Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Qupperneq 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2013 Menning Eldri systir mín segir að ég hafi veriðheilluð af fyrirbærum í norrænnigoðafræði – af álfum, dvergum og drekum, galdrakörlum og verum sem um- breytast, talandi fuglum og heimi þar sem töfrar eru raunverulegir – alveg síðan ég var fjögurra ára og barnfóstran las Hobbit- ann eftir J.R.R. Tolkien fyrir okkur,“ segir bandaríski rithöfundurinn Nancy Marie Brown. Hún er sannkallaður Íslandsvinur; hefur komið hingað til lands alls sextán sinnum frá árinu 1986 og dvalist hér að minnsta kosti í nokkrar vikur árlega. Auk þess heldur hún íslenska hesta og er með íslenskan hund á heimilinu í Vermont. Brown er sérfræðingur í norrænni goða- fræði og segir þrjár af fimm bókum sínum vera um Ísland – „og ég býst við að þær verði nokkrar í við- bót,“ segir hún. Brown hefur verið önnum kafin undan- farið við að kynna nýjustu bókina, Song of the Viking – Snorri and the Making of Norse Myth. Hún fjallar um Snorra Sturlu- son, íslenskar mið- aldar og goðafræð- ina eins og hún birtist í skrifum Snorra og hefur síðar haft áhrif á fjölda rithöfunda og samtímamenn- inguna. Það olli Brown vonbrigðum í háskóla, þar sem hún útskrifaðist í skapandi skrifum, að hennar eftirlætishöfundur, Tolkien, þótti ekki nægilega merkilegur til að vera lesinn þar. Ákveðin hvörf urðu hinsvegar í lífi hennar árið 1977, þegar hún sat námskeið þar sem fjallað var um goðsagnir. „Auk Hómers, Óvíds og Bhagavadgita þá lásum við Eddu Snorra Sturlusonar. Blað- síða 41 í þýðingu Jean Youngs frá 1965 var vendipunktur í mínu bókmenntalífi. Ég las: „Þar næst settust guðin upp í sæti sín og réttu dóma sína og minntust hvaðan dvergar höfðu kviknað í moldunni … en af atkvæði guðanna urðu þeir vitandi manvits og höfðu manns líki og búa þó í jörðu og í steinum. Móðsognir var æðstur og annar Durinn.“ Durinn? Ég kannaðist við þetta nafn. Í list- anum yfir dvergana sem tók við þekkti ég fleiri úr Hobbitanum: Bifur, Báfur, Bömbur, Nori, Óri og … Gandálfur? Hvað var vitki Tolkiens að gera á Íslandi á miðöldum?“ Brown las þá ævisögu Tolkiens og frædd- ist um Kolbíta, klúbb sem Tolkien stofnaði við Oxfordháskóla til að þýða Eddurnar og Íslendingasögur. „Ég fór að skilja hvaðan hann og aðrir fantasíuhöfundar – C.S. Lewis til dæmis, sem var einnig í klúbbnum – fengu hugmyndir sínar. Bækur spretta ekki fullskapaðar út úr höfði höfunda eins og Aþena úr höfði Seifs. Bækur eru undir áhrifum af öðrum bókum. Án verka Snorra og annarra íslenskra miðaldabókmennta, þá myndum við ekki eiga bækur Tolkiens eða mikið af fantasíubókmenntum samtímans.“ Og Brown svarar spurningunni hvers vegna hún kaus að skrifa bók um Snorra og norrænar goðsagnir: „Vegna þess að ég átt- aði mig á því að það var Snorri sem var minn eftirlætishöfundur – og hann var raun- veruleg manneskja, rithöfundur eins og ég, með sinn styrk og sína veikleika, ást og hat- ur, ótta og þrár. Í sumu tókst honum vel upp, í öðru var fall hans mikið.