Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 52
Þórir Guðmundsson kallar sýningu sínaÁ vettvangi vonar og verður hún opn-uð í Gerðarsafni klukkan 15 í dag,
laugardag, um leið og árleg sýning Blaða-
ljósmyndarafélags Íslands.
Þórir segir hugsunina að baki heiti sýning-
arinnar vera tvíþætta. „Annars vegar að von-
in getur orðið lítil þegar veruleikinn verður
skyndilega erfiður, en hún getur hins vegar
glæðst þegar hjálp berst og í ljós kemur að
umheiminum er ekki sama. Hitt er að aldrei
er hægt að byggja neitt upp nema von sé til
staðar. Vonandi er hægt að lesa þetta gegn-
um þessar myndir, því þótt sumar séu átak-
anlegar þá færa þær vonandi líka einhverja
von,“ segir Þórir sem er sviðsstjóri hjálp-
arstarfssviðs Rauða kross Íslands. Undir það
svið fellur meðal annars alþjóðaaðstoð, neyð-
araðstoð, skyndihjálp og mál sem varða hæl-
isleitendur og flóttamenn.
Á sýningunni eru hátt í fimmtíu ljós-
myndir sem Þórir valdi og vann með ómet-
anlegri aðstoð Þorkels Þorkelssonar ljós-
myndara. Ljósmyndaferill Þóris hófst þegar
hann var sextán ára, en þá fór hann að vinna
sem aðstoðarljósmyndari á dagblaðinu Vísi.
„Það var fínt orð yfir það þegar krakkar
voru sendir inn í myrkrakompu að framkalla
myndir og stækka. Það voru mín fyrstu
skref í blaðamennsku,“ segir hann.
„Síðar fór ég til Rhode Island í Bandaríkj-
unum að læra ljósmyndun og var þar í eitt
ár; það leiddi til þess að ég missti áhugann á
ljósmyndun og tók ekki mynd í fimmtán ár,“
segir hann og hlær. Þess í stað fór hann í
háskóla að læra blaðamennsku og alþjóða-
samskipti.
„Ég fór ekki að taka myndir aftur fyrr en
ég fór á vegum Rauða krossins til Mið-
ÞÓRIR GUÐMUNDSSON SÝNIR LJÓSMYNDIR AF FÓLKI Í ERFIÐUM AÐSTÆÐUM
„Var sendur þangað sem
hamfarir voru í gangi“
Á LIÐNUM ÁRUM HEFUR ÞÓRIR GUÐMUNDSSON FARIÐ VÍÐA Í STARFI SÍNU FYRIR
RAUÐA KROSSINN. SÝNING Á LJÓSMYNDUM HANS VERÐUR OPNUÐ Í GERÐARSAFNI
UM LEIÐ OG ÁRLEG SÝNING BLAÐALJÓSMYNDARA.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Aðstæður geðveikra voru
vægast sagt slæmar í
Tadsjikistan. Þessir menn
fóru út í lítinn bakgarð
hælisins og sumir gengu
þar hring eftir hring.
Gömul kona í
Úsbekistan held-
ur hita á húsinu
sínu með því að
setja gaseldavél-
arhellu á fullt.
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2013
„Öll él birtir upp um síðir“ er heiti sýningar á
nýjum málverkum eftir Harald Bilson sem
verður opnuð í Gallerí Fold við Rauðarárstíg
á laugardag klukkan 15. Málverkin eru öll til
sölu á sýningunni en sú gamla hefð verður
endurvakin með nútímalegum hætti, að unnt
verður að bjóða í óseld verk þegar sýning-
unni lýkur. Einnig er hægt að bjóða í verkin
meðan á sýningunni stendur, á sýningunni og
á uppboðsvefnum Uppbod.is.
Haraldur „Harry“ Bilson hefur notið vin-
sælda víða um lönd fyrir list sína. Hann fædd-
ist árið 1948 í Reykjavík en fluttist til Bret-
lands á unga aldri. Móðir hans var íslensk, en
faðir hans breskur. Hann hefur dvalist í fjór-
um heimálfum við listsköpun og sýningar.
HARALDUR BILSON SÝNIR
UPPBOÐSSÝNING
Verk Bilsons hafa notið vinsælda hér á landi og
víðar. Þau verða boðin upp á sýningunni.
