Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Page 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Page 51
10.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 um degi. Svo þetta fólk sem maður kynnist í kringum tónlist- ina er magnað og er algjörlega rúsínan í pylsuendanum. Netið hefur líka gert heiminn minni þannig að maður er í sam- skiptum við fólk alls staðar að utan úr heimi. Það er mikið af yndislegu fólki þarna úti sem styður mann, sendir manni skila- boð og er að setja upp síður með efni þar sem dauðarokk er í hávegum haft. Áhuginn er mikill og við höfum farið í ótrúlega mörg viðtöl í rauninni miðað við hvað við erum ungt band. Það er dauðarokk úti um allan heim og við höfum gefið viðtöl við blöð í Brasilíu, Úkraínu, Alsír, Póllandi, Indónesíu og mörgum fleiri stöðum auk hinna hefðbundnu Evrópulanda.“ Áhuginn að aukast Nýverið birtist viðtal við Gyðu í enska blaðinu Telegraph þar sem farið var fögrum orðum um bandið og röddina sem Edda hefur. „Það er mikill heiður og gaman. Telegraph er svo stórt og virt blað. Þessi tónlist hefur alltaf verið til en áhuginn á henni er alltaf að aukast,“ segir Edda. „Þegar ég var 15 ára þótti Metallica og Pantera hart rokk sem mátti ekki vera í dagspilun í útvarpinu. Fólk er að gefa þessu meiri séns. Bönd eins og Sólstafir og Skálmöld ná nú til breiðari hóps og þetta er orðið sýnilegra. Einnig spilaði dauðarokkssveitin Atrum í Kastljósinu og svona mætti lengi telja.“ Gyða bendir á að dauðarokk eigi engin sérstök tengsl við eiturlyf og djöfulinn og ofbeldi. Ekkert frekar en popptónlist því til dæmis er Rih- anna oft að setja myndir af sér á netið að neyta eiturlyfja en það eru ekki allir sem eru í popptónlist að nota eiturlyf. Samningur við útlönd Angist gaf út EP-plötuna Circle of Suffering í október 2011 og hefur henni verið vel tekið. Sveitin skrifaði svo undir útgáfu- samning við bandaríska plötufyrirtækið Abyss Records síðasta haust. Fyrirtækið var búið að fylgjast með þeim frá byrjun og er það með mikla dreifingu. Búið að byggja upp fyrirtækið í mörg ár. „Eigandinn Abyss Records er einlægur þungarokks- aðdáandi og harðduglegur, þannig fólk viljum við hafa með okk- ur í liði. Við líka viljum vera frekar hjá minna fyrirtæki sem sinnir okkur heldur en að vera lítið band hjá stórri útgáfu sem sinnir okkur ekki neitt. Þar sem við myndum kannski bara gleymast. Þarna er gott samstarf og það er hugsað um okkur.“ Upptökustjórinn Fredrik Reindahl sem tók upp Svarta sanda með Sólstöfum mun taka plötuna upp með Angist og segja vinkonurnar að þær hlakki mikið til að byrja. „Við erum að semja á fullu og þetta verður skemmtilegt verkefni.“ Þótt margir haldi því fram að Edda sé ekki að segja neitt nema eitthvert bull í míkrafóninn þá er mikið í textana lagt sem sungnir eru á ensku. „Textarnir skipta alveg jafn miklu máli og tónlistin,“ segir Edda. „Það komast margar tilfinn- ingar fyrir í einu lagi. Mér finnst skipta máli að textarnir séu góðir. Við leggjum okkur fram við að textarnir séu einlægir, þeir fjalla um hvernig við upplifum þjóðfélagið og það sem er að gerast í kringum okkur.“ Risaár framundan Árið í ár verður viðburðaríkt enda er útgáfa fyrstu breiðskífu sveitarinnar að vænta. Auk þess eru ferðalög til útlanda á dag- skránni og í apríl fer Angist að spila á Desertfest sem er þungarokksfestival í Camden, London. „Í júlí munum við svo halda í Ferðin til Heljar túrinn sem Bibbi í Skálmöld setti á laggirnar árið 2011. Hápunktur túrsins verður að spila á Eistnaflugi á Íslandi og G! Festivali í Færeyjum en það er um 8.000 manna hátíð. Þetta er rosalega spennandi ferð og mikill heiður að vera valin. Það skemmtilegasta sem við gerum er að spila og að fá tækifæri að spila fyrir utan Ísland er ótrúlega gaman. Við fór- um í tónleikaferð haustið 2011 til Frakklands og það var frá- bær upplifun. Það var hugsað virkilega vel um okkur, við feng- um heimalagaðan mat sem fólk kom með á staðina þar sem við vorum að spila og áhorfendurnir voru ótrúlega opnir og já- kvæðir. Það er að sjálfsögðu frábært að spila hérna heima fyrir ís- lensku aðdáendurna okkar en tækifærin eru líka úti og stærri hópur af fólki sem okkur langar að spila tónlistina okkar fyrir. Við eigum yndislega aðdáendur sem styðja vel við bakið á okk- ur og koma oft með hjálplegar athugasemdir varðandi sviðs- framkomu og fleira,“ segir Gyða. Ekki í þessu til að verða rík Það er mjög kostnaðarsamt að vera í hljómsveit því hljóðfæri, plötuútgáfa og upptökur, ferðalög og allt tilheyrandi kemur úr vasa hljómsveitarmeðlima. Þær stelpur segjast reyna hvað þær geta til að vera í þessu án þess að fara á hausinn. „Við reynum að selja varning eins og boli en það er dýrt að prenta vörur hérna heima og maður græðir ekki mikið á hverjum seldum bol. En við erum ótrúlega þakklát þeim sem styrkja okkur með því að kaupa bol eða disk og koma á tónleikana okkar. Við erum fyrst og fremst í þessu fyrir okkur sjálf, gleðin og ánægjan sem við fáum út úr tónlistinni er númer eitt hjá okkur og vinnan í kringum hljómsveitina er ótrúlega skemmtileg. Angist er eins og lítil fjölskylda. Við erum gríðarlega mikið saman og erum mjög náin og góðir vinir. Það er góður andi og þetta gefur manni mikið – þetta er eiginlega best í heimi.“ Rokk og ról. Morgunblaðið/Eggert Hljómsveitin í öllu sínu veldi. Frá vinstri, Haraldur Ingi, Edda, Gyða og Tumi Snær Gyða Hrund í brjáluðum ham á tónleikum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.