem dæmi, að hæsta verð fyrir flug frá Akureyri til Reykjavíkur föstudaginn 22. mars nk. skv. vefsíðu Flugfélags Íslands í gær er 19.790 krónur en það lægsta 8.790. Sá sem pantaði í gær og vildi fara til baka sunnudaginn 24. mars gat fengið farmiðann norður fyrir minnst 9.140 kr. en mest gat sá hinn sami borgað 20.140 kr. Flug fram og til baka fyrir einn getur því kostað 39.930 kr. en lægsta gjaldið var 17.930 kr. Fyrir mismuninn – 22.000 kr. – væri t.d. hægt að fara út að borða á mjög góðum veitingastað og í leikhús. Eða, fyrir 44.000 kr. sem hjón spara með því að panta snemma, væri kannski hægt að kaupa fallega flík handa konunni. skapti@mbl.is INNANLANDSFLUG Pantið flug tím- anlega og sparið Það er alltaf gaman að koma heim og e.t.v. skemmtilegra en ella ef farmiðinn var ódýr. Morgunblaðið/Kristján
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.