Morgunblaðið/Golli
Viskí tangó er fjórða leikrit Jóns Atla
Jónassonar sem Útvarpsleikhúsið flytur.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Útvarpsleikhúsið á Rás 1 frumflytur á sunnu-
dag klukkan 13 nýtt leikrit eftir Jón Atla Jón-
asson, Viskí tangó. Í samantekt fjallar leikritið
um mann og konu sem sitja í borg sem hefur
lagst í eyði og hlusta eftir kallmerkjum í
stuttbylgjustöð. Þau bíða nóttina af sér og
deila minningum frá landi og borg sem er
ekki lengur til, á milli þess sem þau hlusta eft-
ir útsendingum frá talstöðinni.
Leikendur eru Erling Jóhannesson og Arn-
dís Hrönn Egilsdóttir. Hljóðvinnslu annaðist
Einar Sigurðsson og leikstjóri er Jón Páll Eyj-
ólfsson. Þetta er fyrsta leikritið sem Jón Páll
stýrir í útvarpi.
NÝTT ÚTVARPSLEIKRIT
VISKÍ TANGÓ
Þegar gítarsnillingurinn
Jimi Hendrix lést í sept-
ember 1928, aðeins 28 ára
gamall, höfðu hundruð
klukkustunda af leik hans
verið hljóðrituð í hljóð-
verum. Síðustu áratugi
hafa tugir platna verið
gefnir út með þessum upp-
tökum á vegum dánarbús-
ins, en nú er brunnurinn
að tæmast. Á þriðjudag kemur út síðasta
platan, „People, Hell and Angels“.
„Við munum ekki gera fleiri plötur með
þessum stúdíóupptökum,“ hefur The New
York Times eftir öðrum upptökustjóranna
sem hafa unnið í efninu á liðnum árum ásamt
systur gítarleikarans. Hann gefur þó í skyn að
fleiri upptökur með Hendix muni verða
gefnar út. „Mikið er til af óútgefnu efni, því
við eigum mikið af dásamlegum tónleika-
upptökum,“ segir hann.
SÍÐUSTU STÚDÍÓLÖG HENDRIX
LOKAUPPTÖKUR
Jimi
Hendrix
Sýning á verkum tveggja kvenna, sem eru í fremstu röð myndlistar-
manna sinnar kynslóðar, verður opnuð í Listasafninu á Akureyri á
laugardag klukkan 15. Guðrún Einarsdóttir og Ragna Róbertsdóttir
vinna báðar með efni sem tíminn hefur fengið að móta, og báðar vísa
í eða vinna beint með náttúruna og náttúruleg efni.
Guðrún blandar af þekkingu saman olíulitum og bindiefnum og
vinnur tíminn síðan á litablöndunum sem hún skilur iðulega eftir á
striganum mánuðum saman, þar til olíuliturinn hefur tekið á sig
ákveðna mynd. Útkoman er málverk sem byggjast á hreinni efna-
fræði en með sterkri skírskotun í náttúruna. „Ég vil myndgera inn-
tak verkanna, náttúruna. Ég vil búa hana til aftur, með hinum ýmsu
efnum, olíu og ýmsum verkfærum. Það er ekki frásögn í þeim, þau
eru ekki beint fígúratíf, heldur er ég að endurgera náttúruheiminn,“
sagði Guðrún í viðtali í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum.
Í sínum verkum vinnur Ragna með náttúruleg efni á borð við
hraun, skeljar og sjávarsalt. Þesi efni veðrast og breytast í náttúr-
unni og þar grípur Ragna þau, tekur þau og mótar úr þeim verk.
„Ég er að safna þessum efnum, ár eftir ár, og síðan kemur að þeim
tímapunkti að ég fer að hugsa um að nota þau í myndlistarverk,“
sagði hún í viðtali á dögunum. „Ég sortera efnin á vinnustofunni og
kem síðan með þau í sýningarsalinn.“ Og þar verða verkin til.
ATHYGLISVERÐ SÝNING Á AKUREYRI
Náttúrumálverk
og náttúruefni
„Þau eru ekki beint fígúratíf, heldur er ég að endurgera náttúruheim-
inn,“ hefur Guðrún Einarsdóttir sagt um málverk sín.
Morgunblaðið/Einar Falur
Ragna Róbertsdóttir við verk gerð úr skeljum á sýningu sem er í i8. Hún
vinnur mikið með náttúruleg efni, eins og hraun, skeljar og sjávarsalt.
Morgunblaðið/Einar Falur
SÝNING GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR OG RÖGNU
RÓBERTSDÓTTUR Í LISTASAFNINU Á AKUREYRI.
Menning