“ Hvað bjó Snorri til af goðsögum? Brown segir að þegar hún var enn í námi og undir miklum áhrifum af skrifum Tolki- ens, leit hún svo á að Snorri hefði fyrst og fremst safnað saman og vaðveitt þessar goð- sagnir. Hún notaðist við sumar þeirra í tveimur fyrri bóka sinna og sumarið 2009, þegar hún hafði lokið við enn eina bók, sem gerist ekki á Íslandi þótt hún fjalli um vík- ingatímann, þá tók hún niður úr hillu heima hjá sér bók Sigurðar Nordal um Snorra frá árinu 1920. Hér er rétt að skjóta því inn að eftir að Brown fann Gandálf í Snorra-Eddu, og hafði komist að aðdáun Tolkiens á íslenskum forn- bókmenntum, þá hafði hún byrjað að lesa Njálu og síðan hverja Íslendingasöguna á fætur annarri. Og þegar enskar þýðingar á þeim þraut, þá tók hún að læra norrænu til að geta lesið meira, og íslenskan varð henni sífellt tamari. Hún byrjaði að lesa bók Sigurðar og það kom henni á óvart að sjá hvað Snorri var heillandi. „Hann var enginn guð heldur mjög breyskur maður. Í samanburði við Tolkien var hann frekar fráhrindandi. En hann var eins og hver annar maður sem maður gæti mætt í dag á götu í Reykjavík, eða í Reyk- holti; samsettur út jákvæðum og neikvæðum þáttum, heillandi og viðurstyggilegur í senn.“ Og hún las aftur þýðingu á Eddu, og þótt hún hefði heyrt það oft áður, þá áttaði hún sig þá fyrst á því hvað margar goð- sagnanna finnast eingöngu hjá Snorra, og sumar í örfáum öðrum verkum. „Þá fór ég að velta því fyrir mér, í stað þess að vera bara þakklát honum fyrir að hafa varðveitt þennan fjársjóð, hversu mikið af þessum „goðsögnum“ hann hefði í raun búið til,“ segir hún. Næstu tvö ár las hún allt um Snorra sem hún komst yfir, meðal annars ævisöguna eft- ir Óskar Guðmundsson, sem kom út árið 2009. „Ég endurlas Sturlungu og Hákonar sögu Hákonarsonar, auk Heimskringlu og Egils sögu, og velti Eddu og Reykholts- máldaga fyrir mér. Því meira sem ég frædd- ist um líf Snorra, og ástæður þess að hann skrifaði bækur, þeim mun betur skildi ég að hann var skapandi rithöfundur í nútímalegri merkingu. Snorri var Tolkien síns tíma.“ Og hún réðst í að skrifa bók um höfundinn Snorra og hugmyndir sínar um verkin. Rætur fantasíanna hjá Snorra Brown segir að áhrif Snorra megi sjá allt í kringum okkur. „Ég hef þegar útskýrt hvernig hann hafði áhrif á Tolkien, en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að vinsældir Hobbitans og Hringadróttinssögu, sem komu fyrst út 1937 og 1954, hrundu af stað nýrri bylgju í afþreyingariðnaðinum, allt var það undir áhrifum af verkum Snorra. Allar fantasíubækurnar, kvikmynd- irnar, teiknimynda- sögurnar, tölvuleik- irnir, spilin, hlutverkaleikirnir og netleikirnir sem virðast byggjast á ódauðlegum álfum, dvergum í fjallasöl- um, flökkuvitkum sem tala við fugla og herskáum valkyrjum úr sögum Tolkiens, koma í rauninni frá Snorra.