Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Side 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2013 Þ ekkt er sú saga að á mann einn fyrir norðan var slengt niðrandi viður- nefni, sem festist við hann. Hann var eftir það kallaður Jón þjófur í tali á milli manna. Það er ekki björgulegt að burðast með þvílíkt viðurnefni, en það hlálegasta er að kveikjan að því var að einhverju smálegu var stolið frá Jóni! Fréttastofa hefur baráttuna Þessi saga rifjaðist upp þegar samfylkingarmennirnir á fréttastofu „RÚV“ undu sér ekki lengur yfir ógöng- um flokksins síns í skoðanakönnunum og virtust hefja kosningabaráttuna formlega hinn 5. mars sl. Þá voru birtar á einum og sama deginum fjórar fréttir fjand- samlegar Sjálfstæðisflokknum, sumar þeirra oft, og þær allar svo úr lagi færðar að eingöngu tilgangurinn gat helgað þau meðul. Árni Páll Árnason hafði óskað eftir fundi m.a. með forystu Sjálfstæðisflokks um stöðu stjórnarskrármáls og það taldi „fréttastofan“ tilefni til að fá umsögn ís- lenska utanríkisráðherrans. Sá bætti þó engu efnis- legu við, ekki einum fréttapunkti, en var uppfullur af skætingi í garð Sjálfstæðisflokksins. Varla hefur hann þó talið að það myndi auðvelda árangur nýkjörins for- manns í beiningarför þangað. Gagnrýnislaust, án at- hugasemda eða upplýsandi spurninga sem hlutu þó að vakna, jafnvel hjá þeim sem þekktu lítið til, var vaðall- inn látinn ganga. Uppleggið var að gælumál Samfylk- ingar og fréttastofu hennar um að kollvarpa íslensku stjórnarskránni, sem þessir aðilar hafa unnið að í heil fjögur ár, fengi ekki framgang vegna þess að Sjálf- stæðisflokkurinn, með aðeins fjórðung þingmanna á Alþingi, skrifaði ekki orðalaust upp á plaggið! Þessi fréttaflutningur var auðvitað þeim, sem í hlut áttu, til álitshnekkis. Og svo sú næsta … Þá kom „frétt“ um Brynjar Níelsson frambjóðanda, sem sást ganga á fund fámenns hóps, einkum fyrrver- andi sjálfstæðismanna, með sömu skoðanir og frétta- stofan á ESB. Það er rétt hjá Birni Bjarnasyni að ekki fór á milli mála að þessi frétt var hvorki hugsuð til að auka álit á frambjóðandanum né Sjálfstæðisflokknum. Síðan var frétt um að tilteknir prófkjörsframbjóð- endur Sjálfstæðisflokks hefðu ekki skilað skýrslum til Stóra bróður í tæka tíð. Það var mikil rulla um lítið. Var nýjum varformanni Sjálfstæðisflokksins sérstak- lega slegið upp, honum og flokknum til minnkunar. Var þó ekkert tilefni til þess, eins og komið hefði í ljós, ef „fréttastofan“ hefði leitað beint til viðkomandi, eins og sjálfsagt var. Og loks var það löng frétt um þjófnaðarmál sem beindist gegn norrænum flokkahópi (Sjálfstfl. á aðild að honum) sem hefur verið ákært í og komið er til meðferðar dómstóla. Allur var málatilbúnaður „fréttastofunnar“ þannig að minnti á tilburðina til að hengja Jón þann, sem fyrr var nefndur, og stolið hafði verið frá. Það hefur ekki verið þrautalaust að koma þessum „fréttum“ öllum fyrir á sama deginum, en margt getur tekist vel, þegar ríkur vilji er fyrir hendi. Ítrekað skal það sjónarmið að þessi sérkennilega fréttastofa er sjálfsagt ekki hluti af neinu stjórn- málalegu samsæri. Og sjálfsagt sér hinn einliti hópur, sem þar er, ekkert skrítið við framgöngu sína. Það hlýtur á hinn bóginn að vera áhyggjuefni fyrir fólkið sem er þvingað til að halda þessari starfsemi uppi, með vísun til þess að hún eigi að iðka vandaðri og óhlutdrægari vinnubrögð en aðrir. Starfsemi, sem vill ekki lengur kannast við að hún sé til annars en gælu- brúks hóps, sem hefur hreiðrað um sig og hefur því bannað að lögformlegt heiti stofnunarinnar sé brúkað af nokkrum manni, sem þar er á launaskrá. Og hver einasti innanbúðarmaður hlýðir! Sest við sama rokkinn Og sömu dagana hélt „RÚV“ áfram að reka trippin fyrir siðprúða sómamanninn Björn Val Gíslason, sem í ein tvö ár hefur verið með spuna um lán sem veitt var Kaupþingi á haustdögum 2008. Jafnan er látið eins og málið sé dularfullt og óupplýst og með hálfsannleik, ruglanda og spuna í svokölluðum Spegli „RÚV“ er Nú þykir spuna- körlum og kerlingum nokkuð í húfi * Björn Valur Gíslason hefur verið með þetta mál „til með-ferðar“ í nokkur ár í fjárlaganefnd og lítt sparað dylgjurnar allan þann tíma. Framkoma hans er þó auðvitað fjarri því að vera í neinu fyrir neðan virðingu hans. Reykjavíkurbréf 08.03.13

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.