Morgunblaðið - 29.04.2013, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Inniheldurplöntustanólester
sem lækkar kólesteról
MEÐ
PLÖNTUSTANÓLESTER
Í NÆRINGU
EIN
AF
10
STÆ
RSTU UPPGÖTVUNUM
Kólesteról er áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma
2 fylgja fríttmeð ms.is/benecol
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, tekur í dag á móti formönn-
um þeirra framboða sem náðu
mönnum inn á þing í alþingiskosn-
ingunum á laugardag. Á blaða-
mannafundi á Bessastöðum í gær
sagðist forsetinn vonast til þess að
hann næði að funda með þeim öll-
um fyrir kvöldið. Í kjölfarið myndi
hann taka ákvörðun um hverjum
þeirra hann fæli umboð til stjórn-
armyndunar.
Jóhanna Sigurðardóttir, fráfar-
andi forsætisráðherra, gekk á fund
forsetans í gær til að biðjast lausn-
ar fyrir ríkisstjórn sína. Forsetinn
féllst á þá beiðni en óskaði jafn-
framt eftir því að Jóhanna leiddi
starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn
hefði verið mynduð eins og hefð er
fyrir. Þakkaði hann Jóhönnu fyrir
vel unnin störf og forystu hennar
undanfarin ár.
Forsetinn sagði eftir fund þeirra
forsætisráðherra að sér væri nauð-
synlegt að kynna sér viðhorf allra
flokkanna sem ættu fulltrúa á þingi
til að geta metið á raunsæjan hátt
hverjum hann fæli umboð til þess
að mynda nýja stjórn.
Horfir til fleiri þátta
Ólafur Ragnar lét í veðri vaka að
það væri ekki aðeins þingstyrkur-
inn eða hverjir gætu talist sigur-
vegarar kosninga sem réði úrslitum
um það hverjum yrði falið stjórn-
armyndunarumboðið.
„Það er eindregið mín skoðun að
sá lærdómur blasi við að þó að
þingstyrkur sé nauðsynleg forsenda
fyrir farsælli ríkisstjórn þá hefur
atburðarásin á undanförnum árum
sýnt að víðtækur þjóðfélagslegur
stuðningur og samstaða á meðal
þjóðarinnar eru líka brýn forsenda
þess að vel takist til í stjórnarfari,“
sagði hann.
Að öðru leyti sagðist forsetinn
myndu hafa í huga þær venjur sem
hefðu mótast á lýðveldistímanum
við ákvarðanir um stjórnarmyndun.
Hann var spurður hvort formanni
Sjálfstæðisflokks eða Framsóknar-
flokks, tveggja stærstu flokkanna
eftir kosningarnar, yrði falið um-
boðið.
Ólafur sagði að það hefði verið
með ýmsum hætti hverjum hefði
verið fengið umboð til stjórnar-
myndunar í gegnum söguna og
benti á að eftir því sem hann kæm-
ist næst hefði ekki áður komið upp
sú staða að tveir stærstu flokkarnir
hefðu sama fjölda þingmanna. Það
væri ekki sitt að kveða upp dóm um
hverjir væru sigurvegarar kosning-
anna. Markmiðið væri að tryggja að
mynduð yrði ríkisstjórn á farsælan
og öruggan hátt.
Forsetinn tæki ekki aðeins mið af
stærð flokkanna eða árangri í kosn-
ingunum heldur einnig hvað for-
menn hinna flokkanna hefðu að
segja. Sagðist hann myndu verða í
betri stöðu til að tjá sig eftir að
hafa hlýtt á formennina í dag.
Líklegast er talið að oddviti ann-
aðhvort Framsóknarflokks eða
Sjálfstæðisflokks, sem hafa flesta
þingmenn eftir kosningarnar, fái
stjórnarmyndunarumboðið. Í um-
ræðuþætti á Stöð 2 í gærkvöldi
kom fram að Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, hefði
verið boðaður á fund forsetans
klukkan ellefu fyrir hádegi í dag en
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins, eft-
ir hádegið.
Forsetinn ætlar að ræða við
formenn allra flokka í dag
Morgunblaðið/Kristinn
Lausn Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráðherra, ræða saman.
Þingstyrkur og fylgisaukning ekki einu skilyrði stjórnarmyndunarumboðs
Maður sem skar níu ára stúlku á
háls með hnífi í Hafnarfirði á
laugardag er kominn í lækn-
ishendur. Hann var nýútskrifaður
af geðdeild þegar hann réðst á
stúlkuna þar sem hún var á gangi
ásamt jafnöldru sinni. Stúlkan er
nokkuð slösuð en ekki talin í lífs-
hættu.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglu urðu maður og kona vitni að
árásinni og hrópaði konan svo að
styggð kom að manninum. Að svo
búnu hljóp hann á brott og kastaði
hnífnum í fjöruna við Herjólfs-
götu. Maður konunnar elti mann-
inn og hélt þar til lögregla kom á
staðinn.