“ Íslendingum finnst eflaust forvitnilegt að heyra hvernig Brown heillaðist af sögum okkar og landinu. „Ég kom loks til Íslands í fyrsta skipti árið 1986. Í stað þess að ljúka við doktorsgráðu í samanburðarbók- menntum, kaus ég að skrifa sögulega skáld- sögu um Snorra goða Þorgrímsson, sem kemur mikið við sögu í Eyrbyggju. Á þeim tíma voru engir „saga-tours“ um Ísland en við eiginmaður minn flugum til Íslands, tók- um rútu til Stykkishólms, öxluðum bakpok- ana og gengum suður til Helgafells þar sem Hjörtur Hinriksson og Kristrún kona hans tóku svo hjartanlega á móti okkur að síðan höfum við verið vinir fjölskyldunnar. Ég gleymi aldrei hvað það var heillandi upplifun að vera boðið inn í kaffi og sitja með fjölskyldunni við eldhúsborðið meðan Hjörtur sagði okkur sögur úr Eyrbyggju – sögur um fólkið sem bjó á bænum hans þús- und árum fyrr. Í Bandaríkjunum höfum við ekki slíka tilfinningu fyrir sögunni. Á Íslandi er fortíðin lifandi,“ segir Brown. Saga henn- ar um Snorra goða var aldrei gefin út, þótt hún hafi unnið að henni á tíu ára tímabili, meðan hún starfaði við vísindaskrif og rit- stjórn við Penn State-háskólann. Þar segist hún líka hafa komist í kynni við íslenska námsmenn sem hjálpuðu henni að ná betri tökum á nútímaíslensku. Hrífst af söguþekkingunni „Því miður hef ég ekki haft efni á því að búa lengi á Íslandi,“ segir hún. „Tvisvar gat ég þó verið í þrjá mánuði. Fyrst árið 1988 þegar ég var með þriggja mánaða ungbarn með mér að fræðast á styrk frá American- Scandinavian Foundation um þjóðsögur hjá Hallfreði Erni Eiríkssyni við Árnastofnun. Og aftur árið 1996 þegar fjölskylda mín dvaldist í ár á Litla-Hrauni (hinu Litla- Hrauni; eyðibýli skammt frá Eldborg) með- an maðurinn minn, Charles Fergus, skrifaði bókina Summer at Little Lava. Í hvert sinn sem ég kem til Íslands heillast ég af gestrisni Íslendinga, af þekk- ingu þeirra á sögu sinni og ást þeirra á bók- menntum.“ Ísland virðist vera fyrir miðju í flestu því sem Nancy Marie Brown tekur sér fyrir hendur. Hún tekur undir það. „Ég held fyr- irlestra um Ísland, ég blogga um Ísland, ég ríð út á íslenskum hestum – ég á fjóra, ég á íslenskan hund, ég er fararstjóri með gönguhóp á „saga-tour“ um Ísland í sumar … ég held ég geti fullyrt að ástarævintýri mitt með Íslandi nútímans og miðalda muni halda áfram meðan ég lifi. Þegar ég kom til Íslands í fyrsta skipti fannst mér ég hafa verið þar áður. Í sérhvert sinn sem ég sný aftur finnst mér ég vera að koma heim. Það má grafa hjarta mitt undir Helgafelli.“ „Í sérhvert sinn sem ég sný aftur finnst mér ég vera að koma heim,“ segir Nancy Marie Brown. Hún er hér með Gæsku frá Syðra-Skörðugili. Ljósmynd/Jennifer Anne Tucker og Gerald Lang NANCY MARIE BROWN SKRIFAR BÆKUR UM ÍSLENSKAR GOÐSAGNIR OG MIÐALDAHEIMINN Snorri var Tolkien síns tíma HÚN SKRIFAR BÆKUR UM ÍSLENSKA MENNINGU, BLOGGAR UM ÍSLAND, Á ÍSLENSKA HESTA OG ÍSLENSKAN HUND. ÍSLAND ER FYRIR MIÐJU Í FLESTU SEM NANCY MARIE BROWN TEKUR SÉR FYRIR HENDUR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is * „Ég held ég geti full-yrt að ástarævintýrimitt með Íslandi nútímans og miðalda muni halda áfram meðan ég lifi.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.