Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Side 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Side 48
É g átta mig ekki á því ennþá hvaða þýðingu þetta kemur til með að hafa fyrir mig. Suður- Ameríka er risastór markaður og það yrði rosalega gam- an að láta á hann reyna. Núna er hins vegar nauðsynlegt að anda ró- lega og fara vel og vandlega yfir til- boðin sem berast. Sjáum hvert það leiðir okkur.“ Þetta segir Hera Björk Þórhalls- dóttir söngkona en hún fór sem kunnugt er með sigur af hólmi í sönglagakeppninni Viña del Mar í Síle á dögunum. Hera Björk hafði aldrei heyrt á keppnina minnst þegar hún fékk fyr- irspurn um það í nóvember síðast- liðnum hvort hún hefði áhuga á að senda inn lög. Henni þótti tækifærið spennandi og ákvað að senda inn fjögur lög, samin með mismunandi meðhöfundum. Um miðjan desember kom svo í ljós að lagið „Because You Can“ væri komið í tólf laga úrslit keppninnar. Það samdi Hera Björk í samvinnu við Örlyg Smára, Camillu Gottschalck, Jonas Gladnikoff og Christinu Schilling, en þau tvö síðast- nefndu voru meðhöfundar Heru Bjarkar að laginu „Someday“ sem varð í öðru sæti í dönsku Evróvisjón- söngvakeppninni árið 2009. „Jólin voru að koma eftir korter og fyrir vikið lítill tími til að bregð- ast við þessum tíðindum,“ rifjar Hera Björk upp. Þau Valgeir Magn- ússon, umboðsmaður hennar, fóru þó í stellingar og útbjuggu kynning- arpakka til að senda til Síle. „Ég fékk líka allskonar styrki í formi vöruúttekta, margt smátt gerir eitt stórt. Svo voru það bara gamall kjóll, gamlir skór og meira að segja gamlar nærbuxur,“ segir söngkonan og skellir upp úr. Þá var hún klár í slaginn. Stemning fyrir laginu „Because You Can“ hefur verið lýst sem skandinavísku danspoppi sem er form tónlistar sem Hera Björk segir til þess að gera lítið þekkt í Suður-Ameríku. „Um leið og ég kom út fann ég að það var stemning fyrir laginu og það er ekki amalegt að taka þátt í að ryðja nýrri stefnu braut í þessari heimsálfu.“ Viña del Mar er ein virtasta og vinsælasta sönglagakeppni Suður- Ameríku. Keppnin fer fram í Síle og hefur hún verið haldin árlega síðan 1960, en fram til ársins 1968 máttu aðeins síleskir lagahöfundar taka þátt. Alls hafa sautján lönd borið sigur úr býtum í keppninni, en lönd- in sem oftast hafa sigrað eru Síle, Ítalía, Spánn og Argentína. Ísland er fyrst Norðurlanda til að sigra í keppninni. Keppnin fór fram á leikvellinum Quinta Vergara að viðstöddum 25 þúsund áhorfendum, en talið er að um 100 milljón manns víðs vegar Það er pláss fyrir íslenska bjútíbollu HERA BJÖRK ÞÓRHALLSDÓTTIR VANN FRÆKINN SIGUR Í SÖNGLAGAKEPPNINNI VIÑA DEL MAR Í SÍLE Á DÖGUNUM. HÚN ER ÞEGAR FARIN AÐ FÁ TILBOÐ OG FYRIRSPURNIR UM AÐ KOMA FRAM Í SUÐUR- AMERÍKU EN ENGIN ÁKVÖRÐUN HEFUR VERIÐ TEKIN UM FRAMHALDIÐ. SÖNGKONAN VIÐURKENNIR ÞÓ AÐ MARKAÐURINN SÉ ÁKAFLEGA SPENNANDI. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Portrett: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is um heiminn hafi fylgst með keppn- inni í sjónvarpi. Hefð er fyrir því að ýmsar stórstjörnur tónlistarbrans- ans skemmti áhorfendum keppn- innar, en í gegnum árin hafa m.a. komið fram Shakira, Julio Iglesia, Donna Summers, Ricky Martin og Gloria Estafan auk Eltons Johns og Jonas-bræðra sem tróðu upp í ár. Áhorfendur í Viña del Mar eru frægir fyrir að láta ekki bjóða sér hvað sem er og ganga í daglegu tali undir nafninu „skrímslið“. Ýmsir söngvarar hafa fengið að kenna á því gegnum tíðina, hafa jafnvel verið baulaðir af sviðinu. Var í öruggum höndum Hera Björk segir keppnina einkenn- ast af mikilli fagmennsku, menn viti greinilega hvað þeir séu að gera. Hún dvaldist í fimmtán daga í Viña del Mar en náði lítið að skoða sig um, svo stíf var dagskráin. „Mér leið strax vel og fann að ég var í öruggum höndum. Þetta er risa- dæmi og engin tilviljun að heima- menn tali um „hátíð hátíðanna“, borgin fer hreinlega á hliðina meðan á keppninni stendur. Ég lenti þarna í mínu fyrsta rauðadregils-partíi með öllum fegurðardrottningum álf- unnar, núverandi og fyrrverandi, og fjölmörgum fyrirsætum í misjafn- lega efnislitlum kjólum. Allir sem vettlingi geta valdið láta sjá sig og meðfram dreglinum voru saman- komin mörg þúsund manns.“ Hún segir Viña del Mar-keppnina smærri í sniðum en Evróvisjón en tilfinningahitinn sé án efa meiri. Hátíðin stendur í sex daga og flutti Hera Björk lagið alls fjórum sinnum, þar af einu sinni eftir að úrslitin lágu fyrir. Her fór utan til Síle með Heru Björk. Eins manns her, Valgeir Magnússon, umboðsmaður hennar. „Valli var eins og milljón manns, án hans hefði ég aldrei getað þetta. Auk þess að halda utan um allt lærði hann að greiða mér áður en ég kom fram. Það var dásamlegt að fylgjast með honum í speglinum, með tunguna út úr sér af einbeitingu,“ segir Hera Björk og bætir við að Valgeir hafi einnig sterka skoðun á klæðaburði hennar á sviði. Hún segir Valgeir hafa fengið háðsglósur af þessu tilefni en það sé eins og að skvetta vatni á gæs. „Valli gerir það sem gera þarf, eins og góðum umboðsmanni sæmir. Hann myndi örugglega gyrða mig líka þyrfti ég á því að halda.“ Hún hlær. Hera Björk hefur unnið með Valgeiri síðan 2009 og segir þau eiga afar vel saman. „Hann gerir mér kleift að einbeita mér að því sem ég er góð í, að syngja og brosa. Hann er góður í öllu hinu. Valli er líka mjög duglegur að veita mér aðhald, eins og að reka mig í rúmið á kvöldin þegar ég er farin að kjafta og hlæja of mikið.“ Valgeir Magnússon, umboðsmaður Heru Bjarkar, einbeittur að greiða henni. EINS MANNS HER Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2013 Umhverfisvænni díselolía hjá Olís Ef allir díselbílar á Íslandi notuðu VLO-díselolíu myndi það jafngilda kolefnisbindingu 8,6 milljóna trjáa!* PI PA R\ TB W A -S ÍA -1 30 12 5 *Á einu ári losar díselbílafloti Íslendinga um 345 þúsund tonn af koltvísýringi jafngilda því að gróðursetja 8,6 milljónir trjáa eða skóg sem nemur öllu byggðu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.