Hnífurinn fannst í fjörunni þeg-
ar fjaraði á laugardagskvöld en
fyrr um daginn höfðu kafarar leit-
að hans í sjónum. Málið telst upp-
lýst samkvæmt upplýsingum lög-
reglu.
Skar níu
ára stúlku
á háls
„Veður verður áfram í kaldara
lagi. Það verður einhver dæg-
ursveifla í hitanum en frost verður
á næturnar fram eftir viku. Við
munum hins
vegar ekki sjá
eins mikinn
vind og hefur
verið,“ segir
Haraldur Ei-
ríksson, veð-
urfræðingur hjá
Veðurstofu Ís-
lands, um veð-
urhorfur næstu
daga. Allhvasst
var á Norður-,
Austur- og
Vesturlandi í
gærmorgun. Vindur fór mest upp í
29 metra á sekúndu í Æðey á
Vestfjörðum og upp í 27 metra á
sekúndu í Bláfeldi á Snæfellsnesi.
Mestur snjór var á Austurlandi,
auk þess sem vindstyrkur fór upp
undir 20 metra á sekúndu. Ekkert
tjón varð þó af veðrinu, sam-
kvæmt upplýsingum frá Neyð-
arlínunni.
„Lægðin sem veldur þessu er að
fjarlægjast,“ segir Haraldur.
Hann gerir ráð fyrir því að seinni
partinn í dag verði veður orðið
stillt víðast hvar um landið.
vidar@mbl.is
Minni vindur
en kalt fram
eftir vikunni
Rok Víða var
hvasst í gær.
Börn sem tóku þátt í barnamenningarhátíð stóðu fyrir
því á laugardag að kríta hjólaleið á torgið framan við
Hörpu.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu í síðustu viku hef-
ur hjólreiðafólk slasað sig og sprengt dekk á varasömu
torginu. Sesselja Traustadóttir er framkvæmdastýra
Hjólafærni á Íslandi sem er fræðasetur um samgöngu-
hjólreiðar. Hún segir torgið framan við Hörpu þekkta
slysagildru og að upp hafi komið hugmynd um að börn-
in myndu mála listastíg fyrir hjólreiðafólk í gegnum
torgið. Það reyndist hins vegar torsótt þar sem það var
háð samþykktum nokkurra aðila.
„Lendingin var sú að ég keypti nokkur kíló af krítum
sem notaðar voru í að búa til listastíg. Hann fær í það
minnsta að vera fram að næstu rigningu. Vonandi er
þetta fyrsta skrefið að því að þarna komi varanlegur
stígur sem eykur öryggi hjólreiðafólks,“ segir Sesselja.
Barnamenningarhátíð lauk í gær en hún hófst á
þriðjudag. Á henni var staðið fyrir margvíslegum
menningarviðburðum og var listastígurinn gerður í
tengslum við hátíðina. vidar@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Á listastíg Hin 15 ára gamla Hugrún Britta Kjart-
ansdóttir var listrænn stjórnandi og yfirteiknari lista-
stígs fyrir hjólreiðafólk á Hörputorgi.
Börnin gerðu listastíg fyrir
hjólreiðafólk á Hörputorgi
Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráðherra,
gaf fjölda fjölmiðlamanna, sem beðið höfðu á meðan
hún fundaði með forsetanum á Bessastöðum í gær og
baðst lausnar fyrir stjórn sína, ekki tækifæri til að ræða
við sig að fundinum loknum.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti var spurður um þetta
á blaðamannafundi eftir fund þeirra Jóhönnu. Hann
sagði forsætisráðherra hafa talið sig hafa þegar sagt
allt það sem hún vildi segja við fjölmiðla í kjölfar kosn-
inganna. Hann hefði virt þá afstöðu hennar að hún teldi
ekki ástæðu til að ræða við fjölmiðla.
„Við áttum mjög ítarlegan, efnismikinn og góðan fund. Við ræddum
ákvörðun hennar [að hætta í stjórnmálum], framhaldið, niðurstöður
kosninganna, mat á stöðunni og ýmislegt sem þarf að hafa í huga næstu
daga,“ sagði Ólafur Ragnar.
Hann var einnig spurður út í feril Jóhönnu sem forsætisráðherra.
„Þetta hefur verið einstaklega erfitt tímaskeið hjá okkur öllum Íslend-
ingum og enginn verið öfundsverður af því að þurfa að stýra ríkisstjórn.
Margt hefur tekist vel á þessum árum en eins og allir vita eru mörg verk
enn óunnin. Þess vegna skiptir máli að menn vandi sig vel við ríkisstjórn-
armyndun,“ sagði forsetinn.
Jóhanna ekki öfundsverð
BAÐST LAUSNAR FYRIR RÍKISSTJÓRNINA
Jóhanna
Sigurðardóttir